Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 19 ERLENT Umræða um varnarmál í Frakklandi Tillögu um afnám herskyldu misvel tekið París. Reuter. ÁFORM Jacques Chiracs Frakk- landsforseta um að afnema her- skyldu og koma þess í stað upp atvinnuher hafa fallið í misjafnan jarðveg í Frakklandi. Hafa stjórn- málamenn jafnt til hægri sem vinstri lýst því yfir að þeir telji æskilegt að viðhalda herskyldu í landinu. Chirac átti í gær fund með fimm hundruð yfirmönnum í hernum í franska herháskólanum og hvatti þá til að lýsa yfir eindregnum stuðningi við þessa róttækustu breytingu á franska hernum frá því að Alsírstríðinu lauk árið 1962. Hann sagði nauðsynlegt að stokka hprinn upp á næstu sex árum til að mynda „sannæfærandi evrópskar varnir, sem gætu verið jafnt hernaðarvængur Evrópu- sambandsins sem Evrópustoð Átl- antshafsbandalagsins." Áformað er að fækka hermönn- um í franska hernum úr 500 þús- und í 350 þúsund og draga úr kjarnorkuherafla Frakklands. Kommúnistar óánægðir Margir hafa hins vegar orðið til að gagnrýna áætlun forsetans allt frá Robert Hue, leiðtoga kommún- ista, til hægrimannsins Philippe de Villiers. Dagblað kommúnistaflokksins, L’Humanité sa.gði í stórri fyrirsögn á forsíðu: „Chirac afnemur varnir þjóðarinnar". Stéttarfélagið CGT, sem kommúnistar ráða, sagði í yfirlýsingu að við þessar breyting- ar myndi störfum í landinu fækka um tugi þúsunda. Skoðanakönnun fyrr í vikunni bendir hins vegar til að 72% Frakka séu sammála því að taka upp atvinnuher. Lionel Jospin, leiðtogi sósíalista, sagði nauðsynlegt að efna til mik- illar og almennrar umræðu um málið áður en herskylda yrði af- numin og gagnrýndi Chirac fyrir að hafa ekki minnst á nauðsyn þess að hafa franskar sveitir sem verðu landsvæði Frakklands. Hann sagði forsetann einungis hafa minnst á að kjarnorkuvopn ættu að fæla frá því að gerð yrði innrás í Frakkland í sjónvarpsvið- tali á fimmtudag, þar sem hug- myndirnar voru fyrst kynntar op- inberlega. Hann hefði hins vegar virst líta á hersveitir Frakka sem einhveijar sveitir er ætti að senda í leiðangra til annarra ríkja. Þjóðernissinninn Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðarfylkingarinnar, sagði Chirac hafa undirritað „dauðadóm" fransks hergagnaiðn- aðar og herafla. Það væri lýð- skrum hjá Chirac að halda því fram að þetta myndi spara fjár- muni. Hluti af franskri menningu Charles Pasqua, fyrrum innan- ríkisráðherra og valdamaður í RPR, flokki Chiracs, sagðist telja æskilegt að viðhalda herskyldu að hluta. Hún væri hluti af franskri menningu og hefð og að þar væru fulltrúar mismunandi stétta og þjóðfélagshópa bræddir saman. Paul Quiles, fyrrum vamar- málaráðherra í ríkisstjórn sósíal- ista, sagði forsetann hafa vanmet- ið kostnaðinn við að þjálfa upp menn í þijú ár í atvinnuher og koma þeim út í þjóðfélagið á ný, eftir að þeir hafi lokið störfum í hernum. Einnig hefur verið bent á að það kunni að verða vandasamt að fá ungmenni næstu árin til að sætta sig við að vera þeir síðustu er gegna herskyldu, en hún verður við lýði í sex ár til viðbótar. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, fagnaði þvi í yfirlýsingu hversu mikinn stuðning Chirac hefði sýnt Evrópusveitunum og sagðist telja æskilegt að verulegur fjöldi franskra hermanna yrði áfram staðsettur í Þýskalandi á næstu árum. Reuter CHIRAC Frakklandsforseti ræðir fyrirhugaðar breytingar í varnarmálum við fréttamennina Anne Sinclair og Alain Duham- el í Elysée-höll á fimmtudagskvöld. Fahd tekur aftur við völdum í Saudi-Arabíu Dubai. Reuter. FAHD, konungur Saudi-Arabíu, hef- ur tekið aftur við stjórnartaumunum en þeir hafa verið í höndum hálfbróð- ur hans síðan hann fékk heilablóð- fall í nóvember sl. Erlendir sendi- menn telja þó líklegt, að Fahd, sem er 74 ára að aldri, muni fela öðrum á hendur sumar skyldur sínar. Abdullah krónprins, hálfbróðír Fahds og nokkru yngri en hann, hefur stýrt ríkinu síðan í nóvember og bjuggust fæstir við, að hann tæki aftur við stjóminni. Fahd konungur, sem er mjög hlynntur vestrænum ríkjum, er einn- ig forsætisráðherra en bræður hans hafa stundum stýrt ríkisstjómar- fundum, sem haldnir eru vikulega. HAGKAUP fyrir fjölskylduna EUku/, hj\ ásti*v tuln/... 2 ao i / t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.