Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Flutningamiðstöð Norðurlands fær lóð á vöruhafnarsvæðinu Stefnt að flutningi allrar starfseminnar í október Fyrirtækjanetið Verðandi Smávara úr mokka á markaðinn SMÁVARA úr mokka er nú að koma á markað og var kynnt á Akureyri í vikunni. Hugmynd að stofnun fyrir- tækjanets, sem nú hefur hlotið nafnið Verðandi, kviknaði í byrj- un síðasta árs, en þá hafði Skinnaiðnaður óskað eftir við- ræðum við Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar um aukna markaðs- sókn hér á landi fyrir fram- leiðslu sína, skrautgærur, mokka og leður. Sigríður Sunneva, fata- hönnuður hjá Sunnevu Design, hefur hannað smávöruna, en framleiðendur eru þrír, Sauma- stofan Þel og Skinnastofan á Akureyri og Leðuriðjan Tera á Grenivík. Hráefnið kemur frá Skinnaiðnaði, en Safalinn í Reykjavík sér um dreifingu. Tvær línur hafa verið kynnt- ar, Víkingalína og Sportlína, og hófst framleiðsla á smávörum undir þessu merki síðasta haust, en um er að ræða m.a. húfu, vettlinga, inniskó og fleira. Elín Antonsdóttir, atvinnu- fulltrúi hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar, sagði að aukinn áhugi á íslensku hráefni með tilkomu uppgangs í handverki og smáiðnaði væri mikilvægur þáttur. Hefði því verið ákveðið að kanna grundvöll að stofnun fyrirtækjanets, sem hefði að markmiði að auka markaðshlut- deild mokkaskinna á heima- markaði og einnig að samnýta styrk minni fyrirtækja, m.a. hvað varðar hönnun, kynningu og dreifingu með það fyrir aug- um að bæta afkomu og skapa störf. Á myndinni eru þær Sigríður Sunneva, Olöf Halblau, Bergdís Kristjánsdóttir, Þórey Aðal- steinsdóttir, Jóna Þórðardóttir og Steinþór Kárason, hönnuðir og framleiðendur Mót-smávara. BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt bókun hafnarstjórnar þess efnis að ganga til samninga við Flutningamiðstöð Norðurlands hf. um leigu á 10.000 fermetra lóð á vöruhafnarsvæðinu til 20 ára. FMN er með aðstöðu á Togara- bryggjunni en hyggst flytja starf- semi sína á vöruhafnarsvæðið. Þór- arinn Ivarsson framkvæmdastjóri segist vonast til að fyrirtækið geti flutt á þetta nýja svæði í október nk. „Málið er enn á frumstigi og í dag erum við að vinna þessa undir- búningsvinnu varðandi húsnæði og skipulag svæðisins. Við munum reisa 1.200-1.500 fermetra hús á vöruhafnarsvæðinu og verðum þar með alla okkar starfsemi á Akur- eyri í framtíðinni. Við flutninginn verða bílaafgreiðslan og skipaaf- greiðslan sameinuð. Einnig verður svæðið girt af og hluti þess malbik- aður,“ segir Þórarinn. Aukin umsvif fyrirtækisins Vöruflutningafyrirtækið, Stefnir hefur sameinast Flutningamiðstöð- inni og eru 16 flutningabílar notað- ir til vöruaksturs. Strandferðaskip Samskipa kemur einu sinni í viku til Akureyrar og til viðbótar eru flutningabílar mikið notaðir í vöru- flutninga. Þórarinn segir að á þess- ari stundu séu ekki uppi hugmynd- ir um beinar siglingar erlendis frá Akureyri. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu hefur Flutningamiðstöð Norðurlands tekið yfir alla flutn- inga og löndun fyrir Samherja hf. og dótturfyrirtækin Strýtu hf. og Söltunarfélag Dalvíkinga hf. en áður sá fyrirtækið um hluta þeirra STJÓRNARMENN í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja fengu að kynnast norðlensku vetrarveðri í heimsókn sinni til Akureyrar í gær. Á myndinni eru þijár stjórnarkonur á ferð í göngugötunni, f.v. Guðrún flutninga. Þórarinn segir að sú við- bót komi til með að kalla á aukin umsvif fyrirtækisins. Starfsmönnum fjölgað og aukin vinna lausamanna „Við munum ekki fastráða márga menn í viðbót, kannski 2-3 en vinna lausamanna á eftir að aukast. Sú vinna sem var hjá Eim- skip vegna Samheija flyst yfir til okkar og hún er töluverð," segir Þórarinn. Hjá FMN vinna 35 fast- ráðnir menn og til viðbótar fjöl- margir lausamenn. Þórarinn taldi að um 60 manns hafi fengið greidd laun hjá fyrirtækinu á síðasta ári. Þórarinn segir að rekstur FMN hafi gengið ágætlega á síðasta ári og eins og áætlanir gerðu ráð fyr- ir. Hann sagðist jafnframt líta björt- um augum til framtíðarinnar. Alda Harðardóttir, formaður Félags íslenskra leikskólakenn- ara, Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags ís- lands og Sigríður Kristinsdóttir, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana. Vonskuveður í Eyjafirði Fimm umferðar- óhöpp VONSKUVEÐUR var í Eyja- firði í gær og akstursskilyrði því með versta móti. Mjög hvasst var um tíma að norðan og töluverð ofankoma en vegna hvassviðrisins festist snjórinn ekki á helstu vegum í firðinum. Fimm umferðaróhöpp urðu á Akureyri í gærdag, fjórir árekstrar og ein bílavelta í Hafnarstræti. Ekki urðu telj- andi slys á fólki í þessum óhöppum en töluvert eigna- tjón. Mjög lítið skyggni var og að sögn Matthíasar Einars- sonar, lögregluvarðstjóra á Akureyri, voru of margir öku- menn á ferðinni á illa búnum bílum. Að sögn lögreglumanna á Dalvík og í Olafsfirði gekk umferðin vel þótt aksturskil- yrði væru slæm. Sjór gekk upp á bryggjur í Ólafsfirði og upp á kambinn norðan við hafnargarðinn á flóðinu um miðjan dag í gær en engar skemmdir urðu. Guðmundur Guðmunds- son héraðs- prestur GUÐMUNDUR Guðmunds- son hefur verið kjörinn hér- aðsprestur í Eyjafjarðar- og Þingeyj arsýslum. Hann er fæddur í Bol- ungarvík 21. apríl 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977 og guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1985. Þá hlaut hann kennsluréttindi frá sama skóla ári síðar en hefui' einnig stundað framhaldsnám í guðfræði við Uppsalahá- skóla og víðar. Guðmundur starfaði um tveggja ára skeið sem æsku- Iýðsfulltrúi KFUM og K og jafnlangan tíma sem æsku- lýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar. Þá var hann aðstoðarprestur í Neskirkju í eitt ár. Eiginkona hans er Ingi- björg Baldursdóttir. Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun ög messa kl. 14. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund kl. 13 í dag, laugar- dag. Barnasamkoma kl. H á morgun. Messa kl. 14. Kirkjukaffi kvenfélagsins Baldursbrár í safn- aðarsal að messu lokinni. Eldri borgurum boðin keyrsla. Barna- gæsla í kirkjunni meðan messan er. Fundur æskulýðsfélagins kl. 20. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks í kvöld kl. 20.30. Vakningasam- koma, vitnisburðir kl. 15.30 á sunnudag, biblíulestur kl. 20.30 á miðvikudagskvöld, alþjóðlegur bænadagur kvenna á föstudag kl. 20.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morg- un, Almenn samkoma kl. 20, Ann Merethe Jakobsen talar. Akureyrarbær auglýsir: Tjaldsvæði og útivistarmiðstöð að Hömrum, deili- skipulag og breyting á aðalskipulagi Akureyrar 1990-2010. Með vísan til 17. greinar skipulagslaga og greinar 4.4 í skipulagsreglugerð auglýsir Akureyrarbær tillögu að deiliskipulagi tjaldsvæðis og útivis- tarmiðstöðvar skáta að Hömrum, norðan Kjarnaskógar. í tillögunni felst breyting á aðalskipulagi Akureyrar 1990-2010 þannig að óbyggt svæði, útivistarsvæði verður blönduð landnotkun; þ.e. almennt útivistar- svæði, óbyggt svæði til sérstakra nota og svæði fyrir verslun og þjónustu. Skipulagsuppdráttur, ásamt skýringarmynd og greinargerð, liggur frammi almenningi til sýnis á skipulagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 8 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til mánudagsins 22. apríl 1996, þannig að þeir, sem þess óska, geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemdafrestur ertil 22. apríl 1996 og skal athugasemdum skilað til skipulagsdeildar Akureyrarbæjar. Þeir sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna framkvæmda deiliskipulagsins eða aðalskipulags- breytingarinnar er bent á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna innan tilgreinds frests ella teljast þeir samþykkir henni. Skipulagsstjóri Akureyrar. Morgunblaðið/Kristján Fengu að kynnast norðlensku vetrarveðri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.