Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Uimur Þorsteinsdótt- irfrá Vatnsskarðs- hólum — Minning Fædd 17. ágúst 1921 Dáin 16. nóvember 1993 Mig langar í fáum orðurri að minnast ömmu minnar, Unnar Þor- steinsdóttur frá Vatnsskarðshólum í Mýrdal, sem lést í Landspítalanum 16. nóvember sl. Hún fæddist á Ketilsstöðum í Mýrdal 17. ágúst 1921 og var næst- ^elst sex barna þeirra Þorsteins Gunnarssonar og Margrétar Gríms- dóttur. Bjó í foreldrahúsum á Ketils- stöðum fram til ársins 1942, en þá fluttist hún að Litla-Hvammi og hóf búskap með Gunnari Stefánssyni, f. 1915, sem var fæddur og uppal- inn þar. Hann lést í apríl 1984. Árið 1949 fluttust þau frá Litla- Hvammi að Vatnsskarðshólum og bjuggu þar til dauðadags. Eftirlif- andi böm þeirra eru: Margrét Steina, f. 1939, býr á Laugarvatni og er leikskólastjóri, gift Óskari H. Ólafssyni, þau eiga þrjú börn; Þor- steinn, f. 1946, bóndi á Vatns- skarðshólum, kvæntur Margréti Guðmundsdóttur, þau eiga þrjú börn; Stefán f. 1948, bóndi á Dyr- hólum, í sambúð með Sigurbjörgu Jónsdóttur, þau eiga eitt barn; Ólaf- ur, f. 1951, verkamaður í Reykja- vík; Gunnar Ágúst, f. 1956, doktor í stjórnmálafræði, starfar nú sem verkefnisstjóri „Lífræns samfélags" í Mýrdal. 4 Það er erfítt og sárt að þurfa að sætta sig við að amma sé farin frá okkur, horfin af sjónarsviðinu. Hún sem hafði komið til okkar á Laugar- vatn í vor og verið viðstödd útskrift- ina mína, geislandi af lífsgleði eins og alltaf. Ekki skorti hana kraftinn, því Iangt fram eftir vori hafði hún unnið hörðum höndum í að snyrta og fegra lóðina í kringum húsið hjá sér, sem nú er eins og lystigarður. En svo fór heilsunni að hraka, hún greindist með alvarlegan sjúkdóm sem leiddi hana að lokum til dauða. Þetta gerðist svo hratt, allt í einu stöndum við ein eftir, án hennar, og minningarnar hlaðast upp í hug- anum. Það var alltaf mikið tilhlökkunar- efni á vorin að fara í sveitina til ömmu og afa. Eg kunni sérlega vel að meta hið ijölbreytta mannlíf í sveitinni og bústörfin heilluðu mig strax. Amma og afí reyndust mér - sem foreldrar og ólu mig upp í sam- ræmi við það, þau sýndu mér um- hyggju og alúð, en umgengust mig þó eins og fullorðinn mann. Aldrei virtist afí þreytast á að kenna dótt- ursyni sínum til verka og þær stund- ir sem við afí áttum saman, t.d. í girðingarvinnu, eru ógleymanlegar. Amma veitti mér þann heiður að sjá um hænsnakofann og annast hænurnar, þannig var ég strax far- inn að líta á mig sem stórbónda. Stundum gaf amma mér kaffílögg og mola, en það var að sjálfsögðu bara þegar enginn sá til. Allt mið- aði þetta að því að gera mig að manni og ég var auðvitað hæst- , ánægður með það. Eftir að afí féll frá var amma ein eftir í gamia bænum, þá þótti mér afar vænt um að fá að kúra í rúm- inu hans afa fyrstu sumrin á eftir. Nálægð ömmu var svo notaleg, það var öruggt að leita ásjár hjá henni, hún var svo traust. Það var ávallt gaman að ræða málin við ömmu og það gerðum við iðulega við eldhús- borðið eða frammi í stofu. Umræðu- efnið var allt milli himins og jarðar, gat verið allt frá því að vera spreng- hlægileg kjaftasaga úr sveitinni og upp í hápólitísk málefni líðandi stundar. Húmorinn og lífsgleðin sem fylgdu ömmu alla tíð blönduðust saman við hlýju hennar og um- hyggju. Þetta gerði hana að mann- eskju sem varð okkur ákaflega kær og við elskuðum. Við hlökkuðum til að koma í sveitina til hennar og fá að njóta þess að vera með henni. Amma í sveitinni gaf mér eitt- hvað sem engin orð fá lýst, það er geymt í hjartanu og þaðan mun það aldrei fara, það fylgir mér og veitir mér öryggi og hlýju. Minningarnar um ömmu munu líka lifa og vekja hjá okkur ljúfar hugsanir. Af hafa átt ömmu sem gaf okkur svo mikið og skildi svo mikið eftir sig í huga okkar og hjarta er með því dýrmæt- asta sem hægt er að hlotnast, því verður aldrei gleymt. Elsku amma, þakka þér fyrir samfylgdina og allt sem þú gafst mér, ég mun sakna þín sárt. Guð blessi þig. Oskar Hafsteinn Óskarsson. Þriðjudaginn 16. nóvember sl. lést í Landspítalanum mágkona mín, Unnur Þorsteinsdóttir, húsfreyja á Vatnsskarðshólum í Mýrdal. Unnur fæddist 17. ágúst 1921 áKetilsstöð- um í sömu sveit. Foreldrar hennar voru Margrét Grímsdóttir frá Skeið- flöt, f. 26. febrúar 1895, d. 20. maí 1971, og Þorsteinn Gunnarsson frá Steig, f. 29. desember 1893, d. 10. september 1934. Unnur var elst fímm barna þeirra hjóna, sem upp komust. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum, en 13 ára gömul missti hún föður sinn. Mar- grét stóð þá ein uppi með barnahóp- inn. Með guðshjálp og góðra manna blessaðist þetta. Hún kom þeim öll- um vel til manns. Unnur giftist ung að árum Gunn- ari Stefánssyni frá Litla-Hvammi Hannessonar kennara og bónda þar og konu hans, Steinunnar H. Áma- dóttur. Ungu hjónin hófu búskap í Litla- Hvammi 1942 og bjuggu þar til ársins 1949. Það vor fengu þau byggingu fyrir Vatnsskarðshólum; þá voru börn þeirra orðin þijú, svo að þeim veitti ekki af stærra jarð- næði. Hafíst var handa við að rækta jörðina og bæta húsakost. Með óhemju elju og dugnaði hefur sam- hent ijölskylda gert Vatnsskarðs- hóla að stórbýli. Gunnar lést 1948 eftir erfið veikindi. Síðan hefur Unnur búið í félagsbúi með Þor- steini, syni sínum. Þeim hjónum varð fimm barna auðið og eru þau talin hér í aldurs- röð: Margét Steina, búsett á Laug- arvatni, gift Óskari Ólafssyni yfír- kennara frá Fagradal í Mýrdal, þeirra börn eru þrjú; Þorsteinn, bóndi á Vatnsskarðshólum, kvæntur Margréti Guðmundsdóttur frá Dals- mynni í Eyjahreppi, eiga þau þijú börn; Stefán, garðyrkjubóndi á Dyr- hólum, hans kona er Sigurbjörg Jónsdóttir frá Götum í Mýrdal, eiga eitt barn; Ólafur iðnverkamaður í Reykjavík, ókvæntur; og yngstur er Gunnar Ágúst, doktor í stjórn- málafræði, ókvæntur, hann hefur dvalist að mestu í London á síðustu ámm. Barnabörnin eru því orðin sjö og langömmubömin fjögur. Allt er þetta atgervis og mikið fyrirmynd- arfólk. Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar til stóð að fara í heimsókn að Vatnsskarðshólum. Þau hjónin, Unnur og Gunnar, voru ákaflega gestrisin, enda var þar mjög gest- kvæmt. Setið var oft lengi og spjall- að um menn og máleíni og alia heima og geima. Sonur okkar hjónanna, Þorsteinn Grétar, dvaldist á Vatnsskarðshól- um tíu sumur. Þau Unnur og Gunn- ar reyndust honum eins og hann væri þeirra barn. Það segir sína sögu hve gott og gaman var þar að vera, að hann hætti á miðju sumri í unglingavinnunni þegar hann var 14 og 15 ára til þess að komast austur að Hólunum. Síðar í öllum fríum og þegar tækifæri hefur gef- ist hefur hann sótt þangað. Unnur var vel gefín til munns og handa og las mikið, átti stórt safn góðra bóka, var söngelsk, söng í kirkjukór Skeiðflatarkirkju alla tíð. Hún hafði mikið yndi af blómum, ræktaði þau með góðum árangri, jafnt úti sem inni, mjög hög í hönd- um og smekkvís. Hún bjó manni sínum og börnum notalegt og fal- legt heimili. Hún var forkur dugleg og gekk til verka utandyra sem inn- an. Hún sá um veðurathuganir á Vatnsskarðshólum síðustu árin og annaðist , þær af trúmennsku og vandvirkni eins og einkenndi öll hennar störf. Það var því reiðarslag þegar þessi hrausta og tápmikla kona var kom- in með ólæknandi sjúkdóm sem læknavísindin réðu ekki við. Hún háði hetjulega baráttu við sinn sjúk- dóm og hélt andlegri reisn þar til yfir lauk. Góð kona er horfin, en minningin mun lifa. Við hjónin og börnin okkar eigum Unni mikið að þakka fyrir allt sem hún var okkur. Við vottum börnum hennar og ijölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Hjörtur Elíasson. Útför Unnar Guðjóníu Þorsteins- dóttur, húsfreyju Vatnsskarðshól- um, Mýrdal, fer fram frá Skeiðflat- arkirkju í dag. Hún lést í Landspít- alanum 16. þess mánaðar. Unnur fæddist á Ketilstöðum hinn 17. ágúst 1921. Hún var dótt- ir hjónanna Margrétar Grímsdóttur frá Skeiðflöt og Þorsteins Gunnars- sonar frá Steig. Börn þeirra voru Unnur, f. 1920 lést árið eftir, Unn- ur Guðjónía sú sem hér er um skrif- að, Gunnar f. 1923, býr á Giljum í Mýrdal, Auðbjörg, f. 1924, býr í Færeyjum, Guðríður Jóna, f. 1926, býr í Reykjavík, og Guðjón Þor- steinn, f. 1928, býr í Vík í Mýrdal. Þetta uppvaxtarheimili Unnar sam- anstóð af miklu söngfólki og verður hún mér lengi í minningunni sem mikil söngkona í kirkjukór Skeið- flatarkirkju og bræður hennar eru með betri söngmönnum sem ég hef kynnst. Þorsteinn faðir þeirra var söngstjóri kirkjukórsins en hann lést löngu fyrir aldur fram árið 1934. Margrét hélt áfram búskap á Ketil- stöðum með hjálp barna sinna en fluttist til Unnar og Gunnars tengdasonar síns að Vatnsskarðs- hólum 1956. Síðustu æviárin bjó hún í Reykjavík í skjóli Jónu dóttur sinnar og Hjartar tengdasonar síns. Hún lést árið 1971. Unnur giftist árið 1942 Gunnari Stefánssyni, f. 1915. Hann var frá Litla-Hvammi og hófu þau búskap þar en fluttust að Vatnsskarðshólum vorið 1949 og bjuggu þar síðan. Böm þeirra eru Margrét Steina f. 1939, gift Óskari Ólafssyni, búa að Laugarvatni og eiga þijú börn; Þorstein f. 1946, kvæntur Margréti Guðmundsdóttur, búa á Vatnsskarðshólum og eiga þijú börn; Stefán f. 1948, býr með Sigurbjörgu Jónsdóttur á Dyrhólum í Mýrdal og eiga eitt barn; Ólafur f. 1951, býr í Reykjavík og Gunnar Ágúst f. 1956, býr á Vatnsskarðs- hólum. Tengsl mín við þessa fjölskyldu sköpuðust í upphafí af því að Þor- steinn var leikfélagi minn, fyrst í Litla-Hvammi, en eftir að flutt var að Vatnsskarðshólum fórum við að heimsækja hvor annan. Ég minntist á það hér að undan að uppvaxtar- heimili Unnar á Ketilstöðum hafí verið gætt miklu sönglífi en þaðan minnist ég einnig mikillar gestrisni og höfðingsskapar þegar granna bar að garði. Það er mér því ljóst að Unni var hennar gestrisni í blóð borin. Þau hjónin Unnur og Gunnar tóku mér ávallt tveim höndum og fóru með mig sem væri ég eitt barna þeirra, var frjálst að dvelja svo lengi sem ég vildi við leik og kæti, þiggja mat og drykk svo sem ég gat í mig látið. Ég fann greinilega fyrir að ég átti góða að. Tímarnir liðu og breyttust en mennirnir breyttust ekki hið innra þó að allir yrðu eldri að árum. Þann- ig fann ég eftir að ég fluttist úr sveitinni að í þau fáu en ógleyman- legu skipti sem ég kom að Vatns- skarðshólum átti ég sama hlýja við- mótinu að fagna. Þá voru rifjuð upp gömul kynni og manni hlýnaði um hjartaræturnar. Framan af búskaparárum Unnar og Gunnars var húsa- og tækjakost- ur lítill og túnin ávalir hólar að mestu eða mýrlendi. Það hefur því verið mjög ánægjulegt að fylgjast með hvernig samheldni þessa fólks hefur byggt staðinn upp, þurrkað mýrlendin og gert að grónum slétt- um túnum. Einna augljósast var þetta þegar Þorsteinn gerir upp hug sinn um að flytjast heim að Vatns- skarðshólum og snúa sér að búskap eftir að hafa stundað smíðar að loknu námi í Reykjavík og víðar. Unnur missti mann sinn árið 1974 eftir harða baráttu við sjúk- dóm. Það var mikill missir fyrir hana en hún bjó þó til hinsta dags í húsinu þeirra á Vatnsskarðshólum. Síðustu árin sá hún um veðurathug- un þar á staðnum. Mjög erilsamt starf, en hún var ekki vön að kvarta og bar sig ætíð vel. Það kom okkur því í opna skjöldu árla sumars þeg- ar við heyrðum að Unnur væri lífs- hættulega veik og þó að við ættum erfítt með að sætta okkur við það var því spáð að hún ætti aðeins stuttan tíma eftir. Eins og hér að ofan greinir reyndist sú spá því miður rétt. Við sem eftir lifum minn- umst með þökk í huga hlýs viðmóts hennar, trygglyndrar konu með fastmótaðar skoðanir sem hún fylgdi eftir af trúmennsku. Aðstæður haga því þannig til að ég verð ekki viðstaddur útförina. Ég sendi því aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Unnar Þor- steinsdóttur. Sigurður Árnason frá Litla-Hvammi. Minningarnar eru margar úr sveitinni hjá afa og ömmu. Leiðin austur var svo ótrúlega löng, en þegar við loksins komum voru mikl- ir og innilegir fagnaðarfundir. Það var alltáf svo gaman að hittast. Alltaf fundum við fyrir gagn- kvæmri virðingu. Við fundum svo vel að í augum ömmu og afa vorum við sérstakar. Oft var farið í fullorð- insleik. Þær eru Ijóslifandi minning- amar frá því þegar við og amma klæddum okkur í fínu fötin fyrir messu. Alltaf mundi amma eftir ilm- vatninu, allar konurnar fengu á sig góða lykt. Svo kom Óskar í Garða- koti á jeppanum sínum að sækja okkur. Við fórum uppá kirkjuloft með ömmu, því að hún söng í kirkju- kómum. Þar pískruðu konurnar mikið áður en presturinn tók til máls. Þetta andrúmsloft og um- hverfi var í senn spennandi og hátíð- legt fyrir tvær litlar stelpur sem ilm- uðu af vellyktandi. Þær voru margar gönguferðirnar með ömmu upp á Gerði. Við rifjum oft upp eitt skiptið, en þá höfðum við áður en við lögðum af stað lakk- að neglurnar hvítar, sjálfstraustið fór upp úr öllu valdi og það fór ekki á milli mála að þar voru þijár merk- iskonur á ferð. Hún amma kunni svo vel að gera hlutina spennandi. Molasopinn okk- ar eftir uppvaskið úr hvítu bollunum með blómunum var alveg ómiss- andi. Amma sagði alltaf að þetta væri leyndarmálið okkar. Einhveiju sinni kom pabbi alveg óvænt að okkur og það varð víst eitthvað skrítinn svipurinn á okkur systrum, hann átti nefnilega ekkert að sjá þetta. Svo urðum við fullorðnar og eins og fyrr var það okkur mikils virði að eiga góða vinkonu þar sem amma var. Það var svo gott að finna hvað hún samgladdist innilega þegar vel gekk og hún amma var heldur betri en enginn þegar eitthvað bjátaði á. Þegar börnin okkar fæddust kom amma til Reykjavíkur og var við- stödd skírn þeirra ailra. Við höfðum oft á orði að það væri nú ekki ama- legt að eiga svona unga og glæsi- lega langömmu. Það var reglulegt símasamband þar sem amma sýndi hveiju þroskastigi barnanna áhuga og ávallt urðu fagnaðarfundir þegar þau hittu langömmu. Þá rifjaðist upp það sem við munum svo vel úr bernsku; amma hafði einstakt lag að tala við börnin sem jafningja og vini. Nú biðjum við á hveiju kvöldi með börnunum okkar góðan Guð að passa hana langömmu. Mikið eigum við eftir að sakna hennar en ljúfar minningar ylja og sefa sáran missi. Guð blessi minninguna um hana ömmu okkar. Unnur og Sigrún. í dag fylgjum við til grafar Unni Þorsteinsdóttur frá Ketilsstöðum í Mýrdal. Það var einmitt á fæðingar- stað hennar sem við hittumst síðast á ættarmóti fyrir einu og hálfu ári. í sumar sótti- ég, að venju, sveit- ina okkar heim, kom að gamla bæn- um að Vatnsskarðshólum, skoðaði garðinn sem Unnur hafði lagt svo mikla vinnu í síðustu árin og gekk um gamalkunnugt bæjarhlaðið. Inn fór ég ekki, vissi sem var að þar var enga Unni að fínna, hún var til lækninga í Reykjavík. Unnur skrifaði mér skömmu áður en hún lést. Þar gerir hún að umtals- efni orð mín um Vatnsskarðshóla, minn fæðingarstað. Orð hennar end- urspegla hvort tveggja í senn viður- kenningu á tengslum mínum við fæðingarstað minn og einstakt æðruleysi þeirrar konu sem veit að hveiju stefnir þegar hún segir: „En hvað sem öðru líður vonast ég til að þú getir alltaf (þó mér sleppi við) komið hingað á þinn gamla fæðingarstað." Og víst er að það mun ég gera, enda þótt Vatns- skarðshólar án Unnar séu auðvitað ekki sömu Vatnsskarðshólar. Ég á margar minningar frá heim- ili Unnar og Gunnars, móðurbróður míns. Ég man t.d. óvenju lífle'gar umræður um þjóðmál. Á þær hlust- aði ég með nokkurri athygli þar eð mér hafði snemma skilist á öðrum ættmennum mínum að stjórnmála- skoðanir á Hólunum væru ekki „réttar". Ekki var mér alveg ljóst í hveiju þetta lá en vissi þó að þær voru öðru vísi en flestra annarra ættmenna minna og voru raktar til dusilmenna fyrir austan eitthvert járntjald. Á Hólunum ræddu allir stjórn- mál, án tillits til aldurs. Mig rak í rogastans yfír þekkingu frænd- systkina minna á þjóðmálum strax á unga aldri, þau hefðu eins getað verið marsbúar að ræða um skipan mála þar efra. Á Hólunum sannað- ist að þeir sem eru í minnihluta þurfa að vera sterkir í vörn og sókn og að þá er þekkingin sterkasta vopnið. Ennþá síðar skildist mér að heimilisfólkið á Hólunum og ég vor- um afar nálægt hvert öðru í lífsvið- horfum en það var svo sem ekkert til að ræða um enda snerust árviss- ar heimsóknir fyrst og fremst um búskaparhorfur og gagnkvæma upplýsingamiðlun um hagi ættingja og vina. Aðrar minningar tengjast okkur Stefáni og Óla, oftast nær út með Hólum. Ég efa að ég hafi í annan tíma hlegið jafnmikið yfír jafnlitlu og ég gerði í félagsskap þeirra bræðra enda vom því lítil takmörk sett sem upp úr þeim gat oltið ef sá gállinn var á þeim. Nú eða þegar Óli fékk harmónikkuna og töfraði úr henni tóna sem engu líktust. Enn aðrar minningar tengjast Unni sérstaklega. í áðumefndu bréfi Unnar rifjaði hún upp atburði aðf- aranætur 12. mars árið 1949 þegar „Steina Iitla“, eins og hún orðaði það, kom í heiminn. Alla nóttina vakti Unnur með „ljósunni" og Gunnari móðurbróður í þeirri von að ungfrúnni þóknaðist að bera heiminn 'augum en lengi vel þráað- ist hún við. Um þetta segir Unnur: „Og svo loksins þegar telpukrílið var nú komið í heiminn og rak upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.