Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 Víti til vamaðar eftir Ingibjörgu Sveinsdóttur 111 nauðsyn og von um vakningu meðvitundar og ábyrgðar okkar er uppspretta þessara skrifa. Þannig er mál með vexti að móðir mín og við systkinin urðum fyrir hræðilegri lífsreynslu sem við vonum að verði öðrum víti til varnaðar. Mildan júnímorgun lögðum við upp í ferð austur í „Gróðursetrið" okkar, þar sem við erum með du- litla trjárækt. En rétt eftir mót Suðurlandsvegar og Þrengslavegar gerðist óhappið. Ölvaður ungur maður sofnaði undir stýri á jeppa og ók á ofsahraða framan á Saab- inn okkar. Þó að þetta hafi gerst mjög skyndilega og án viðvörunar tókst móður minni sem betur fer að beygja aðeins frá þannig að höggið dreifðist á hlið bílsins. Öll misstum við meðvitund. Ef við hefð- um ekið á veigaminni bíl hefðum við líklega dáið, en þó að Saab sé nánast biyndreki er bíllinn okkar fullkomlega ónýtur. Ég ætla ekki að reyna að lýsa slysinu og tilfinn- ingum okkar nánar, því mig skortir orð. Móðir mín slasaðist alvarlega og er óvíst að hún muni nokkum tím- ann ná sér að fullu. Bræður mínir skárust og mörðust en sluppu ann- ars undravel, auk þess brotnaði ég á hrygg. Ökumaður jeppans slapp án teljandi meiðsla. Ég vil taka það fram að við vorum öll í bílbeltum. Því trúir enginn fyrr en reynir hversu hræðileg lífsreynsla það er að lenda í bílslysi. Hvort sem mað- ur veldur því eða verður fyrir því. Þetta vill enginn upplifa. Ég harma það að við skulum vera eins ófullkomin og við í raun erum. Því skrifa ég þetta í þeirri von að vekja meðvitund okkar um þá ábyrgð sem hvert eitt og einasta okkar ber gagnvart sjálfum sér sem og öðrum í umferðinni. Við erum nefnilega ekki ein í heiminum. Þetta er mjög mikilvægt að skilja og muna. Þessi vitundarvakning sem ég er að tala um byggist á vitn- eskju, sú vitneskja verður til með fræðslu. Umferðarfræðslu hérlendis er um margt ábótavant. Ég þykist ekki vera neinn sérfræðingur á því sviði en ætla samt sem áður að leyfa mér að koma með smávægileg umhugsunarefni. Umferðarfræðslu barna og ungl- inga mætti flétta betur inn í skóla- kerfið, því þama er visslega um alvarlegt og lífsnauðsynlegt náms- efni að ræða. Umferðarskóli yngstu barnanna, Ungir vegfarendur, er ágætur en það er einungis takmark- að sem hægt er að nema af bókum. Þjálfun við sem raunverulegastar aðstæður myndi gefa skýrari mynd af því sem í reynd á sér stað í umferðinni. Það er alltof oft sem ég sé böm að leik við ófullnægjandi öryggi, svo sem á bílastæðum og götum. Það þarf að kenna þeim að vara sig á bílunum og búa þeim ömggari leiksvæði. Það em þau sem erfa munu landið. Ég fagna því að prófkröfur til ökuréttinda hafa verið hertar og vona að kennslan hafi sömuleiðis batnað. Ungir ökumenn era sjaldn- ast fullkomlega reiðubúnir til þess að takast á við umferðina á eigin spýtur, reynsla og þekkingarleysi er þeim oft fjötur um fót. Enda eru það yngstu ökumennirnir, 17 til 24 ára, sem valda hlutfallslega flestum umferðarslysum miðað við aðra ald- urshópa. Ég tel að vandinn liggi ekki aðeins hjá þessum aldurshópi heldur einnig hjá þeim sem eiga að leiðbeina og vera til fyrirmynd- ar. Ég er .ekki einungis að tala um ökukennara heldur okkur öll sem erum í umferðinni. Sýnum við gott fordæmi? Ökuþjálfun ungra öku- manna mætti vera betri og vonandi verður þjálfunarbrautin margum- talaða að veruleika. í sambandi við aukna umferðarþjálfun fyndist mér skynsamlegt að láta aldraða öku- menn þreyta ökupróf með reglulegu millibili til að tryggja hæfni og kunnáttu ökumanna. Þeirri hugmynd skaut upp í huga mér að hægt væri að koma upp einhvers konar sýningaraðstöðu á bílhræjum úr umferðarslysum til þess að nota við umferðarfræðslu. Á sýningarsvæðinu væm nokkrir illa farnir bílar og við hvern bíl upplýsingaskilti um viðkomandi slys. Þar gæti til dæmis staðið hvar, hvenær og hvernig slysið vildi til. Hveijir hefðu verið í bílnum, hvem- ig þeir hefuð slasast og hveijir eftir- málar slyssins hefðu verið. Þetta yrðu að vera raunveralegt slys þannig að fólk meðtæki þá bláköldu staðreynd sem bílslys eru. Vandaðri fréttaflutningur af umferðarslysum myndi einnig auka skilning fólks á því hversu alvarleg þau í reynd eru og það er ekki Ingibjörg Sveinsdóttir „Því trúir enginn fyrr en reynir hversu hræði- leg lífsreynsla það er að lenda í bílslysi. Hvort sem maður veldur því eða verður fyrir því. Þetta vill enginn upp- lifa.“ bara eitthvert fólk úti í bæ sem lendir í þeim heldur getur þetta komið fyrir hvern sem er, líka þig. Nú hefur verið í gangi átak í umferðarmálum og því ber að fagna. Ég er mjög ánægð með það framtak að stilla up bílflökum við vegi fólki til áminningar. Svona uppstillingar mættu vera víðar á landinu. Sömuleiðis var svarti sorg- arborðinn á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar til vitnis um áhrifaríkt einstaklingsframtak. í Mexíkó og eflaust víðar eru staðir þar sem dauðaslys hafa orðið merktir með hvítum krossum. Sums staðar á bugðóttum fjallvegunum er kross við kross, það kemur vissulega við ökumenn að vera minntir með þess- um hætti á dauðleika sinn. Við gætum tekið þetta til eftirbreytni. Umferðareftirliti hefur farið mik- ið fram undanfarin ár og vonandi á það eftir að batna enn frekar með betr tækni og aðferðum. En viðurlög við umferðarlagabrotum, sem og öðrum brotum hérlendis, eru okkur til skammar, á þessu sviði eigum við enn langt í land. Refsingar við umferðarlagabrotum eru fáránlega vægar. Það er hægt að komast upp með alvarlega glæpi eins og manndráp nánast án refs- ingar. Þess eru dæmi að fólk leyfi sér að aka drukkið hvað eftir annað og jafnvel þó að það valdi slysum er eins og það hafi ekki áhrif á samvisku þess. Þetta er hörmuleg staðreynd en á móti kemur sú spuming hvernig hægt sé að búast við því að fólk taki löggjafann alvar- lega þegar viðurlög era eins væg og raun ber vitni. Ég vil hvetja fólk til þess að líta í eigin barn og spyija sig hvort það sé að gera sitt besta í umferðinni. Einnig vil ég hvetja fólk til að nota bílbeltin, þau björguðu mér og fjöl- skyldu minni. Það hvílir mikil ábyrgð á herðum okkar í umferð- inni gagnvart sjálfum okkur sem og öðram; sýnum að við stöndum undir þessari ábyrgð, ökum eisn og viti bornir menn. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra sem hafa hjálpað okkur. Fórnfýsi og snarræði þeirra sem komu á slysstað er okk- ur ógleymanlegt. Höfundur er nemi. Frá grumiramisókn- um tíl nýsköpunar eftir Ágúst Kvaran Nýlega lauk þingi eðlisfræðinga og eðlisefnafræðinga, sem haldið var á Laugarvatni á vegum NORFA („Nordiska forskarutbildningsaka- demin“). Þar hittust háskólanem- endur í doktorsnámi eða meistara- prófsnámi og kennarar þeirra úr ýmsum evrópskum háskólum að Háskóla íslands meðtöldum. Hópur þessi kom saman til að bera saman bækur sínar varðandi rannsóknir og rannsóknaniðurstöður um áhrif árekstra efniseinda og/eða ljós- einda og efniseinda. Um er að ræða grannrannsóknir á sviði eðlisfræði og efnafræði, þar sem leitað er svara við ýmsum spurningum um eiginleika efnisins og umbreytingar þess ýmist með tilraunum eða fræðilegum útreikningum. Grunnrannsóknir Meðal þess sem kynnt var á ofan- HARÐVICABVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! greindu þingi vora niðurstöður rannsókna sem framkvæmdar hafa verið af nemendum í rannsókna- tengdu framhaldsnámi við Manne Siegbahn-rannsóknastofnunina í Stokkhólmi. Stofnun þessi hefir á að skipa um 100 sérfræðingum og framhaldsnemum. Smíðaður hefur verið öflugur agnahraðall við stofn- unina á undanfömum áram (sjá meðfylgjandi mynd) til þess að kanna áhrif árekstra hlaðinna efnis- einda (jóna eða rafeinda) eða ljós- einda við frameindir (atóm). Smíði hans hófst fyrir um átta árum og er hann enn í þróun. Unnt er að mynda hringstreymi hlaðinna agna í hringhraðli sem er um 50 metrar í ummál, gerður úr kyrfilega loft- tæmdum röram. Hringhreyfingu agnanna er stjórnað með rafsviði og seglum af ýmsu tagi. í kjölfar árekstra er unnt að framkvæma mælingar af ýmsum toga, svo sem á ljósútgeislun eða nýmyndun efni- sagna. Stýring tækjasamstæðunnar og söfnun mæligagna er mikið ná- kvæmnisverk og krefst fullkomn- ★ STRIKAMERKING • Prentárar fyrir strikamerki • Hóflegt verð • íslensk leturgerð • Prentun: EAN-ti, EAN-l.i, UPC, Code i9, CotJe 9 i, Codnhar, ofl. • Aflesarapennar fyrir strikamerki OTTO B. ARNAR HF. Skipholli 33 ■ 105 Reykjavik Símar 624631 624699 asta tækjabúnaðar og tölvustjórn- unar. í gegnum tíðina hefir upp- bygging þessarar rannsóknaað- stöðu verið styrkt af Sænska rann- sóknaráðinu og Wallenberg-sjóðn- um, en auk þess hefir fjöldi fyrir- tækja stutt framtakið með beinum fjárframlögum eða í formi tækniað- stoðar. Gísli H. Jóhannesson, nemandi í rannsóknatengdu framhaldsnámi til meistaraprófs við efnafræðiskor raunvísindadeildar Háskólans, var meðal þátttakenda á þinginu. Hann kynnti niðurstöður nýlegra rann- sókna sinna og samstarfsaðila við Háskóla íslands, sem fjölluðu um sundrun sameinda með háorkuleysi- geisla. Með því að beina brenni- depli leysigeisla á efni á loftkenndu formi er unnt að ijúfa sameindir efnisins í hlaðnar agnir. Fram- kvæmdar hafa verið mælingar á örlitlum rafstraum sem myndast í sýninu fyrir mismunandi litað ljós frá Ieysitæki. Straummerkið var magnað og lesið beint inn á tölvu, sem jafnframt sá um nákvæma stjórnun tækjabúnaðarins. Loks voru mæligögn greind og túlkuð með sérhönnuðu hermilíkani í tölvu. Rannsóknir þessar hafa verið styrktar af Vísindasjóði og ýmsum erlendum aðilum. Hér að ofan hefír lauslega verið greint frá aðferðafræði tveggja verkefna á sviði grunnrannsókna í eðlisfræði og efnafræði. Eflaust spyija nú margir þeirrar spuming- ar, sem við sem vinnum á þessu sviði erum svo oft spurðir: „En hver er nú tilgangurinn með slíkum rannsóknum?" Ein leiðin til að svara slíkri spumingu er að grípa til há- fleygrar og alþjóðlegrar viður- kenndrar skilgreiningar/réttlæting- ar á borð við, „grannrannsóknir af þessu tagi era liður í viðleitni mannsins til að skilja umhverfi sitt og uppruna alheims með aðferðum Ágúst Kvaran „Það er bjargföst trú mín að úr hópi þess fólks, sem kynnst hefur möguleikum og tak- mörkunum fagþekk- ingar og tækni, megum við vænta frumkvæðni og hugmyndaauðgi sem svo mjög þarf til ný- sköpunar.“ raunvísindanna“. Þar með er gefið í skyn að vísindaástundun af þessu tagi hafí menningarlegt gildi i lík- ingu við greinar á borð við fomleifa- fræði, heimspeki og trúarbragða- fræði, svo nokkuð sé nefnt. Innan þessara greina er leitast við að svara áleitnum spurningum sem maðurinn er sífellt að leita svara við um umhverfi sitt og sjálfan sig. Ekki þarf þó þar með öll sagan að vera sögð eins og nánar verður vik- ið að hér á eftir. Um tengsl háskóla og atvinnulífs Á seinustu áram og misseram hefir vaxandi áhersla verið lögð á tengsl Háskólans við atvinnulífið og er það vel, ef vera má að slík tengsl geti orðið til eflingar nýsköp- unar nú á þrengingartímum sem og í framtíðinni. Nokkuð fínnst mér þó gæta óraunsæis í umræðunni og framkvæmdum varðandi þessi tengsl. Til að mynda vora það und- arleg vinnubrögð þegar ráðist var í úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna, er farið var að nálgast mitt sumarfrí þeirra, til að styrkja minna en þriggja mánaða sumar- vinnu við verkefni á sviði nýsköpun- ar, eins og átti sér stað fyrir stuttu. Háskóli íslands hefir það hlut- verk að veita æðstu menntun á ýmsum fræðasviðum hugvísinda, raunvísinda sem og tæknigreinum verkfræðinnar. Eins og tíðkast meðal háskólastofnana um víða veröld er þetta gert með því að veita nemendum skólans grunn- þekkingu og sem dýpstan skilning á fræðasviðum sínum í þeim til- gangi að gera þá sem hæfasta til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Ein leið til að gera þetta takmark mögu- legt er að gera bæði nemendum og kennuram háskólans kleift að stunda grannrannsóknir og að fylgjast þannig á virkan hátt með nýjungum jafnt sem að taka þátt í mótun framfara á sínutn fræðasvið- um. Rektor Háskóla íslands lýsti því yfir nýverið í útskriftarræðu að hann teldi að stutt hagnýtt nám á háskólastigi, sem nokkuð hefir ver- ið til umræðu að undanförnu, væri betur komið í höndum fagskóla en sem aukin áhersla innan veggja Háskólans. Undir þessi orð rektors tek ég heils hugar, enda er þetta eðlileg afstaða i ljósi ofangreindrar skilgreiningar á markmiði Háskól- ans. Þessu til viðbótar vil ég einnig geta þess að ég tel rétt að fara varlega í að innleiða „nýsköpunar- verkefni" til viðbótar annarri rann- sóknastarfsemi innan veggja Há- skólans. Á þá rannsóknastarfsemi Há- skóla Islands einungis að vera vett- vangur grannrannsókna með vangaveltur af heimspekilegum toga og úr tengslum við atvinnulíf og nýsköpun(?), kann nú einhver að spyija. Því svara ég vitaskuld neitandi, en tel að nauðsynlegt sé að gera sér gleggri grein fyrir með hvaða hætti starfsemin innan veggja Háskólans geti sem best

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.