Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER 1993 27' KK spilar á fjölmiðlana eftir Steinar Berg > Isleifsson Á sama tíma og lægðirnar hafa geyst hver af annarri yfir landið hafa einnig blásið nokkrir vindar á vettvangi íslenskrar tónlistarút- gáfu. Þar hefur Kristján Kristjáns- son farið hamförum með rógi, per- sónuníði og öðrum óvönduðum meðulum, sem hann telur sér til framdráttar. Ekki er ætlun mín að elta ólar við öll þau ósannindi sem af vörum hans hafa hrotið en mér er skilt að leiðrétta tvennt, þar sem Krisján trúir því augsýnilega að sífelld endurtekning á lyginni geri hana að sannleika. Kristján hefur ítrekað haldið því fram að ég eða Steinar hf. hafí gefið út hans fyrstu plötu „Lucky One“ og að hann eigi mér grátt að gjalda vegna þeirra viðskipta. Sannleikurinn er hinsvegar sá að P.S. Músík gaf þess plötu út, enda stendur það skýrt og skilmerkilega á plötunni. Framkvæmdastjóri P.S. Músík, Pétur Kristjánsson, sá alfar- ið um öll samskipti við Kristján hvað varðar undirbúning útgáfunn- ar, framleiðslu, rr.arkaðssetningu og annað tilheyrandi. Ég kom þar hvergi nærri neinum málum og átti lítil sem engin samskipti við Kristján á útgáfuferlinu utan þess að drekka með honum kaffi og spjalla um daginn og veginn þegar hann kom í híbýli Steina hf. til að fylgjast með sölu plötunnar, en Steinar hf. sá um dreifingu fyrir P.S. Músík. Kristján hefur einnig haldið því fram að hann hafi engar tekjur haft vegna þessarar útgáfu. Stað- reyndir eru aðrar. Heildarsala „Lucky One“ frá útgáfumánuði í nóvember 1991 til ársloka 1992 var 5.149 eintök af geislaplötum og kassettum. Platan þurfti 3.000 eintaka sölu til þess að standa und- ir kostnaði og reiknast ágóðahluti KK á sölu þar á eftir. Ágóðahluti hans af þessari sölu er kr. 403.327. Greiðslur til hans hafa hins vegar verið kr. 859.442. Hér er um bein- ar peningagreiðslur að ræða að hluta þó meirihluti greiðslnanna séu úttektir á plötum, bæði ýmsar plötur til eigin nota en þó fyrst og fremst eintök af „Lueky One“ sem hann fékk á heildsöluverði og seldi með álagningu á þeim stöðum sem KK band spilaði á. Honum bar að sjálfsögðu skylda til að skjla aftur til baka annaðhvort plötum eða peningum til þess að jafna þá skuld sem hann stofnaði til en hefur ekki séð sóma sinn í því. Ætli ástæða persónuníðs hans um mig stafí ekki fyrst og síðast af því að ég hef leyft mér að benda honum á þessa staðreynd og gerst svo djarfur að fara fram á uppgjör. Ég vil benda sérstaklega á þátt fjölmiðla í öllum málatilbúningi Kristjáns. Þeir hafa meira og minna étið upp eftir honum alla þá vit- leysu sem uppúr honum hefur ollið. Engin athugun hefur átt sér stað til þess að kynna sér sannleiksgildi óhróðursins. Þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið eru ámælisverð og mundu örugglega ekki tíðkast ef í hlut ættu „virðulegar" eða ríkis- styrktar atvinnugreinar. En þetta er bara popp. Fjölmiðlar hafa kok- gleypt þann áróður Kristjáns um að útgefendur séu illa innrættar afætur sem féfletti tónlistarfólk og fái það til að svíkja listina fyrir gróðasjónarmið. Kristján var hepp- inn, hann gaf út plötu sem seldist í 14.000 eintökum, slíkt heyrir til algjörra undantekninga og af þeim tugum platna sem gefnar eru út á Islandi hafa aðeins örfáar náð slík- um árangri. Það er því blekking sem Kristján hefur haldið fram að allir muni gera það gott éf þeir gefa pöturnar út sjálfir. Spurningin er ekki hvernig gróði íslenskrar útgáfu skiptist heldur hverjir eru tilbúnir til þess að bera tapið. Þetta munu langflestir þeirra aðila, sem keypt hafa blekkingar Kristjáns, finna út eftir jólin. Fjölmiðlar ættu að kynna sér og landsmönnum öllum þann raun- veruleika, sem liggja mun fyrir inn- an tíðar. Sýn okkar Kristjáns hvað varðar bestu tilhögun á framkvæmd út- gáfumála á íslandi er gjörólík. Mín skoðun er sú að til staðar þurfi að vera heilbrigt og traust samband útgefenda og flytjenda þar sem faglegur metnaður ríki og skýr verkaskipting eins og í al'.ri góðri samvinnu. Mat mitt er að slíkt sé forsenda alls árangurs bæði hér innanlands og enn frekar ef sækja skal fram á alþjóðlega markaði. Þau sjónarmið sem Kristján hefur sett fram eru í þá veru að höfund- ur, flytjandi og útgefandi eigi að vera einn og sami aðilinn auk þess sem heppilegast væri að sá aðili sæi einnig um smásölustigið. Þessu ætlar hann nú að framfylgja sjálfur með því að taka plötu sína úr sölu hjá verslunum Músík og mynda og Skífunnar og sjá sjálfur um söluna í Kolaportinu. Hin nýja plata KK er að fá nákvæmlega sömu með- ferð í verslunum Músík og mynda og metsöluplatan hans frá því i fyrra. Upphafspöntun var 250 ein- tök. Henni er stillt fram í rekka sem nýrri íslenskri plötu og þess gætt að hún sé til á öllum tímum. Hún fær hinsvegar ekki útstillingar á veggjum eða í gluggum. Ástæðan er einfaldlega sú að hér er um helstu skrautfjöður samkeppnisað- Steinar Berg ísleifsson „Engin athugun hefur átt sér stað til þess að kynna sér sannleiks- gildi óhróðursins.“ ila í smásölu að ræða og því þykir okkur rétt að hafa aðra áherslu í útstillingum enda úr feikilega miklu að velja. Ég skil hinsvegar vel þann taugatitring sem gripið hefur um sig í herbúðum KK. Það er alltaf erfitt að horfa á, þegar útgáfa manns fær ekki þær mót- tökur hjá almenningi sem vonast var eftir. Það er hinsvegar ómak- legt að finna sér blóraböggul eins og Kristján hefur nú gert. Það er meira að segja ekki hægt að rétt- læta slíka framkomu þó hún sé partur af áróðursbragði til að fá meiri umfjöllun fjölmiðla um sjálfan sig og plötuna. Við skulum bíða og sjá til hvort almenningur falli fyrir bragðinu. Það er allavega ljóst að Kristján kann að snúa fjölmiðl- unum í kring um sig og spila á þá eins og spiladós. Höfundur er forstjóri Spors hf. Aftur ný sending af Mackintosh dósum! Stgr.verö kr. 1.589,- per. 2 kíió (2 kr. dýrara en í Bónus) Ný sending af leikföngum „Ef leikföngin fengust í F&A voru þau undantekningarlaust ódýrust þar en úrvaliö var þó töluvert meira í hinum verslununum." (DV verökönnun 18. nóv.) □ Vöruval: Matvörur, fatnaður, búsáhöld, leikföng (þekkt merki) og m.fl. □ Jafnlægsta verð landsins. □ Við seljum islenskar vörur á lágmarksverði, en við verslum einungis með vörur frá íslenskum framleiðendum sem mismuna ekki viðskiptavinum sínum gróflega. Við sýnum þannig í verki samstöðu með „kaupmanninum á horninuí( sem við teljum nauðsyn í íslensku samfélagi. □ Sem betur fer eru nógu margir íslenskir framleiðendur sem sjá sóma sinn í því að okra ekki á litla kaupmanninum og þess vegna er úrva/ið gott. □ Sparið ykkur ferð til útlanda! □ Sífellt bætast við nýjar vörur. Oft getum við ekki útvegað nema takmarkað magn og er þá handagangur i öskjunni. □ Nýir korthafar! Verslun F&A er opin öllum landsmönnum 16 ára og eldri. Ný kort eru eru gefin úr endurgjaldslaust. Við erum sunnan við Ölgerðarhús Egils og norðan við Osta- og smjörsöluna. A Birgðaverslun F&A Fosshálsi 27, 110 Reykjavík, sími 683211, fax 683501 Opið alla virka daga frá kl. 12.00-19.00. Laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 13-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.