Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER 1993 Meistara- keppni í dansi ÍSLANDSMEISTARAKEPPNI í suður-amerískum og standard- dönsum með frjálsri aðferð fer fram á vegum Dansráðs Islands sunnudaginn 28. nóvember í Laugardalshöll og hefst með setn- ingu kl. 14. Keppt er í aldurshópunum 12-13 ára og 14-15 ára í fjórum suður- amerískum dönsum og fjórum stand- arddönsum, aldurshóparnir 16-18, 19 ára og eldri og atvinnumenn keppa í fímm suður-amerískum dönsum og fímm standarddönsum. Einnig er keppt í einum dansi með grunnaðferð og er yngsti hópur- inn 10-11 ára með keppnisdansinn Cha cha cha og sá elsti 50 ára og eldri með keppnisdansinn enskan vals. Einnig er keppt í dömuriðlum í einsdanskeppnum. Dómarar í þessari keppni eru frá Danmörku, Noregi og Englandi. Miðasala hefst að morgni keppnis- dags kl. 11 og er miðaverð barna 400 kr. og fullorðna 600 kr., sæti við borð er á 1000 kr. Samhliða þessari keppni verða danssýningar frá Jazzballetskóla Báru og Her- manni Ragnar. * * ★ Opið Itús * Arthur Bogason formaður Landssámbands smábátaeigenda Viljum halda öllum möguleikum opnum ARTHUR Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda segir að umboðið sem gefið var stjórn LS til viðræðna um afla- gjald sé einkum sökum þess að smábátaeigendur vilji halda öll- um möguleikum opnum. „Við munum ekki eiga frumkvæði að slíkum viðræðum en þær hugmyndir sem við höfum í sambandi við þær eru að öllum verði tryggður eðlilegur aðgangur að fiskimiðunum,“ segir Arthur. Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Tveimur milljón- um króna úthlutað ÚTHLUTAÐ hefur verið námsstyrkjum úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar. Að þessu sinni voru veittir 8 styrkir hver að fjárhæð 250 þúsund kr. Samtals bárust 42 umsókn- ir um styrki úr sjóðnum. Arthur segir að nú sé svo þrengt að smábátum á kvóta að dæmi séu um að menn sem fengu 15-20 tonn úthlutuð fyrir þremur árum fái 5 tonn nú og hann veit dæmi um að maður sem fékk úthlutað kvóta 1. september var búinn að veiða hann þann 14. september. „Á meðan eru svo stórútgerðir að flytja tugi þús- unda tonna af geymslukvóta á milli ára, láta báta veiða fyrir sig í tonn á móti tonni og sem leiguliða meðan að skip þeirra sjálfra eru send á aðrar veiðar,“ segir Arthur. „Við teljum því eðlilegra að greiða fyrir aflaheimildir til ríkissjóðs þar sem fiskurinn er jú sameign þjóðarinnar í stað þess að greiða skatt af þeim til stórútgerða eins og nú er í raun gert.“ Arthur segir að þótt LS muni ekki eiga frumkvæðið að viðræðum sé hægur vandi fyrir að kalla saman stjórnarfund eða aukaaðalfund fari svo að sambandinu verði boðin þátt- taka í viðræðum um aflagjald. --------♦ ♦ ♦-------- Þinphðlsbraut 37 - Kóp. Til sölu glæsileg 120 fm efri sérhæð í þessu fallega þríbýlishúsi. íbúðin skiptist í samliggjandi stofur, 3 svefnherb., eldhús með nýlegri beykiinnréttingu, gesta- snyrtingu og vandað, nýflísalagt baðherbergi. Parket á allri íbúðinni. Sérþvottahús. Suðursvalir. Bílskúr. Stór- kostlegt útsýni. íbúðin er öll nýstandsett. Hús í mjög góðu ásigkomulagi. íbúðin, sem er laus strax, verður til sýnis í dag, laugardag, frá kl. 14-17. Fasteignamarkaðurinn hf., Óðinsgötu 4, símar 11540 og 21700. 011 Kfl 01Q7A LÁRUS VALDIMARSSON framkvæmðastjori . L I I VU"fa I W / V KRISTINNSIGURJÓNSSON, HRL.lóggilturfasteignasali Til sýnis og sölu - meðal athyglisverðra eigna: Nýtt einbýlishús - mikið útsýni Glæsil. timburhús á tveimur haeðum v. Fannafold samt. 164,3 fm. 4 svefnherb. m.m. á efri hæð. Bílsk. - verkstæði 35,1 fm. 40 ára húsn- lán um kr. 3,0 millj. Tilboð óskast. Glæsileg eign í Þingholtunum miðhæð í þríbhúsi. 4ra herb. Sólsvalir. Parket. Sérþvhús. Ræktuð lóð. Góð lán. Húsið er byggt 1985. Fyrir smið eða laghentan endaraðhús í Smáíbúðahv. m. 4ra-5 herb. íb. á tveimur hæðum. Rúmg. geymsla og þvhús í kj. Eignaskipti mögul. Suðuríbúð - góður bílskúr 2ja herb. góð íb. á 2. hæð v. Stelkshóla. Sameign fylgir nýstandsett. Góður bílsk. Sanngjarnt verð. Skammt frá Háskólanum einstaklíb. - 2ja herb. 56,1 fm. Allar innr. og tæki ný. Sérinng., sérþvað- staða. íb. er á 1. hæð/jarðh. Eignir óskast á skrá Sérstaklega óskast 2ja-3ja herb. íb. í Smáíbúðahv. Einbhús af meðal- stærð í Smáíbhv. Sérhæð á Högum eða Melum. Eignir í gamla bænum og nágr. mega þarfn. endurbóta. Sérhæð í Hlíðunum. Margs konar eignaskipti möguleg. Fjársterkir kaupendur.___________________ • • • VOpið í dag kl. 10-13. Teikningar á skrifstofunni. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. ALMENNA FASTEIGHASAl AH LAUGAVE6118 SÍMAR 21150-21370 Þeir sem styrki hlutu að þessu sinni voru: Ásgeir Brynjar Ægis- son, rafmagnsverkfræði, Björn Ragnarsson, rafmagnsverkfræði, Guðmundur Stefánsson, matvæla- fræði, Hildur Hrólfsdóttir, efna- verkfræði, Jón Tómas Guðmunds- son, kjarnorkuverkfræði, Kári Indriðason, eðlisfræði, Ragnhildur Sigurðardóttir, umhverfisfræði og Örnólfur E. Rögnvaldsson, stjarn- eðlisfræði. Stjóm mmningarsjóðsins skipa frú Helga Áberg, Sigurður Guð- mundsson, löggiltur endurskoð- andi og dr. Ragnar Ingimarsson, prófessor, sem jafnframt er for- maður stjómar. ■ SÓLFRÍÐUR Guðmundsdótt- ir, skólahjúkrunarfræðingur og lekt- or í barnahjúkrun flytur fyrirlestur um: Umönnun barna sem útskrif- ast af sjúkrahúsi eftir bráðaað- gerð, á málstofu í hjúkrunarfræði. Málstofan verður haldin mánudag- inn 29. nóvember kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. &MMDDDÖ1 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 720. þáttur Þá skal með þökkum gefa Örnólfi Thorlacius orðið: „Kæri Gísli! Mörg eru þau skúrkastrikin sem færð hafa verið á reikning afturhaldsafla í aldanna rás. I blaði allra landsmanna mátti lesa þessa fyrirsögn sunnudag- inn 10. október: „Glæst mark- mið í Sómalíu víkja fyrir aftur- haldi með sæmd.“ Ég sá fyrir mér afturhaldið þjarma að hugsjónamönnum í þessu hrjáða Afríkuríki svo þeir yrðu að láta í minni pokann — en héldu þó sæmd sinni. En aldr- ei þessu vant fékk afturhaldið uppreisn æru. Við lestur grein- arinnar kom í ljós að hún fjall- aði um áform bandarískra stjórnvalda í þá veru að draga her sinn út úr Sómalíu. Sæmdin ljómaði því ekki af glæstum markmiðum heldur af afturhald- inu, sem raunar hafði snúist í undanhald. Ekki veit ég hvaðan sú mein- loka hefur skotist inn í íslenska tungu að enska orðið deer þýði dádýr. Þessi villa veður uppi í þýðingum í sjónvarpi, í blaða- greinum og víðar þar sem ís- lendingar þýða úr ensku eða styðjast við enska texta. Hið rétta er að orðið er sam- heiti um hjartardýr. Krónhjörtur heitir til dæmis á ensku red de- er, rádýr roe deer, moskushjört- ur musk deer og dádýr fallow deer. Ekki skulum við gleyma því að hreindýr heitir á ensku reindeer, og dytti víst engum íslendingi í hug að telja það til dádýra. Og fáir myndu leggja „Deerhunter“ út dádýrabani! í ágætri grein í Morgunblað- inu laugardaginn 9. október um þjóðarsál Japana standa_ þessi orð til skýringar mynd: „I aug- um fjölda Japana eru dádýr heil- agar skepnur og það er fáheyrð- ur glæpur í Japan að leggja þau sér til munns.“ Þann glæp gátu Japanar ekki framið á heimavelli meðan helg- isiðir þeirra voru í mótun því dádýr voru flutt þangað fremur seint frá Evrópu og þrífast að- eins hálfvillt í skemmtigörðum. Hins vegar hefur annað og áþekkt hjartardýr lifað í Japan frá aldaöðli, síkahjörtur, Cervus nippon, og er trúlegt að helgin hafi í upphafi tengst honum. Lifðu heill.“ ★ Ætli umsjónarmaður hafi ekki oft sagt söguna af Þorleifi á Háeyri og mismuninum á að og af? Þorleifur sagði eitthvað á þessa leið um tengdason sinn: Á honum og guði almáttugum er svo sem enginn munur. Mun- ar bara einum staf. Og þegar menn litu á hann undrunaraug- um og spurnar, bætti hann við: Guð almáttugur gerði allt af engu, Guðmundur gerir allt að engu. Erfitt hefur löngum reynst að aðgreina þessi tvö litlu og líku orð. En ég tek fáein dæmi: Menn hafa gaman af einhveiju, en þeim þykir gaman að ein- hveiju, og þeir eru vísir til að henda gaman að náunga sínum. Það er vandratað á þessum slóð- um. Þá segir í Islensku málfari eftir Árna Böðvarsson: „að — af: Þessi orð eru ekki sömu merkingar, sem sést vel þegar þau eiga við stað, að staðnum, af staðnum. í ýmsum samböndum verður að læra sér- staklega hvort orðið er notað. Rétt er að segja að þessu leyti, að gefnu tilefni, af þessari ástæðu, það sem af er þessum vetri, en „af þessu leyti, af gefnu tilefni“ er rangt.“ Þetta setur umsjónarmaður á blað eftir ábendingu frá Guð- rúnu Kristínu Magnúsdóttur í Reykjavík. Hún hafði fleira til málanna að leggja, vitnaði t.d. í fréttagrein hér í blaðinu ekki fyrir löngu: „Hún [Michelle Pfeiffer] seg- ist ekki vera afundin karlmönn- um, heldur vilji einfaldlega ekki vera bundin einum slíkum.“ Fyrrnefnd kona virðist sem sagt vera til í lauslæti, en þá ætti fremur að standa í textan- um afhuga en „afundin11. I Orðabók Menningarsjóðs (OM) undir afhuga segir: „hætt- ur að leggja hug á eitthvað; verða einhverju afhuga = missa áhuga á einhveiju, hætta að vonast eftir eða muria eftir ein- hveiju.“ En undir afundinn er „önugur, hvefsinn; fráhverfur.1 Málfarið í greininni um M.P. er því veijandi með góðvilja. ★ Hlymrekur handan kvað: Nú er Lénharður lagstur í böð til að lauga af sér brennivínskvöð átján ár hér í bæ frá apríl til mæ kringum árið í öfugri röð. ★ „Enginn maður kann til nokk- urrar hlítar íslenska tungu, nje þekkir sögu íslensku þjóðarinnar, nema hann hafi lesið rækilega íslendingasögurnar fornu. Því líst mjer vera meinleg eyða í mentun hvers íslendings,. sem ekki hefir lesið þær.“ (Sr. Magnús Helgason 1857-1940) ★ Guði sé lof fyrir fegurðina: Hljótt er úti. Allir laufvindar famir hjá. í tjamarsefi situr döpur álfastúlka með hvítan tunglsgeisla á hné sér, eins og dáið bam. (Hannes Pétursson: Nótt í vetrarbyrjun.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.