Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 43 I I í : I I í 4 4 : 4 í KRISTMUNDUR GEORGSSON + Kristmundur Georgsson trésmíðameistari var fædd- ur á Einarslóni í Breiðavíkur- hreppi í Snæfellsnessýslu 28. nóvember 1909. Hann andaðist á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 21. janúar 1996 og var útförin gerð frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði 1. febrúar. KRISTMUNDUR Georgsson tré- smíðameistari er látinn. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg, en efst í minning- unni er sá tími er ég var að læra smíðar á trésmíðaverkstæði hjá Dröfn hf. í Hafnarfirði, en þar var Kristmundur verkstjóri og einn eig- enda. Mikill kunningskapur var milli foreldra minna og fjölskyldu Krist- mundar og hefur sá kunningsskap- ur haldist alla tíð. Blómarækt var mikið áhugamál hjá Kristmundi og mömmu og var oft mikið rætt um blóm, þegar set- ið var yfir kaffibolla. Dröfn hf. var örstutt frá heimili mínu og því spennandi fyrir unga drengi að skreppa niður i Dröfn og fá gefins spýtu til að smíða bíla í bílskúrnum. Stundum fannst Krist- mundi og félögum við full tíðir gest- ir á verkstæðinu og ráku þeir okkur út, en oft var það líka út af því að þeim fannst við vera full nálægt vélunum og óttuðust að við gætum slasað okkur. Þegar að því kom að ég hugðist læra húsasmíði, lá beint við að tala við Kristmund og spyrja hvort hægt væri að komast á samn- ing í Dröfn. Ég fór heim til hans og bar upp erindið. Kristmundur svaraði að bragði: „Nú, ætli það sé ekki best að ég ali þig upp áfram, því þú ert hvort eð er alltaf að snígl- ast á verkstæðinu.“ Eftir að Kristmundur hafði borið erindi mitt upp á stjórnarfundi og fengið það samþykkt, var aðeins eftir að bíða þess að verða 16 ára til að geta byijað að læra. Nú fór í hönd ógleymanlegur tími þar sem Kristmundur leiðbeindi ungum nemanda um meðferð véla og þeirra tækja og tóla sem nota þurfti við smíðarnar. Hann lagði ríka áherslu á að fara varlega við vélar og að augnabliks kæruleysi gæti haft alvarlegar afleiðingar. Vönduð vinna var í hávegum höfð og hafði trésmíðaverkstæði Drafnar orð á sér fyrir vandaða vinnu á innréttingum, hurðum og öðru sem það sendi frá sér. Það er ómetanlegt að hafa feng- ið að starfa undir stjóm manns eins og Kristmundar. Hann var góður vinur og félagi, og ógleymanlegar eru veiðiferðirnar sem við fórum saman. Margt skemmtilegt kom fyrir í vinnunni og var andinn á verkstæðinu einstaklega skemmti- legur. Kristmundur var völundur í höndunum og eru margir fallegir munir til eftir hann. Hann hafði alla tíð sérstaklega gaman af því að renna hluti úr tré, stóra og smáa, sníða og munstra saman spón. Meðan heilsan leyfði hin síðari ár, smíðaði hann fallega skartgripa- kassa, skipsmódel og líkan af timb- urhúsagrind. Síðasta kassann sem hann var með í smíðum en treysti sér ekki til að ljúka við, færði hann mér í sumar er ég kom í heimsókn með ósk um að ég lyki smíði hans. Gaman var að koma til Kristmund- ar á Holtsgötuna og rifja upp gamla tíma og var auðvelt að gleyma sér í þeim samræðum. Fyrir örfáum árum fékk ég leyfi til að taka myndir af líkaninu af timburhúsagrindinni til að hafa í kennslugögn um uppbyggingu eldri timburhúsar Á síðasta ári hafði Kristmundur samband við mig og vildi að ég varðveitti grindina, en ég yrði að gefa sér mynd af henni. Nú stuttu fyrir jól voru teknar myndir og færði ég honum mynd. Grindin er uppstillt í kennslusal Rannsóknastofnunar byggingariðn- aðarins að Keldnaholti. Hægt er að skrifa langa grein um þær minning- ar sem rifjast upp, en að lokum vil ég þakka fyrir allar þær stundir sem ég átti með Kristmundi í leik og starfi og mun minnast hans sem góðs vinar og félaga þar sem aldrei bar skugga á. Aðstandendum sendi ég hugheil- ar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Kristmundar Georgsson- ar. Bjarni Rúnar Þórðarson. Þorvaldur Árnason frá Vatnsskarði fædd- ist á Sauðárkróki 29. mars 1931. Hann lést í Sjúkra- húsinu á Sauðár- króki 14. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Árni Árna- son og Sólveig Ein- arsdóttir. Eina syst- ur átti Þorvaldur, Guðrúnu, sem er gift Magnúsi Bjarn- freðssyni og eiga þau þrjú börn. Þorvaldur giftist Ingibjörgu Halldórsdóttur frá Halldórsstöðum 10.7. 1958. Eignuðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Sólveig, f. 12.3. 1960, var áður gift Kristjáni Alexand- erssyni og átti með honum börnin Inga Björgvin og Hrafn- hildi Sonju. Unnusta Björgvins MIG langar að minnast föður míns, Þorvalds Árnasonar, sem oftast var kenndur við bemskuheimili sitt, Stóra-Vatnsskarð í Skagafirði. Það er komið að kveðjustund, tíma þjáninga er lokið. Upp í hug- ann koma minningar frá bernskuár- unum, þegar við áttum heima á Vatnsskarði. Þar snerist lífið mest um búskap og mátti ég ekki af neinu missa í því sambandi. Pabbi var einstaklega duglegur að hafa okkur með sér, þótt veður væru oft válynd á Skörðum. í minningunni verða ferðirnar ríðandi með pabba niður að Arnarstapa eins og ævin- týri. Fór hann með okkur systurnar þijár, þá yngstu á hnakknefinu og hinar hvora við sína hlið og teymdi undir okkur enda vomm við ekki háar í loftinu. Er ég viss um að börn í dag hlakka ekki meira til utanlandsferða en við hlökkuðum til þessara ferða. Æði oft fórum við með honum í mjólkurbílnum og var þá stundum komið við á Varma- læk og keypt vínber. í stóðrekstur fékk ég að fara með pabba 11 ára, frá Vatnsskarði. Fórum við yfir Svartárdalsfjall og var þetta stór- skemmtileg ferð. Pabbi þekkti öll kennileiti og bændurna á bæjunum sem við komum á. Pabbi var mikill hestamaður og átti hross allt sitt líf, hefði ekki getað hugsað sér lífið án hestanna. Margt hrossið tamdi hann á lífsleið- inni og var mjög oft til hans leitað með tamningar. Hann var einstak- lega duglegur að fást við erfið hross og tókst honum oft að gera gæð- inga úr hálfgerðum villidýrum. Hann gladdist mjög yfir áhuga barna sinna og barnabarna á hest- unum og var óþreytandi að dútla með þeim og hjálpa. Ávallt ef járna þurfti hest eða lagfæra reiðtygi var hann reiðubúinn að leysa það. Hann vann mikið úr leðri af hestavörum og færði hann vinum og Ijölskyldu marga gjöfina sem var afrakstur hans vinnu. Alla tíð pijónaði pabbi mjög mik- ið og hafa margir notið hlýju af vettlingum eða sokkum sem hann gerði. Voru barnabörnin einkar stolt af að sýna vinum sínum hluti sem afi þeirra hafði pijónað. Stytti það honum margar stundir að geta grip- ið í pijóna eða lesið eftir að heilsan fór að bila. Pabbi var mjög virkur félagi í Karlakórnum Heimi frá 1961, eða í tæp 35 ár. Naut hann þess félagsskapar mjög og hafði óbilandi metnað fyrir kórinn. Má geta þess því til staðfestingar að á meðan hann dvaldi á sjúkrahúsinu síðustu vikurnar seldi hann óhemju af spólum og diskum með þeirra nýjasta söng. Mér er það einkar minnisstætt að í síðasta sinn er ég kom til hans og gat talað við hann, var honum efst í huga velgengni kórsins á þrettándaskemmtuninni. Margar ógleymanlegar ferðir fóru þau mamma og pabbi með kórnum er Harpa Lind Tóm- asdóttir og eiga þau dótturina Alex- öndru Lilju. Sam- býlismaður Sólveig- ar nú er Gunnar Pétursson og eiga þau dótturina Elinu Petru. 2) Guðrún Haildóra, f. 31.5. 1961, gift Valgeiri Þorvaldssyni. Þeirra börn eru: Þröstur Skúli, Linda Fanney og Sólveig Erla. 3) Kristín, f. 4.4. 1964. Sambýlismaður hennar er Björn Pálmason og eiga þau börnin Sigríði Ingu og Þorvald Inga. 4) Halldór, f. 25.8. 1971. Sambýliskona hans er Sonja Hafsteinsdóttir og eiga þau dótturina Hafrúnu Yri. Útför Þorvalds fór fram frá Sauðárkrókskirkju 20. janúar. bæði utan lands og innan og eru það yndislegar minningar fyrir mömmu að ylja sér við. Pabbi var harðduglegur maður, þurfti alltaf að hafa nóg fyrir stafni. Hann var ákveðinn maður og bjart- sýnn, vildi láta hlutina ganga rösk- lega fyrir sig. Hann bar ekki tilfinn- ingar sínar á torg, átti erfitt með að sýna væntumþykju sína eins og hún var. Hann notaði þá tækni að vera hulinn skel, en innan hennar var mikil ást og hlýja. Mér varð oft hugsað til þess þegar hann var að sinna barnabörnunum, þá var hann oft að gera fyrir þau það sem hann hafði ekki getað gert fyrir sín börn. Eftir að hann veiktist í mars sl. breyttist líf hans mikið. Hann end- urmat svo margt og notaði hvern dag til hins ýtrasta og naut þess mjög að vera í návist við fólkið sitt. Hann var mjög stoltur af hópnum sínum og gladdist yfir árangri hvers og eins. Fylgdist hann mjög vel með þeim framkvæmdum sem við stöndum í og naut þess að geta tekið þátt í söng Heimis á sl. Jóns- messuhátíðum. Obilandi áhugi hans og trú á lífið var mjög sterk, það sást vel á því að í nóvember sl. tók hann á hús hross sem börnin mín eiga og ætlaði að dunda við að temja þau til að hafa eitthvað til að hugsa um. Á aðfangadag fékk hann að fara heim af sjúkrahúsinu og var heima til morguns annars í jólum. Á jóladag er venja að mín fjölskylda komi öll til okkar að Vatni. Var það ein af hans síðustu óskum að kom- ast það. Honum tókst það meira af vilja en mætti og áttum við sam- an yndislegan dag. Var það okkur dásamleg jólagjöf. Pabbi stóð ekki einn. Hann átti einstaka eiginkonu, sem stóð við hlið hans í lífinu sem bæði átti sínar björtu og dökku hlið- ar. Undir það síðasta var hún hjá honum nætur og daga og sýndi fádæma dugnað og styrk. Eg held að það sé okkur öllum 'mikils virði að hafa haft þær aðstæður að geta dvalið hjá honum síðustu stundirn- ar. Ég vil fyrir hönd móður minnar og systkina þakka öllu því hjúkrun- arfólki á Sjúkrahúsinu á Sauðár- króki, sem hlut átti að máli, fyrir einstaka umhugsun um pabba, öll gæðin og hugulsemirra við mömmu og hlýlegheitin í okkar garð. Að lokum vil ég þakka þér, elsku pabbi minn, allar góðu stundirnar sem við áttum saman, allt sem þú kenndir mér og gafst, allt sem þú gerðir fyrir fjölskyldu mína. Við minnumst þín eins og þú sjálfur hefðir viljað í gleði, ást og kærleika. Elsku mamma, þú hefur mikið misst, en þín einstaka ró og trú á lífið vona ég að hjálpi þér í sorg- inni. Megi góður Guð leiða okkur öll sem sitjum hljóð og söknum og hjálpa okkur til að sjá sólina þegar hún fer að skína. Sólveig systir mín komst svo að orði á kveðjustund: Hjartans þökk fyrir ástúð þína, árum liðnum ég aldrei gleymi. Við Gunna, Halldór og litla Stína biðjum að pð þig ætíð geymi. Þótt okkar samleið endi um stund, skal ég ávallt muna. Til að græða auma und, við eigum minninguna. Hafi maður innrætt börnum sín- um eldmóð og áhuga, getur maður dáið áhyggjulaus því þá hefur mað- ur arfleitt þau að ómetanlegum verðmætum. - Tómas A. Edison. Guðrún Halldóra Þorvaldsdóttir, Vatni. Elsku afi, það er svo erfitt að trúa því að við fáum ekki að hafa þig lengur hjá okkur. Við eigum svo margar yndislegar minningar af Freyjugötunni hjá ykkur ömmu. Æði oft þegar foreldrar okkar þurftu að bregða sér frá voru þið boðin og búin að gæta okkar, sækja okkur og flytja og stjana við okur. Oft var farið í hesthúsið og dundað þar langar stundir. Þú hafðir alltaf tíma til að hjálpa okkur og mátti ekki á milli sjá hver var glaðari, við eða afi. Eftir að þú varðst las- inn var svo skrýtið að koma á Freyjugötuna, þú varst oft heima, það var ólíkt þér, því alltaf áður þurftir þú að hafa eitthvað fyrir starfi. Þú passaðir okkur oft þegar þurfti og geymum við þær minning- ar í hjarta okkar. Við sem yngst erum eigum svo erfitt með að skilja að við fáum aldrei oftar að lúra hjá þér í ömmuholu og fá okkur smá- blund. Við spyijum um þig og leit- um að þér, en enginn getur gefið okkur svar sem við getum trúað og sætt okkur við. Elsku afi, við ætlum að passa ömmu fyrir sig, því við vitum að þú vilt að henni liði sem best. Við vitum að þú ert ekki lasinn lengur og ert kominn til Guðs og þar líður þér vel. Elsku hjartans afi, við viljum þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við munum aldrei gleyma þér. Barnabörnin. Komið er frændi að kveðjustund, klukkan er hætt að tifa. Hratt flýpr tíminn, hrærð er lund, hryggur ég sit og skrifa. Við kistuna stöndum, kalt er í heimi, kveðjum þig hinsta sinn. Algóður Drottinn ávallt þig geymi ágæti frændi minn. Imba, þið áttuð saman árin mild og blíð. Bið ég því Guð að blessa börn ykkar alla tíð. En svona er lífíð, seint því fáum breytt, sólin mun þó aftur fara að skína. Fjölskyldunni á Freyjugötu eitt færi ég ástarkveðju’ og samúð mína. Benedikt Benediktsson, Stóra-Vatnsskarði. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Brd. Rangæinga og Breiðholts Sveit Alfreðs Þ. Alfreðssonar sigr- aði í sveitakeppni félaganna. Með hon- um spiluðu: Jóhann Gestsson, Hreinn Björnsson, Ómar Rögnvaldsson, Björn Þorvaldsson, Viktor Björnsson. Röð efstu sveita: Alfreð Alfreðsson 221 Steindór Guðmundsson 197 Sérsveitin 194 KGB 186 Friðrik Jónsson 183 Nk. þriðjudagskvöld verður eins kvölds tvímenningur, en 5. mars hefst þriggja til fjögurra kvölda Butler. Skráning er hjá BSI og í síma 555- 41507. Bridsdeild félags eldri borgara Kópavogi Spilaður var Mitchell tvímenningur föstud. 16.2. sl. 20 pör mættu, úrslit urðu: N-S: Þorsteinn Sveinsson - Eggert Kristinsson 265 Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 232 BragiSalómonsson-ValdimarLárusson 231 A-V: Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Arnórsson 262 Júlíus Ingibergsson - Jósef Sigurðsson 237 Sæmundur Bjömsson - Böðvar Guðmundsson 236 Spilaður var Mitchell tvímenningur þriðjud. 20.2. sl. 20 pör mættu, úrslit urðu: N-S: Cyrus Hjartarson - Hreinn Hjartarson 258 MagnúsHalldórsson-MagnúsOddsson 249 Sigriður Pálsd. - Eyvindur Valdimarsson 233 A-V: ÞórarinnÁmason-ÞorleifurÞórarinsson 267 GarðarSigurðsson-HörðurDavíðsson 253 Jón Stefánsson - Þorsteinn Laufdal 250 Bridsfélag Kópavogs ÞEGAR ein umferð er eftir í aðal- sveitakeppni félagsins er staðan eftir- farandi: Ragnar Jónsson 240 Vinir 226 Landssveitin • 215 Ármann J. Lárusson 199 KGBogfélagar 198 Sérsveitin 197 Skráning er hafin í næstu keppni félagsins sern er Catalínumótið, Butl- er-tvímenningur, og hefst 7. mars. Skráning hjá Hermanni í síma 554 1507. Skilafrestur minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að út- för hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. t Útför vinkonu minnar, SOFFÍU JÓNSDÓTTUR SÖRENSEN, (áður Bárugötu 12), fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Stella María Jónsdóttir. ÞORVALDUR ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.