Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Gigtarfólk getur bætt líðan sína mikið með þjálfun. Arnbjörg Guðmundsdóttir og G. Þóra Andrésdóttir sjúkraþjálfarar úr faghópi um gigt skrifa um gigt og þjálfun. Sjúkra- þjálfarinn segir ... Gigtog þjálfun ÞRÓUN í meðferð gigtarsjúklinga á undanförnum árum hefur almennt verið í þá átt að auka þjálfun og hreyfingu. Áður fyrr var álitið að ekki væri æskilegt fyrir fólk með gigt að þjálfa sig því að það myndi skemma liðina. Nú hefur hins vegar verið sýnt fram á að gigtarfólk getur þjálfað sig töluvert meira en áður var talið óhætt. Með þessu er ein- staklingurinn einnig gerður ábyrgari fyrir eigin heilsu og líðan. Gigtarsjúkdómar eru fjölmargir og má þar helsta nefna slitgigt, vefjagigt og bólgusjúkdóma s.s. iktsýki, hryggikt og ýmsa bandvefssjúkdóma. Hjá gigtarsjúkl- ingum hefur verið sýnt fram á minnkaðan styrk vöðvá, stirðnun liða og skert úthald. Ýmsir þættir valda minnkuðum vöðvastyrk, þeir helstu eru: - lítil vöðvanotkun/hvíld - liðskemmdir/aflögun liða - liðbólgur og verkir. Hreyfiskerðing getur komið til vegna: - liðbólgu - liðskemmda - styttingar í vefjum umhverfis lið s.s. lið- poka eða vöðvum. Skerðing á úthaldi er í beinu samhengi við minnkaða líkamlega getu og þreytu GIGTARFÓLK getur þjálfað sig töluvert meira en áður var talið óhætt. sem er algengur fylgikvilli þessara sjúk- dóma. Hvað er fengið með þjálfun? - Höldum beinum og bijóskvef sterkari og heilbrigðari - höldum vöðvum umhverfis liðina sterk- um - viðhöldum/aukum hreyfanleika liða - bætum úthald og svefn - aukum getu til daglegra starfa - bætumsjálfsmyndogaukumvell- íðan. Hvernig á þjálfunin að vera? Til að ná áðurtöldum áhrifum þarf þjálfunin að vera alhliða, stunduð reglulega og fela í sér eftirtaldar tegundir þjálfunar: 1. Styrktarþjálfun. Styrktaræf- ingar eru nauðsynlegar til að við- halda/auka vöðvastyrk. Þeim mun sterkari sem vöðvamir eru, því betur styðja þeir og vernda liðina. Til að halda álaginu á liðina sem minnstu er betra að æfa með litlar þyngdir með mörgum endurtekningum, held- ur en miklar þyngdir með fáum endurtekn- ingum. 2. Liðkandi æfingar og vöðvateygjur. Liðkandi æfingar eru mikilvægar til að minnka stirðleika og halda hreyfanleika sem bestum. Hreyfingin virkar eins og smurning á liðinn og léttir hreyfinguna. Við teygjum vöðvana til að viðhalda/auka lengd þeirra. Vöðvateygjur geta einnig dregið úr spennu í vöðvunum. Þegar liður er mjög bólginn ætti að fara varlega í vöð- vateygjur ogjafnvel sleppaþeim. 3. Þolþjálfun. Með þolþjálfun erum við að bæta starfsemi hjarta og lungna og þar með líkamlegt þol. Við þurfum að ná upp hjartslættinum, hitna og mæðast, þó ekki meira en svo að við getum talaðvið næsta mann. Misjafnt er hvers konar þjálfun hent- ar best. Sem dæmi má nefna göngu, sund, þrekhjól/hjólreiðar, dans og skíðagöngu. Vatnsþjálfun Þjálfun í vatni hentar gigtarfólki vel, þar sem vatnið styður við líkamann og minna álag er á þungaberandi liði. í vatni er hægt að hafa þjálfunina alhliða, þ.e. fá fram aukið þol, styrk og liðleika. Fólk sem getur ekki stundað leikfimi eða annars konar þjálfun getur oft auðveldlega æft í vatni. Sund gefur einnig alhliða þjálfun. Hópþjálfun Á undanförnum árum hefur Gigtarfélag íslands boðið upp á sérhæfða hópþjálfun fyrir gigtarfólk. Þar eru í boði ýmsir hópar s.s. leikfimi í sal fyrir fólk með vefjagigt, hryggikt, slitgigt og o.fl. Auk þess er boð- ið upp á vatnsþjálfun. Hópþjálfun er mjög ákjósanleg, þar er álag við hæfi og hún gefur aukið aðhald og stuðning. Að lokum Eðlilegt er að finna fyrir verkjum eða óþægindum eftir æfingar, sérstaklega í fyrstu skiptin. Þessi óþægindi ættu ekki að vera langvarandi og gera þarf greinarmun á sjúkdómseinkennum og óþaégindum eftir æfingar. Hjá gigtarfólki skiptast gjarnan á góð og slæm tímabil. Einkum eru sveiflurn- ar miklar þar sem liðbólgur eru mikið vanda- mál (s.s. í iktsýki og hryggikt). Mikilvægt er að fólk nýti vel góðu tímabilin til upp- byggingar og þjálfunar en dragi úr líkam- legu álagi, minnki æfingar og hvíli sig meira þegar líðanin er verri. Ávallt þarf að hafa í huga að hvíld er einnig nauðsynleg og einstaklingurinn þarf að finna gott jafn- vægi milli hvíldar og líkamlegs álags. Arnbjörg Guðmundsdóttir starfar á gigt- ardeild Landspítala. G. Þóra Andrésdóttir starfar á taugadeild Landspítala. SVO lengi lærir sem lifir, segir gamalt spakmæli, enda er líf manna svo margbrotið, að sífellt ber eitthvað annálsvert fyrir sjón- ir, eitthvað nýtt eða nýstárlegt sem hugurinn fangar og festir í minni. Gamalt fólk notaði þennan málshátt um reynslu manna, það áem þeir lærðu við dagleg störf sín, en nú á hann ekki síður við hina formlegu menntun sem menn hafa aflað sér í skóla. Öldum saman var samfélagið kyrrstætt, ein kynslóð varð ekki vör breytinga. Menntin er löng en mannsævin stutt, segir máls- hátturinn. Það sem menn lærðu dugði þeim lífið á enda, og næstu kynslóðir lærðu sömu handtök. í þúsund ár gengu menn til verka að orfi eða ár, hvíldu síðan lúin bein við fábrotna iðju innan húss; fóru til kirkju á sunnudögum til að viðra sig og sjá aðra; höfðu stundum hestakaup! Nú er öldin önnur og breytingar svo hraðfara, að hver kynslóð verður vitni að byltingu á einhveiju sviði, afi og amma fengu gaddavír í girðingar, síma, rafmagn og útvarp, foreldr- ar okkar sem nú nálgumst miðjan aldur lögðu vegi um allt land og fylltu þá bílum og dráttarvélum, okkur hlotnaðist sjónvarp stuttu eftir að við fermdust, í kjölfarið fylgdi hljómtækjavæðing heimil- anna. Börnin okkar eru nú í hring- iðu alþjóðlegrar fjölmiðlunar, og þau verða fyrsta kynslóðin sem Skólar verða að fá nokkurt fé, segir Sölvi Sveinsson, til framsæk- innar símenntunar. vex upp í nettengdu upplýsinga- þjóðfélagi. Hvað kemur næst? Þetta er þjóðfélag sérhæfingar- innar, fleiri og fleiri vita meira og meira um minna og minna. Veröldin er hólfuð niður, og lykill- inn að hverju starfi er menntun á tilteknu sviði. Reyndar eru Is- lendingar eftirbátar nágranna- þjóða í þessu tilliti, því að menn læra hér fleiri störf á vettvangi en þar tíðkast; með öðrum orðum: menntun er ekki metin hér sem skyldi. Hraðar breytingar í þjóðféiag- inu valda því að menntun hefur breytzt og mun enn breytast. Því er haldið fram að sú menntun nýtist mönnum bezt sem geri þeim kleift að laga sig sífellt að nýjum aðstæðum, nýjum kröfum. Hver og einn verður síðan að gefa slíku námi það innihald sem honum hentar! Ýmis menntun er líka af því tagi að hún úreldist fljótt, einkum í tæknilegum grein- um. Dæmi eru um svo hraðar tæknibreytingar að menn þurfi að endurnýja þekkingu sína á þriggja til fjögurra ára fresti. Hugtakið símenntun er svar við_ þessum breytingum. I því felst sú hugsun að menn læri ekki lengur í eitt skipti fyrir öll þá grein sem þeir nema, hvort sem það er læknis- fræði eða bifvélavirkj- un. Menn leggja ákveðinn grunn sem þeir verða sífellt að byggja á og bæta við. Menntin er löng en mannsævin stutt . í þeim skilningi hér að nú komast menn ekki yfir að læra grein sína út í hörgul jafnvel þótt skóla- ganga hafi lengzt til m.una. Skólakerfið hefur að nokkru leyti brugðist við með því að bjóða upp á námskeið af margvíslegu tagi, og mörg fyrirtæki senda starfsmenn sína utan til þjálfunar eða hafa sérstaka fræðslufulltrúa sem skipuleggja viðbótarmenntun fyrir starfsfólk sitt. Mörg félög hafa samið um kjarabætur í tengslum við framhaldsmenntun, og er það vei. En hér er ekki nóg að gert. í frumvarpi til framhaldsskóla- laga, sem nú liggur fyrir Alþingi, er ráð fyrir því gert að skólar geti með samþykki menntamála- ráðherra starfrækt „endurmennt- unarnámskeið eða annars konar nám í samráði eða samvinnu við faggreinafélög, stétt- arfélög, atvinnurek- endur eða aðra hags- muna- eða áhuga- hópa ... Halda skal kostnaði vegna þess- ara námskeiða að- greindum frá öðrum rekstri skólans og skal hann greiddur að fullu af þeim aðilum er að námskeiðinu standa með skólanum eða með þátttöku- gjöldum." Þetta finnst mér viðsjárvert í ljósi þess sem að ofan greinir. Skólar verða að fá heimild til þess að verja nokkru fé til framsækinnar símenntunar. Þeir þurfa og verða að gera tilraunir með námsefni, í mörgum tilvikum þarf að semja kennsluefni; oft dugir lítt að leggja fram bækur á erlendum tungumál- um þótt glóðvolgar séu úr prent- vélunum og þéttsetnar nýjum upp- lýsingum. Slíkar bækur eru mörg- um lokaðar. Skólar eiga síðan að semja við fyrirmyndarfyrirtæki og -stofnanir til þess að hrinda nýj- ungum í framkvæmd, til þess að annast starfsþjálfun á tilteknu sviði, til þess að betrumbæta til- tekna færni og má svo áfram telja. Vitaskuld eru skiptar skoðanir um það hver á að greiða kostnað af símenntun. Sumir vilja að hún sé á kostnað þátttakenda, enda sé hagurinn þeirra og ríkið hafi borið ábyrgð á grunnmenntun þeirra. Aðrir vilja að einstök fyrir- tæki og stofnanir beri baggann, því að þau njóti ávaxtanna. Sumir vilja að þetta verði snar þáttur í daglegu starfi skólanna, hlutverk þeirra eins og önnur menntun sem þeir bjóða upp á. í Fjölbrautaskólanum við Ár- múla er símenntun eða fram- haldsmenntun, hvaða orð sem menn kjósa, í samvinnu við félög sjúkraliða, lyfjatækna, læknarit- ara og fleiri heilbrigðisstétta. Þar er um styttri námskeið að ræða, 20, 40 eða 60 kennslustundir, sem þátttakendur greiða að fullu og fá síðan endurgreitt að vissu marki úr starfsmenntasjóðum fé- laga sinna eða frá vinnuveitend- um; sumir greiða þó úr eigin vasa. Vor hvert er framhaldsnám fyrir sjúkraliða, 36 stundir á viku allt vormisserið í tiltekinni hjúkrun auk annarra greina. Þetta nám er á kostnað skólans, sjúkraliðar greiða einungis venjuleg nem- endagjöld. Þetta nám er skilgreint í kennsluskrá skólans og sam- þykkt af ráðuneyti, en ég fæ ekki betur séð en þetta nám leggist af með þessum hætti ef lögin verða samþykkt óbreytt. Að minnsta kosti þarf að koma til sérstakt leyfi ráðuneytis. Ég hvet menntamálaráðherra og þingmenn til þess að endur- skoða frumvarp til framhalds- skóialaga með þetta í huga. Ég mælist til þess að skólar fái svig- rúm til þess að leggja fé í símennt- un, því að með því móti einu koma þeir til móts við þær kröfur sem nútímaþjóðfélag hlýtur að gera til skóla sinna. Höfundur er settur skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla. Símenntun og frumvarp til framhaldsskólalaga Sölvi Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.