Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.07.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1993 21 Bandarísk fyrírtækí á móti refsiaðgerðum Ósló, Kaupmannahöfn. Frá Jan Gunnar Furuly og Sigrúnu Davíðsdóttur, frcttariturum Morgunblaðsins. YFIR tuttugu af stærstu fyrir- tækjum í hergagnaiðnaði í Bandarikjunum hafa beðið Bill Clinton forseta að fyrirskipa ekki efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Norðmðnnum vegna hrefnuveiðanna. Kemur þetta fram í bréfi fyrirtækjanna til viðskiptaráðherra Clintons fyrir skömmu. „Þetta er óyggjandi sönnun þess að ákafar tilraunir norskra hagsmunaaðila til að hafa áhrif á bandarísk stjórnvöld og almenningsálit hafa borið árangur," segir Ingvard Havnen, fjölmiðlafulltrúi í norska utan- ríkisráðuneytinu. Hópur bandarískra þingmanna lýsti nýlega yfir stuðningi við sjón- armið Norðmanna og gagnrýndi stjórn Qlintons fyrir að hundsa nið- urstöður vísindamanna sem telja hrefnustofnana þola veiðar. Trond Bjorndal, prófessor við verslunarháskóla Noregs, hefur á vegum utanríkisráðuneytisins kannað hvort hætta sé á því að áróður hvalverndunarsinna geti orðið til þess að erlendir viðskipta- vinir hætti almennt að kaupa norsk- ar vörur. Niðurstaða hans er sú að það sé útilokað vegna þess að út- flutningur Norðmanna sé aðeins að litlu leyti vörur sem merktar eru upprunalandinu í bak og fyrir. „Hægðarleikur yrði að finna nýja markaði fyrir hráefni á borð við olíu, gas og físk verði þær hundsað- ar einhvers staðar," segir Bjorndal. Deilt um viðskiptatap Að sögn norska útvarpsins hafa færri en tíu norsk fyrirtæki orðið fyrir umtalsverðu sölutapi vegna aðgerða gegn hvalveiðum. Samtök Grænfriðunga fullyrða á hinn bóg- inn að tapið í sumar hafí verið um 3.000 milljónir ísl. króna í Bretlandi einu, 700 milljónir í Bandaríkjunum og 2.000 milljónir í Þýskalandi. Sjötíu þingmenn breska Verka- mannaflokksins og andstæðingar hvalveiða hafa skrifað undir áskor- un um að Lundúnabúar neiti að taka við norsku jólatréi frá Ósló í ár. Ósló hefur sent tré árlega frá 1947 og því hefur verið komið fyr- ir á Trafalgartorgi, í hjarta borgar- innar. Norsku sjómannasamtökin hafa farið fram á það við systur- samtökin á hinum Norðurlöndunum að þau vinni saman að því að upp- lýsa fólk um hvalveiðar til að hamla áróðri hvalvemdunarsinna. Miðstöð starfsins verður í Noregi. Niðurstaðah í málinu gegn John Demjanjuk Vitnisburður búða- varða réð úrslitum Jerúsalem. Reuter. HÆSTIRÉTTUR í ísrael hnekkti í gær einróma dauðadómi undirrétt- ar yfir John Demjanjuk sem sakaður var um stríðsglæpi í þágu nasista í seinni heimsstyrjöld. Rétturinn taldi að umtalsverður vafi hlyti að leika á því hvort Demjanjuk væri fangabúðavörðurinn „ívan grimmi“ sem stjórnaði gasklefum í Treblinka-búðunum í Póllandi. Demjanjuk Demjanjuk, sem er 73 ára gamall, fluttist til Bandaríkj- anna skömmu eftir stríð. Hann var sviptur banda- rískum ríkis- borgararétti sínum 1986 og framseldur ísraelum er sannað þótti að hann hefði leynt því við komu sína að hann hefði starfað fyrir nasista. Hann er Úkraínumaður að uppruna en breytti fornafninu Ivan í John vestra. Demjanjuk hefur ávallt stað- ið fast á því að honum sé ruglað saman við annan mann og hafí enga glæpi drýgt. Sum vitnin telja að hann hafi unnið í öðrum útrým- Reuter Fátt til ráða JOHN Major fær litlu tauti komið við þenn- an unga snáða sem vill ekki vera með á myndinni. Margir embættismenn ráða illa við allar þær kröfur sem til þeirra eru gerð- ar, og þá vill syrta í álinn. setans sjálfs. Bill'Clinton kom til Washington í því augnamiði að end- urvekja þá dýrðartíma sem demó- kratar áttu undir forsæti Kennedys. En ríkisstjórnin hans Clintons er fráleitt nokkur Valhöll; vinnubúðir væri nær lagi. Mörg kosningalof- orðin hans er ógerlegt að halda, þannig að starfsfólkið er sífellt að miðla málum og leita nýrra kosta. Vinnur þetta 12-14 tíma á dag, situr einsamalt að hádegisverði við skrifborðin sín og pantar pítsur í kvöldmatinn. Aldrei slakað á, engin undankoma, og þegar syrtir svona í álinn þá er ekkert gam- an. Að sögn er mann- skapurinn að niðurlotum kominn. Og útlitið er ekkert að skána. Sálfræðingar margir segjast halda að stjóm- málamenn beggja vegna Atlantsála séu fastir í viðjum mistaka, þung- lyndis og , heilsuleysis. „Þegar fólki fínnst það ekki standa sig nógu vel þá beyglast í því sálin,“ segir Michael Barkham, sálfræðingur við Sheffi- eldháskóla. Hann lýsir því hvernig hallar undan fæti: „Maður fær ekki jákvæð viðbrögð sem eru manni nauðsynleg til þess að geta unnið vel. Svo maður leggur harðar að sér til að halda í horfinu. Maður einblín- ir á eigin afkomu og glatar allri yfirsýn." Söngiir fuglanna Daginn eftir að Fost- er fargaði sér boðaði Clinton starfsfólk Hvíta hússins á sinn fund. „Hann sagði að við skyldum hlusta á fuglana syngja, að við mættum aldrei gleyma því "hvað íjölskyldan og vinirnir væru mikils virði; að vinnan væri ekki allt,“ sagði ónefndur starfsmaður. „Það er ágætt út af fyrir sig, en það væri betra ef forsetinn gengi á undan með góðu fordæmi." Þegar öllu er á botninn hvolft er forsetinn fráleitt bamanna bestur; situr jafn- an frameftir við vinnu á skrifstof- unni sinni og dvelur flestar helgar í Washington. Fer helst ekki í frí. Hcimild: The Daily Telegraph. ingarbúðum nasista, Sobibor, en vitni, sem komust af í Treblinka, þóttust samt þekkja kvalara sinn. Síðar hefur komið í ljós að sak- bending af þeirra hálfu var illa skipulögð af yfírvöldum og Demj- anjuk í óhag. Einnig hafa komið fram í dagsljósið gögn sem benda til að „Ivan grimmi" hafí verið annar Úkraínumaður, ívan Martsjenko, er hvarf í stríðslok. Einn af dómurunum sagði að ékki væri víst að sannleikurinn í málinu kæmi nokkurn tíma í ljós, svo langur tími væri liðinn frá um- ræddum atburðum og vitnum bæri ekki saman. Nagandi efasemdir Nær 900.000 manns voru myrt í Treblinka, um 250.000 í Sobi- bor. Eiðsvarinn vitnisburður 37 fyrrverandi varða í Treblinka get- ur hafa skipt sköpum í málinu. Verðirnir, sem eru búsettir í ríkj- um Sovétríkjanna fyrrverandi, telja að Martjsenko hafí verið sá seki. „Þegar við höfðum séð yfírlýs- ingarnar byijaði efínn að naga samvisku okkar sem dómara," segir í dómsniðurstöðunni. „Ef til vill var sakborningurinn þrátt fyr- ir allt ekki Ivan grimmi frá Tre- blinka“. Reuter Samstarf MORIHIRO Hosokawa (t.h.), nýr for- sætisráðherra Japans, brosir hér breitt ásamt Tsu- tomu Hata, formanni End- urnýjunar- flokksins. Hata, sem hafði verið orðaður við embætti for- sætisráð- herra, verður væntanlega aðstoðarráð- herra Ho- ksoSawas. Alls standa átta flokkar að myndun ríkissljórnar- innar. Hosokawa undirbýr „þriðju byijunina“ Tókýó. Reuter. MORIHIRO Hosokawa verður næsti forsætisráðherra Japans og fetar þar í fótspor afa síns. Hosokawa er afkomandi her- mannaaðalsfjölskyldu (samurai) frá miðöldum og fyrrverandi fylkissljóri, sem hleypti af stokkunum nýjum flokki, Nýja flokknum, fyrir tæpu ári og skar upp herör gegn spillingu í stjórnmálum Japans. Óánægja kjósenda með flekkaða stjórn Fijálslynda lýðræðisflokksins fleytti Nýja flokknum í oddaað- stöðu eftir kosningarnar. Hæglátur og fijálslyndur vill Hosokawa opinskárri þingmála- umræðu, aukin réttindi neytenda, fjölbreyttara menntakerfí, minni herútgjöld og meira fjármagn til þróunaraðstoðar og umhverfís- mála. Hann kallar stefnu sína „þriðju byrjunina" í sögu landsins, í kjölfar Meiji-endurreisnarinnar árið 1868, þegar Japanir losnuðu úr viðjum sjálfskipaðrar einangr- unar, og hersetu Bandaríkjanna 1945. Hosokawa fæddist 14. janúar 1938. Hann var í fimm ár blaða- maður á stórblaðinu Asahi Shimb- un. Auk þingsetu var hann í 12 ár fylkisstjóri í Kumamoto-fylki á eyjunni Kyushu. Þar mátti hann bíta í margt súrt miðstýringarepli skrifræðisins. „Maður þarf skrif- legt leyfí frá Tókýó til þess að færa strætóstoppistöð í Kuma- moto tíu metra,“ segir hann, og fullyrðir að það séu forréttindin sem skriffinnarnir njóta og við- skiptasamningamir sem þeir stýra sem séu þungamiðja spill- ingarinnar í kostnaðarsömu stjórnmálakerfí landsins. Ætt og uppruni Móðurafi Hosokawas, Fumim- aro Konoe prins, var forsætisráð- herra á árunum 1937-39 og 1940-41. Sagnfræðingar margir telja Konoe hafa verið slappan og óákveðinn leiðtoga sem hafi ekki haft stjórn á stríðssinnum; hann var í forsæti þegar stríðið við Kínveija braust út og einnig þeg- ar gengið var frá sáttmálanum við þýsku nasistana. Hersetulið Bandamanna ákærði hann fyrir stríðsglæpi eftir síðari heimsstyij- öld, en hann tók eitur 16. desem- ber 1945, daginn sem átti að taka hann höndum. Eitt af því sem samstarfsmenn Hosokawa í nýrri ríkisstjórn hafa orðið ásáttir um, er að biðjast opinberlega afsökunar á árásum Japana á nágranna sína í Asíu á stríðstímum. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1984 -1 fl. 01.08.93-01.02.94 kr. 62.271,00 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1993. SEÐLABANKI ISLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.