Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 5 Keppnin um titilinn ungfrú heimur haldin í kvöld Hníf stungumálið í Lækjargotu GuðrúnRut er fulltrúi Islands GUÐRÚN Rut Hreiðarsdóttir, 19 ára stúlka af Seltjarnarnesi, sem lenti i öðru sæti keppninnar um titilinn ungfrú ísland sl. vetur, kepp- ir í kvöld fyrir íslands hönd í keppninni ungfrú heimur. Keppnin er nú haldin annað árið í röð í Sun City í Suður-Afríku. Guðrún segist ekki hafa haft tíma til að kvíða keppninni, það hafi verið svo mikið að gera við æfingar fyrir úrslitakvöldið. Morgunblaðið náði tali af Guðrúnu í gær þar sem hún var í hléi frá lokaæfingu. DN A-rannsókn kemur til greina VÍETNÖMSKU nýbúarnir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á því að tveir menn voru stungnir með hnífi í Lækjargötu aðfaranótt síðastliðins sunnudags eru enn í varð- haldi. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins, hefur komið til tals að beita DNA-rann- sókn, sem meðal annars hefur verið notuð til að upplýsa nauðgun- armál, við rannsókn málsins. Guðrún fór frá íslandi 6. nóvem- ber sl. og var í London í tvo daga áður en haldið var tii Suður-Afríku. „Það er búið að vera rosalega mik- ið að gera. Við höfum verið á stöð- ugum æfingum og myndatökum fyrir dansupptökur sem verða sýnd- ar sama daginn og keppnin verður. Þetta er draumastaður, ofboðslega fallegur, aðstaðan er mjög flott, m.a. sundlaug, leikfimisalur og 18 holu golfvöllur, sem við nýttum okkur mikið fyrstu vikuna en seinni vikurnar tvær hefur lítill tími verið til þess,“ sagði Guðrún. „Stelpurnar eru fínar og það rík- ir góður andi. Fólkið sem vinnur hérna segir að við séum afslappaðri en stelpurnar í keppninni í fyrra. Við stelpurnar frá Norðurlöndunum höfum mikið haldið hópinn. Ég er í herbergi með pólsku stelpunni. Við höfum náð ágætlega saman en hún talar mjög góða ensku. Hér er rosaleg öryggisgæsla, við megum ekkert fara án eftirlits. Gæslan er víst mun strangari en hún var í fyrra." Blökkustúlka í fyrsta sinn Guðrún segir keppnina fá mikla athygli í fjölmiðlum, á hveijum degi sé eitthvað í blöðum. Ungfrú Suður- Afríka, sem í fyrsta skipti er þel- dökk, fær mesta athygli en einnig er mikið spáð í hverjar séu sigur- stranglegastar. Guðrún segir stúlk- urnar frá Bandaríkjunum, Venezu- ela, Puerto Rieo, Paraguay og Ástr- alíu oftast vera nefndar. „Ég talaði við dómnefndina í gær [fimmtudag] og það gekk mjög vel. í henni sitja m.a. Grace Jones, Tregur afli í SmugTiimi TREGUR afli hefur verið í Smug-unni að undanförnu en þar eru nú tvö íslensk skip að veiðum, Stakfell ÞH og Otto Whatne NS. Sæmilega hefur aflast á þessu svæði í desem- ber undanfarin tvö ár og telja skipstjórnarmenn að ekkert sé því til fyrirstöðu að stunda veiðar í Smugunni um hávet- ur. Páll Ágústsson skipstjóri á Stak- fellinu sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að afli hefði verið treg- ur síðan skipið hóf veiðar fyrir viku síðan. Nefndi hann sem dæmi að eitt tonn hefði fengist eftir fimm tíma tog í gær en fiskurinn sem aflaðist var hins vegar vænn. Vart birtir að degi á þessum slóðum um þetta leyti árs en Páll sagði að veður væri gott, 5 vindstig og þriggja stiga hiti. Vetrarveiðar Aðspurður sagði Páll að ekkert væri því til fyrirstöðu að stunda veiðar í Smugunni í allan vetur ef aflabrögð væru sæmileg, því veðr- átta væri að jafnaði betri á suður- hluta svæðisins en á íslandsmiðum. Hann sagðist hafa upplýsingar um að þarna hefði aflast sæmilega í desember undanfarin tvö ár, ein- hver dæmi væru um fískirí á þess- um slóðum í janúar en afla væri varla að vænta eftir það. Twiggy, Christie Brinkley, fyrir- sæta og eiginkona popparans Billys Joels, og írski leikarinn Pierce Brosnan." Guðrún Rut Hreiðarsdóttir Fram hefur komið að annar mannanna hefur viðurkennt að hafa lagt til manns með hnífi í átökum við bíl í Lækjargötu. Hörð- ur sagði að málið væri enn í rann- sókn og hefði skýrst mikið en á þessu stigi væri ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um rannsókn- ina. TILBOÐ Jólasería (20 ljósa innisería) Aðventuskreytíng Aðventul,jós (með 4 kertum) (margir litir) 1.199,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.