Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 39 Nuddnám, fram- tíðaratvinnugrein Frá Rafni Geirdal: Eg vil upplýsa almenning um að menntamálaráðuneytið hefur sent félaginu bréf þar sem það gefur svar við ítrekaðri beiðni félagsins um löggildingu á nuddi, í samræmi við tillögu fyrrum heilbrigðisráð- herra, og eindreginni tillögu deild- arstjóra í menntamálaráðuneytinu. Ákvörðun ráðuneytisins var að lög- gilda ekki. í bréfinu er gefin upp sú ástæða að það líti á nudd sem heilbrigðisgrein, en ekki iðngrein. Með því er ljóst að nuddnám er ákveðið af viðkomandi nuddskól- um, hvort sem þeir eru hérlendis eða erlendis. Útskriftarskírteini frá slíkum skólum er það sem gildir. Fagfélög geta síðan metið hvaða nám eða skóla þau viðurkenna sem inntökuskilyrði í sitt félag. Jafnframt vil ég upplýsa að menntamálaráðuneytið hefur unnið að undirbúningi nuddnáms í sam- ráði við félag islenskra nuddara. Gert er ráð fyrir að bóklegt undir- búningsnám fari fram við Fjöl- brautarskólann við Ármúla og verklegt nám verði á vegum félags íslenskra nuddara. Þetta er allt gott og blessað. Það er ánægjulegt að ráðuneytið tekur þátt í þróun á nuddnámi. Hins vegar þarf félag íslenskra nuddfræðinga ekki nauð- synlega að fara eftir ákvörðun ráðuneytis; heldur getur það lagt sitt eigið mat á hvað það telur gott og gilt nuddnám. Gott nuddn- ám byggist fyrst og fremst á góðri nuddkennslu; þó svo að bóklegt nám geti styrkt faglegan grunn nuddnema. Því er mikilvægast að styðja undir að gott nuddnám fari fram; hvar sem það er kennt í heim- inum. Eg hef óskað eftir viðræðum við menntamálaráðuneytið; fyrir hönd félagsins, til að vera betur upplýst- ur um hversu langt undirbúningur- inn er kominn. I ljósi þess getur félagið ákveðið hvort það vill hafa áhrif á þróun á slíku námi, og hvort það vill gera það að sínum inntöku- skilyrðum eður ei. Þeir sem hyggja á nuddnám eiga því óhræddir að geta valið um hvaða nuddnám sem er, hérlendis eða erlendis. Að lokinni útskrift eiga þeir að geta starfað sjálf- stætt. Þeir þurfa ekki nauðsynlega að ganga í fagfélag, frekar en þeir vilja, né fara eftir menntunarskil- yrðum menntamálaráðuneytisins. Komi til þess síðar meir að ákveðið Ökuskírteini aldraðra Frá Önundi Ásgeirssyni: ÞAÐ ER með ólíkindum, hvernig stjórnvöldum tekst að gera einfalda hluti flókna og í ábyrgðarleysi mis- muna þegnunum. Útgáfa ökuskír- teina er eitt slíkt tilvik. Leggja þarf fram læknisvottorð og tvær passa- myndir með umsókn, en árlegur kostnaður bílstjóra vegna skírtein- isins verður þá þessi samkvæmt núgildandi reglugerð dómsmála- ráðuneytisins (reglugerð 202, 26.5. 1993, 42. gr.): Það er óneitanlega dýrt fyrir 80 ára og eldri að greiða 4.200 krónur á ári fyrir ökuskírteini, þótt þeir séu við beztu heilsu. Mesta athygli vek- ur þó, að þeir sem endurnýja skír- teini sitt fyrir fullan 65 ára aldur, fá gilt skírteini til næstum 75 ára aldurs, og greiða þannig aðeins 570 krónur á ári. Ökumönnum er bent Gjald Læknis- Pass Samtals Kostnað- vottorð myndir ur á ári Bráðabirgðaskírteini til byrienda, 2 ár 3000 1500 1200 5700 2850 Fullnaðarsk. 10 til 65 ára3000 1500 1200 5700 570 Fullra 65 ára, 5 ár 3000 1500 1200 5700 1140 Fullra 70 ára, 4 ár 1500 1500 1200 4200 1050 Fullra 71 ára, 3 ár 1500 1500 1200 4200 1400 Fullra 72-79 ára, 2 ár 1500 1500 1200 4200 2100 Fullra 80 og eldri, 1 ár 1500 1500 1200 4200 4200 VELVAKANDI GÆLUDÝR Kettlingur í óskilum UM ÞAÐ bil fjögurra mánaða kettlingur, hvítur og grár, með hálsól, fannst í síðustu viku. Upplýsingar í síma 75160 eða 72261. Kettlingar TVEIR átta vikna, kassa- og hundavanir kettlingar, mjög fal- legir og skemmtilegir, óska eftir góðu heimili. Svartir með hvítar loppur. Uþplýsingar í síma 686547. Kettlingar ÞRÍR níu vikna, kassavanir kettlingar óska eftir heimili. Upplýsingar í síma 42384. Kettlingar HRESSIR og sætir kettlingar, átta vikna gamlir og kassavanir, óska eftir góðu heimili. Upplýs- ingar í síma 15327. Læða SÉRLEGA barngóð, svört og hvít læða, óskar eftir að komast á gott heimili með börnum. Upp- lýsingar í síma 666191 eða 671818. TAPAÐ/FUNDIÐ Göngustafur tapaðist GÖNGUSTAFUR tapaðist á bílastæðinu við þjóðveginn neð- an við Hengifoss í Fljótsdal um þrjúleytið miðvikudaginn 14. júlí sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 91-674957. Ólafur. Telpnahjól fannst TELPNAHJÓL fannst úti í móum í Beiðholti, það var búið að vera þar í nokkra daga. Upp- lýsingar í síma 73230. Trappa frá fellihýsi tapaðist SVARTMÁLAÐ fótstig (trappa) frá fellihýsi, gert úr járni, tapað- ist á leiðinni Króksfjarðarnes — Reykjavík um Skarðsströnd og Fellsströnd 25. júlí sl. Finnandi vinsamlega láti vita í síma 685698. verði að löggilda nuddnám; eru mestar líkur á að þeir sem hafa lokið útskrift, eða hafíð nám við skóla, áður en slík ákvörðun er til- kynnt opinberlega, geti sótt um að öðlast löggildingu. Líkur eru á að annað hvort taki ráðuneytið út- skriftina sem góða og gilda, eða óski eftir einhverri viðbótarmennt- un. Hins vegar eru litlar líkur á að slíkt nám yrði til ónýtis, og lok- að yrði á slíka einstaklinga. Þetta hefur komið mjög skýrt fram í sam- tölum mínum við menntamálaráðu- neytið. Hins vegar hafa sum fagfé- lög haft það að stefnu sinni að loka aðra frá til að veija hagsmuni sína. Ég tel að það sé einkenni af forn- eskjuhugsunarhætti og eigi ekki að tilheyra nútímaþjóðfélagi. Útskrifaðir nuddarar og nudd- fræðingar geta lagt mikið af mörk- um í því að efla heilsu þjóðarinnar. Það er eitt af mikilvægustu velferð- armarkmiðum hvaða þjóðfélags sem er. Jafnframt hefur ríkisstjórn- in það að stefnumarkmiði að gera ísland að landi heilsu og hrein- leika. íslenska heilsufélagið hefur kynnt möguleika á heilsuferðaþjón- ustu sem framtíðaratvinnugrein. Því hvet ég alla sem vilja læra nudd, eða aðrar heilsugreinar, að gera það. Með því byggjum við upp góða starfskrafta, framtíðarstörf, og síaukna heilsu, öllum til góða. Megi svo vera. Ég þakka. RAFN GEIRDAL, Smiðshöfða 10, Reykjavík. á að notfæra sér þessa reglu. Út- gáfa ökuleyfa er nú notuð til tekju- öflunar í ríkissjóð sem varla getur talizt eðlileg tekjuöflunarleið, jafn- vel þótt fyrirsjáanlegt sé fyrir löngu að ríkissjóður er gjaldþrota, hér eins og í Færeyjum. í niðurlagi sömu greinar er gert ráð fyrir að gefa megi út ökuleyfi til skemmri tíma vegna „andlegs eða líkamlegs atgervis", en orðið atgervi á hér að merkja sama og vanhæfni eða atgervisleysi. Sömu taxtar gilda, svo að árlegur kostn- aður hækka samsvarandi. Þetta klúður sýnist ekki vera samkvæmt gildandi umferðarlög- um, heldur úr suðupotti dómsmála- ráðuneytisins. Augnvottorð skal afhent í lokuðu umslagi (3. gr.). Tilgangurinn er væntanlega sá, að umsækjandi fái ekki að vita, hvað í vottorðinu stendur. Það er margt undarlegt í kýrhausnum. ÖNUNDUR ÁSGEIRSSON, fyrrverandi forstjóri Olís. Pennavinir Bandarísk stúlka vill skrifast á við 17-23 ára pilta. Hefur áhuga á íþróttum og dansi: Michelle Emmel, 1112 W. Cinnabar Avenue, Phoenix, Arizona 85021-2248, U.S.A. Átján ára norsk stúlka með áhuga á knattspyrnu, ferðalögum, bréfaskriftum og barmmerkjum vill skrifast á við 16-22 ára stúlkur: Tove Tonnessen, Sletteid, 4370 Egersund, Norway. Frá Ghana skrifar 26 ára kona með áhuga á tónlist o.fl.: Sheba Sackey, Old Towe, P.O. Box 253, Oguaa, Ghana. LEIÐRÉTTING Ekki ljósmyndir í frétt um sýningu Wenni Well- sandt í Gallerí 11 sem birtist í blað- inu í fyrradag, miðvikudaginn 28. júlí, gætti töluverðrar ónákvæmni. Hann var sagður sýna ljósmyndir, en hið rétta er að hann sýhir um 50 verk, unnin annars vegr með blandaðri tfekni og hins vegar með gamalli blektækni. Hlutaðeigendur em beðnir velvirðingar. L«TTi Vinn ngstölur , miðvikudaginn: 28. júlí 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n63,6 0 25.780.000 B1 5 af 6 tH+bónus 2 352.791 lcl 5 af 6 0 275.873 0 4at6 282 1.910 Ira 3 at 6 JCfl+bónus 1.018 234 Aðaltölur: ®®ð) <&)<&)<&) BÓMUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku: 27.538.287 áíst: 1.758.287 UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR 4 1 Þúféerð * vom vit er í! !Hdnz íriæstu búð Metsölublað á hverjum degi! QRJLL- SOSUR BBQ Mesquite smoke: Vel krydduð sósa sem gefurmatnum gamla viðarkolabmgðið. Tilvalið fyrir þá sem grilla mikið á gasgrillum. Sósan er ljúffeng með öllum grillmat. HlSiB BBQ Regular: Mild sósa með góðrí kryddblöndu. Bragðast vel með kjúkling, lamba-, nauta- og svínakjöti eða hamborgurum og pylsum. Túvalin til marineringar eða sem grunnurfyrir aðrar sósur. <ÆB BBQ Onion: Það erlaukurinn sem laðarfram góða bragðið í þessarí sósu sem ernokkuð sterk. Tílvalin með lamba- og svína- kjöti eða á hamborgarann. Þessi sósa er mjög góð til marineríngar. SSSB BBQ Hot & Spicy: Sterk og mikið krydduð grillsósa. Þetta er sósan fyrír hörkutólin sem vilja hafa sterkt bragð afmatnum. iiiSSB BBQ Honey & Spicy: Sætt hunangsbmgðið í bland við sterkt kryddið gerir þessa sósu framúrskar- andi góða, hentar vel með kjúklingum og svínakjöti. 4ESE& BBQ Garlic: Hvítlauksbmgðið erekla oghentar þessi sósa vel meðfiski og í pottrétti. Þetta ersósan sem aðdáendur hvílauksbmgðsins (garlic) hafa veríð að bíða eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.