Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ULFAR starfaði sem augnlæknir í herstöðinni á Miðnesheiði í 40 ár og hér er hann með bandarískum aðstoðarmönnum og sjúklingi. læknastofu í Reykjavík, fyrst í Kirkjuhvoli, en síðan í Lækjar- götunni. Auk þess var hann um árabii svæðisaugnlæknir iyrir Norðurland, utan Akureyrar, og flaug þá stundum sjálfur á staðinn, en hann hafði lært að fljúga í Bretlandi á árunum fyrir stríð. Og í fjörutíu ár annaðist hann augniækningar fyrir bandaríska her- inn á Miðnesheiði. MiMar framfarir Á meðan hann skoðar mig á nýju stofunni í Mjóddinni ræðum við um framfarir í faginu: „Pegar ég var í Þýskalandi voru Þjóðverjar og Austurríkismenn taldir mjög framarlega í augnlækningum og meira að segja Ameríkanarnir leituðu þangað. Þá höfðu nýorðið miklar framfarir í augnlækningum og farið að nota nýja tegund af augnspeglum til að skoða augnbotninn, sem voru mjög fullkomnir á þeirra tíma mæli- kvarða. Það var von Helmholtz sem fann hann upp. Svíarnir voru þá komnir með mjög gott tæki, Guldstrand-lampann, og grundvall- aratriðin í honum eru enn uppistaðan í þeim smásjám sem rtú eru notaðar. Aðgerðir voru þá tiltölulega frum- stæðar en von Grefe, sem var prófessor í Berlín, var þá að koma fram með nýjar aðferðir við skurðaðgerðir við gláku. Við hann er sá hnífur kenndur sem notaður var við þessar aðgerðir, en hann er nú löngu horfinn og komnir nýir hnífar og leiser-geislar og þess háttar. Eftir stríðið urðu miklar framfarir á öllum sviðum. Við vorum einangr- aðir hér í stríðinu, en strax í stríðslok fór ég til London til að kynna mér nýjungar í faginu. Þá sá ég í fyrsta skipti svæfingarlækni og það þótti mér miklar framfarir. Þjóðverjarnir, sem ég hafði verið samtíma í Berlín, buðu mér svo til Þýskalands til að vera við opnun fyrstu nýju augn- læknadeildarinnar í Bonn 1950. Svo fór ég til Bandaríkjanna 1952 og sá þar marga merkilega hluti, en þá voru allar þessar nýjungar að velta fram. Svo uppgötvaði Meyer- Schwickerath, sem starfaði í Bonn og ég þekkti vel, að menn gátu brennst í augnbotninum við að horfa í sól- myrkva og var frumkvöðull að því að nota þetta sama ljós til að gera aðgerðir inni í augnbotninum. Skömmu seinna komu Pólverjar með þá nýjung að í staðinn fyrir að nota tengur inni í auganu til að gera aðgerðir við drerasýki, sem er ákveðin tegund af blindu, þá náðu þeir augnsteininum úr auganu með þvi að frysta hann við nál og draga hann þannig út með miklu minni áhættu heldur en áður. Við fengum fljótiega svona tæki til ísiands, sem smíðuð voru í Suður-Afríku. Ég fékk fyrsta tækið og á það enn og geymi vel. Ein helsta breytingin í seinni tíð er það að setja tæran og nýjan augn- stein úr plasti í stað hins sjúka og gagnslausa.“ Lennan í stað ChurchiHs Ulfar segir mér ýmislegt fleira um framfarir í augnlækningum sem ekki eru tök á að fara nánar út í hér. En að lokinni skoðun skrifar hann sjónprófsgreiningu, og með hliðsjón af sjóndepurð vinstra augans og minnugur hins fornkveðna, að „betur sjái augu en auga“ fer ég sem leið liggur á hæðina fyrir neðan, til Péturs Christiansens og Kjartans Iíiistjánssonar gleraugnafræðinga í Gleraugnaversluninni í Mjódd og panta mér gleraugu. Ég verð þó að viðurkenna að ég fór aðeins á skjön við ráðleggingar Ulfars varðandi umgjörð gleraug- nanna, því í stað þess að fá mér lauf- léttan hálfmána að hætti Churchills notaði ég tækifærið, lét gamlan draum rætast og fékk mér kringlótt gleraugu í anda Lennons. LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 27 Setja peninga í níu rauð umslög. Fela salernis- skálina. % 'y4, Smíða nýjan stiga. EF MARKA má forn-kínversku vísindin feng shui gétur niðurröðun hluta í umhverfinu veitt manni gott brautargengi, eða staðið fyrir þrifum. Það mun vera afar vinsælt í Bandaríkjunum um þessar mundir að leita á náðir sérfræðinga til þess að rétta ör- lögunum hjálparhönd til hins betra, einkum meðal leikara og verðbréfasala. Einnig er sagt að athafna- maðm-inn Donald Trump hafi umturnað öllu í byggingu sinni á Manhattan samkvæmt fyrrgreindum lögmálum. Gene Stone greinahöfundur tímaritsins Esquire fékk einn helsta sérfræðing Bandaríkjanna í feng shui, Steven Post, heim til sín og greinir frá heim- sókninni í mars hefti útgáfunnar. Kenningin er sú að orkusvið jarðarinnar, chi, leiki um mann- eskjuna öllum stund- um og talsvert ríði á að koma hlutum þannig fyi-ir að þeir hindri ekki eðlilegt flæði.'Slíkt geti ráðið úrslitum um velgengni. „Post virðist afskaplega venjulegur maður og ber gott skynbragð á orkuflæði jarðar eftir 25 ára legu yfir fræðunum. „Fólk leitar til mín eftir ráðleggingum í fjármálum, eða vegna samskipta við hitt kynið,“ segir hann. I kynningarbæklingi fyrir starfsemi sína lofar hann auknu fjárflæði, fleiri tækifærum og betri af- komu. Þetta virðist draga nokkurn dám af liðnum áratug, en ég læt blekkjast," segir Stone í grein sinni. Lsegra hús, glatað tseMfæri „Við byrjum á því að skoða húsið að utan. I ljós kem- ur að það er minna en hin, sem ekki veit á gott; tæki- færi sem aldrei koma aftur. Auk þess er það brúnt á lit, sem ekki er betra. Mér er því sagt að hressa upp á það með rauðu og grænu. Verst að jólin skulu vera liðin. Þá er komið að innganginum. Ekki tekur betra við þar. Hurðirnar eru of margar og anddyrið aðþi-engt, sem endurspeglar sundurlyndi íbúanna. Mér ber að bregðast við þessu, til dæmis með því að hengja upp 30 tommu margstrendan kristal í níföldu, rauðu bandi. Ekki skánar það þegar lengra er haldið. Tröppurnai- eru of nálægt dyrunum, sem hindrar fjárílæði, og stiga- pallarnir eru ekki sem skyldi. Þar þarf að koma fyrir plöntum til að laða að góða anda. Þegar inn í mína íbúð er komið kastar fyrst tólfunum. Hún er of dimm. Hurðirnar í ganginum eru of margar. Fjöldi brennara í eldavélinni er ekki réttur og það þarf að setja spegla fyrir ofan arininn til þess að auka á ríkidæmi mitt. Mér er ráðlagt að kaupa afskorin blóm þriðja hvern dag í mánuð til þess að örva orkuflæðið og leysa hnúta sem verið hafa þrándur í götu um langa hríð. Jafnframt þarf ég tylft ki-istalla til að mýkja flæðið. Baðherbergið er ekki á réttum stað og klósettskálin á ekki að vera svona áberandi. Mér líður eins og versta nirfii. Svefn- herbergið er iðandi af slæmum straumum. Post spyi- hvort ég þekki einhvern Lewis, og virðist í vandræðum með að átta sig. Hann ráðleggur mér að fylla herbergið af blómum og speglum. Ekki er allt upptalið. Ég þarf líka að festa höfuðgaflinn betur á rúmið til þess að auka á stöðugleika í einkalíímu. Svo þarf ég hengiplöntu, kringlóttan sþegil fyrir ofan rúmið og bambusflautu beggja vegna. Hlgðinn en Mnclarlegur Loks bendir hann mér á að taka öllum tilboðum sem kunni að berast á næstunni og vill að ég setji það sem ég skulda honum fyrir þjónustuna í níu rauð umslög. Hann tekur umslögin, hneigir sig og setur peningana á höfuðið. Virðist það gert í þakklætisskyni. Næstu daga fer ég að ráðum hans í einu og öllu, nokkuð kindarlegur. Ný blóm varpa ljóma á dauílegar vistarverur, anddyrið er fullt af óróum og alls kyns kristal og speglar hvert sem litið er. Skömmu síðar ber- ast mér tvö bestu tilboð starfsævinnar. Aður fyrr hefði ég þakkað umboðsmanninum, gráti nær, í dag lofa ég vísindi orkusviðsins. Jafnframt velti ég því fyrir mér að festa upp hundruð spegla." VISA korthafar íferðahugleiðingum eru í góðum málum. PORTUGAL, ALGARVE 5.000 kr MAJORCA, 54 COMA afsláttur á mann afsláttur á mann Takmarkað sætaframboð. Einstök kjör á ferðum til Algarve í Portúgal og Sa Coma á Majorca. Kynnið ykkur brottfarardaga og skilmála. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM kl.: 10-14 V/SA Faxafeni 5 108 Reykjavík Sími: 568 2277. Fax: 568 2274 FERÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.