Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ TORFI SIG URJÓNSSON + Torfi fæddist á Kringlu I Grímsnesi 14. mars 1906. Hann lést á sjúkrahúsi Suður- nesja 13. febrúar síðastliðinn. For- eldrar Torfa voru Jódís Sigmunds- dóttir, f. 24.6. 1867, d. 20.12. 1961, og Sigurjón Gíslason, f. 5.7. 1866, d. 13.2. 1950. Systkini Torfa voru: 1) Geir- þrúður, f. 19.2. 1893. 2) Sigurgeir, f. 22.6. 1894. 3) Sigrún, f. 7.11. 1896. 4) Björgvin, f. 7.2. 1898. 5) Torfi, f. 1901, d. 1902. 6) Sigurbjörg, f. 12.8. 1903. 7) Gísli, f. 5.9. 1909. 8) Ólafur, f. 1910. 9) Jónína, f. 20.11. 1911. Þau eru nú öll Iátin. Torfi kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Margréti Sæmundsdóttur 26. október 1935 og áttu þau 60 ára brúðkaupsafmæli 26. október sl. Margrét er fædd 9. júní 1914, fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir hjónanna Guðrúnar Marsibil Jónsdóttur og Sæmundar Þorsteinssonar trésmiðs. Torfi og Margrét eignuðust 14 börn, einn sonur þeirra lést af slysförum fyrir rúmum 12 árum. Börn þeirra eru: 1) Guð- rún, f. 6.5. 1936, búsett í Reykjavík, gift Andrési Má Vil- hjáimssyni. 2) Gíslína, f. 8.6. 1937, búsett á Blönduósi, gift MIG LANGAR að minnast tengda- föður míns í fáeinum orðum. Hann byijaði ungur að vinna við bústörf á Kringlu. A unglingsárum fór hann á vetrarvertíðir, reri á bátum frá Grindavík og var einig á síðutogurumm en sinnti bústörf- um_ á öðrum tímum ársins. Árið 1932 kynntist hann Möggu, en hún var ráðin í kaupavinnu á Kringlu og var þar tvö sumur, þau hrifust hvort af öðru og giftu sig 26. október árið 1935. Þau bjuggu fyrst á Kringlu með foreldrum Torfa. Þegar fjögur böm voru fædd fluttu þau sig suður með sjó, keyptu Miðbús í Garði og fluttu þangað í júlí 1940. Þar hófu þau sinn bú- skap, byijuðu smátt og Torfi vann ^ymis önnur störf með búskapnum en bömunum fjölgaði ört, og grip- unum í fjósinu líka svo þetta var orðið mikið starf. Snemma byijuðu bömin að hjálpa til við heimilisstörf- in og bústörfin og hafa þau fengið góðan lærdóm við vinnu og búa alltaf að því, því þau eru öll þræl- dugleg. Það má segja að máltækið „þröngt mega sáttir sitja“ passi vel við þennan systkinahóp. Því þau voru orðin 13 börnin þegar farið var að stækka húsið sem lítið var, og trúir maður því varla að allur þessi hópur hafi komist fyrir í hús- inu áður en byggt var við. Svo fæddist eitt barn eftir það, og Magga segir að þetta hafi ekki ver- ið svo erfitt með uppeldið á barna- hópnum, þau hjónin vom ávallt mjög samstillt. Ég tengdist fjölskyldunni fyrir 27 ámm, þá kynntist ég Möggu og Torfa, þessum indælishjónum, sem hafa reynst mér og minni fjölskyldu mjög vel. Torfi var alltaf svo léttur og kátur, hann var mjög spaugsam- ur og stríðinn og alltaf syngjandi. Hann var mjög barngóður og öll börn hændust að honum. Ef maður kíkti í Miðhús að kvöldi þá lá hann oft í rúminu sem var í herbergi við ííliðina á eldhúsinu, orðinn þreyttur eftir erfiðan vinnudag, þá sló hann oft á létta strengi, sagði margar sögur frá fyrri tíð og var mjög fróð- ur, og gaman að tala við hann. Torfi hætti með kúabúið fyrir u.þ.b. 17 ámm þá tók léttara starf við, hann hafði gaman af hestum og var mikið fyrir útreiðartúra á með- an heilsan leyfði, en fæturnir vom Ágústi F. Friðgeirs- syni. 3) Þórunn, f. 19.9. 1938, búsett í Keflavík, gift Elíasi Nikolaisyni. 4) Sæ- mundur, f. 4.1. 1940, búsettur í Garði, kvæntur Kristbjörgu Halls- dóttur. 5) Þor- steinn, f. 3.5. 1941, búsettur í Garði, kvæntur Jennýju Aðalsteinsdóttur. 6) Geirdís, f. 16. júní 1942, búsett í Garði, gift Guðlaugi Jó- hannssyni. 7) Ólafur, f. 7.10. 1943, d. 22.10. 1983. 8) Sigur- jón, f. 20.9. 1944, búsettur í Njarðvík, kvæntur Ágústu Guð- mundsdóttur. 9) Sigurgeir, f. 20.3. 1946, búsettur í Garði, kvæntur Maríu G. Guðfinns- dóttur. 10) Torfhildur Margrét, f. 15.1. 1948, býr á sambýli í Garðabæ. 11) Jón Gunnar, f. 29.6. 1949, búsettur í Garði, kvæntur Hrönn Edvinsdóttur. 12) Rafn, f. 29.9. 1950, búsettur í Garði, kvæntur Auði Guð- mundsdóttur. 13) Svandís, f. 29.9. 1951, búsett á Blönduósi, gift Braga Árnasyni. 14) Magn- ús, f. 12.11. 1952, búsettur í Garði, kvæntur Jósefínu Arin- bjarnardóttur. Barnabörn og barnabarnabörn þeirra eru um 70 talsins. Útför Torfa verður gerð frá Útskálakirkju í Garði í dag, og hefst athöfnin klukkan 14. smátt og smátt að gefa sig. Hann var með nokkuð af sauðfé líka, og hænsni í smátíma. Fyrir rúmum þremur ámm veiktist Torfi mikið og var þá fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík og var hann þar til dauða- dags. Þótt Torfa liði oft illa, var hann alltaf kátur og kvartaði aldrei og ávallt stutt í stríðnisglottið og veit ég að hann hefur haft gaman af því að grínast við hjúkranarfólk- ið, sem var honum allt mjög gott, og vel var hugsað um hann á sjúkra- húsinu. Torfi átti mjög góða konu, og vom þau ávallt mjög hamingju- söm. Elsku Magga og aðrir aðstand- endur, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi minningin um Torfa lifa. Ágústa Guðmundsdóttir. Fyrstu ár ævi minnar bjó ég með mömmu og Gísla bróður hjá ömmu og afa í Miðhúsum. Ég hef alltaf verið mikil ömmu- og afastelpa og þá kannski sérstaklega afastelpa. Það var svo margt sem ég brall- aði með honum afa og alltaf mátti hann vera að því að hlusta á mann og sinna. Þær vom ekki svo fáar ferðirnar sem við afi fómm á trakt- ornum hans, þessi traktor var mjög sérstakur _á sinn hátt í augum lítill- ar stelpu. í honum fékk ég að heyra ýmsar sögur hvort heldur það vom fræðisögur eða ævintýri. I traktorn- um borðuðum við afi alltaf saman hvalinn okkar og alltaf var þar glatt á hjalla. í augum smá stelpu var hjónarúm ömmu og afa ofboðslega stórt og þar var líka alltaf gott að kúra. Það var komin hola í mitt rúmið eftir mikla notkun, því öllum fannst jú gott að kúra hjá ömmu og afa, en þetta var holan mín,- Eftir að ég flutti norður var allt- af farið annað slagið suður í heim- sókn. Það var alltaf erfitt man ég að bíða eftir að komast suður til ömmu og afa eftir að mamma hafði sagt að við værum á leið suður. Alltaf beið afi úti við glugga með bros á vör þegar við runnum í hlað- ið og amma kom á móti okkur í dyragættina með sitt fallega bros og hlýjan faðm. Það var alltaf stutt í grínið hjá afa og það leið varla sá dagur að hann skyti ekki einhveiju á hana gömlu sína, hana ömmu, sem hló alltaf við. Hann gat alltaf fengið mann til að hlæja og alltaf var jafn gaman að hlusta á hann tala við sjálfan sig. Það var eitthvað við hann afa sem gerði hann mér svo kæran. Hann var svo blíður en samt ákveð- inn, það var alltaf hægt að leita til hans, alveg sama á hveiju gekk. Eftir að ég kom suður í framhalds- skóla átti ég stundum erfíðar stund- ir og voru þar ýmsar ástæður að baki. Þegar mér leið þannig ók ég bara suður eftir til ömmu og afa þar sem alltaf var tekið á móti manni með blíðlegum faðmlögum og maður gat rætt málin og þá leið manni alltaf strax betur. Afa fannst alltaf mjög gaman að ferðast um sveitir landsins. Ein- hvetju sinni fórum við tvö í bíltúr á Lödunni minni. Við keyrðum um öll Suðurnesin þar sem afi þekkti hvern krók og kima. Hann sagði mér sögur og nöfn á ýmsum bæjum sem komnir vom í eyði þar sem við keyrðum hjá. Hann hafði svo gaman af þessari ferð og ég ekki síður. I dag er hann afi minn borinn til grafar, núna hefur hann fengið hvíldina sína langþráðu. Hann var orðinn gamall maður, hefði orðið níræður í næsta mánuði. Elsku afi minn, það er mér ósköp erfitt að kveðja þig, en svona er gangur lífsins og ég veit að þú munt fylgja mér héðan í frá eins og hingað til. Elsku afi minn, ég vil að lokum þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Megi Guð vera með þér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Minningin um þig mun lifa að eilífu. Þín, Una Marsibil. í dag kveðjum við þig, elsku afi í Miðhúsum. Þín verður sárt saknað af okkur öllum. Þú varst alveg ein- stakur afi, alltaf svo kátur og skemmtilegur. Við munum minnast þinnar einstöku kímnigáfu með brosandi andlit. Það var alltaf gaman að koma niður i Miðhús og tala við þig því þú sýndir okkur börnunum svo mik- inn áhuga og hlustaðir vel á það sem við höfðum að segja. Ekki var síður gaman að hlusta á sögurnar þínar sem leiftruðu af þinni skemmtilegu kímnigáfu. Við munum þegar við fengum okkar fyrstu hesta, þá varst þú okkar stoð og stytta bæði hvað varðar ráðleggingar og áhuga. Við eigum svo margar góðar minningar um þig, elsku afi, og það em þær sem eru okkur dýrmætast- ar nú þegar þú ert farinn. Við þökk- um þér fyrir allt sem þú hefur gef- ið okkur og geymum það ásamt minningunni um þig í hjarta okkar. Ellý, Sigrún og Guðmundur Torfi. Elsku afi. Nú ert þú búinn að kveðja þenn- an heim, tæplega níræður að aldri. Ég hafði talið mig viðbúna þess- ari stundu en þegar á reynir virðist sem ekki sé hægt að undirbúa sig fullkomlega og ríkir’ djúpur söknuð- ur í hjarta mínu. Ég veit þó að nú líður þér vel og mun sú vitneskja með tímanum græða þessi sár. All- ir þurfa víst að lokum að kveðja þennan heim, en eitt er víst að afi hefur sinnt sínu hlutverki vel hér á meðal okkar. Það er ekki auðvelt að koma 14 börnum til manns, en með dugnaði ömmu og afá tókst það með sóma. „Þegar maður hefur tæmt sig af öllu, mun friðurinn mikli koma yfir hann. Allir hlutir koma fram í tilvistina og menn sjá þá hverfa aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvað eina aftur til upphafsins. Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn: það er að hafa náð takmarki tilvistar sinnar.“ (Lao-Tse.) Ég var að úskýra fyrir Ásdísi Björk dóttur minni að langafi sem við heimsóttum á spítalann væri dáinn og væri nú hjá englunum í himnaríki. Ég er ekki viss um að hún hafi skilið þetta fullkomlega, en hvernig á þriggja ára barn að skilja að það skuli vera til annað tilvemstig hinum megin. Núna þegar ég skrifa þessar lin- ur hellast minningarnar yfir mig, og innra með mér raula ég vísuna „Afi minn fór á honum Rauð“. í huga mínum sem barn var það allt- af afi í Miðhúsum sem reið þessum rauða hesti. Afi var ákaflega góður maður með gott skopskyn. Ég sé hann fyrir mér þegar hann var að stríða okkur krökkunum, og nóg var af þeim í þessari stóru fjölskyldu, með því að pota í okkur með stafnum sínum. Því fylgdi iðulega stórt og myndarlegt bros. Ekki var leiðin- legra að fá að prófa stafínn hans og arka með hann í hringi um eld- húsið og svefnherbergið svo að það marraði í gömlu trégólfinu. Ég á ótal góðar minningar um afa sem ég ætla ekki að telja upp hér heldur geyma í hjarta mínu. Elsku amma, ég votta þér mína dýpstu samúð. Guð blessi þig og styrki. Anna Maria. ÞÓRHILDUR * * JONSDOTTIR + Þórhildur Jóns- dóttir fæddist í Norðurhjáleigu í V-Skaftafellssýslu 22. desember 1918. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 14. febrúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Hjallakirkju í Kópavogi 23. febr- úar. ÉG MAN hvað það kom mér á óvart, þeg- ar ég var lítil, þegar ég hitti ömmur annarra krakka. Sumar voru grannar og skvísuleg- ar, aðrar ósköp veiklulegar. Ekki það að mínar ömmur hafi verið einhveijar skessur en þær voru sterkar yst sem innst og gátu allt. Miklar, íslenskar ættmæður með sístarfandi búkonuhandleggi. Hilda amma, þú varst fyrirmynd allra amma. Kökuboxin voru ekki bara fyllt fyrir jólin heldur var alltaf hægt að lauma að manni kleinum, ástarpungum eða öðru álíka góð- gæti. Alltaf saumandi og pijónandi en gafst þér alltaf tíma fyrir litlar stelpur og dúkkurnar þeirra. Ég bjó hjá ykkur afa um tíma ásamt fjölskyldu minni. Oft gistum við systurnar á milli ykkar og fengum morgunkaffið í rúmið með afa svo alltaf var mylsna á lakinu en það gerði ekkert til. Þú söngst fyrir okkur sálmana þína áður en við fórum að sofa og kenndir okkur bænir. Næst þegar við gistum at- hugaðir þú hversu mikið við mund- um af þeim. Þegar við vorum flutt í okkar eigið húsnæði komuð þið til okkar í heimsóknir og þá var alltaf for- vitnilegt að vita hvað svarta veskið hennar ömmu hafði að geyma. Við urðum aldrei fyrir vonbrigðum. Á sumrin vorum við svo hjá ykkur í símaskúr- unum. Þar var alltaf mikið annríki, alltaf verið að elda mat, baka, smyija og koma körlunum út á línu vel nestuðum. Þegar þeir voru farnir áttum við okkar rólegu stundir saman. Þá sátum við oft inni í herberginu á eldhússkúrnum og dunduðum okkur. Gamla, rauða og gula útvarpið malaði á skrifborðinu, sagði sögur eða veðurfréttir. Stundum dánarfregnir. Þú pijónaðir lopa- peysur og annað og mig langaði að gera eins. Það var þar sem þú kenndir mér að pijóna, einhvers staðar úti á landi, ég vissi ekkert endilega hvar á landinu við vorum stödd í það og það skiptið. En allt- af á fallegum stað við niðandi á. Mér fannst pijónaskapurinn ganga heldur hægt fyrir sig, sama hvað ég hamaðist við verkið. Dúkkutref- illinn ætlaði aldrei að verða nógu langur. Það hvarflaði að mér að þú værir að gera at í mér. En á endanum hafðist það þó og mikið var ég ánægð með mig. Ég man ennþá hvernig hann leit út, rauðiir með hvítum röndum og kögri. Ég fór með þér í gönguferðir í náttúr- unni og tíndi með þér jurtir. Svo horfði ég á þig lita útsaumsgarnið þitt í stórum potti. Við vorum báð- ar jafnspenntar að sjá hvernig til lukkaðist. Þið afi hjálpuðust að við að baka flatkökur á gasi úti á pall- inum og ég fékk að pikka kökurn- ar. Eins var það mitt hlutverk að snúa kleinunum þegar þær voru bakaðar. Þetta eru allt ómetanlegar perlur í minningasafnið mitt. Ekki eru allir jafnheppnir og ég að fá að vera svona mikið með ömmu sinni og afa, fylgjast með og læra af þeim í raun ómeðvitað. Slík þekking fæst ekki úr bókum. Nú kveð ég þig, elsku hjartans amma mín, ég á alltaf eftir að hugsa til þín og segja börnunum mínum frá þér. Guð geymi þi'g og gefi afa styrk og þrek til að takast á við þessa stóru sorg. Þórhildur Þórisdóttir. Móðursystir okkar, Þórhildur Jónsdóttir, var umvafin ástúð og umhyggju eiginmanns og barna til hinstu stundar. í huga okkar koma fram margar minningar um hjarta- hlýju og góðvild Hildu frænku. Þegar við vorum stelpur fór fjöl- skyldan stundum til Reykjavíkur á sumrin. Okkur systrunum fannst Hilda og Kjartan búa í stóru húsi, á fjórðu hæð í blokk í Álfheimunum og úr gluggunum þar fannst okkur Reykjavík risastór. Alltaf vorum við velkomin hvort sem stoppað var stutt eða fengið að gista um lengri eða skemmri tíma. Þá var Hilda ekki lengi að töfra fram á borðið hinar bestu krásir svo sem kleinur, hnoðar tertur og sínar frábæru pönnukökur. Hildu féll aldrei verk úr hendi hvort sem það var við heimilisstörf, hannyrðir eða garð- yrkju. I janúar 1973, þegar eldgosið braut út á Heimaey og við urðum húsnæðislaus, buðu þau okkur að búa hjá sér í Fögrubrekkunni. Við bjuggum hjá þeim í tæpa fimm mánuði og var það ómetanleg hjálp á þessum erfiðu tímum. Á námsárum okkar í Reykjavík áttum við alltaf öruggt skjól í Fög- rubrekkunni og Hilda og Kjartan alltaf reiðubúin að aðstoða okkur ef þurfti. Élsku Hilda, við kveðjum þig með virðingu og þakklæti fyrir vin- áttu þína og velvild í okkar garð. Kæri Kjartan og fjölskylda þín öll, við systurnar og móðir okkar vottum ykkur einlæga samúð. Þórunn og Sigríður Ragnarsdætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.