Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 Guðrún Ólafsdóttir nýgift. Tengdabörn og afkomendur Guðrúnar og Óskars. Myndin er ekki ný og fremsta röðin mun öll vaxin upp af gólfinu og hafa bætt við annarri röð þar. KONA MANNS, MÓÐIR BARNA, ANDIHEIMILIS eftirÁsgeir Jakobsson Sú kona, sem var það allt, sem í fyrirsögninni segir, var uppi í lok húsmóðurtímans hérlendis. Slíkar konur urðu þá til. Þær mótuðust af aldarhætti, sem grundvallaðist á hefðbundinni verkaskiptingu kynj- anna og grónum siðum og venjum. Þegar minnst er góðrar konu og ástin verið rauður þráður í lífsferli hennar, ber að tala virðulega og spaklega um ástina og sá er hlutur- inn hér. Kannski megi líta á grein- ina sem minningargrein um ástina. Ástin hefur átt misjafna tíma með manninum. Á sumum tímum verið dýrkuð mest allra eiginleika manns- ins, og móðurástin þar dýrðlegust. Skáld ortu ekki svo ljóð, að þar væri ekki eitthvað um ástina og kveðið fast að. Ástin átti að vera skilyrðislaus einkum móðurástin. Nú sýnist það helzt svo að við séum komin í þann tíma að öll ást sé skilyrt, jafnvel móðurástin fari eftir aðstæðum, gott ef ekki kaup- töxtum og hjónabandsást svo skil- yrt, að það verður ekki tölu komið á skilyrðin fyrir ást með hjónum. Fólk tekur sér ekki lengur orðið „ást“ í munn í daglegu tali. Vænt- umþykja er stærst orða. Mikið er langt síðan sést hefur orðið „móður- ást“ á prenti, eða hún sé til umfjöll- unar í bamauppeldisumræðum, sem allir taka þátt í. Kannski er orðið ekki nefnt af því, að fólk hafí grun um að í því felist lausnin. Hvers virði væri þá orðin hin fræðilega umræða atvinnufólks í bamaupp- eldi? En sagan sýnir okkur, að ástina varðar ekkert um, hvað hugsað er um hana á hveijum tíma, hún ligg- ur nefnilega i leyni undir hugsunum og gerir sig aðeins misjafnt gild- andi eftir tíðarandanum. Og nú segir af konunni, sem lifði í þeim tíðaranda að skilyrðisást var í hávegum höfð. Hann er furðulega stutt undan þessi tími. Aldraðir menn muna hann kann- ast við það sem veruleika en ekki ævintýrasögu, sem hér segir af konunni, sem elskaði mann sinn, börn sín og heimili skilyrðislaust. Aðstæður breyttu engu fyrir henni, mann sinn elskaði hún eins og hann var og náttúrulega börn sín og hlut- verk sitt taidi hún vera að búa þess- um ástvinum sínum gott heimili. Hún var svo glöð og sæl í þessu hlutverki, að fólk sá hana aldrei dapra og er þá komin upp enn ein gömul spekin um ástina: Sá sem lifir í ást er alltaf glaður. Sagan af Óskari Halldórssyni varð um of síðbúin til útgáfu á jóla- verðtíðinni í ár. Hann var stór hann Óskar, og þegar skrifaðar höfðu verið um fjögur hundruð síður, var enn eftir af honum sem svaraði öðrum fætinum. Konan hans var honum ekki minni í sinu lífshlut- verki. Það kemur ævinlega hið sama upp í athafnamannasögunum. Að baki athafnamannsins, sem nú er týndur líkt og kona hans nema í hinni sögulegu mynd, manngerðirn- ar ekki lengur til, þá var alltaf að baki eiginmannsins eiginkona, sem hann gat treyst fyrir heimilisrekstr- inum og uppeldi bamanna, jafnt og hún bjó honum sjálfum gott heimili og taldi það hlutverk sitt að firra mann sinn öllum áhuggjum af heim- ilisrekstrinum. Atgerfisjafnræði hjóna í ofan- nefndum hlutverkum sínum er of algengt til þess að þar geti hafa verið eingöngu um hendingu að ræða. Það er þrennt sem veldur. Fyrst það, að vel má greina að hvort um sig hefur valið sér mak- ann að sinni gerð, manndómsmann- eskjur fundir sér sína líka að skyn- samlegu ráði sínu. Í annan stað hefur það gerzt, að hjónin 'úxu í hlutverkum sínum, hvort sem ann- að, hún í húsmóðurhlutverkinu, hann í athöfnunum, drógu með öðr- um dám af hvort öðru og loks er það hendingin og hana höfum við í Óskarssögu: Frá því segir í sögu hans að þeg- ar hann var ungur í garðyrkjunni og hrossaprangi í ígripum og í því prangi staddur í veitingastofu í Borgarfirði að selja Borgfirðingum hross, sér hann út um gluggann að það gengur stúlka fyrir gluggann og hún var svo álitum, að Oskar segir við stúlkuna, sem var að færa honum veitingar og sagði söguna: „Þessari stúlku verð ég að kynnast. Við sláum upp balli í kvöld.“ Þeir sem muna Óskar og þeir sem kunna að lesa sögu hans verða ekki hissa á að athöfn fylgdi orðum og ballið _var haldið og stúlkan varð kona Óskars á því sama ári, 1915. Þau giftust um haustið 23. nóvem- ber og þeim fæddist fyrsta barnið, telpa, 27. apríl 1916. Hjónakornin voru nær jafnaldra, hann fæddur 17. júní 1893 og hún sama ár 27. nóvember. Guðrún Óskarskona var Ólafs- dóttir. Konur af hennar tagi sem lifðu alfarið í heimili sínu og fólk þekkti naumast utan dyra, voru oft kenndar til manna sinna, ef þeir voru áberandi með almenningi. Foreldrar hennar, Ólafur Kjart- ansson og Kristín Jónsdóttir voru góðar búandamanneskjur í Borgar- firði og Guðrún fæddist að Litla- skarði í Stafholtstungum, þar sem foreldrar hennar bjuggu þá. For- eldrar Guðrúnar höfðu gifzt nokkuð við aldur, en brugðið hart við um barneignir, áttu níu böm og töldu þau árin. í minningargrein um Guðrúnu er sagt, að henni hafi verið komið í fóstur þegar hún missti föður sinn, en það er rangt, ef dánardagur föð- ur hennar (1906) er réttur í Borgf. æviskrám, því Guðrún fór níu ára gömul í fóstur til hjónanna í Sól- heimatungu, Jónasar Jónssonar og Kristínar Ólafsdóttur sem gengu henni í foreldrastað. Systkini Guð- rúnar fluttust, líkt og hún sjálf þegar þau fullorðnuðust til Reykja- vfkur og voru þau öll hið mesta manndómsfólk, nafnkunnastir af fyrirtækjum sínum bræðumir Tryggvi í Lýsi og Þórður í Kolasöl- unni. Guðrún Óskarskona tók sveitina sína, sem hún hafði mikla ást á með sér í bæinn og hjónabandið og þar með hið hefðbundna húsmóður- hlutverk, en gersneyddari mann gamla sveitaandans, en mann henn- ar, varð ekki auðveldlega fundinn. Þó lifði sitthvað með honum af gömlu hefðum, til dæmis, að heimil- ið ætti að vera ríki konunnar. Guðrúnu er svo lýst í minningar- grein af skilgóðum samtíðarmanni, Morten Ottesen, kunnum Reykvík- ing og náfrænda Óskars að öðrum og þriðja. „Gúðrún var fríðleikskona mikil, prýðilega greind, glaðleg og skemmtileg.“ Þetta bera allir með honum, sem muna konuna og færa sem dæmi um fríðleik hennar, að Ólafur Magnússon, konunglegur hirðljósmyndari, stöðvaði Guðrúnu, hún þá ung stúlka, eitt sinn á götu til að fá að taka af henni mynd. Hann þekkti Guðrúnu ekkert, en fannst hún loflegt dæmi um föngu- leik íslenzkra stúlkna._ Var nema von að Óskar brygði hart við, þegar hann sá hana út um gluggann og léti ekki dragast að festa sér hana með þeim hætti, sem öruggastur telst. Konan var Óskari happdrættis- Ásgeir Jakobsson vinningur. Það var enginn vottur af hinum frægu spekúlasjónum hans að baki þessa fyrirtækis, enda þá orðið skrykkjóttur gangurinn. Hraðinn í atburðarásinni sýnir að rennt var blint í sjóinn, eins og gerist, þegar ástin grípur ungling- ana. Það, sem þessi ungu hjón reynd- ust eiga sameiginlegt, var gott skaplyndi og gott innræti, vinnu- semi hvort í sinum verkahring, þrautseigja og kjarkur og ást hvort á öðru. Þá voru bæði í eðli sínu trygglynd. Allir eru þessir kostir taldir til góðrar kjölfestu í hjóna- bandi. Morten Ottesen segir svo um húsmóðurhlutverk Guðrúnar: „Það kom á herðar Guðrúnar að sjá um stjórn heimilisins, þar sem maður hennar var lengstum bundinn við umsvifamiklar og margbrotnar framkvæmdir og ferðalög, bæði utanlands og innan.“ Þetta bera allir með Morten, en Guðrún gerði meira en að stjórna heimilinu, hún rak það. Og segir nú af eiginmanni hennar. Það er alkunna, að Óskar Hall- dórsson var ástríðu athafnamaður. Þar verður ekki minna til jafnað en listamanna sem sjá ekkert annað en það sem þeir eru að vinna að í list sinni. Listamenn eiga ekki einkarétt á einbeitingu í starfí. Einhugur Óskars í athafnasemi var aldrei meiri en á hjónabands- árum hans og Guðrúnar. Hún lifði ekki síður einhuga í heimilisrekstr- inum. Hún var þar vakin og sofin, fór bókstaflega aldrei út af heimil- inu. Þau sumur, sem hún gat kom- ið því við vegna barneigna sinna að fara norður með manni sínum, tók hún heimilið með sér. Einu sinni mun hún hafa farið utan með manni sínum sem fór fleiri utanlandsferð- irnar en nokkur hans samtíma- manna aðrir en farmenn og síðar flugmenn. Þá sótti hún og samkom- ur sveitunga sinna og skyldmenna. Þannig lifðu þessi hjón einhuga hvort á sínum starfsvettvangi i líf- inu. Á þeim tíma sem hér um ræðir var það ekki orðin lenzka að hjón bæru hjónalíf sitt á torg. Fólk hafði ekki annað að dæma af hjónalíf náungans, en það sem augað greip og eyrað nam í svip. Hús Guðrúnar og Óskars var mjög opið hús vinum og gestum og þeir komu jafnt boðnir sem óboðnir og á ýmsum tímum frá morgni til kvölds og þá enginn gestaviðbúnað- ur, heimilið og heimilisbragurinn sá sem venjan var. Það er því enn til fólk, sem vitnað getur um heim- ilisbraginn og hjónalífið á heimili Guðrúnar og manns hennar. Þá er og mikill barnahópur til frásagnar, skýrleiksfólk. Þegar þetta allt kem- ur saman, sýnist óhætt að alhæfa að hjónalíf þessara hjóna hafi verið einstaklega farsælt. Hvorugt heyrð- ist mæla styggðaryrði til hins, og aldrei heyrðu börnin eða heimilis- vinir þau deila. Ekki er þetta undar- legt um konuna, svo geðstillt og góðlynd sem hún var, en nokkuð undarlegt um manninum, því að Óskar var skapbrigðamaður, eink- um út af smámunum gat fokið í hann. Daglegt viðmót Óskars við konu sína má nokkuð marka af þeirri venju hans, að þegar hann var í starfí sínu heima við og kom í hús að kvöldi, fór hann ekki úr yfirhöfn sinni fyrr en hann hafði farið inn í eldhús til konu sinnar og kysst hana. Óskar gat þó ekki kallazt mikill heimilisfaðir í skiln- ingi húsmóðurtímans, til þess voru fjarvistir hans frá heimilinu of mikl- ar og einhugurinn í athafnalífinu of ríkur. Á húsmóðurtímanum var heimilið ríki konunnar og hlutur mannsins að draga björg í bú, en heimilisfaðirinn var samt til ráðu- neytis og handhafi vandarins, ef til hans þurfti að grípa. Konan ráðgað- ist við mann sinn í rúminu um böm- in og eitt og annað í heimilishaldi, og hann lagði til ráð, en lauk sinni tillögugerð með orðunum: „En þú ræður því góða mín, hvernig þú hefur þetta.“ Svo var hann farinn að sofa. Um morguninn talaði hann svo til barna sinna: „Þið hlýðið henni móður ykkar og gerið eins og hún segir ykkur.“ Svo var hann farinn út til sinna verka. En það gat beðið hans að taka til hendi sem heimilisföður þegar hann kom heim að kvöldi, ef bömin höfðu ekki hlýtt henni móður sinni. Hlutur heimilisföður- ins var nefnilega að sjá um að boð- um og bönnum húsmóðurinnar væri fylgt. Óskar Halldórsson, sem lifði í þeirri hefð að heimilið væri ríki konunnar, vildi að börnin virtu vilja móður sinnar, en hann var lítið til staðar til að sjá um að svo væri. Það kom því í hlut Guðrúnar að aga börnin og það gerði hún með góð- leik sínum. Á hjónabandsárum Óskars og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.