Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Örfá orð um sósíal- isma og nasisma eftir Hjört Hjartarson Þriðjudaginn 7. september birtist á ritstjórnarsíðum Morgunblaðsins ágæt grein eftir Ólaf Björnsson prófessor er bar heitið „Leiðir einkavæðing á kolkrabbaslóð". Hér er ekki ætlunin að ræða aðalefni greinarinnar, heldur setningu sem hljóðar á þessa leið: „Orðið sósial- ismi í merkingunni miðstýrð þjóð- nýtingarstefna hefur hlotið svipuð örlög og orðin þjóðernisstefna eða fasismi eftir ósigur Hitlers og kommúnismi eftir afhjúpun glæpa Stalíns, að enginn vill bera slíkt heiti.“ Borið hefur á því undanfarið að heittrúaðir markaðshyggjumenn reyni að telja sjálfum sér og öðrum trú um að samasemmerki sé milli sósíalisma og nasisma. Þetta er fátæklegt innlegg þeirra í íslenska stjórnmálaumræðu, til þess ætlað að gera pólitíska andstæðinga tor- tryggilega. Fleiri hafa látið til sín taka. Á hinum hreinu og kláru tím- um Kaldastríðsins var mikil íþrótt að útdeila pólitískum merkimiðum, því er þessi ósiður kærkomin til- breyting þeim sem frusu ofan í svellið á þeirri tíð og hafa ekki átt að öðru að hverfa; skort kjark eða hugmyndaflug til að bijóta sig lausa. Grein Ólafs er reyndar ekkert nema prúðmennskan og ekki geng- ur hann svo langt að setja sama- semmerki á milli þeirra sem að- hyllst hafa sósíalisma og nasisma, þó er setningin sem höfð er eftir honum hér að ofan dálítið loðin. Burt séð frá því, er ástæða til að ræða þetta mál, það er mikilvægt einmitt núna. Sósíalisminn Sósíalisminn, eins og Ólafur bendir á, er sprottinn af því að „hið kapitalíska hagkerfi hafði frá sjónarmiði sósíalista galla, sem gerðu það að brýnu réttlætismáli að unnið væri að því að koma á betra þjóðskipulagi". Raunar voru það ekki eingöngu sósíalistar sem sáu óréttlætið, það blasti við öllum sjáandi mönnum. Adam Smith, og síðar Maltus og Ricardo, könnuðust allir við að staða hins örsnauða fjölda væri ékki góð og lítil von til þess að hún batnaði. Þeir töldu jafn- framt að við því væri ekkert að gera. Samkeppnin var trúarjátning 19. aldarinnar; það mátti ekki trufla markaðinn. Sósíalistar sættu sig ekki við það, ekki Karl Marx, og þótt .járnhörðu launalögin“ hafi úrelst og hagur margra batnað var örbirgðin hlutskipti fjöldans jafnt sem áður og ekki sjálfgefið að það breyttist þótt sífellt yrði meira til skiptanna. Að þessu leyti var heim- urinn líkur því sem hann er nú. Baráttan fyrir réttlátari skiptingu gæðanna og mannréttindum til handa almúgafólki á Vesturlöndum var - hvort sem mönnum líkar bet- ur eða verr - háð undir merkjum sósíalisma. í honum fólst krafa um þjóðfélagslegt réttlæti. Þess vegna m.a. höfðu margir samúð með þeirri baráttu án þess þeir litu á sig sem sósíalista fyrst og fremst eða gerðu sér vonir um stéttlaust ríki bræðra- lags og jafnréttis, Það breytti því hins vegar ekki að þeir fengu merki- miðann - kommúnistar! - og voru þar með óalandi og ófeijandi. Það var glæpur að vera sammála sósíal- istum yfirhöfuð. Herra Sigurbjöm Einarsson bisk- up - einn vitrasti sonur þjóðarinnar D6EROBNŒRAMICA '-~4i 1 í Stórhölða 17 vW Gultlnbrú, BÍral 67 4» 44 Hjörtur Hjartarson „Sósíalisminn einfald- lega gegnsýrir vestræn þjóðfélög, sérstaklega Norðurlönd, þar sem almenn velferð og lífs- kjör eru best.“ - fékk að kenna á því sem kunn- ugt er. Hann leyfði sér að andmæla því að á íslandi yrði komið upp bandarískum herstöðvum og átti í því máli samleið með sósíalistum - og örugglega meirihluta þjóðarinn- ar. Afstaða hans réðst þó fyrst og fremst af því að hann þorði að horf- ast í augu við þá kenningu sem hann boðar. Herra Sigurbjörn virð- ist reyndar ekkert hafa skánað; í sjónvarpsviðtali sl. vor segir hann að margt af því sem kommúnistar hafi sagt um þjóðfélagið hafi verið satt. Jahérna! Ólafur nefnir í fyrrnefndri blaða- grein að stefna þeirra fiokka á Vesturlöndum sem kenna sig við sósíalisma hafi tekið verulegum breytingum. Þetta er hárrétt. Ástæðan er ekki síst sú að gefið var eftir og mikilvæg baráttumál sósíalista náðu fram að ganga. Þess vegna er það sem einu sinni taldist hættulegur kommúnismi ekkert róttækt lengur - áhrif sósíalískra hugmynda komu raunar í veg fyrir að kapítalisminn yrði endanlega afskrifaður. Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið urðu til í kringum marx- ismann, þótt þeir af „taktískum" ástæðum og aumingjaskap hafi ekki hátt um það. Framsóknar- flokkurinn var byggður upp í kring- um sósíalískar hugmyndir og Sjálf- stæðisflokkurinn smitaðist, tók sönsum. - Sósíalisminn einfaldlega gegnsýrir vestræn þjóðfélög, sér- staklega Norðurlönd, þar sem al- menn velferð og lífskjör eru best. Kjami málsins er sá, að í hugum milljóna manna gerðu gallar hins kapítalíska hagkerfis baráttu sós: íalista að „brýnu réttlætismáli“. í því fólst aðdráttarafl sósíalískra hreyfínga - auk þess sem fólk var að beijast fyrir lífi sínu eða ein- hveiju sem gæti talist mannsæm- andi líf, sjálfu sér og öðrum til handa. Nasisminn Nasisminn tvinnaði saman hót- anir um landvinningastríð, hatur á lýðræði, gyðingum og sðsíalistum. Hann byggðist á kynþáttahatri og þvælu um yfirburði einhvers kyn- stofns sem átti að heita aríar. Hitl- er ætlaði að sameina Þjóðveija í álfunni, „hreinsa“ Þýskaland og leggja undir sig lönd í austri, aðal- lega Rússlandi. Slavar og önnur hálfmenni áttu síðan að þjóna und- ir herraþjóðinni. Stjómmálaskoðanir segja yfir- leitt ekki nokkurn skapaðan hlut um mannkosti fólks - en hveijir gengu til liðs við slíkan málstað? Það var hreinasti skríll. William L. Shirer segir í bók sinni „The rise and fall of the Third Reich“ að í flokkinn hafi þyrpst melludólgar, kynferðisbrenglaðir menn, fjárkúg- arar og morðingjar. Hitler líkaði ágætlega og sagði - þegar hann var minntur á þetta - að það væri ekki hlutverk stjórnmálaleiðtoga að siða þann „mannlega efnivið sem hann hefði úr að moða“. Kolkrabbaslóð? Menn gengu ekki að því grufl- andi hvað yrði, kæmist Hitler til valda. Hann var búinn að boða sitt fagnaðarerindi árum saman af mik- illi hreinskilni áður en það varð. - Og það varð. Nasisminn nærðist á hinni kapít- alísku kreppu. Flokkurinn vann sig- ur í kosningum, ríkulega studdur af stórfyrirtækjum og landeigend- um - enda söng Hitler þeim fyrir- litningu sína á sósíalistum og ást á hinu fijálsa framtaki. Og hann launaði þeim örlætið svikalaust; braut niður verkalýðshreyfinguna og slátraði „kommúnistum" á svo stórbrotinn hátt að sennilega hittir hann hvergi fyrir ofjarl sinn í þeim efnum, nema ef vera skyldi í Stal- ín. Einkaframtakið naut sín prýði- lega í sambúð við ógnarstjóniina og neitaði sér ekki um ódýrt vinnu- afl; gyðingar, slavar og annað úr- þvætti fékkst fyrir slikk. Lýðræði og kapítalismi eru nefnilega sitt hvað og tuggan um „lýðræði og markaðsumbætur" má ekki villa um fyrir fólki. Af nógu er að taka vilji menn halda á lofti glæpum þeirra sem kennt hafa sig við sósíalisma - þeir glæpir eru reyndar tíundaðir undanbragðalaust, þótt sorglega oft skíni í gegn sá hundingjaháttur að mestu máli skiptir hver drepur hvern og með hvaða formerkjum - en nú kunna þeir tímar að fara í hönd að hægrimenn sem ást hafa á lýðræði ættu að forðast að af- greiða nasismann, fasismann, með því að þetta hafi í rauninni bara verið einhveijir „helvítis kommún- istar“. Höfundur er rafeindavirki. Nýar sendingar Leðursófasett og leðurhornsófar frá NATUZZI, Ítalíu. Frábært verð - Margir litir. r •• Ármúla 8, símar 812275 og 685357. YfSA OFBELDI, VAXANDIVANDAMAL? Foreldrasamtökin, Heimdallur f.u.s. og Æskulýössamband kirkj- unnar f Reykjavíkurprófastdæmum boða til ráðstefnu um of- beldi í íslensku þjóðfélagi. Á ráðstefnunni verður meðal annars fjallað um þá aukningu, sem hefur orðið á alvarlegum ofbeldisverkum að undanförnu og þá sérstaklega meðal ungs fólks. Rætt verður um leiðir til úrbóta og hlut einstakra hópa eða stofnana í því skyni. Sérstaklega verð- ur rætt um ábyrgð og hlutverk foreldra, lögreglu, borgaryfirvalda og félagsmálastofnana. Þá verður einnig greint frá umfangi og þróun þeirra ofbeldisverka, sem slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík hefur fengið til meðferðar á síðustu árum. Ráðstefnan verður haldin kl. 13.30 tii 15.30 í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a (Iðnóhúsið, gengið inn á horni Vonarstrætis og Lækjargötu) laugardaginn 27. nóvember 1993. Aðgangseyrir er enginn og eru allir velkomnir. Framsögumenn verða: Eirfkur Ingólfsson, formaður Foreldrasamtakanna, Gunnar Jóhann Birgisson, héraðsdómslögmaður, Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður forvarnadeildar lögreglunnar og Kristfn Þórunn Tómasdóttir, formaður stjórnar Æskulýðs- sambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum og formaður Félags guðfræðinema í Háskóla íslands. Á eftir framsöguerindum verða pallborðsumræður og fyrirspurnir. I pallborðinu taka þátt auk framsögumanna: Ólöf Helga Þór, forstöðumaður Rauðakrosshússins og Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir og forstöðumaður slysa- og bæklunarlækningadeildar Borgarspítalans. Foreldrasamtökin, Heimdallur f.u.s eg Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum. FRAMLAG ÞITT ER MIKILS VIRÐI. <SlT hjálparstofnun hr/ KIRKJUNNAR ^ ^ - mcft þinni hjálp íslandsmeistarakeppni í suður-amerískum og standard-dönsum með frjálsri aðferð verður haldin sunnudaginn 28. nóv. í Laugardalshöllinni. Einnig verður einsdanskeppni í gmnnsporum fyrir 10 ára og eldri. Við viljum hvetja dansáhugafólk til að koma og horfa á spennandi og skemmtilega keppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.