Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Frönsk kvikmyndavika Eldhús og tilheyrandi Kvikmyndir Amaldur Indriðason Eldhús og tilheyrandi („Cuisine et dépendances"). Sýnd í Há- skólabiói. Leikstjóri: Philippe Muyl. Aðalhlutverk: Zabou, Je- an-Pierre Bacri. Gamanmyndin Eldhús og til- heyrandi er frönsk útgáfa á bandarísku myndinni „The Big Chill“ og bresku myndinni „Pet- er’s Friends" en bara betri ef eitt- hvað er; sannarlega mun betri en sú síðarnefnda. Hún segir frá hópi gamalla vina sem hittast aft- ur eftir tíu ár í íbúð smáborgara- legra hjóna þar sem fyrir er frá- skildur vinur þeirra sem ekki á þak yfir höfuðið og amlóðinn bróð- ir eiginkonunnar. Heiðursgestur- inn er frægur sjónvarpsþátta- stjórnandi, vinur þeirra frá fornu fari, og eiginkona hans sem einn- ig er hluti af vinahópnum en eng- inn veitir athygli. Hún er ekki fræg. Þetta er bráðfyndin mynd og betri en ofangreindar myndir vegna þess að hún er ekki eins og þær upptekin af óþolandi nafla- skoðun hinnar leiðigjörnu og þreyttu ’68-kynslóðar þar sem setið er á stofugólfum með rauð- vínsglas í hendi og raktar eru margtuggðar lífsreynslusögur undir „Whiter Shade of Pale“. Hún er svo skemmtileg af því hún fjallar um daginn í dag, hvernig fólk er tilbúið að skríða fyrir frægðinni og blindast af ljóma hennar, hvemig smáborgaraskap- urinn lýsir sér í umgengni við Atriði úr Eldhúsi og tilheyrandi á frönsku vikunni. frægð og hvernig í ljósi hennar sumir gráta sína eigin tilbreyting- arlausu og óspennandi ævi. En hún kemur líka inná miklu meira. Gömul ástarævintýri fá kannski að lifna við aftur, önnur deyja. Framhjáhald er fastur lið- ur, vinskapurinn er tekinn fyrir, gæði hans og misnotkun, einnig öfundin út af velgengni og fegurð annarra. Allar eiga þessar tilfinningar leið um eldhúsið í húsi hjónanna og springa þar út. Myndin er byggð á þekktu frönsku leikriti og langmestur hluti atburðarásar- innar fer fram í eldhúsinu þar sem persónurnar koma og fara og skiptast á orðum. Mikilvægasta sögupersónan sést aldrei en það er sjónvarpsmaðurinn frægi. Nær- vera hans hefur áhrifa á alla þótt áhorfendur fá aðeins fundið fyrir henni. Þessi uppsetning er áhrifarík og snjöll þótt óneitanlega sé nokk- ur sviðsbragur á henni í bíói. Handritið er fyndið og höfundarn- ir hafa greinilega tilfinningu fyrir hinu smáa mannlega sem skapar lifandi og skemmtilegar og fjöl- breytilegar persónur. Eldhús og tilheyrandi er góðgæti á franskri kvikmyndahátíð og ættu áhuga- menn að sjá hana á frummálinu áður en hún breytist í enn eina bandaríska endurgerð. Alþjóðlegur samstöðudag- ur með palestínsku þjóðinni eftir Svein Rúnar Hauksson Sameinuðu þjóðirnar samþykktu árið 1977 að gera 29. nóvember að alþjóðlegum samstöðudegi til stuðn- ings óafsalanlegum réttindum pa- lestínsku þjóðarinnar. Val á dagsetn- ingu minnti á sérstaka ábyrgð Sam- einuðu þjóðanna gagnvart Palestínu, en það var einmitt þann dag, 29. nóvember árið 1947, sem Allsheijar- þing S.Þ. samþykkti að skipta land- inu milli gyðinga og araba og lagði þar með grundvöll að tveim ríkjum í Palestínu. Kastljós fjölmiðla hafa á síðustu árum beinst mjög að herteknu svæð- unum, ekki síst eftir að Intifada hófst, uppreisnin gegn hemámi ísra- ela. ísraelsríki hefur ekki takmarkað sig við ákveðin landamæri og hefur í styijöldum lagt undir sig miklu stærri landsvæði en þeim var úthlut- að af Sameinuðu þjóðunum árið 1947. Jafnframt hafa milljónir Pal- estínumanna hrakist frá heimalandi sínu. Palestínska þjóðin sem nú telur um 6 milljónir manna er dreifð um allan heim. Um 700 þúsund búa í ísrael, 2,4 milljónir búa á hernumdu svæðunum sem ísrael lágði undir sig í stríðinu 1967, þar á meðal Jerúsal- em. Af þeim nærri þrem milljónum sem þá eru ótaldar hefst stór hluti enn við í flóttamannabúðum í nær- liggjandi löndum. Frelsissamtök Palestínu, PLO, eru heildarsamtök hvers kyns félaga og flokka sem Palestínumenn hafa myndað, og eru viðurkennd sem eini lögmæti fulltrúi palestínsku þjóðar- innar, jafnt þeirra sem búa á herte- knu svæðunum, í flóttamannabúðum og þeirra sem eru landflótta annars staðar. Það er því margs að gæta Sveinn Rúnar Hauksson fyrir forystumenn palestínsku þjóð- arinnar. En grundvöllurinn er sá sem allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna hefur viðurkennt og staðfest ár eftir ár með ályktunum sínum um óað- skiljanleg réttindi palestínsku þjóðar- innar. Þar eru efst á blaði: 1. Réttur Palestínumanna til að snúa aftur til heimila sinna og eigna í Palestínu, sem þeir hafa verið hraktir frá, og bætur til þeirra sem ekki vilja snúa aftur. 2. Sjálfsákvörðunarréttur palest- ínsku þjóðarinnar án utanaðkomandi íhlutunar og réttur þjóðarinnar til sjálfstæðis og fullveldis, þar á meðal rétturinn til að stofnsetja eigið ríki, Palestínu. Samstöðudagurinn með Palestínu í ár er mikilvægur i ljósi þeirrar yfir- lýsingar sem undirrituð var 13. sept- ember sl. af hálfu ísraels og Frelsis- samtaka Palestínu um grundvallar: atriði og tímabundna sjálfstjórn. I kjölfar þessa eiga sér nú stað viðræð- ur um framkvæmd sainkomulagsins. Einn fyrsti árangur þeirra var sá að 25. október voru 617 pólitískir fang- ar látnir lausir, en það eru tæplega 5% þeirra þrettán þúsunda Palestínu- manna sem eru pólitískir fangar í ísraelskum fangelsum og fangabúð- um. Það voru einkum konur og börn, auk veikra, sem sleppt var fyrst. Skoðanir hafa verið mjög skiptar um ágæti samkomulagsins. Margir Palestínumenn eru gagnrýnir á að yfirlýsingin skuli ekki hafa tekið af- dráttarlaust á grundvallarréttindúm þeirra til sjálfsákvörðunar og til að snúa aftur til heimkynna sinna. Á herteknu svæðunum virðist þó meiri- hluti fólks fagna samkomulaginu sem tækifæri til að knýja enn frekar á um frelsi undan ánauð hernáms og til þess að móta sína eigin fram- tíð. Fjölmargar þjóðir hafa heitið stuðningi við endurreisn mannlífsins úr þeirri rúst sem hernámið skilur eftir. Það er fagnaðarefni að íslend- ingar hafa ákveðið að leggja fram skerf í þessu skyni. Nú er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að veita palestínsku þjóðinni fulltingi í baráttu hennar fyrir rétti sem engri þjóð er neitað um, réttind- um til mannsæmandi framtíðar af gerð sem hún velur sér sjálf. Þau mannréttindi viðurkennir gjörvöll heimsbyggðin og það er óásættan- iegt, að palestínska þjóðin eigi að vera sú eina sem ekki fær notið þess réttar. Höfundur er formaður félagsins Island-Palestína. RAÐAUGÍ YSINGAR ísafjarðarkaupstaður Útboð á tryggingum Óskað er tilboða í tryggingar fyrir ísafjarðar- kaupstað. Um ar að ræða m.a: Tryggingar: Skilm.: Helstu stærðir: Húseigendatrygging alm. kr. 1,7 milljarðar. Lausafjártrygging alm. kr. 0,3 milljarðar. Bifreiðatrygging Slysatrygging launþega ábrt./lögb. fjöldi ökutækja 22. skv. kjarasamningum alm. trskyld. vinnuv. 7.300. Alm. slysa- og líftrygging alm. 43 manns. Slysatrygging skólabarna alm. fjöldi barna 881. Frjáls ábyrgðatrygging ábtr. útboðsskilmálar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum ísa- fjarðarkaupstaðar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafn- arstræti 1, frá og með 30. nóvember 1993 gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á skrifstofu fjármála- stjóra, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1. Tiiboðin verða opnuð kl. 11.00 föstudaginn 17. desember 1993 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Isafirði, 26. nóvember 1993. Isafjarðarkaupstaður. Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna íHóla- og Fellahverfi verður haldinn í Val- höll, Háaleitisbraut 1, laugardaginn 4. desember og hefst hann kl. 11.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf. Önnur mál. Gestir fundarins verða borgarfulltrú- arnir Árni Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Stjórnin. VEGURINN Asgj.l7 Kristið samféiag Smiðjuvegi 5, Kópavogi ■Samkoman í kvöld kl. 21.00 fyrir ungt fólk 16 ára og eldri. Gleði, prédikun Orðsins og lofgjörð. Allir velkomnir. ps fomhjálp Samhjálparsamkoma verður á morgun, fyrsta sunnudag í að- ventu, f Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2, kl. 16.30. Allir velkomnir. Samhjálp. UTIVIST Hallveigarstig l • simi 614330 Dagsferð sunnudaginn 27. nóvember kl. 10.30 Helgafeil - Valaból Létt og skemmtileg ganga fyrir ofan Hafnarfjörð. Brottför frá BSl bensínsölu. Verð kr. 800/900. Fritt fyrir börn 15 ára og yngri. Mánudaginn 29. nóv. Kl. 20.00 Tunglskinsganga Dagsferð sunnudaginn 5. desember kl. 10.30. Aðventuferð í Vífilstaðahlíð. Útivist. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Skyggnilýsingafundur verður haldinn í Gerðubergi föstudag- inn 3. desember kl. 20.30. Heimsþekktir miðlar Coral Polge og Bill Landis verða með skyggnilýsingu og teikningar af framliðnum. Bókanir í símum 18130 og 618130. Stjórnin. C >> Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Bresku miðlarnir Bill Landis og Coral Polge starfa hjá félaginu á naestuni. Bill er hefðbundin sambandsmiðill sem hefur starf- að með Coral í fjölda ára um allan heim og tekur hann einka- tíma. Þau munu starfa saman á skyggnilýsingafundi 3. desem- ber í Gerðubergi kl. 20.30. Bók- anirísímum 18130 og 618130. Stjórnin. Sálarrann- y sóknafélag ■ Suðurnesja Víkurbraut 13 Sunnudagskvöldið 28. nóvem- ber kl. 20.00 verða þrír lækna- miðlar hjá félaginu með hóp- lækningar. Eftir kaffihlé verða skyggnilýsingar. Aðgangseyrir kr. 500. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30 í umsjón Samhjálpar. Miðvikudagur: Skrefiö kl. 18.00. Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. FERÐAFÉLAG ® ÍSIANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Laugardagur 27. nóv. Afmælisganga og opið hús íMörkinni6 Kl. 14: Afmælisganga um Laug- ardal og Laugarás. Gangan tek- ur um 1 klst. Brottför frá Feröa- félagshúsinu í Mörkinni 6. Að göngu lokinni, þ.e. kl. 15-16, er opið hús að Mörkinni 6. Léttar kaffiveitingar og meðlæti í nýja samkomusalnum sem verið er að gera fokheldan um þessar mundir. Málverkasýning Gunn- ars Hjaltasonar. Allir velkomnir á afmælisdegi Ferðafélagsins. Sunnudagsferð 28. nóvember kl. 11: Aðventuganga: Flekku- vík - Staðarborg. Gengið frá Flekkuvík um Keilisnes-Kálfat- jörn og Staðarborg. Verð kr. 1.100. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, og Mörkinni 6. Vættaferð á fullu tungli kl. 20 mánudag 29. nóvember. Áramótaferð F.í. 30. des-2. jan. Tryggið ykkur sæti timanlega! Ferðafélag (slands. Jólabasar Hinn árlegi jólabasar KFUK verð- ur í dag frá kl. 14.00 í Kristni- boðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Margt góöra muna verður á boðstólum en einnig kökur, smákökur og fleira til jólanna. Kaffisala verður einn- ig á staðnum. Greiðlsukortaþjónsuta. Komið og gerið góð kaup fyrir jólin. Basarnefndin. Metsölublaó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.