Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Hækkun vörugjalds af snyrtivörum og byggingarvörum 75 milljóna kr. tekju- auki fyrir ríkissjóð í FRUMVARPI til iaga ura breyt- ingar í skattamálum sem lagt hef- ur verið fram á Alþingi er gert Lætur af embætti sýslumanns JÓN Skaftason lætur af embætti sýsiumanns í Reykjavík í lok þessa árs og hefur staðan verið auglýst með umsóknarfresti til 15. desem- ber. Hann hefur gegnt embætti yfír- borgarfógeta frá árinu 1979 en emb- ætti sýslumanns í Reykjavík frá 1992. ráð fyrir hækkun vörugjalds af snyrtivörum og byggingarvörum úr 9% í 10%. Er gert ráð fyrir að þessi hækkun skili um 75 milljón- um króna í tekjuauka, en þetta er þáttur í breytingum sem ráðist er í vegna iækkunar virðisauka- skatts af matvælum. Að öllu sam- anlögðu er gert ráð fyrir að tekj- ur ríkissjóðs vegna breytinga á vörugjaldi dragist saman um 165 miiljónir og að verðiagsáhrif verði í samræmi við það. í frumvarpinu eru ennfremur lagð- ar til breytingar á vörugjaldi af sæl- gæti og drykkjarvörum, en virðis- aukaskattur á þessum vörum lækkar ekki um áramót eins og á matvörum. A móti kemur að vörugjaid af þessum vörum lækkar nokkuð og lagt er vörugjald á samkeppnisvörur sem verða í lægra þrepi virðisaukaskat.ts- ins til þess að jafna samkeppnisstöð- una. Samkvæmt gildandi lögum eru gosdrykkir og ávaxtasafar með 25% vörugjaldi og er lagt til að það lækki í 18%. Ekki hefur verið lagt vöru- gjald á kaffí og te og er lagt til að á þær vörutegundir leggist 6% vöru- gjald, en þessar vörur verða í lægra þrepi virðisaukaskatts. Vörugjald á sælgæti og súkkulaðikex lækkar einnig úr 25% í 18%. Jafnframt er lagt 6% vörugjald á ís, snakk og ýmis sykruð matvæli sem verða í lægra þrepi virðisaukaskatts til að halda samkeppnisstöðunni sem næst óbreyttri. Samtals kostar lækkun vörugjalds ríkissjóð að óbreyttu um 370 milljón- ir, en á móti vegur að álagning 6% vörugjaids skilar 110 milljónum króna í tekjur, sem kemur til viðbót- ar þeim 75 milljónum króna tekju- auka sem skapast með hækkun 9% vörugjaldsflokksins í 10%. Morgunblaðið/lngvar Menguninni sópað upp Slökkviliðsmenn hreinsa eit- urefnið af gólfi vöru- skemmu Samskipa. Á inn- felldu myndinni sjást tunn- urnar sem fóru að leka. Vörugeymsla Samskipa í Holtagörðum VEÐURHORFUR I DAG, 27. NÓVEMBER YFIRLIT: Við Hvarf er víðáttumikil og hægfara 938 mb iaegð sem fer að grynnast þegar líður á nóttina. Skil fara norðaustur yfir landiö í kvöld. SPA: Suðlæg átt, víðast kaldi en allhvass á stöku stað vestanlands. Skúrir suðaustanlands, slydduél um vestanvert landið en bjartviðri norð- austanlands. Hiti víðast á bilinu 1-6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Sunnan og suðaustan kaldi eða stinning- skaldi, víða skúrir eða rigning sunnan- og austanlands. Úrkomulítið ann- ars staðar. Hiti 5-7 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Allhvöss sunnan- og suðaustanátt. Rigning sunnan- og austanlands en að mestu þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 7-9 stig. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Suðvestan kaldi eða stinningskaldi, él suðvest- an- og vestanlands, en úrkomulaust annars staðar. Hiti 3 stig niður í 1 stigs frost. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsfmi Veöurstofu islands — Veðurfregnir: 990600. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Greiðfært er um mestallt landið, en talsverð hálka er á Mosfellsheiði og í uppsveitum Árnessýslu. Á Vestfjörðum er hálka á flestum vegum og þar er Dynjandisheiði ófær og Hrafnseyrarheiði þungfær. Eins er hálka á vegum á Norðurlandi og fjallvegum á Norðausturlandi og Austfjörðum. Á suðvestan- og vestanverðu landinu er mikið hvassviðri og vart ferða- veður í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og á fjallvegum á Snæfellsnesi. Þetta veður á að ganga austur yfir landið og er fólki ráðlagt að fylgjast vel með veðurfréttum áður en lagt er í ferðir milli byggðarlaga. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. O A Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað :A Skýjað / / / / / / / / Rigning * / * * / / * / Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað v ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig y súid = Þoka stig.. IIEÐUR IfÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti 3 6 veður skýjað rigning Bergen 4 skúr Helsinki 0 þokumóða Kaupmannahöfn 2 þokumóða Narssarssuaq 3 rigning Nuuk +7 skýjað Osló +2 snjókoma Stokkhólmur 0 þokumóða Þórshöfn 6 léttakýjað Algarve 17 heiðskirt Amsterdam 2 þoka Barcelona 14 mistur Beriín vantar Chicago 2 rigning Feneyjar 5 alskýjað Frankfurt vantar Glasgow 1 þoka Hamborg vantar London 4 þoka Los Angeles 13 skýjað Lúxemborg vantar Madrid 9 heiðskírt Malaga 18 léttskýjað Mallorca 15 skýjað Montreal +8 skýjað NewYork vantar Orlando vantar ParÍ6 2 þokumóða Madeira 18 léttskýjað Róm 13 alskýjað Vín vantar Washington vantar Wlnnípeg +5 snjókoma Eldfimur vökvi hreinsaður upp LEITAÐ var aðstoðar Slökkviliðsins í Reykjavík til þess að hreinsa upp eldfiman og tærandi vökva úr lekri tunnu í vörugeymslu Samskipa í Holtagörðum í gærmorgun. Vökvinn, sem er eins konar olía, er notaður til að skilja að vatn og olíu. Hætta vegna lekans var óveruleg. Samskip fluttu 5 tunnur með vökva af þessu tagi til landsins fyr- ir Olíufélagið hf. Var þeim komið fyrir í vörugeymslu Samskipa í Holtagörðum og hefur hitabreyt- ingin að öllum líkindum haft þær afleiðingar að ein tunnan bólgnaði út og fór að leka. Vökvinn er talinn bæði eldfimur og tærandi og var því leitað til slökkviliðsins til að hreinsa hann upp. Til þess var að sögn Guðmundar Jónssonar, varð- stjóra í slökkviliðinu, notað sérstakt uppsogunarefni og var úrganginum komið fyrir í sérstökum tunnum frá Sorpu og ekið með bíl frá Hirði, sem hannaður er til flutnings eiturefna, til eyðingar. Hinum tunnunum fjór- um var ekið til Olíufélagsins. Lítilsháttar skemmdir urðu á öðrum vörum í skemmunni vegna mengunar frá tunnunum og var einnig farið með þær í Sorpu. Slanga sýnd 1 módelkeppní UNGUR maður gekk um sviðið með slöngu um hálsinn á loka- kvöldi í módelkeppni fyrirsætuskrifstofunnar Wild í Ömmu Lú í fyrrakvöld. Var þetta óvænt uppákoma á vegum sýningarhaldar- ans og heyra mátti að sumum gestanna brá nokkuð. Finnur Jóhannsson sem var með slönguna sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði verið beðinn um að sýna slönguna sem kunningi hans ætti. Hann sagði að þetta væri kóngaslanga, um einn og hálf- ur metri að lengd og væri hún köll- uð Houdini. Finnur sagði að slangan væri algerlega hættulaus en greini- lega hefði einhverjum gestum brugðið, það hefði heyrst í salnum. Hann var einn á sviðinu þegar hann lék sér með slönguna á undan tísku- sýningarþætti. Ekki sagðist Finnur vita hvernig slangan hefði komist til landsins. Ekkert leyfi Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Reykjavík þarf að sækja um leyfi til að sýna dýr en hins vegar væri það matsatriði hvort umrætt atriði félli undir þessar regl- ur. Ekki hafði verið sótt um leyfí fyrir slöngusýningunni. Bannað er að fiytja inn lifandi dýr og sam- kvæmt upplýsingum yfirdýralæknis hefur aldrei verið veitt undanþága fyrir innflutningi á slöngum. Lög- reglan lét farga slöngum sem frétt- ist af fyrir örfáum árum. Slöngumaðurinn FINNUR Jóhannsson _ sýnir kóngaslönguna Houdini i Ömmu Lú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.