Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLaÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 23 Reuter Við gröf James Bulgers LITILL drengur við leiði James Bulgers í Kirkdale-kirkjugarðinum í Liverpool. Jafnan berst fjöldi blóma að gröfinni og vegna nálægðar jólanna hefur jólaskreyting verið sett á trjábol við Ieiðið. Bretar deila um orsakir morðs drengja á tveggja ára barni Biskupar neita því að kirkjan hafi brugðist London. The Daily Telegraph, Reuter. ÆÐSTU menn ensku kirkjunnar svöruðu fyrir sig í gær og sögðu ásakanir um að kirkjan hefði brugðist siðferðishlutverki sínu ekki eiga við rök að styðjast. í tengslum við umræðuna um orsak- ir morðs á tveggja ára pilti í Liverpool, James Bulger, lýsti David Maclean, aðstoðarráðherra í innanríkisráðuneytinu, því yfir að siðferðisvitund þjóðarinnar hefði hrakað. Hefði kirkjan brugðist því hlutverki sínu að uppfræða börn og unglinga og kenna þeim muninn á réttu og röngu. „Hluti vandans er sá að kirkjan hefur einbeitt sér að umræðum um félagsleg vandamál og látið stjórn- mála.mönnum eftir að deila um nauðsyn þess að kenna börnum að greina á milli góðs og ills,“ sagði Maclean. Kirkjan ætti að vera kyndilberi við að efla siðgæðisvit- und ungmenna en þar hefði hun ekki staðið í stykkinu. „Undarleg þögn hefur ríkt í kirkjunni í þessum efnum,“ sagði hann. Ásakanir Macleans voru forsíðu- efni ailra bresku blaðanna í gær og af þessu tilefni sagði í risafyrir- sögn á forsíðu Daily Mail „Stólarn- ir þagna.“ Lögreglumenn, leiðara- höfundar blaða og geðlæknar deildu einnig um það hvort hið óhugnanlega morð á Bulger væri til marks um að breskt þjóðfélag væri í siðferðislegu tómarými eða hvort um væri að ræða einstakan glæp sem aldrei yrði hægt að út- skýra. Af hálfu kirkjunnar var því vísað á bug að hún hefði brugðist. Tals- maður erkibiskupsins af Kantara- borg, æðsta manns ensku biskupa- kirkjunnar, sem er í útlöndum, sagði að biskupinn hefði ítrekað lagt á það áherslu í boðskap sínum hve nauðsynlegt væri að efla sið- gæðisvitund barna sem fullorðinna á grundvelli boðorðanna 10 og kenninga Krists. Krafðist embættið þess að aðstoðarráðherrann gerði grein fyrir því hvað hann ætti við. Ymsir biskupar biskupakirkjunnar svo og kaþólsku kirkjunnar í Bret- landi svöruðu fyrir sig í gær og sögðu ummæli Macleans til marks um að hann væri ilia upplýstur um starf kirkjunnar. John Habgood biskup af Jórvík sagði að starf kirkjunnar væri ekki tíundað í fjöl- miðlum og því í þagnargildi. Hann sagði að siðferðisfræðsla yrði stöð- ugt erfiðari því samfélagsgerðin yrði stöðugt flóknari og einhyggjan ágengari. „Það er erfitt að átta sig á því hvort menn deila lengur sömu gildum. Fólk er undir miklum þrýstingi um að taka afstöðu og dæma hvað sé rétt og hvað rangt út frá eigin hagsmunum og for- sendum sem það þarf í auknum mæli að ákveða sjálft,“ sagði Habgood. Ný sending * Ulpur, 5 litir Tilboðsverð kr. 7.900 Opið laugardaga frá kl. 10-16. N#HMSIÐ Laugavegi 21, sími 25580. beuRMip i BODGADRDINGLUNNI er sérverslun jDeirra sem leggja stund á sjélfsraskt BÆKUR Á ÍSLENSKU OG ENSKU í ÝMSUM EFNISFLOKKUM MIKLU ÚRVALI, m.a. um sjálfsrækt, andlega og líkamlega rækt, heilun, heilsufæði, meðvirkni, óhefðbundnar aðferðir til lækninga, ilmkjarnaolíunotkun (aromat- herapy), nudd og margt fleira. SNÆLDUR OG GEISLADISKAR MEÐ SLÖK- UNAR- OG HUGLEIÐSLUTÓNLIST. Einnig úr- val af leiddum hugleiðslum á íslensku og ensku. REYKELSI I' MIKLU ÚRVALI. Ilmur hefur mikil- væg áhrif á hugarástandið. AlJrei aftnr meávirkni ur.Hú að tiV.,™, ðð tx “'*J'Y93Í“ fyrir *jAlfv.m *ér ák Molody Bcattic ★ EARTH SCIENCE SNYRTIVORURNAR - UNN- AR ÚR NÁTTÚRULEGUM EFNUM Mikið úrval af andlitskremum, augn-kremum, olíum hreinsi- kremum og öðru sem snertir heilbrigði húðar- i innar, bæði fyrir dömur og herra. Allar tegund- ir unnar úr 100% náttúrulegum efnum, án skaðlegra aukaefna. Einnig frá- bærar hársnyrtivörur. HÁGÆÐAVARA Á SÉRLEGA HAGSTÆÐU VERÐI ★ ILMKJARNAOLÍUR FRÁ AURA CACIA 100% náttúrulegar og hreinar ilm- kjarnaolíur - tæplega 50 gerðir. ★ NUDD- OG BAÐOLÍUR FRÁ AURA CACIA OG HERITAGE PRODUCTS - blandaðar samkvæmt dálestrum Edgar Cayce. ★ YUCCA GULL - FÆÐUBÓTAEFNIÐ FRÁBÆRA SEM BÆTIR MELTING- UNA OG EYKUR VELLÍÐAN ÞÍNA ★ VÍTAMÍN í FUÓTANDI FORMI FRÁ EARTH SCIENCE 2-5 sinnum hraðari og virkari upptaka en úr töflum. ★ ORKUSTEINAR OG KRISTALLAR í MIKLU ÚRVALI Persónuleg þjónusta og ráðgjöf - margra ára reynsla. ★ TAROT SPIL OG ÖNNUR SPÁSPIL - MARGAR GERÐIR SÉRKYNNING Á VÍKINGAKORTUNUM SUNNUDAGINN 28. nóvember. Frá kl. 14-17 á sunnudaginn verður sérkynn- ing á VÍKINGAKORTUNUM, nýútkomnum, rammislenskum spákortum, sem veita þér aðstoð við úrlausn mála sem snerta persónu- legt Iff þitt, samskipti við aðra, ástarmal, deilumál og andlegan þroska. Höfundurinn, Guðrún G. Bergmann, og myndlistarmaðurinn, Ölafur G. Guðlaugsson, árita bókina. Verið velkomin. VIK.INÓA K O R T I N - VISKA NORÐURSINS- Við þjónum þér með gleði, kærleik og Ijósi. Póstkröfuþjónusta greiðslukortaþjónusta beuR/itir Rnrn^rkrinnhn Borgarkringlan, KRINGLUNNI4 •sími 811380 ER ÖLLUMÆTLAÐ Littu við í Borgarkringlunni REKSTRAR- OG VIÐSKIPTANÁM Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands - þriggja missera nám með starfi - hefst á vormisseri 1994 Frá því að Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands hóf starfsemi árið 1983 hefur stöðugt betur komið í Ijós þörfin fyrir heildstætt nám í rekstri fyrirtækja og stofnana, sem hægt er að stunda með starfi. Nám á háskóla- stigi, þar sem gerðar eru miklar kröfur, bæði til nemenda og kennara. Endurmenntunarstofnun hefur frá áramótum 1990 boðið upp á þriggja missera nám fyrir aðra en viðskipta- og hagfræðinga. Nú hafa átta hópar hafið þetta nám og fimm hópar lokið því. I náminu eru tekin fyrir helstu undirstöðuatriði hagfræða og rekstrar og þess freistað að gera þeim betri skil en hægt er á styttri námskeiðum. Forgang hafa þeir sem lokið hafa háskólanámi, en einnig er tekið inn fólk með stúdentspróf eða sam- bærilega menntun sem hefur töluverða reynslu í rekstri og stjórnun. Stjórn námsins skipa þrír háskólakennarar, þeir Logi Jónsson, dósent, fulltrúi Endurmenntunarstofnunar HÍ, Stefán Svavarsson, dósent, fulltrúi við- skipta- og hagfræðideildar HÍ og Pétur Maack, prófessor, fulltrúi verkfræði- deildar HÍ. Helstu þættir námsins: Rekstrarhagfræði, reikningshald og skattskil, fjár- málastjórn, stjórnun og skipulag, starfsmannastjórnun, upplýsingatækni í rekstri og stjórnun, framleiðslustjórnun, markaðs- og sölufræði, réttar- reglur og viðskiptaréttur, þjóðhagfræði og haglýsing og stefnumótun. Kennarar m.a.: Bjarni Þór Óskarsson, hdl. og adjunkt viðskiptadeild HÍ. Gísli S. Arason, rekstrarráðgjafi og lektor Hl. Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, stundakennari HÍ. Magnús Pálsson, viðskiptafræðingur og rekstrarráðgjafi. Páll Jensson, prófessor, verkfræðideild HÍ. Stefán Svavarsson, dósent, viðskiptdeild HÍ. Þórður S. Óskarsson, vinnusálfræðingur Sinnu hf. IMæsti hópur hefur nám í febrúar 1994. Kennslutími er 120 klst. á hverju misseri auk heimavinnu. Þetta samsvar- ar 18 eininga námi á háskólastigi. Kennd er ein námsgrein í einu og henni lokið með prófi eða verkefni áður en sú næsta hefst. í lok námsins fá nemendur prófskírteini ervottar þátttöku og frammistöðu þeirra í náminu. Verð fyrir hvert misseri er kr. 69.000. Nánari upplýsingar um námið, ásamt umsóknareyðublöðum (sem sendist inn fyrir 6. desember 1993) er hægt að fá hjá: Endurmenntunarstofnun Háskóla islands Tæknigarði, Dunhagaö, 107 Reykjavík, símar: 694923, 694924 og 694925. Fax 694080.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.