Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU Vélstjóri vinnur mál fyrir héraðsdómi vegna kvótakaupa Ahöfn skal tryggt hæsta GUNNSTEINN A. Jakobsson, vél- stjóri, vann mál sem hann höfðaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness gegn Oskari Ingibergssyni, útgerðarmanni Alberts Ólafssonar KE, vegna kvóta- kaupa. Þar er tekið mið af kjarasamn- ingi Sjómannasambands íslands við LIÚ þar sem segir að útgerðarmaður skuli hafa með höndum sölu á afla skips, og skuli skipverjum tryggt hæsta gangverð fyrir fiskinn, en þó aldrei lægra en útgerðarmaður fær. Útgerð væntanlega skyld til sektargreiðslu til stéttarfélags Tildrög málsins voru þau að Gunnsteinn taldi brotið á sér vegna þess að hluti af aflaverðmætum var dreginn undan hlutaskiptum af út- gerð Alberts Ólafssonar KE. Einnig var aflinn seldur óunninn á fisk- markaði á mun hærra verði eða allt að 50% hærra. Það er álit dómsins að það fasta verð, sem ákveðið hafi verið í fjöl- skyldusamningi milli Óskars og tveggja sona hans sem standa að útgerð Alberts og fiskverkunar stefnda sé langt frá því að vera hæsta gangverð. Samningurinn hafi aldrei verið borinn undir áhöfnina til samþykkt- ar og verði að telja stefnanda óbundinn af honum. Dómurinn iítur svo á að þama sé um brot á kjara- samningi sjómanna og útgerðar- manna að ræða sem hafi væntan- lega í för með sér skyldu útgerðar til sektargreiðslu til Vélstjórafélags íslands. Óskar var dæmdur til að greiða Gunnsteini 538.372 krónur auk dráttarvaxta og 135 þúsund króna í málskostnað auk virðisaukaskatts. Dómurinn hefur nokkuð mikla almenna þýðingu og er leyst úr mörgum athygliverðum álitaefnum er varða svokölluð kvótakaup, að mati Jóhanns Halldórssonar hdl. Hann nefnir að í fyrsta lagi telji dómurinn að útgerðaraðila sé óheimilt að semja um fiskverð nema í samráði við sjómenn. í öðru lagi líti dómurinn svo á að sjómenn eign- ist beinar eignarheimildir í veiddum afla um leið og hann komi inn fyr- ir borðstokk á skipi. í þriðja lagi telji dómurinn að ávallt skuli miða við raunverulegt söluverðmæti fisks óháð því hvaða verð var lagt til grundvallar. í fjórða og síðasta lagi sé ljóst að dómurinn líti svo á að umrædd háttsemi feli í sér brot á kjarasamn- ingi sjómanna og útgerðarmanna sem væntanlega hafi í för með sér skyldu útgerðar til sektargreiðslna til stéttarfélags. Morgunblaðið/Alfons Ævintýraleg aflabrögð KRÓKALEYFISBÁTAR sem róa með línu hafa verið að fá mjög góðan afla að undanförnu. Hafa sumir bátanna verið að fá allt að 400 kíló á bala og er stutt sótt. Þeir frændur Arnar Ragnarsson og Frímann Guðmundsson, sem róa á Ragnari S. Reynissyni SH hafa verið að mokfiska. Þeir lönduðu í vikunni 3,4 tonna afla, sem þeir fengu á 12 bala og voru að sjálf- sögðu ánægðir með árangurinn. Amar sagði í samtali við verið að hann hefði aldrei séð eins mikið af fiski á grunnslóð og nú. Það væri eins og stjórnvöid vildu hreinlega ekki fá að vita, að það væri nóg af fiski í sjónum og settu fáranleg- ar reglur á þá, sem minna mættu sín og var óhress með banndaga- kerfið, sem trillukarla búa við. Morgunblaðið/Þorkell SIGURÐUR L. Hall, matreiðslumeistari, kynnir saltfiskinn í verzlun Hagkaupa í Skeifunni. fátt sé betra en saltfiskur steikt- ur að hætti Spánverja. Hann var fyrir nokkru í Barcelóna á Spáni til að kynna sér þessa matreiðslu og segir að ekkert fari betur með saltfiski en hvítlaukur og ólífur, en annars séu tilbrigðin við eldamennskuna nánast ótelj- andi. Þorbergur Aðalsteinsson, markaðsstjóri innan landsdeild- ar, segir að tími hafi verið kom- inn til að bjóða íslendingum upp á steikingarsaltfiskinn. Fiskur- inn verði kynntur víða um þessar mundir, og hafi fyrstu viðbrögð verið mjög góð og fiskurinn rok- ið út. Mikill erill er því við pökk- un á fiski í neytendapakkningar hjá Vinnslustöðinni. Saltfiskur kynntur VINNSLUSTÖÐIN í Vestmanna- eyjum er nú að kynna sérstakan saltfisk til steikingar í verzlunum Hagkaupa, en hann er einnig seldur í verzlunum Nóatúns og 11-11 búðunum. Þetta er sér- staklega útvatnaður, beinlaus og roðlaus saltfiskur, sem hentar mjög vel til steikingar, en slíkur fiskur hefur ekki verið fáanlegur í neytendaumbúðum hér til þessa. Fiskurinn er seldur undir vöru- merkinu 200 mílur, en Vinnslu- stöðin framleiðir ýmsar fiskteg- undir í neytendapakkningum auk saltfisksins, bæði til sölu innan lands og utan. Það er Sigúrður L. Hall, mat- reiðslumeistari, sem kynnir salt- fiskinn og hefur hann einnig gert fjórar uppskriftir, sem fylgja fiskinum. Sigurður segir að þetta sé úrvals saltfiskur, en FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter KREPPA hefur ríkt í tyrkneskum stjórnmálum frá því að Tansu Ciller, forsætisráðherra, sem hér ræðir við flokksbræður sína, beið lægri hlut í atkvæðagreiðslu á þingi í nóvember. Tollabandalag ESB og Tyrklands Endurskoðunar krafist í stjórn- arviðræðum Ankara. Reuter. FLOKKUR múhameðstrúarmanna í Tyrklandi telur tollabandalag það sem gert hefur verið við Evrópu- sambandið óásættanlegt með öllu og krefst þess að málið verði tekið upp verði af myndun samsteypu- stjórnar með hægri mönnum. Necmettin Erbakan, leiðtogi Vel- ferðarflokksins, sagði á fimmtudag að meta þyrfti tollabandalagið á ný. „í stjórnarsamstarfi getur tiltekinn flokkur ekki þröngvað fram vilja sínum en með sama hætti geta menn ekki hafnað grunnþáttum eigin stefnu. Við höfum ekki breyst,“ sagði Erbakan en hann hafði áður fordæmt þennan gjörn- ing með mun afdráttarlausari hætti. Tollabandalagið gekk í gildi þann 1. janúar og fögnuðu hægri menn og fijálslyndir í tyrkneskum stjórn- málum því ákaft. Nú ríkir hins veg- ar stjórnarkreppa í Tyrklandi því þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að mynda starfhæfa rík- isstjórn eftir kosningarnar sem fram fóru í lok desember. Múhameðstrúarmenn, sem hafa íjölmennasta þingflokkinn, eiga nú í viðræðum við hinn hægri sinnaða Föðurlandsflokk. Sá flokkur hefur rekið ákafa Evrópustefnu og það var undir forystu hans sem Tyrkir sóttu um aðild að ESB árið 1987. Forystumenn Föðurlandsflokks- ins höfðu hafnað öllu samstarfi við Velferðarflokk Erbakans en sæta ný þrýstingi um að verja þá stefnu sem Tyrkir hafa fylgt og grundvöll- uð hefur verið á umburðarlyndi í trúmálum, samstarfi við Vesturlönd og aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Komist múhameðstrúar- menn til vaida í Tyrklandi mun það því valda ákveðnum þátttaskilum í sögu NATO og eru ýmsir uggandi um þá framvindu mála. Tyrkir hafa litið á tollabandalag- ið sem mikilvægt skref í átt til fullr- ar aðildar að ESB. Samkomulagið við ESB var því talið sérlega mikil- vægt en nú kunna vatnaskil að vera í vændum í sögu Tyrklands fari svo að leiðtogi flokks múham- eðstrúarmana verði forsætisráð- herra í fyrsta skipti frá 1923 er tyrkneska lýðveldið reis upp af rústum veldis Ottomanna. Lögfræðiráðgjafi sendiráðs ESB Minni trúverðugleiki EFTA-stofnana ROAR Julsen, lögfræðilegur ráð- gjafi sendiráðs Evrópusambandsins í Ósló, segir að stofnanakerfi EFTA hafi veikst mjög eftir að þijú fjöl- mennustu EFTA-ríkin gengu í Evr- ópusambandið. Þess vegna geti t.d. trúverðugleiki EFTA-dómstólsins verið í hættu. Julsen sagði á fundi Evrópusam- takanna fyrr í vikunni að EFTA- dómstóllinn gæti komist í erfiða aðstöðu, þyrfti hann að dæma í deilumáli EFTA-ríkis og Evrópu- sambandsins. „Ef dómstóllinn kemst að nið- urstöðu, sem er ekki EFTA-ríkinu í hag, getur það auðvitað sakað hann um að draga um of taum Evrópusambandsins og draga dám af túlkun þess á EES-samningn- um,“ sagði Julsen. „Ef dómstóllinn kemst hins vegar að gagnstæðri niðurstöðu getur Evrópusambandið sagt sem svo að hér sé í raun norsk-ísienskur dóm- stóll, sem sé að dæma í málum Sem snerti Noreg og ísland og sé því ekki hlutlægur. Á þessu var ekki sama hætta á meðan fleiri ríki voru í EFTA.“ EES afgangsstærð Julsen sagði að EES-samningur- inn væri afgangsstærð hjá Evrópu- sambandinu vegna ýmissa brýnni verkefna, sem sambandið stæði frammi fyrir. Hann sagði að EFTA- ríkin þyrftu því varla að hafa áhyggjur af að sambandið vildi breyta samningnum. Hins vegar yrðu EFTA-ríkin að gæta sín að „rugga bátnum ekki um of‘ með því að neita að taka við einhveijum lögum og reglum Evrópusambands- ins, sem taka ætti upp í samning- inn. „ísland og Noregur geta ekki valið og hafnað," sagði Julsen. i I i ) ) I ) ) i i i i I i i I i i I i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.