Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Loftnetsmann- virki fjarlægð Bílanaust kaupir öll hlutabréf í Þýzk-íslenzka Fjármálaráðherra um breytingar á LSR Eðlilegt að þær hafi áhrif á aðra sjóði FJÁRMÁLARÁÐHERRA segir að eðlilegt sé að sú stefna sem mörk- uð sé í frumvarpi um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins hafi áhrif á það sem gert sé varðandi aðra opin- bera lífeyrissjóði, svo sem lífeyris- sjóði alþingismanna og ráðherra. Alþingi fjalli um þingmenn og ráðherra Ráðherra segir að það sé ekki í verkahring fjármálaráðuneytis- ins að leggja til breytingar á síðar- nefndu sjóðunum heldur sé eðíilegt að það sé í höndum þingsins sjálfs. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að fjármálaráðuneytið færi með málefni lífeyrissjóða al- mennt séð og flytti tillögur um breytingar á þeim reglum sem um þá giltu. Hins vegar sé eðlilegt að það sé á verksviði þingsins sjálfs að flytja tillögur um breytingar á lífeyrissjóðum alþingismanna og ráðherra. „En ég tel afar eðlilegt að sú stefna sem mörkuð verður með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins hafi áhrif á það sem gera þarf þegar breyta þarf öðrum opinber- um lífeyrissjóðum sem ríkið ber fulla ábyrgð á,“ sagði Friðrik. SALA varnarliðseigna hefur ósk- að eftir tilboði í að taka niður og fjarlægja fjögur Ioftnetsmann- virki af varnarsvæðinu á Kefla- víkurflugvelli. Mannvirkin voru tekin í notkun árið 1962 en notk- un þeirra hætt í febrúar 1992. Að sögn Friðþórs Eydal, blaða- fulltrúa Varnarliðsins, hefur tækni sem stöðin byggði á látið undan eftir að gervihnattasend- ingar komu til. Að sögn Friðþórs er hér um að ræða hluta af fjarskiptakerfi, Troposcadter. Kerfið byggir á STJÓRN Ofanflóðasjóðs hefur ákveðið að styrkja Súðavíkurhrepp til kaupa og flutnings á 53 húsum á snjóflóðahættusvæði í gömlu Súðavík og ísafjarðarkaupstað til kaupa á 20 húsum á snjóflóða- hættusvæði í Hnífsdal. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu og formað- ur nefndar ráðherra um Ofan- flóðasjóð, segir að styrkurinn sé miðaður við 90% af kostnaði sveit- arfélaganna, eins og lög gera ráð fyrir. Samtals er um að ræða rúm- lega 570 milljónir króna. útsendingu lárétts geisla sem að endingu hittir neðra veðrahvelið sem endurkastar geislanum niður til jarðar og upp aftur þar til lítið brot af honum hittir annað eins loftnet á öðrum stað. Þar er merk- ið magnað upp og sent áfram. Keðjan, sem loftnetsmannvirkin tengdu, lá yfir Atlantshafið frá Skotlandi um Færeyjar, ísland, Grænland og til Kanada. Samskonar stöðvar tengdu rat- sjárstöðvar og varnarmannvirki allt frá norðurodda Noregs og • austur til Tyrklands. Magnús sagði að í nýjum lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum væri heimild til að veita styrk til varnarmannvirkja eða kaupa/flutnings á húsum á hættusvæðum. „Megináherslan hefur verið á gerð varnarmann- virkja og hin leiðin ekki farin nema hún sé talin hagkvæmari eins og talið er hér,“ sagði Magnús. Hann sagði að ákveðið hefði verið að nýta heimildina að fullu. Styrkur Ofanflóðasjóðs til Súða- víkurhrepps vegna kaupa á 42 húsum og flutningi á 11 húsum ÓMAR Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi Þýzk- íslenzka og Metró hf., hefur selt öll hlutabréf sín í félaginu. Kaup- andi bréfanna er Bílanaust hf., Matthías Helgason, aðaleigandi þess, og fjölskylda hans. í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagði Ómar ástæðuna fyrir sölunni vera þá að tími hefði verið kominn til að breyta til eftir tuttugu ára rekstur á fyrirtækinu. Eigendaskipti í dag „Þessi kaupandi kom að máli við okkur og óskaði eftir því að kaupa félagið að hluta eða öllu leyti. Umræðurnar urðu til þess að hann keypti allt félagið." Að sögn Ómars munu formleg eig- endaskipti verða í dag. Hann segir að sér sé ekki kunnugt um að miklar breytingar verði gerðar á rekstri þess til að byija með. Hann muni starfa fyrst um sinn áfram með nýjum eigendum en nýr fram- kvæmdastjóri muni væntanlega taka við félaginu innan skamms. Ómar vildi aðspurður ekki gefa upp næmi því 90% af kostnaðarverði eða um 423 milljónum af alls 470 milljóna heildarkostnaði. Um er (að ræða alla gömlu byggðina í ' Súðavík. í Hnífsdal er um að ræða 20 hús við Smára- og Fitjateig, Heimabæ og Strandgötu, og nem- ur styrkur Ofanflóðasjóðs um 150 milljónum af 166 milljóna króna heildarkostnaði. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin standi straum af 10% kostnaðar vegna kaupanna. Magnús sagði að greiðslur til íbúa færu eftir því hvort þeir ætl- hvert kaupverðið hefði verið en sagðist þó vera sáttur við sinn hlut. Nokkurra mánaða aðdragandi Matthías Helgason sagði að þessi kaup hefðu haft nokkurra mánaða aðdraganda. Um ástæður þess að ráðist var í þessi kaup segir hann að þetta sé stór fjöl- skylda sem hafi gaman af því að takast á við nýja hluti. Hér sé um mjög svo óskyldan rekstur að ræða og því sé fjölskyldan að fikra sig inn á nýjar brautir með þessum kaupum. Þýzk-íslenzka og Metró hf. hef- ur á undanförnum árum verið umsvifamikið í innflutningi á byggingavörum. Fyrirtækið er meðal annars umboðsaðili fyrir vörumerki á borð við Grohe, Vill- eroy & Boch, Metabo, Sadolin og Pinotex. Þá hefur það rekið versl- anir í Reykjavík og á Akureyri auk þess sem það hefur verið í sam- vinnu við heimamenn á ísafirði og Akranesi um rekstur Metró versl- ana þar. uðu að byggja upp aftur í bænum eða flytja annað. Flytji íbúar fá þeir markaðsverð fyrir hús sín í einni greiðslu. Ef þeir hins vegar ákveða að byggja upp að nýju miðast greiðslan við brunabótamat eða endurstofnverð, eftir því hvort er lægra. Magnús sagði að ekki yrði tekin ákvörðun um styrki til annarra sveitarfélaga á næstunni. Fram kom að ekki hefðu enn* borist endanlegar tillögur frá hrepps- nefnd Flateyrar vegna snjóflóðsins þar. Ofanfióðasjóður styrkir sveitarfélög til uppkaupa á húsum á hættusvæðum Yfir 570 milljónir vegna húsa í Súðavík og Hnífsdal Mmningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minn- ingargreinar um 235 einstakl- inga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 _síður í blaðinu á þessum tíma. í jan- úar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaða- pappír um allan heim á undan- fömum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við mikl- um verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgun- blaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningar- greinum og almennum aðsend- um greínum. Ritstjóm Morgun- blaðsins væntir þess, að lesend- ur sýni þessu skilning enda er um hófsama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd ann- arra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minningargreina og væntir Morgunblaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist ein- ungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. Sóknarnefnd Langholtssoknar Allir deiluaðilar í sókninni segi af sér „MÉR finnst gleðilegt ef sóknar- nefndin er búin að uppgötva að hennar tími er liðinn og sjálfur hef ég lagt til að hún segði af sér. Hins vegar er það misskilningur ef nefndin heldur að hún hafi eitthvað yflr prestinum að segja,“ sagði séra Flóki Kristinsson í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Ríkisútvarpið skýrði frá því í gær, að sóknarnefnd Langholts- sóknar hefði skilað athugasemdum við þær greinargerðir, sem deiluað- ilar í söfnuðinum hafa sent bisk- upi. Nefndin vilji að allir deiluaðil- ar, sóknarprestur, organisti og sóknarnefndin, segi af sér og að ný sóknarnefnd verði kjörin sem taki ákvörðun um ráðningu prests, annars starfsfólks og önnur mál. Séra Flóki sagði að sjálfur hefði hann farið fram á að sóknarnefndin segði af sér, en að sjálfsögðu væri hann ekki tilbúinn til að gera slíkt hið sama. „Þetta fólk er löngu hætt að skilja hvert hlutverk þess er. Það hegðar sér eins og einhver stjórn yfir mér, en þetta er nefnd mér til aðstoðar. Þegar fólk misskil- ur svona hrapallega sitt hlutverk, þá fer ekki vel.“ Bundið því að allir fari frá Jón Stefánsson organisti sagði að hann hefði sjálfur nefnt svipað- ar lausnir á deilunni og sóknar- nefndin. „í ljósi þess, að ég er þeirr- ar skoðunar að söfnuðurinn eigi að hafa úrskurðarvald um þessi mál, þá þætti mér gott ef allir segðu af sér. í framhaldi af því yrði svo boðaður aðalsafnaðar- fundur, sem kysi nýja sóknarnefnd og hún endurréði þá sem hún vildi. Ég væri ekki hræddur við slíka afgreiðslu, en það er auðvitað bundið því að allir væru fúsir til að segja af sér.“ Varað við spjöllum á hálendinu HIÐ íslenzka náttúrufræðifélag var- ar við hættu á umhverfisspjöllum og landslagslýtum, sem stafað geti af stórfelldri uppbyggingu ferða- mannaþjónustu á náttúruvinjum á miðhálendi íslands. í ályktun aðalfundar HÍN er bent á, að í stað uppbyggingar á miðhá- lendinu mætti hafa ferðamannaþjón- ustu í næstliggjandi byggðum og bæta samgöngur inn á hálendið. Þá sé þörf á að móta sem fyrst opin- bera og samræmda heildarstefnu um þessi mál, sem felld verði inn í heild- arskipulag miðhálendisins. HIN segir, að varðandi þjónustu við ferðamenn á miðhálendinu skuli bent á hefðarrétt þeirra, sem um áratuga skeið hafi með ómældri fyr- irhöfn og umhyggju greitt fyrir að- gangi almennings og umgengni við náttúru miðhálendisins og þó jafnan gætt þess að valda sem minnstum spjöllum á náttúrunni og hinu nátt- úrulega umhverfi. I > 1 I-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.