Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MÖRGUNB LAÐIÐ í HEIMSÓKN Á AUGNLÆKNINGASTOFU ÚLFARS ÞÓRÐARSONAR BETUR SJÁ AUBU EIM AUBA s * I næstum mannsaldur hefur Ulfar Þórðarson unnið að bættri sjón lands- manna. Hann er enn að og við skoðun komst hann að því að Sveini Guðjónssyni er farin að daprast sjón á vinstra auga ÚLFAR Þórðarson augnlæknir við sniásjána, sem er svo öflug að hægt er að greina hvert einstakt, korn í blóðinu. TANGASKJÓÐA sem Úlfar hefur átt í yfir þrjátíu ár og grípur stundum til enn í dag. STJORNUSTRIÐ eða augnlækningar? Köningsberg í Austur-Prússlandi 1934: „Dvölin þar olli þáttaskilum í lífi mínu. Stofnunin var og er ákaflega virt og veltir jafnmiklu fé til styrktar útlenskum námsmönnum í Þýska- landi og fjárlög íslenska ríkisins nema. Háskólinn sem ég var á hét Albertus Universitet og þar var mjög fullkomin augnlæknadeild á þeirra tíma mælikvarða og frægur og virtur augnlæknir, Birch-von Hirschfeld. Ég kom mér svo vel við hann að ég fékk að ganga þarna út og inn, á skurðstofuna og rannsóknarstofurn- ar, en það voru fáir i deildinni sem fengu það og naut ég þess að vera íslendingur. Þá tók ég þá ákvörðun að verða augnlæknir.“ Uppistand þegar Böbbels h.nm Úlfar kom síðan heim og útskrifað- ist úr læknadeild í janúar 1936, en hélt að því loknu til Berlínar í framhalds- nám í augnlækningum. Þetta var á uppgangstímum nasista og hinn ungi íslenski námsmaður komst ekki hjá því að fylgjast með þeim atburðum sem áttu sér stað i höfuðborg Þriðja ríkisins. „Ég sá Hitler nokkrum sinn- um og flesta helstu pótentáta nasista á þessum árum. Göbbels kom eitt sinn á augndeildina og þá varð mikið uppi- stand. En ég fékk nú ekkert að eiga við hann,“ segir Úlfar og hlær. „Mér líkaði ágætléga í Berlín og fékk meira að segja kaup, sem var sjaldgæft. Fé- lagar mínir þýsku fengu ekkert kaup, það var svo eftirsótt þetta pláss.“ Að loknu námi í Berlín fór Úlfar til Kaupmannahafnar og var þar þangað til Þjóðverjar hernámu Danmörku. „Ég komst heim á 16 tonna báti, Érekjunni, ásamt nokkrum félaga minna. Gunnar Guðjónsson átti hugmyndina að sjóferðinni, en við fórum sjö saman. Ég var yfirbryti á leiðinni," segir Úlfar og hlær. „Við erum nú tveir eftir, Björgvin Fredriksen, fyrrum borgarfulltrúi, og ég, og höfum verið aldavinir síðan þessi sjóferð vai- farin.“ Eftir heimkomuna opnaði Úlfar TUTTUGU og eins árs flugnemi í Bretlandi. AÐ LOKINNI raimsókn skrifar Úlfar upp á styrkleika nýrra lesgleraugna. hef móttöku í Kirkjuhvoli, á sama tíma og áður.“ Úlfar er rúmlega áttræður þótt ekki megi merkja það af útliti hans eða fasi, enda fer hann einu sinni í viku í badminton og les símaskrána gleraugnalaus. „Ég hef alltaf farið vel með augun. Svo tek ég lýsi, sem er allra meina bót, ekki síst fyrir augun.“ „Svo skemmtilega vill til að ég fór fyrst til læknis í Lækjargötu 6, og það var til Andrésar Fjeldsted augnlækn- is,“ segir hann og lætur hugann reika til bemskuáranna, en hann ólst upp á Kleppi ásamt sjö systkinum, börnum Þórðar Sveinssonar yfirjæknis þar og Ellenar J. Kaaber. „Ég hef verið þriggja eða fjögurra ára, en man það eins og gerst hefði í gær. Ég fór á hestakerru frá Kleppi og niður í miðbæ og fannst ég vera mikill maður, að svo mikið skyldi við mig haft, en ég hafði fengið kolakorn í augað.“ Á námsstyrk í Þýskalantti Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavik settist Úlfar í læknadeild Háskóla Islands. En eftir að hafa hlotið styrk frá þýsku mennta- og vísindastofnun- inni „Alexander von Humboldt Stiftung", sem var fátítt að lækna- nemar fengju, lá leið hans til FYRSTA „frystináls- tækið“ sem kom hingað til lands og Úlf- ar geymir niðri í kjallara. LENNON-gleraugun tilbúin til notkunar. ÞÚ ert eins og fælinn hestur,“ segir Úlfar augnlæknir þegar ég hörfa ósjálfrátt undan smásjánni, enda fannst mér hún rekast í augasteininn. „Þetta er ekkert sárt,“ ítrekar þann og bætir við: „Það er ómögulegt fyrir mig að elta þig um alla stofu með smásjána í hendinni." Hann les af tækjunum og svo kemur niðurstaðan: „Hægra augað er í lagi, en þú ert með skerta sjón á vinstra auga og sjónskekkju að auki, en hana hefurðu líklega haft frá fæðingu. Vissir þú það?“ „Nei, ég hafði ekki hugmynd um það.“ „Þú verður að fá þér lesgleraugu. Hefurðu notað þau?“ „Bara þessi ódýru frá Hagkaup...“ „Það gengur ekki. Þú verður að fá þér almennileg lesgleraugu, maður. Ég mæli með hálfmána, eins og Churchill notaði.“ í hestakerru niður í miðbæ Úlfar skoðaði mig á nýju læknastofunni við Áifabakka 14 í Mjódd, en þangað flutti hann nýverið eftir að hafa verið í hálfa öld með stofu í Lækjargötu 6B. „Það var góður andi í því húsi og þarna höfðu starfað augnlæknar, hver fram af öðrum. Björn Ólafsson, sem var fyrsti augnlæknir hér á landi, svo, og Andrés Fjeldsted, Kjartan Ólafsson og Bergsveinn Ólafsson. Ég er viss um að þeir hafa allir verið þarna með mér og ég vona bara að þeir fylgi mér hingað uppeftir, til okkar Olafar Kristínar Ólafsdóttur, Arnar Sveinssonar og Þorkels Sigurðssonar, sem eru vel menntaðir augnlæknar og ég yngist upp við að umgangast. Hér er auðvitað allt nýlegt og ég kann ágætlega við mig, en þetta eru mikil viðbrigði. Það er svo sem viðbúið að ekki sé langt eftir af starfsævinni og því tilbreyting fyrir mig að koma hingað eftir svo langan tíma á sama stað. Ég hef þó ekki alveg sagt skilið við miðbæinn því ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.