Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 GOLF / LANDMSOTIÐ Feðginin Þorsteinn Geirharðsson og Rut Þorsteinsdóttir. FOLK ■ GOLF virðist stundum ætt- gengt. Sem dæmi má nefna að Rut Þorsteinsdóttir sem sigraði í 1. flokki kvenna er systir Rakelar sem sigraði í 1. flokki kvenna árið 1990 á Akureyri. Faðir þeirra, Þor- steinn Geirharðsson sigraði í 1. flokki karla í Leirunni árið 1989 þannig að það má segja að þau séu öii fyrsta flokks kylfingar. ■ BERGVÍKIN hrellir margan kylfínginn og það væri endalaust hægt að segja hrakfallasögur af þessari par 3 holu. í gær fór ein kona í 2. flokki holuna illræmdu á 11 höggum, sendi nokkra bolta í hafið í teighögginu. M ÞETTA kemur líka fyrir í meist- araflokkunum, þó ekki sé það eins slæmt. Þannig fór Ragnhildur Sig- urðardóttir úr GR holuna á 9 högg- um í gær. Hún hafði verið að húkka ' ftesta bolta og miðaði frekar upp í vindinn hægra megin við holuna en sneiddi boltannn til hægri út í sjó. ■ NÆSTA högg var í sandglompu og lá boltinn illa þannig að höggið misheppnaðist og boltinn fór yfir flötina og í flugi út í sjó. Víti í glomp- unni og sjötta högg inn á og þrjú pútt. __ ■ „ÉG hélt að ég ætti aldrei eftir að lenda í þessu. Eg hef aldrei feng- ið svona mörg högg á Bergvíkina ekki einu sinni þegar ég var lítil og var að byija,“ sagði Ragnhildur. ■ EINN riðillinn í meistaraflokki karla lék Bergvíkina samtals á 19 höggum fyrsta daginn og þeir voru ekki beint brosandi þegar þeir -gengu á teig á fjórðu holu kappam- ir. ■ SIGURÐUR Pétursson golf- kennari hjá GR er ekki að fylgjast með landsmótinu og er langt síðan hann hefur ekki annað hvort verið að keppa eða fylgjast með. Sigurð- ur er í Svíþjóð að fylgjast með golfmóti þar og er það hluti af nám- inu hjá honum en hann er að læra til golfkennara í PGA-skólanum þar. ■ BJÖRGVIN Sigurhergsson úr Keili á sína uppáhalds holu í Leir- unni og er það 14. holan. Ástæðan er einföld, fyrsta daginn fékk hann örn á hana, lék á tveimur undir pari, annan daginn fékk hann fugl og svo aftur örn í gær. Samtals er hann því fimm undir á holunni eftir þijá daga. „Það vantar fleiri svona holur, þær mættu alveg vera átj- án,“ sagði Björgvin. ■ ÚLFAR Jónsson, íslandsmeist- ari í golfi, verður ekki á sínum venjulega stað þegar ræst verður út í dag. Frá árinu 1985 hefur hann alltaf verið í síðasta riðli síðasta daginn, en er nú í næst síðasta. Þorsteinn Hallgríms- son heldur sínu striki Hefurfjögurra högga forskot fyrirsíðasta dag. íslandsmeistarinn ífjórða sæti Skúli Unnar Sveinsson skrífar ÞORSTEINN Hallgrímsson úr Golfklúbbi Vestmannaeyja er í fyrsta sæti í meistaraflokki karla fyrir sfðasta keppnisdag. Þorsteinn lék mjög vel í gær eins og hann hefur reyndar gert alla þrjá dagana og jók forystu sína um tvö högg. 5 Björgvin Sigurbergsson úr Keili er í öðru sæti og Sigurjón Arn- arsson íþví þriðja. Islands- meistarinn, Úlfar Jónsson úr Keili, er ífjórða sæti. Þorsteinn hafði tveggja högga forskot á Siguijón Arnarsson fyrir daginn í gær og hann hélt sínu og gott betur því hann lék holurn- ar 18 á 73 höggum, einu höggi yfir pari vallarins. Sigurjón lék hins vegar ekki nógu vel og átti sem fyrr í nokkrum vandræð- um með púttin og kom hann inn á 77 höggum, fimm yfir pari. Björg- vin lék á 84 högum í rokinu á mið- vikudaginn en í gær lék hann best allra og hafði aðeins slegið 71 högg þegar upp var staðið. „Það var tvennt ólíkt að leika í daga eða í gær. Maður stóð þó i fæturna í dag og ég púttaði aðeins tuttugu og fimm sinnum og það er ekkert dapurt. Ég lék mjög jafnt í dag og þetta var allt saman eðli- legt golf. Ég hefði að vísu getað fengið fugla á sautjándu holu en á móti kom að maður renndi niður nokkrum góðum púttum,“ sagði Björgvin Sigurbergsson. Þess má geta að hann hitti aðeins þijár brautir í gær og var níu sinnum á „regulation" þannig að það segir ekki allt. Nú varst þú í síðasta ríðli í fyrra á landsmótinu en þá sprakkstu, áttu von á að gangi betur á síðasta hring að þessu sinni? „Ég ætla að vona það. Ég sprakk í fyrra og það var fyrst og fremst í púttunum, ég púttaði hræðilega. Núna hef ég meiri reynslu en í fyrra og ég hlakka mikið til að leika Sæmundsson „ÞETTA hefur bara gengið vel hjá mér og ætlunin er að láta þetta halda áfram að ganga vel,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson úr GV þegar hann hafði lokið 54 holum af 72 á landsmótinu í golfi sem lýkur á Hólmsvelli í Leiru í dag. Þorsteinn lék á einu höggi yfir pari vallarins í gær og sagðist ánægður með það. „Ég kom á þetta landsmót með það fyrst og fremst að markmiði að hafa gaman af því sem ég væri að gera og ég hef haft rosalega gaman af þessu hingað til,“ sagði Eyjamaðurinn. Sérstakt golf blað gefið út Keppendur og gestir á landsmótinu geta stytt sér stundir við að lesa nýtt golfblað sem kom út skömmu fyrir mótið. Blaðið, sem heitir Golfblaðið, er ekki eingöngu um landsmótið heldur er að finna í því annað efni sem allt tengist þó golfi. Viðtöl eru við Islandsmeistar- ana í karla og kvennaflokki, nokkrir kylfingar eru látnir lýsa erfið- ustu holum á íslandi, skemmtileg atvik frá liðnum árum eru rifjuð upp og margt fleira má lesa í blaðinu. Hvert eintak er númerað og gildir sem happdrættismiði. Páll Ketilsson er ritstjóri. Blaðið verður til sölú hjá flestum golfklúbbum landsins, og einnig er hægt að panta það frá GS. Þorsteinn sagði: „Ég hef leikið vel og púttað vel þannig að ég hef ekki yfír neinu að kvarta. Á morgun ætla ég líka að láta mér líða vel og leika eins vel og ég get og vonandi dugar það til sigurs, því það væri óneitanlega gaman að vinna.“ Nú er þetta ný staða fyrir þig að vera í forystu á landsmóti. Heldur þú að það verði ekki erfitt að sofa í nótt? „Það gæti orðið eitthvað erfitt að sofna, bæði vegna þessarar stöðu í mótinu og svo líka vegna þess að Þjóðhátíðin heima í Eyjum byijar á á morgun [í dag],“ sagði Björgvin. Siguijóni Arnarssyni gekk ekki vel í gær þó svo hann kæmi inn á 77 höggum, flmm yfir pari. „Það er sama sagan hjá mér og fyrri daginn. Ég slæ mjög ve[ en það gengur ekkert að skora. Ég er að missa stutt pútt og sem dæmi fékk ég skramba á fímmtu braut þó svo hún sé leikin undan vindi. Það gengur auðvitað ekki. Ég var með 31 pútt í dag og að auki nokkur í flatarkantinum. Ég held að þetta sé samt allt opið ennþá og síðasti dagurinn verður skemmtilegur og spennandi. Ég hef leikið nokkuð jafnt en samt hefur ekkert gengið upp þannig að það má segja að ég bíði og voni að þetta komi,“ sagði Siguijón. Islandsmeistarinn Úlfar Jónsson er í fjórða sæti, sjö höggum á eftir Þorsteini. „Ég lék ágætlega í dag og upphafshöggin hafa sjaldan ver- ið betri hjá mér en það duttu hrein- lega engin pútt. Ég missti fjölda- mörg fjögurra til fímm metra pútt og þaðan af styttri. Nú er það ekk- ert sem heitir; á morgun verður þetta bara að ganga,“ sagði Úlfar. Hann notaði ekki nema 28 pútt sem er alls ekki slæmt en engu að síður stöðvaðist boltinn hvað eftir annað á holubarminum. Morgunblaðið/Ö Gaman hjá Þorsteini ÞORSTEINN Hallgrimsson hefur forystu fyrir síðasta dag. Hann segist hafa komið á mótið fyrst og fremst til að hafa gaman af því sem hann væri að gera, og hefur sannarlega haft það... Hér sveiflar Eyjamaðurinn kylfunni í gær. Aldrei að vKa nema ég syngi þjóðhátíðar- lagið á seinni níu... morgun. Ég hef verið með í síðustu níu landsmótum og alltaf komið heim á þjóðhátíð á laugardegi eða sunnu- degi en núna ætla ég á föstudags- kvöldi. Ég á pantað flug klukkan hálf tólf annað kvöld og mæti því beint í brennuna og tek undir með Árna Johnsen og félögum." Þú ætlar samt væntanlega ekki að flýta þér eins mikið og á Hellu, eða hvað? „Nei, ég lofa þér því,“ segir Eyja- peyinn og hlær, en á landsmótinu á Hellu þóttust menn sjá á síðustu holunum að Þorsteinn væri að flýta sér mjög mikið. „Það liðu ekki nema tuttugu mínútur frá því ég undirrit- aði skorkortið og þar til ég var kom- inn til Eyja. Ætli ég gefí þessu ekki örlítið meiri tíma núna og ljúki mót- inu með stæl, en ef vel gengur þá er aldrei að vita nema maður verði farinn að syngja þjóðhátíðarlagið á seinni níu,“ sagði Þorsteinn. orugg í 2. flokki SIGRÚN Sigurðardóttir úr Golfklúbbi Grindavíkur sigraði í 2. flokki kvenna og var sigur hennar nokkuð öruggur endalék hún meistaralega vel í gær og kom inn á 88 höggum. ^Sigrún hefur oft verið með ^^á landsmóti og varð meðal annars í þriðja^ sæti í Leirunni árið 1989. „Ég varð þriðja 1989 hér í Leirunni og hét sjálfri mér að gera betur núna og stó við það. Ég kann mjög vel við mig hér í Leirunni, í raun betur en heima í Grinda- vík, en ég ætla samt ekki að skipta um klúbb,“ sagði Sig- rún. Nú slóst þú oft í vötnin hér í þessu móti. Hefur þú æft þau högg sérstaklega? „Nei, það er ekki hægt að segja það, en það er rétt, ég sló hræðilega oft í vatn í þessu móti en enn oftar fór ég í glompur. Ég æfði vel fyrir mótið og sérstaklega æfði ég högg úr glompum og það kom sér virkilega vel. Annars gerði gæfumuninn að ég hélt haus allan tímann. Ég byijaði í 4.-6. sæti, var síðan í 2. sæti eftir annan dag og síðan í fyrsta sæti og hélt því. Það hefur líka mikil áhrif að vera ekki með krakkana hér, foreldrar mínir tóku stelpuna og því var ég alveg afslöppuð og róleg,“ sagði sigurvegarinn í 2. flokki kvenna. í öðru sæti varð Guðný Sig- urðardóttir úr GS á 389 högg- um en Sigrún lék á 382 högg- um. Einu höggi á eftir Guðnýju kom síðan Fríða Rögnvalds- dóttir úr GS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.