Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Mikilli mótavertíð að ljúka í Evrópu Italir sigursælir í stórmótunum Brlds Cap Volmac, Macallan ÞAÐ hefur verið stórmótavertíð undanfarið í Evrópu. í lok janúar voru haldin tvö tvímenningsmót, annað í London kennt við Macall- an og hitt í Haag í Hollandi kennt við Cap Volmac, þar sem 16 heimsþekkt bridspör tóku þátt. Þá er nýlokið Forbo-sveitakeppn- inni í Scheveningen þar sem margir af bestu spilurum heims áttust við, og svo má ekki gleyma Bridshátíð okkar íslendinga. Þetta hafa verið ábatasamar vikur fyrir ítölsku Evrópumeistar- ana því þeir unnu bæði Bridshátíð og Forbo-mótið, auk þess að lenda í verðlaunasæti í báðum tvímenn- ingunum. En það voru norsku spilararnir Tor Helness og Geir Helgemo sem fóru með sigur af hólmi í Cap Volmac. Þeim tókst að stela sigr- inum frá Indónesíumönnunum Henky Lasut og Eddy Manoppo, sem höfðu leitt frá 1. umferð. I 3. sæti urðu heimamennirnir Bauke Muller og Wubbo De Boer, Zia Mahmood og Mikhael Rosen- berg urðu 4. og ítalirnir Andrea Buratti og Massimo Lanzarotti fimmtu. Efstu pörin tvö mættust í næst- síðustu umferðinni og Norðmenn- imir unnu nauman sigur. Þetta spil var talsvert spennandi: Vestur gefur, NS á hættu Norður ♦ 2 ¥K95 ♦ DG76543 ♦ 32 Austur ♦ K864 ¥ Á63 ♦ 2 ♦ ÁK1097 Suður ♦ G1097 TDG4 ♦ ÁK + DG85 Vestur Norður Austur Suður Manoppo Helness Lasut Helgemo pass pass 2 lauf pass 2 tíglar pass 2 spaðar pass pass 3 tíglar dobl pass 4 spaðar pass pass dobl/// +300 Vestur ♦ ÁD53 ¥ 10872 ♦ 1098 ♦ 64 Morgunblaðið/Amór NORÐMENNIRNIR Geir Helgemo og Tor Helness hrósuðu sigri í Cap Gemini mótinu í Hollandi, einu sterkasta tvímenn- ingsmóti heims. AV spila sterkt lauf og austur opnaði á eðlilegum 2 laufum og 2 tíglar voru biðsögn. Þegar aust- ur sýndi hámarksopnun með út- tektardobli á 3 tígla taldi vestur geimið reynandi en spilalegan var ekki með þeim. 4 spaðar doblaðir fóm tvo niður og Norðmennirnir græddu því vel á spilinu. Tvö ár í röð í London unnu Bandaríkja- mennirnir Jeff Meckstroth og Eric Rodwell það afrek að vinna Mac- allan-mótið tvö ár í röð. Það hefur aldrei áður gerst í aldarfjórðungs sögu þessa móts, sem áður var kennt við Sunday Times. í öðra sæti urðu ítalimir Alf- redo Versace og Lorenzo Lauria og heimamennimir Andy Robson pg Tony Forrester urðu í 3. sæti. í 4. sæti urðu Fred Gitelman og George Mittelman frá Kanada og í 5. sæti urðu heimsmeistarar kvenna, Sabina Auken og Daniele von Armin frá Þýskalandi. Þegar mótsblöðum er flett virð- ist sigur Bandaríkjamannanna býsna ólíklegur því þar er sagt frá fullt af spilum þar sem þeir fóru í vonlausar slemmur eða fóra marga niður í dobluðum spilum. En það er aldrei nein lognmolla í kringum Meckwell, eins og þeir félagar era gjarnan kallaðir. í næstsíðustu umferðinni spiluðu þeir við Robson og Forrester og auðvitað var allt í háalofti. Norður ♦ Á652 ¥ Á7542 ♦ K86 Vestur ♦ 10 Austur ♦ DG73 ♦ 8 ¥ G986 ¥ K103 ♦ D9 ♦ 10752 ♦ G62 Suður ♦ K1094 ¥D ♦ ÁG43 ♦ D987 ♦ ÁK543 Vestur Norður Austur Suður Meckst. Robson Rodwell Forrester pass pass 1 hjarta pass 1 spaði pass 2 spaðar dobl pass 3 lauf 3 spaðar pass 4 spaðar dobl pass pass Vestur spilaði út tíguldrottn- ingu sem Forrester tók heima. Hann spilaði laufi og vestur stakk upp gosa og spilaði meiri tígli á gosa suðurs. Nú trompaði Forrester lauf, tók hjartaás og trompaði hjarta, trompaði lauf og trompaði hjarta. Þá spilaði hann laufadrottningu og þegar Meckstroth valdi að trompa með sjöunni yfirtrompaði Forrester með ás og trompaði hjarta heim með tíunni. Spaða- kóngurinn var 10. slagurinn. Guðm. Sv. Hermannsson VISA styrkir nýja norræna bikarkeppni SKAK S k á k m i ð s t ö ö i n Faxafcni 1 2 REYKJAVÍKURSKÁK- MÓTIÐ 2.-10. mars Mótið er það fyrsta af fimm mótum í VISA Nordic Grand Prix 1996-97, - Bikarkeppni Norðurlanda i skák. NORÐURLÖNDIN stórefla nú sam- starf sitt á skáksviðinu með norrænu bikarkeppninni, sem Einar S. Ein- arsson, svæðisforseti FIDE á Norð- urlöndum, hefur hleypt af stokkun- um. Keppnin samanstendur af fimm stærstu opnu mótunum á svæðinu þar sem skákmenn geta unnið sér rétt til keppni í úrslitamótinu síðla árs 1997. Þetta er gríðarlegur fengur fyrir norræna skákmenn og eykur mögu- leika þeirra til muna á að vera fylli- lega samkeppnisfærir við keppi- nauta þeirra frá Austur-Evrópu. Hugmyndin er gömul, en varð ekki að veraleika fyrr en eftir að Einar S. Einarsson var kosinn svæð- isforseti Norðurlandanna á sögulegu FIDE þingi í Moskvu í desember 1994. Það sem gerði gæfumuninn var að Einari tókst að fá VISA Int- emational til að styrkja keppnina um meira en þijár milljónir íslenskra króna. Keppnin tekur því ekkert frá þeirri starfsemi sem þegar er sinnt í löndun- um. Eikrem aðalhvatamaðurinn Að sögn Einars er hugmyndin upphaflega sænsk, en aðalhvata- maður keppninnar lengst af var norski skákmótahöldurinn mikli Amold J. Eikrem, sem nú er nýlátinn. „Eftir að ég tók við embætti svæðisforseta FIDE á Norðurlöndum í árslok 1994 gekk ég fram í því fyrir áeggjan vinar míns Eikrems að hleypa skipulagslegum og fjárhags- legum stoðum undir keppni þessa, enda lít ég svo á að það sé ein af mikilvægustu skyldum hvers um- dæmisstjóra að efla skáklíf innan síns svæðis eftir því sem aðstæður leyfa en ekki bara að prýða embætt- ið og sitja með hendur í skauti“, segir Einar. „Það tókst að útvega aðal- styrktaraðila eða “magna“ keppn- innar eins og Högni heitinn Torfason vildi þýða orðið “sponsor". Með því tókst að skapa fjárhagslegan grand- völl fyrir því að hún færi fram. Fyrsta mótið byijar í Reykjavík á laugardaginn. Það næsta verður mikið mót í Kaupmannahöfn í júní, en það er mjög veglegt að þessu sinni þar sem borgin er menningarborg Evrópu í ár. Það þriðja verður í Noregi í ágúst, sem hluti af Gausdal Open. Sænska mótið verður haldið síðla árs, annað- hvort í Stokkhólmi eða á Gotlandi og síðasta opna mótið verður í Finnlandi eða í Færeyj- um snemma á næsta ári. Lokamótið verður svo væntanlega haldið hér í Reykjavík haustið 1997.“ Keppendur safna punktum Fyrir árangur sinn í hveiju móti fá 15 efstu keppendur punkta eða sérstök „NGP-stig“, mest 23 og niður í 1. Auk þess geta keppendur fengið aukapunkta eða „Bónus-stig“, sem ráðast af skákstigum andstæðing- anna (3-10 stig eftir styrkleika- flokki). Einum keppanda frá hveiju þeirra landa sem haldið hafa úrtöku- mót er tryggt sæti í lokamótinu, annars ráða stigin, nema í síðasta sætið, sem er boðssæti. Aukaverð- launasjóður í hvetju móti eru 5.000 Einar S. Einarsson, svæðisforseti Norðurlanda. bandaríkjadalir, sem skiptast jafnt á milli 10 efstu Norðurlandabúa í hveiju móti. Koma verðlaun þessi til viðbótar aðalverðlaunum hvers móts. Er með þessu fyrirkomulagi verið að örva keppendur til þátttöku í næsta NGP-móti og svo koll af kolli. Verð- laun í lokamótinu verða myndarleg, a.m.k. 20.000 dalir, fyrstu verðlaun 5.000 og alls verða þar veitt sjö verð- laun alls. Keppnin er haldin undir stjórn Einars, sem hefur sér til halds og trausts ráðgjafanefnd skipaða þrem- ur forsetum skáksambanda, Dan- merkur: Sören Bech Hansen; Nor- egs: Morten Sand; og Svíþjóðar: Christer Wánéus. Eftirlits- og yfir- dómari er Steen Juul Mortensen, rit- ari Skáksambands Norðurlanda. Keppninni vel tekið Að vonum leggst keppnin vel í norræna skákmenn. Flestir sterk- ustu skákmenn Norðurlanda verða þannig á meðal keppenda á Reykja- víkurskákmótinu. Þá hafa mótshald- arar sótt það fast að fá mót sín viður- kennd sem hluta af bikarkeppninni, en þar komast færri að en vilja, aðeins eitt mót í hveiju landi. Skákkeppni stofnana og fyrirtækja Keppninni lauk í vikunni. Í A- flokki sigraði Búnaðarbanki íslands annað árið í röð, en í B-flokki varð Verkamannafélagið Dagsbrún hlut- skarpast. Teflt var í ijögurra manna sveitum, níu umferðir og var um- hugsunartíminn 30 mínútur á skák- ina. Úrslit í A-flokki: 1. Búnaðarbanki íslands, A-sv. 25 v. 2. VISA ísland 24 v. 3. íslandsbanki, A-sveit 22 v. 4. RARIK 21 v. 5. Landflutningar 20 v. 6. Orator, A-sveit 19 '/2 v. 7. Iðnskólinn í Reykjavík 19 v. 8. Domus Medica 17 ’/« v. 9. -10. Landsbanki íslands og Húsnæðis- stofnun ríkisins 16'A v. o.s.frv. Keppnin var æsispennandi. VISA ísland hafði þriggja vinninga forskot fyrir síðasta kvöldið, en Búnað- arbankinn saxaði sífellt á forskotið og fyrir síðustu umferð voru sveitirn- ar jafnar. Þá sigruðu bankamennirn- ir kollega sína í Landsbankanum 3-1, en Domus Medica hélt jöfnu, 2-2, gegn VISA. Fyrir sigursveit Búnaðarbankans tefldu Margeir Pétursson, Karl Þor- steins, Jón Garðar Viðarsson, Bragi Þorfinnsson og Guðmundur Hall- dórsson. Úrslit í B-flokki: 1. Dagsbrún 27 v. 2. Búnaðarbankinn, B-sveit 24 'k v. 3. -4. Menntaskólinn í Kópavogi og SÁÁ 21 'h v. 5. KK blikk 19 v. 6. Verk- og kerflsfræðistofan 18 'h v. 7. -8. Markaðsmenn, A-sveit og Mark- aðsmenn, B-sveit 15 'h v. I sigursveit Dagsbrúnar voru Ró- bert Harðarson, Árni H. Kristjáns- son, Sverrir Sigurðsson og Birgir Berndsen og Ellert Berndsen. Hraðskákmót keppninnar fara fram í næstu viku: í A-flokki á þriðjudagskvöld kl. 20 í félagsheim- ili TR, Faxafeni 12, en í B-flokki á miðvikudagskvöld á sama stað og tíma. Sveitir geta verið með í hrað- skákinni þótt þær hafi ekki teflt í aðalmótinu. Nýjar sveitir hefja keppni í B-flokki. Margeir Pétursson W*.ÆkEÞAUGL YSINGAR Skólinn sem kemur heim Kynning á námsmöguleikum. Ódýrt og gott heimanám. Opið hús í dag frá kl. eitt til fimm. Árshátíð Húnvetningafélagsins í Reykjavík verður í Akoges-salnum, Sigtúni 3, laugardaginn 2. mars kl. 19.15. Forsala aðgöngumiða í Húnabúð 24. febrúar kl. 12-15, 27. febrúar kl. 18-20 og 29. febrú- ar kl. 17-19. Miðaverð kr. 3.500 fyrir matar- gesti og kr. 500 eftir kl. 23. Sólbakki Myndlistarsýning í Ráðhúsinu dagana 24. febrúar til 4. mars. Listaverk gefin til styrktar Sólbakka við Vatnsenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.