Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Athugasemd við grein Braga Asgeirssonar eftir Daníel Þ. Magnússon Ég sé mig knúinn til að svara þeim athugasemdum sem Bragi Ásgeirsson gerði við grein mína í Morgunblaðinu frá 13. þessa mán- aðar. I grein sinni „Gagnrýni á listrýni“ tekur Bragi Ásgeirsson heilsíðuopnu til að veija heiður sinn fyrir ofbeldismönnum sem undanfarið hafa stefnt mannorði hans í voða með persónuníði og rislágum ritsmíðum svo notuð séu hans orð. í þeim töluðum orðum á Bragi Ásgeirsson við mig, því að athugasemdum Gunnars Kvar- ans segist hann þegar vera búinn að svara og ekki sér hann ástæðu til að ásaka Frakkann Jacques Valin um slíka óhæfu, en sá ágæti maður hafði gerst svo óskammfeil- inn að umvanda staðhæfingar Braga Ásgeirssonar um Rodin sýninguna á Kjarvalsstöðum. Efn- islega tek ég enga afstöðu til þessa máls enda mér óviðkomandi. í téðri grein segir Bragi orðrétt: „Það er undarlegt að þeir sem ráðist hafa á þann sem hér stýrir penna hafa ekki svarað skrifum hans með rökum heldur persónu- níði og saka hann helst um fá- fræði og dæma vanhæfan til skrifa í blaðið. Skyndilega bera þeir sem ávallt hafa rakkað niður blaðið og talið það persónugerving ofbeldis og auðhyggju, átakanlega mikla umhyggju fyrir menningarlegum metnaði þess“. Hér langar mig til að spyrja Braga Ásgeirsson: Hvenær og á hvaða vettvangi hefur undirritaður Daníel Magnússon haft það orð- spor að rakka niður Morgunblaðið og kallað það persónugerving of- beldis og auðhyggju? Bragi Ásgeirsson, hvar í minni grein finnurðu persónuníð í þinn garð frá minni hendi? Ef þú túlkar aðfínnslur mínar sem slíkar vil ég að það komi skýrt fram að mér kemur persóna þín ekkert við, en hvað þú skrifar um myndlist í Morgunblaðið kemur mér og öðrum lesendum blaðsins talsvert við. í grein sinni tekur Bragi Ás- geirsson það fram að skrif mín séu ekki svaraverð: „...enda svari þau sér sjálf og komi upp um hugará- stand höfundanna. Hef þetta í huga eftir lestur greinar Daníels Magnússonar..." Svipaðan málatilbúning hafði ég reyndar lesið í greinarkomi undir Reykjavíkurbréfi í Morgun- blaðinu vikuna áður eða daginn e'ftir að grein mín birtist og sagði þar orðrétt: „Þeir tveir greinahöf- undar, sem fjalla um myndlistar- gagnrýni og leikhúsgagnrýni í dag, laugardag gera það á þann veg, að við þá er ekki hægt að rökræða. Málflutningur þeirra byggist ekki á efnislegum forsend- um“ (það skal tekið fram að undir- ritaður er höfundur greinarinnar um myndlistargagnrýni). Ekki vil ég herma þessi orð upp á Braga Ásgeirsson en mikið þjá- ist forvitni mín að vita hver eigi þau, því ekki virðist greinarhöf- undi mikið á byggjandi að nota tilvísanir í heimildir úr Morgun- blaðinu sem efnislegar forsendur. Þrátt fyrir þessa fullyrðingu grein- arhöfundar og einnig þá staðhæf- ingu Braga Ásgeirssonar um að skrif mín séu ekki svaraverð og að rislægri ritsmíð hafi hann sjald- an augum borið, þá svarar Bragi greininni. Einhvern veginn finnst mér það benda til að athugasemd- ir mínar hafi verið svaraverðar. Blæs ég því á allt tal um rökleys- ur. Ég vil því í stuttu máli, gera athugasemdir við gagnsvar Braga Ásgeirssonar. eftir Svein Björnsson Laugardaginn 13. nóv. sl. var grein í Morgunblaðinu eftir Daníel Þorkel Magnússon stjórnarmeðlim Nýlistasafnsins. Þar kemur fram að hann hafi klagað Braga Ásgeirs- son listrýni Morgunblaðsins fyrir ritstjórum blaðsins. Það er dálítið skrýtið að stjórnarmeðlimur Ný- listasafnsins skuli standa í þessum skrifum en ekki forstöðumaðurinn, Niels Hafstein, en kannski er hann upptekinn við að velja „list“ fýrir Listasafn Islands, rörbútadót eða kannski fleiri straubretti. Þjóðina langar svo mikið í svoleiðis! Þetta fólk sem hefur verið að sýna í safninu virðist ekki geta tek- ið krítík Braga Ásgeirssonar, sem er besti listrýnir landsins og búinn að vera lengi. Að fara að klaga og grenja eins og litlir krakkar, fyrir ritstjórum Morgunblaðsins er fá- heyrt. Ritstjórar Morgunblaðsins svör- uðu þessu eins og vera bar. Það er auðvitað vonlaust að vera að klaga Braga fyrir ritstjórunum sem ráða í byijun kýs Bragi að nefna mig Hreystimenni innan gæsa- lappa. Sem útleggst þegar öllu er á botnin hvolft, lítilmenni, svo að við tökum mið af íslenskri setn- ingafræði. Þetta lítilmenni sem ég telst vera, á að hafa þótt Bragi liggja vel við höggi eftir undan- gengnar árásir svo notuð séu hans orð og hafi ég því bókstaflega sætt lagi að sparka í liggjandi mann. Ef Bragi kýs að túlka það á þann veg, þá verði honum að góðu. En ég vil um leið benda honum á, að sem gagnrýnandi á einum stærsta fjölmiðli landsins og með þann aðgang sem slíkur aðili hefur að málgagni sínu, hon- um fer það illa að kveina undan aðfinnslum og gagnrýni á störf sín. í grein minni gerði ég sérstaka athugasemd við notkun Braga Ásgeirssonar á orðinu, hasskyn- slóð, sem hann notaði í gagnrýni sem birtist í Morgunblaðinu þann 29. september síðastliðinn á sýn- ingu listakonunnar Tinu Auferio. Nú svar hann af sér að hafa meint það sem hann sagði í áðurnefndri gagnrýni, af þeirri einföldu ástæðu að hann hafi ekki samið „hugtak- ið“ hasskynslóð. En þetta orð, hasskynslóð, í umræddri grein er án nokkurra athugasemda frá hans hálfu um höfundarétt eða stefgjöld hvað varðar notkun þess, tekur hann því alla ábyrgð á því sjálfur. Enda teljast það léleg ilm- vötn að sveija af sér köpur og sámyrði á þeirri forsendu að mað- ur hafi ekki diktað þau upp. Myndlistarfjall: Hollenska vandamálið Þegar hér er komið í svargrein Braga Ásgeirssonar, rennur hon- um blóð til skyldunnar að upplýsa lesendur um þann arf sem „hass- kynslóð“ þessi á að hafa skilið eftir sig í Hollandi, nefnilega myndlistarfjall nokkurt ógurlegt, af slíkri stærðargráðu að geymslu- kostnaðurinn einn og sér, er í ómældum fjárhæðum. Svo notuð séu hans eigin orð, því ekki fæ ég séð að Bragi Ásgeirsson vitni ekki hvað er skrifað um sýningar og vilja það ekki. Þetta fólk sem sýnir í Nýlistasafninu er yfirleitt að sýna dót og drasl. Þess vegna má það þakka fyrir að Bragi skuli nenna að líta þangað inn. Það er víða sýnt dót og drasl eða nýju föt- in keisarans svo sem á Kjarvalsstöð- um margt lengi, þannig að þangað er fólk hætt að koma. Það er rosa- legt að sjá þessa stóru sýningarsali tóma af fólki en fulla af dóti og drasli. Meira að segja kostað undir slíkt frá útlöndum, nóg hélt maður að væri af því hér heima. Þetta dót er sumt svo fáránlegt, að maður gæti haldið að sumir þessir svoköll- uðu listamenn hefðu verið undir áhrifum eiturs er þeir þykjast vera að búa til list. Það er engin sköpun- argleði í þessum verkum eða ánægja og enn síður vísindi. Kjarval er ábyggilega búinn að snúa sér oft við í gröfinni og er kannski orðinn leiður á því, þar sem hann sér vonleysið. Svona er þetta einnig búið að vera í Listasafni ís- lands, sem er auðvitað enn verra. Islenska þjóðin er lítilsvirt með því Daníel Þ. Magnússon „Þrátt fyrir þessa full- yrðingu greinarhöf- undar og- einnig- þá staðhæfingu Braga Ás- geirssonar um að skrif mín séu ekki svaraverð og að rislægri ritsmíð hafi hann sjaldan aug- um borið, þá svarar Bragi greininni." til sérstakra heimilda hvað þessa fuliyrðingu varðar. Én ekki skortir heimildarmenn þegar Bragi Ásgeirsson, skömmu síðar, vitnar í sjálfan menningar- málaráðherra Hollendinga en hann á að hafa lagt til að eldur yrði borjnn að fjalli þessu í því augnamiði að létta píslinni af lönd- um sínum. Ekki velkist ég í neinum vafa um að Bragi Ásgeirsson er mér sammála um að bókabrenna af þessu tagi væri mikið skaðræð- isverk. Nema ef svo ólíklega vildi til að hér væri hann að vitna til heimildarmanns sem hann væri hjartanlega sammála og hann væri jafnvel reiðubúinn að leggja til hjálp við að hlaða köstinn. En það efa ég, því Bragi Ásgeirsson kannast yið slíka atburði úr mann- kynssögunni og veit hvað þeir eru nefndir og hvaða tilgangi þeir þjóna. Og ekki efa ég að hann þekki hvaða tilburði menn hafa í dóti sem þar er sýnt og keypt. Þar er svo mikið látið með einn svokall- aðan listamann, lærðan í Hollandi, að hann var sýndur við að tefla við páfann. Stór mynd á áberandi stað. Óðru hveiju eru þessi söfn að sýna listaverk eftir gamla málara til að breiða yfir það vonda, „nýju föt keisarans", en fólkið gleymir ekki, sér í gegnum það. „Fílarnir gleyma aldrei." Það er forkastanlegt að söfnin okkar skuli kaupa þetta drasl fyrir þjóðina. Það hefur frést frá Hol- landi, að söfnin þar séu farin að aka þessu nýlistardóti á öskuhaug- ana. Fyrir löngu voru miklir málar- ar í Hollandi eins og allir vita, þar varð svo kollsteypa í listum. Olíu- málverkið var fordæmt og útskúf- að, en í staðinn kom hin svokallaða nýlist. Góðir málarar eins og Karel Appel og Wilhelm De Koing urðu að flýja land. Það var hrækt á eftir þeim á götum úti. Þeir fóru til Bandaríkjanna og eru þar með frægustu málurum og reyndar heimsfrægir. Svoleiðis var það einn- ig með Van Gogh á sínum tíma. Hann flúði ekki, en var talinn bijál- Nýju fötin keisarans DÓT OG DRASL Trammi við að réttlæta þá. Þannig að allt snakk um geymslukostnað hollenska ríkisins sem forsendu þess að hægt sé að halda ærlegu brennu á listaverkum, skulum við vísa á bug. En nú spyr forvitni mín, hvernig stendur á því að list- rýnir hér uppá íslandi er svona umhugað að leiða lesendur sín í allan sannleikann um myndlist- arfjall í Hollandi? Er það kannski vegna þess að í ijalli þessu eru verk sem unnin hafa verið af ís- lenskum myndlistarmönnum sem starfað hafa í Hollandi, eða er það einungis vegna þess að heimildar- maður hans telur tilvist þess vera „stærstu mistökin í hollenskri menningarsögu“ svo vitnað sé beint til hans. Hefur Bragi nokkuð í heimildum sínum, í hveiju ná- kvæmlega þessi mistök liggja. Er áhugi hans tilkominn fyrir þær sakir að hér er um léglega mynd- list að ræða, eða er það vegna þess að þetta fjall er í eigu hol- lenska ríkisins, sem veit ekki hvað við það á að gera. Ef svo er þá vil ég benda Braga Ásgeirssyni á að þessi vandamál eru alfarið höf- uðverkur þeirra. Honum væri nær að jubilera og gradulera með Hol- lendingum yfir að eiga stóra og merkilega listasögu. Ég kynslóðin Bragi reynir á sama hátt og áður að sveija af sér stóryrðin úr áðurnefndri grein, nefnilega á for- sendum höfundaréttar. Nú eru það fullyrðingar um „ég-kynslóðina“, en þeirri kynslóð hafði hann bendl- að saman við hasskynslóðina í téðri grein. Nú er það svo að Bragi Ásgeirsson vill skila þessum orð- um ofan í vasann hjá leikstjóran- um Ingmar Bergman. Sá maður á að hafa sagt í viðtali í sumar: „Þetta fólk álítur sig ekki hluta mannkynssögunnar heldur mann- kyfissagan sjálf“. Enn spyr for- vitni mín, var Ingmar Bergman að tala hér um „ég kynslóðina", hasskynslóðina ellegar kynslóð konsept- og fluxuslistamanna sem störfuðu fyrir aldarfjórðungi síð- an? Eða var Bergman að tala um hagsmunafélög í sænskum bif- reiðaiðnaði? Hitt þykist ég vita að þegar Bragi Ásgeirsson tekur sér þessi orð í munn, þá er hann að tala um fortíðina. Því sá er munur- inn á þessum tveimur setningum að Ingmar Bergman er auðsýni- lega að tala um nútíð þegar hann segir „þetta fólk álítur sig...“ En Bragi er að tala um fortíð, því Sveinn Björnsson aður. Einn mesti málari Hollend- inga. Það er ekki langt frá því að þeir málarar hér á landi sem mála með olíu á striga séu bannfærðir af þessu nýlistarfólki. Þetta eru eig- inlega tveir heimar og nýju fötin keisaran? virðast hafa yfirhöndina. Kannski hafa sumir listrýnar verið of linir við krítíkina á þessu dóti og drasli, nema Bragi. íslensk þjóð má vera stolt af því að eiga annan eins listrýni og lista- mann og Braga Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.