Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 31 Magnea Magnús- dóttir - Minning Fædd 4. maí 1899 Dáin 18. nóvember 1993 Mig langar til að minnast með fáeinum orðum ömmu minnar, Magneu Magnúsdóttur, sem lést 18. nóvember sl. Mér mun alltaf verða minnisstæð- ur sá tími sem ég dvaldi hjá ömmu Möggu á Reynimelnum. Hver heim- sókn þangað var ævintýri. Hvort sem ég faldi mig í skápnum, lék mér uppi á lofti eða renndi mér niður rúllustigann þá var amma alltaf til staðar og tilbúin að taka þátt í leikn- um. En vænst þykir mér um minning- arnar er við sátum saman í eldhúsinu tvö, töluðum um daginn og veginn og horfðum út um gluggann á lífíð á götunni. Hlýja, öryggi og ástúð einkenna þessar minningar. I hvert sinn sem ég kom til ömmu lofaði ég að gefa henni drottningar- stól úr gulli og átti það að vera falleg- asti stóll í heimi, enda fannst mér ekkert minna hæfa ömmu minni. Síðan hafa árin liðið og oft höfum við talað saman um gullstólinn. Ég er sannfærður um að hún sitji nú í þessum stól á himnum, því enginn er til þess betur hæf. Sú ást og óeig- ingimi sem hún sýndi alltaf er að- dáunarverð. Sama hvað á dundi þá kvartaði hún aldrei. Hún var ein af þeim fáu manneskjum sem alltaf gefa en ætlast aldrei til þess að fá neitt í staðinn. Síðasta skipti sem ég sá ömmu Möggu á lífi var til að kynna hana fyrir unnustu minni. Ég sé hana ljós- lifandi fýrir mér er hún kvaddi okkur með orðum sem eru einkennandi fyr- ir hana ömmu Möggu: „Verið þið hamingjusöm." Andri Sveinsson. Látin er Magnea Magnúsdóttir 94 ára. Ég ætla mér ekki að reyna að segja sögu hennar enda var „amma Magga“ líklega tæplega áttræð þeg- ar við kynntumst. Mér fannst hún lítið breytast á þessum 15 árum. Það hlýtur að vera misminni hjá mér að hún hafi enn unnið við að ræsta Landsbankann en þó frnnst mér að hún hafi keypt sér nýtt teppi á stig- ann fyrir síðustu aurana sem hún vann sér inn. Það er hálf óraunverulegt að amma Magga var um tvítugt 1918 og að nálgast fímmtugt 1944 en ef maður vildi ræða gamla tíma var eins og það væri nú ekki merkilegt. Amma ólst upp í Hafnarfirði og um það sagði hún að áður en bílamir komu mátti maður ganga til Reykja- víkur nema ef miður gat fengið lán- aðan hest. Jú, eitt sinn þurfti að taka úr henni hálskirtlana, hún fékk að bíða í einn tíma á stofunni, sem var innfrá í Reykjavík, til að jafna sig, en svo gekk hún heim. Þannig var þetta. Amma Magga var hávaxin og beinvaxin, svona með sýningar- stúlkuvaxtarlag. Ég minnist samtals okkar nýverið. Ég sagði að alveg væri það merkilegt hvað hún hefði góða fætur, granna og netta og væri há til hnésins. Þá svaraði amma: „Já, ég hafði einn veikleika. Mér þótti svo gaman að kaupa mér skó.“ Og níræð gekk hún á skóm með hælum og var ekki sama um útlit þeirra. Það að verða mjög gamall hefur sína ókosti þegar eitthvað fer að bila og fyrir fólk sem alltaf hefur verið heilsuhraust er erfitt að sætta sig við að breyla háttum sínum. Ömmu fannst sjónin og heyrnin alveg vera að gefa sig og það var hundleiðinlegt að hætta að prjóna og geta varla fylgst með samræðum innan um margt fólk. Þetta er bara ekkert skemmtilegt lengur þegar maður fer svona að bila, sagði hún, og æðarnar eru eins og leiðslur í gamalli mið- stöð, stífiaðar af kísil. Fyrst var höndin köld um tíma og svo fóturinn. Það er ósanngjarnt að leyfa sér að vera ósáttur við dauða svona gam- allar konu, heldur ber að þakka þenn- an tíma sem við áttum saman. Amma Magga var á sinn hljóðláta hátt miðpunktur fjölskyldunnar og með því að heimsækja hana fylgdist maður með öllum í ættinni. Það verð- ur því tóm sem myndast þegar hún er á brott. Ég votta soRum hennar, barna- börnum, barnabamabömum og vin- konum á Hrafnistu samúð mína. Björg Sveinsdóttir. Gunnar Kristjáns son — Minning Fæddur 20. júlí 1912 Dáinn 17. nóvember 1993 Það, sem fyrst kemur upp í hug- ann þegar við minnumst afa, er óþijótandi áhugi hans á búskapnum og skógræktinni. Honum var það mikils virði að við lærðum að meta náttúruna, hann kenndi okkur margt um hana og munum við ávallt búa að því. Hinn 17. júní 1950 gróður- settu afi og amma fyrstu tijáplönt- umar sem urðu upphafið að fallegum skógarreit fyrir ofan bæinn á Dag- verðareyri. Margar góðar minningar tengjast skógarferðum með afa og tókum við meðal annars oft þátt í því að gróðursetja og grisja skóginn. Afi og amma héldu áfram því starfi sem faðir hans hafði byijað á, að rækta tijágarð við íbúðarhúsið. Þau lögðu alltaf mikla rækt við að gera garðinn sem fegurstan og hlutu viðurkenningu fyrir fagran tijágarð 1975. Þessi garður var ómetanleg uppspretta og tilvalið umhverfi fýrir hinar ýmsu uppákomur okkar, t.d. leiksýningar, tívolí og önnur ævin- týri. Minningin um jólin og jólaundir- búninginn með ömmu og afa er okk- ur kær. Það var til dæmis árviss við- burður að fara upp í skógarreit og velja jólatré fyrir fjölskylduna. Einn- ig var mikið tilhlökkunarefni að skera út laufabrauðið og flétta jólak- örfurnar með afa. í því sem öðm kom fram vandvirknin og nákvæmnin sem einkenndi allt sem hann gerði. Á aðfangadagskvöld las afi jólaguð- spjallið og þá fyrst fannst okkur jól- in vera komin. Annar mikilvægur þáttur í jólahaldinu var að syngja en afi hafði dálæti á góðri tónlist og fallegum söng. Þrátt fyrir mikil veikindi undir lok- in hélt afi alltaf andlegum styrk og barðist við að bjarga sér fram á síð- asta dag. Hann fylgdist vel með öllu sem fram fór í kringum hann, hvort sem það varðaði fjölskylduna eða þjóðlífið. Eftir stendur minning um hjarta- hlýjan mann og sterkan persónu- leika. Hann gaf mikið af sér og við gátum alltaf leitað til hans. Elsku afi, með þessu ljóðí viljum við kveðja þig og þakka þér fyrir allt sem þú gafst okkur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin, á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja og gott er allt sem Guði er frá. (V. Briem.) Barnabörn. Minning Jón Olafsson í dag verður Jón Ólafsson, fyrrver- andi deildarstjóri hjá Ríkisendur- skoðun, jarðsunginn frá Lágafells- kirkju. Á tæpum mánuði hafa starfs- menn Ríkisendurskoðunar séð á eftir tveimur fyrrum samstarfsmönnum sínum því að Halldór V. Sigurðsson, fv. ríkisendurskoðandi og náinn sam- starfsmaður Jóns um árabil, lést í lok október sl. Jón var fæddur á Krosshóli í Svarfaðardal hinn 29. nóvember 1917, sonur hjónanna Ólafs T. Sig- urðsson bónda og Kristjönu Jónsdótt- ur. Að loknu gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1939 stundaði Jón nám í Verslunarskóla íslands á árunum 1940 og 1941. Á árunum 1950 og 1951 lagði hann síðan stund á nám í rekstrarstjórn o.fl. bæði í Noregi og Svíþjóð. Jón kvæntist eftirlifandi konu sinni, frú Maríu Brynjólfsdóttur, á árinu 1953 og eiga þau saman einn son, Guð- mund arkitekt, sem býr í Noregi og starfar þar við góðan orðstír. Jón var ráðinn aðstoðargjaldkeri Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri á árinu 1941 og síðan bókari frá 1944 til 1. ágúst 1952 er hann réðst sem skrifstofustjóri á skrifstofu sýslu- manns Eyjafjarðarsýslu og bæjar- fógetans á Akureyri. Skrifstofustjó- rastarfinu gegndi Jón til 1. ágúst 1959 en þá var hann skipaður full- trúi í endurskoðunardeild fjármála- ráðuneytisins. Hinn 1. júlí 1964 var hann skipaður deildarstjóri í Ríkis- endurskoðun og þvi starfi gegndi hann allt til ársloka 1987 er hann lét af föstu starfi fyrir aldurs sakir. Eftir það vann hann að ýmsum sér- verkefnum fyrir stofnunina til árs- loka 1990. Á fyrstu árum sínum í Ríkisendur- skoðun sinnti Jón almennum endur- skoðunarstörfum en eftir að hann varð deildarstjóri var honum falið eftirlit með innheimtu ríkissjóðs- tekna svo og umsjón með endurskoð- un innheimtuembætta. Auk þessa hafði hann með höndum eftirlit með sjóðum og stofnunum sem starfa samkvæmt staðfestum skipulags- skrám. Um árabil var hann jafnframt tengiliður Ríkisendurskoðunar við systurstofnanir á Norðurlöndum. Jón var traustur og hæfur emb- ættismaður sem gegndi starfi sínu af mikilli alúð og samviskusemi. Hann var einstakt snyrtimenni og á skrifstofu hans voru allir hlutir í röð og reglu. Jón var hæglátur maður, jafnlyndur og glaðsinna sem gott var að vinna með og leita til ef með þurfti. Um leið og við, fyrrum sam- starfsmenn Jóns, kveðjum hann hinstu kveðju með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum vottum við frú Maríu, Guðmundi og öðrum aðstandendum samúð okkar. Blessuð sé minning Jóns Ólafsson- ar. Starfsfólk Ríkisendurskoðunar. Husky Lock Loksaumavélin (over lock) Gerð 360 D Verðfrá 33.820.- kr.stsr. VÖLUSTEINNhf Fuxufen 14, Simi 679505 <■ Umboðsmenn um allt land HJÁ ANDRÉSI Skólavörðustíg 22A - sími 18250 - póstkröfuþjónusta. Stakir jakkar nýkomnir á kr. 11.700. Jakkaföt frá kr. 5.500 til 14.900. Vandaður fatnaðurá hóflegu verdi Blöndunartæki frá FMM • MORA Stálvaskur- eitt hólfog Kf, borð , 80x44 cm Q90 Sviþjóð Einfaldur stálvaskur m/borði, t/r 80x44 cm IV** _ 4.550 Stálvaskur - eitt hólf Stálvaskur - eitt og hálft hólf, 64x45 cm Öll verö enj stgr.verð m/VSK. Opið mánudaga til föstudaga 9-18. Opið iaugardaga 10-16. FAXAFEN 9 SÍMI 91-677332 Hitastýrð blöndunar- tæki f/bað og sturtu. Sturtu- búnaður kr. 3.250 Hitastýrð blöndunartæki f/sturtu. Sturtubúnaður kr. 3.250 STÁLVASKAR Kr. 3.250 Stálvaskur - eitt og hálft hólf Kr. 8.890

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.