Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 45 FRÉTTIR Nýtt skátaheimili vígt Litunar- keppni í Borgarkjall- aranum LITUNARKEPPNI ’96 verður haldin í Borgarkjallaranum (áður Amma Lú) sunnudaginn 25. febrúar. Húsið verður opnað kl. 14 og keppnin hefst kl. 15. Tæp- lega 60 aðilar taka þátt í keppn- inni sem er þvíþætt. Annars veg- ar er frjáls aðferð þar sem fag- manninum er allt leyfilegt í klippingu og litun. Hins vegar er keppt í útfærslu á lit- og form- gerðum hártískunnar í dag. Tískusýning fata og skart- gripa verður kl. 17. Þar mun samspil hárs, fata og förðunar njóta sín. Litunarmeistari ’96 fær í verðlaun bikar og ferð á heimsmeistarakeppni í hár- greiðslu og hárskurði í Washing- ton í ágúst. Hárgreiðslumeistarafélag ís- lands stendur fyrir keppninni en fagfélögin Félag meistara og sveina í fataiðn, Félag íslenskra gullsmiða og Félag íslenskra snyrtifræðinga taka þátt í henni: Opið hús hjá Okuskólanum í Mjódd OPIÐ hús verður hjá Ökuskólanum í Mjódd laugardaginn 24. febrúar frá kl. 13-17 í tilefni af evrópsku ári símenntunar 1996. Auk þess að al- mennt starf skólans verður kynnt mun sérstök áhersla verðá lögð á að kynna aukin ökuréttindi þ.e. réttindi til aksturs hóp-, vöru- og leigubif- reiða ásamt réttindum til bifhjóla- aksturs. Kennarar skólans munu einnig kynna námskeiðin sem haldin eru fyrir B-ökuréttindi eða almennt bif- reiðastjórapróf. Sérstök athygli er vakin á kynningu á bifhjólanámskeið- um kl. 16.30. Kynningarmappa skól- ans mun liggja frammi. Fyrirlestur um gæðahúsið FYRIRLESTUR um gæðahúsið verð- ur haldinn, á vegum Sjávarútvegs- hóps Gæðastjórnunarfélags íslands, þriðjudaginn 27. febrúar kl. 8.15- 9.30, hjá Verkfræðistofu Stefáns Ól- afssonar, VSÓ, Borgartúni 20, Reykjavík. NÝTT skátaheimili Skátafé- lagsins eina í Reykjavík verð- ur vígt í dag í Arnarbakka 2 en Skátasambandið keypti húsnæðið af Pósti og síma í ágúst 1992. Kostnaður við heimilið nemúr nú um sex og hálfri milljón króna. Skátafélagið eina var stofn- að árið 1988. í Eina starfa sjötíu skátar og hafa þeir lagt nótt við dag undanfarið til að allt verði tilbúið fyrir vígsl- una. Auk skátanna hafa félag- ar í Kiwanisklúbbnum Viðey lagt hönd á plóginn svo og ýmsir velviljaðir einstakling- ar. Nýja skátaheimilið er 160 fermetrar. Að sögn Jóns Ingvars Har- aldssonar félagsforingja eru þetta merk tímamót fyrir fé- lagið. Hann sagði krakkana hafa unnið af krafti og dugn- aði við nýja heimilið og mikill hugur væri í þeim að takast á við starfið og ný verkefni. Fyrirlesari verður Haraldur Hjaltason, VSÓ, og mun hann kynna hvemig hægt er að nota gæðahúsið til að skilgreina væntingar viðskipta- vina. Fundurinn er öllum opinn. Listaverkasala Sjálfsbjargar SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, opnar sölu- sýningu á listaverkum í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, laugardaginn 24. febrúar, og stendur hún til 4. mars nk. Verkin á sýningunni eru gefin af listafólkinu og verður ágóðanum varið til uppbyggingar á Sólbakka við Vatnsenda. Landinu var gefið nafn ti! minningar um Sigurð Guð- mundsson, ljósmyndara, sem var farsæll formaður þess um árabil, en hús Sigurðar í Laugamesinu hét Sólbakki. ■ BÚSETI á höfuðborgursvæð- inu heldur kynningu á félaginu í Kópavogi sunnudaginn 25. febrúar kl. 14 til 18. Búnaðarbankinn kynn- ir nýjan búspamaðarreikning og myndir og teikningar af íbúðum fé- lagsins verða til sýnis. Búseti rekur um 300 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og era félagsmenn á þriðja þúsund talsins. Norræn bænaráð- stefna í Færeyjum NORRÆN bænaráðstefna verður haldin í Þórshöfn í Færeyjum dag- ana 19.-21. apríl nk. Bænaráð- stefnan er opin öllum kristnum, sama hvaða trúfélagi þeir tilheyra, til að sameinast í bæn fyrir Norð- urlöndunum. í fréttatilkynningu frá mótsnefnd segir: „Hugmyndin kviknaði þegar safnaðarhirðar frá Færeyjum og íslandi ræddu um stöðu kristinnar í ljósi þess að einungis þrjú þessara landa hafa enn ekki samþykkt hjú- skaparlöggjöf fyrir samkynhneigða (Finnland, Færeyjar og ísland). Hin fjögur löndin hafa samþykkt löggjöf sem er í andstöðu við tilskipun Guðs þar sem aðeins karl og kona geta myndað sameiginlegt hjónaband og er sú hjónabandsmynd sett upp sem útskýring á sambandi Krists og safnaðarins (kirkjunnar). Bænaráðstefnan hefst föstudags- kvöldið 19. apríl og lýkur á sunnu- dagskvöldinu með lofsöng og hátíð fyrir augliti Drottins. Ráðstefnan samansténdur af fræðsluerindum og bæn. Erindi verða flutt af Kjell Sjöberg frá Svíþjóð, Kurt Christ- iansen frá Danmörku og Friðriki Schram frá íslandi. Þeir aðilar sem standa fyrir þessari ráðstefnu eru: Fíladelfía, Hjálpræðisherinn, Imm- anuel og Hoyvíkur-söfnuðurinn. Allir sem hafa áhuga á þátttöku geta fengið frekari upplýsingar í síma: 00 298 14828 eða 00 298 14067 í Færeyjum. Skriflegar upp- lýsingar er hægt að fá frá Fíladelf- íu, Landavegi 22, Fr-100 Tórshavn. Ferðahópar næstu daga Ferðafélag íslands SKÍÐAGÖNGUFERÐ Ferðafélags íslands frá Stíflisdal að Skógarhól- um í Þingvallasveit fer fram sunnu- daginn 25. febrúar kl. 10.30 (geng- ið í um 5 klst.). Kl. 13 sama dag verður vetr- arferð á Þingvelli. Gönguferð um Almannagjá og Bláskógaheiði eftir því sem tíminn leyfir. Kl. 13 á sunnudag verður einnig skíðaganga Fyrirlestur á vegum ís- lenska mál- fræðifélagsins DR. MATTHEW Whelpton, rektor í ensku við Háskóla Islands, flytur opinberan fyrirlestur á vegum ís- lenska málfræðifélagsins í stofu 423 í Árnagarði þriðjudaginn 27. febr- úar nk. kl. 17.15. Fyrirlesturinn nefnist: „Heading for an Argument: Purpose Clauses and Predication in English“. Dr. Matthew Whelpton lauk Master of Philosophy prófi frá Uni- versity of Oxford 1993 og doktors- prófi frá sama skóla 1995. Doktors- ritgerð hans nefnist: „The Syntax and Semantics of Infinitives of Res- ult in English." á Mosfellsheiði (gengið í um 3 klst.). Komið verður til baka úr þessum ferðum kl. 18. Útivist ÚTÍVIST stendur fyrir léttri göngu um Álftanes á sunnudag. Farið er af stað frá Umferðarmið- stöðinni kl. 10.30 en einnig er hægt að koma í ferðina við Bessastaði kl. 10.45. Gengið verður um Bessa- staðanés og komið við í Skansinum. Síðan verður gengið með Sellunni og ströndum suður með Skógtjörn. Ferðin kostar 800/700 en 200 fyrir þá sem koma við á Bessastöð- um. Hafnargönguhópurinn HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í næstu viku í kvöldgöngu sinni með allri ströndinni eins og kostur er frá Fossvogslækjarósi út á Suður- nes og Snoppu og áfram inn með Sundum að Korpúlfsstaðaárósum (Blikastaðakró). Raðgangan hefst við Fossvogs- lækjarósinn (skammt utan við Nesti í Fossvogi) á mánudaginn 26. febr- úar kl. 19.30, síðan gengið með ströndinni út á Bakkavör á Seltjam- arnesi þar sem fyrsta áfanga lýkur. Hægt verður að koma í gönguna við Skeljanes hjá birgðastöð Skelj- ungs kl. 20. Val um að ganga til baka eða taka SVR. Á þriðjudag verður gengið kl. 20 frá Bakkavör, húsi Björgunarsveit- arinnar Alberts, með ströndinni nið- ur á Miðbakka að Hafnarhúsinu. DAGUR SÍMENNTUNAR Opið hús Laugardaginn 24. febrúar verður opiS hús í nýjum húsakynnum í Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg 1, kl. 13:00 - 17:00 Lifandi módel, klædd, greidd og snyrt. Nýjungar í Ijósmyndatækni. Internetió, FreeHand, Photoshop, Word og QuarkXPress. Prentun og bókband. Gull, silfur og eóalsteinar. Ur og klukkur. Rör í rör. Tennur, brýr og gómar. Mólmar, renndir, skornir og beygöir. íslenskur bakstur, m.a. konudagskaka. Sjá tímasetningar á dagskrá { opnuauglýsingu annars staðar í blaSinu. Fulltrúar endurmenntunarstofnana iönaöarins kynna: Námsefni og námsleiðir í iðnnámi. Símenntun í iðnaði. Féiags- og Fræðslumiðstöð Iðnaðarins Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík • Sími 562 0775 • Fax 562 0758 • Netfang prent@centrum.is Félag íslenskra gullsmiSa • iSnaöarmannafélagiS í Reykjavík • Félag meistara og sveina í fataiSn Félag pipulagningameistara í Reykjavík • FræSsluráS málmiSna&arins • HárgreiSslumeistarafélag íslands Landssamband bakarameistara • Ljósmyndarafélag íslands • Prenttæknistofnun • Samband íslenskra tannsmíöaverkstæða Sammennt (Samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla) • Úrsmiðafélag íslands Fræðsluráð byggingaríðnaðarins og Félag íslenskra snyrtifræðinga taka þátt í opnu húsi FFI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.