Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 28
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 FYRSTI SUNNUDAGUR I AÐVENTU Aðventukvöld í Skálholts- kirkju KÓRAR Menntaskólans að Laugarvatni og Menntaskólans við Sund halda sunnudaginn 28. nóv. sameiginlegt aðventukvöld í Skálholtskirkju. Einnig verðar þar sópransöng- kona og strengjakvartett frá Menntaskólanum við Harmahlíð. Hugleiðingu flytur Kristinn Kristmundsson, skólameistari. Samkoman hefst kl. 20.30 og eru allir velkomnir. Orgelvígsla í Víðistaða- kirkju Fyrsti sunnudagur í aðventu, 28. nóv., hefst með barnaguðs- þjónustu kl. 11 í Víðistaðakirkju. Við hátíðarguðsþjónustu kl. 14 verður nýtt orgel blessað til þjónustu í kirkjunni og leikið á það í fyrsta sinn almennri guðs- þjónustu safnaðarins. Að guðs- þjónustu lokinni hefst basar og kaffisala Systrafélags Víðistaða- kirkju. Hægt verður að fá kaffi og meðlæti í sölum kirkjunnar fram á kvöld. Aðventusamkoma verður kl. 20.30. Að þessu sinni verður nýja orgelið í aðalhlutverki. Haukur Guðlaugsson, söngmála- stjóri Þjóðkirkjunnar og Úlrik Ólason, organisti Víðistaða- kirkju, leika ýmis stutt verk á orgelið. Kór Víðistaðakirkju syngur. Ræðumaður kvöldsins er Ingvar Viktorsson, bæjarsjóri. Að aðventusamkomunni lok- inni verður enn hægt að kaupa kaffi og meðlæti hjá Systrafélag- inu. Aðventukvöld í Lágafells- kirkju Fyrsta sunnudag í aðventu, þann 28. nóvember, verður að- ventukvöld í Lágafellskirkju kl. 20.30. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, rektor Skálholtsskóla, flytur hugvekju, Margrét Bóasdóttir, sópran, syngur einsöng, Eyjólfur Alfreðsson, leikur á víólu, Kirkjukór Lágafellssóknar og Barnakór Varmárskóla syngja undir stjóm organista kirkjunn- ar, Guðmundar Ómars Óskars- sonar og sóknarprestur flytur ritningarorð og bæn. Að lokinni stundinni í kirkj- unni verða kaffiveitingar í safn- aðarheimilinu að Þverholti 3. Aðventuhátíð í Langholts- kirkju Aðventuhátíð verður sunnu- daginn 28. nóvember. Hátíðin hefst með messu kl. 11 þar sem félagar úr Kór Langholtskirkju syngja og sóknarpresturinn sr. Flóki Kristinsson messar. Lúðra- sveitin Svanur heldur tónleika kl. 17 undir stjórn Haraldar Á. Haraldssonar, en frá vígslu Langholtskirkju hefur lúðra- sveitin haldið tónleika á þessum degi. Aðventukvöld hefst kl. 20 í umsjá sóknarnefndar. Þar mun formaður sóknarnefndar, Guð- mundur E. Pálsson, flytja ávarp. Nemendur Kórskóla Langholts- kirkju flytja Lúsíuleik undir stjórn Guðlaugar Maríu Bjarna- dóttur, leikkonu, Helgu Bjargar Svansdóttur, tónmenntakennara og Signýjar Sæmundsdóttur, óperusöngkonu. Börn úr TTT- starfi (tíu til tólf ára) kirkjunnar flytja leikþátt byggðan á sögu H.C. Andersen um Litlu stúlkuna með eldspýturnar undir stjórn Hauks Inga Jónassonar, æsku- lýðs- og fræðslufulltrúa safnað- arins, en hann nýtur aðstoðar bræðranna Árna Svans og Dav- íðs Más Daníelssonar. Kór Lang- holtskirkju, undir stjórn Jóns Stefíjnssonar, flytur aðventu- og jólalóg. Aðalræðumaður kvölds- ins verður sr. Örn Bárður Jóns- son, verkefnisstjóri safnaðarupp- byggingar á biskupsstofu. Á milli atriða verða sungin að- ventu- og jólalög. Að lokinni dagskrá verður Kvenfélag Lang- holtssóknar með kaffisölu í safn- aðarheimilinu og mun ágóði renna í orgelsjóð kirkjunnar. Aðventukvöld í Kópavogs- kirkju Digranessöfnuður efnir til að- ventusamkomu í Kópavogskirkju sunnudagskvöldið 28. nóv. kl. 20. Fermingartelpa, Rakel Guð- björnsdóttir, tendrar fyrsta að- ventuljósið, formaður sóknar- nefndar, Þorbjörg Daníelsdóttir, flytur ávarp. Kirkjukórinn syng- ur undir stjórn Árnar Falkner, Jónas Ingimundarson leikur ein- leik á píanó, Jón Sigurðsson, seðlabankastjóri, flytur ræðu, bamakór úr Digranesskóla syng- ur undir stjórn Kristínar Magn- úsdóttur, Heimir Steinsson, út- varpsstjóri, flytur eigin ljóð, Elsa Waage syngur einsöng við undir- leik Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara og að lokum verður helgistund með söng. Aðventusam- koma í Breið- holtskirkju Hin árlega aðventusamkoma Breiðholtssafnaðar verður haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd á morgun, fyrsta sunnudag í að- ventu kl. 20.30. Kór Breiðholtskirkju flytur aðventu- og jólasöngva undir stjórn Daníels Jónassonar, Sig- ríður Beinteinsdóttir syngur ein- söng, barnakór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Árnýjar Al- bertsdóttur og Önnu Birgittu Bóasdóttur. Kór Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti syngur undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur. Fermingarböm flyta helgileik og Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Miðstöðvar fólks í atvinnuleit flytur aðventuhug- leiðingu. Samkomunni lýkur með suttri helgistund við kertaljós. Að samkomunni lokinni verð- ur kaffisala í safnaðarheimilinu á vegum Kvenfélags Breiðholts en þess má geta að félagið hefur látið útbúa jólakort sem selt verður á næstu vikum til styrkt- ar kirkjunni. Einnig munu ferm- ingarbörn selja friðarkerti til ágóða fyrir Hjálparstofnun kirkj- unnar. Aðventu- kvöld Dóm- kirkjunnar Fyrsta sunnudag í aðventu, 28. nóvember, kl. 20.30 verður aðventukvöld Dómkirkjunnar. Heiðursgestur verður dr. Jó- hannes Nordal fv. seðlabanka- stjóri og flytur hann hugvekju. Á dagskrá er söngur Kórs Vesturbæjarskólans undir stjórn Kristínar Valsdóttur. Kórinn syngur nokkur lög tengd aðventu og jólum. Sömuleiðis syngur Dómkórinn undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar. Bergþóra Jó- hannsdóttir, formaður Kirkju- nefndar kvenna flytur ljóð og sr. Hjalti Guðmundsson lýkur sam- komunni með ritningarlestri og bæn 'og nýtur aðstoðar Æsku- lýðsfélags Dómkirkjunnar. Um- sjá með aðventukvöldinu er í höndum kirkjunefndar. Aðventukvöld í Hraun- gerðiskirkju Aðventukvöld verður í Hraun- gerðiskirkju nk. sunnudagskvöld kl. 21. Kirkjukór Hraungerðiskirkju leiðir söng undir stjórn Maríu Eðvarðsdóttur og börn úr Þing- borgarskóla flytja helgileik. Kveikt verður á aðventukransi og flutt hugleiðing og tónlist í tengslum við þá táknrænu inn- leiðingu jólaföstunnar. Ræðu kvöldsins flytur Sigurgeir Hilm- ar Friðþjófsson, skólastjóri. Aðventukvöld í Laugarnes- kirkju Aðventukvöld í Laugarnes- kirkju verður sunnudaginn 28. nóvember og hefst það kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins er dr. Björn Björnsson, prófessor. Barnakór Laugarnesskólans syngur nokkur lög undir stjórn Sigrúnar Ásgeirsdóttur. Bjöllu- sveit Laugarneskirkju kemur fram og Kór Laugarneskirkju í fullri stærð syngur undir stjórn Ronalds Turner. Auk þess verður almennur söngur. Eftir stundina í kirkjunni verð- ur kirkjugestum boðið að þiggja heitt kakó og smákökur í safnað- arheimilinu. Aðventusam- koma Fella- og Hólakirkju Hið árlega aðventukvöld í Fella- og Hólakirkju verður hald- ið fyrsta sunnudag í aðventu, 28. desember, um kvöldið kl. 20.30. Kirkjukórinn syngur undir stjórn nýja organistans sem er Lenka Máteóvá. Þá mun nýstofn- aður barnakór kirkjunnar syngja undir stjórn Péturs Maté. í heim- sókn kemur Snæfellingakórinn sem tekur nokkur lög undir stjórn Friðriks Kristinssonar. Ræðu kvöldsins flytur Ragnar Schram sem sér um æskulýðs- starfið við kirkjuna. Einsöng syngur Guðmundur Þ. Gíslason. Athöfnin í kirkjunni endar á því - að allir tendra jólaljósin og syngja saman. A eftir er kirkjugestum boðið upp á veitingar. Ljósahátíð í Neskirkju Fyrsti sunnudagur í aðventu hefst í Neskirkju kl. 11 árdegis með barnasamkomu. Kl. 14 annast væntanleg ferm- ingarbörn Ljósahátíð með ritn- ingarlestri og söng við kertaljós undir stjórn Jónu Hansen kenn- ara og Guðmundar Karls Brynj- ólfssonar guðfræðinema. Kl. 17 síðdegis hefst aðventu- stundin. Prófessor Guðmundur Magnússon, formaður sóknar- nefndar, flytur ávarp. Kór Mela- skóla syngur undir stjórn Helgu Gunnarsdóttur og kirkjukórinn undir stjóm Reynis Jónassonar organista. Súsúki hópurinn leik- ur nokkur lög á fiðlu undir stjórn Mary Campbell og Jóhanna Lin- net syngur einsöng. Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra, flytur hugleiðingu. Sr. Frank M. Halldórsson flytur lokaorð. Kirkjudag'ur og aðventuhá- tíð í Bústaða- kirkju Fyrsti sunnudagur í aðventu er kirkjudagur í Bústaðakirkju og þá er einnig minnst vígslu- dags kirkjunnar sem var þennan dag árið 1971. Barnaguðsþjónusta verður kl. 11 árdegis og hátíðarguðsþjón- usta kl. 14. Þar messar sr. Pálmi Matthíasson og einsöngvari verður Guðmundur Gíslason. Bjöllukór Bústaðakirkju leikur einnig í messunni. Eftir guðsþjónustuna verður kaffisala í safnaðarheimilinu og stendur Kvenfélag Bústaða- kirkju fyrir því. Afrakstur kaffi- sölunnar rennur til kirkjunnar. Aðventuhátíðin verður um kvöldið og hefst kl. 20.30. Ræðu- maður kvöldsins verður Ingi- björg Sólrún Gísladóttir alþingis- maður. Vandað verður til tónlist- arflutnings. Guðjón Jónsson og Guðrún Edda Gunnarsdóttir syngja einsöng. Kirkjukór, barnakór, unglingakór og bjöllu- kór Bústaðakirkju koma fram ásamt hljóðfæraleikurum undir stjórn Guðna Þ. Guðmundssonar og Erlu Þórólfsdóttur. Kirkjudag’ur Arbæjarsafn- aðar í tuttugu og tvö ár hefur Ár- bæjarsöfnuður fangað nýju kirkjuári og aðventubyijun með því að halda hátíðlegan sér- stakan kirkjudag í sókninni. Hefur svo verið öll árin í sögu safnaðarins að undanskildum þremur fyrstu en Árbæjarsöfn- uður var stofnaður árið 1968 og á því 25 ára afmæli á þessu ári. Þeirra tímamóta verður minnst á aðventuhátíð 5. desember og á öðrum sunnudegi í aðventu. Á sunnudaginn kemur verður dagskrá kirkjudagsins með hefð- bundnum hætti. Kl. 11 árdegis verða barnaguðsþjónustur á þremur stöðum í Árbæjarsókn, í Árbæjarkirkju, Ártúnsskóla og í Selásskóla. Eru foreldrar sér- staklega boðnir velkomnir með börnum sínum. Kl. 14 e.h. verður síðan kirkjudagsguðsþjónusta í Árbæjarkirkju. .Kirkjukór Árbæj- arsóknar syngur undir stjórn Sigrúnar Steingrímsdóttur or- gelleikara. Helga Þórarinsdóttir leikur á lágfiðlu og Guðlaugur Viktorsson syngur stólvers. Sóknarnefndarmenn lesa ritn- ingarlestra. Væntanleg ferming- arbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin til guðsþjónustunnar. Að guðsþjónustu lokinni hefst síðan kaffisala Kvenfélags Ár- bæjarsóknar í safnaðarheimili kirkjunnar. Þar verður á borðum veislukaffí með heimabökuðum kökum sem kvenfélagskonur og aðrar safnaðarkonur hafa bakað. Jafnframt verður efnt til skyndi- happdrættis til ágóða fyrir Líkn- arsjóðs kvenfélags sóknarinnar er vinnur að líknarmálum. Kirkjudagur Seltirninga Kirkjudagur Seltirninga verð- ur haldinn sunnudaginn 28. nóv., fyrsta sunnudag í aðventu. Kirkjudagurinn hefst með fjöl- skylduguðsþjónustu kl. 11 ár- degis þar sem fermingarbörn bera inn ljósið og kveikja á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Prestur verður sr. Solvegi Lára Guðmundsdóttir, safnaðarkór syngur undir stjórn Hákonar Leifssonar og barnastarfi stjórn- ar Bára og Eirný. Um kvöldið verður aðventu- samkoma í kirkjunni kl. 20.30. Vígður verður nýr flygill sem félagasamtök á Seltjarnarnesi ætla að gefa kirkjunni og munu þrír nemendur úr Tónlistarskól- anum, Karol Gunnarsdóttir, Margrét Jóelsdóttir og Þórhallur Bergmann leika á flygilinn. Ræðu dagsins flytur Gunnar Kvaran, sellóleikari, Sigrún Gestsdóttir, sópran og Einar K. Einarsson, gítarleikari, flytja er- lend jólalög og Guðný Guð- mundsdóttir, konsertmeistari, Ieikur einleiksverk fyrir fiðlu eft- ir J.S. Bach. Þá syngja safnaðar- kór og barnakór kirkjunnar sál- malög undir stjórn Hákonar Leifssonar en einsöng með kórn- um syngur Guðrún Edda Gunn- arsdóttir. Að lokum samkomunn- ar í kirkjunni fer sr. Solveig Lára með bæn og tendruð verða jólaljós. Kvöldinu lýkur með kaffihlað- borði og samveru í safnaðar- heimili kirkjunnar en sóknar- nefndarmenn og velunnarar leggja til allar veitingar sem seldar verða við vægu verði til styrktar orgelkaupum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.