Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 24
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson VETUR Á HVERFISGÖTUNNI 24 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VETRARKV OLD Morgunblaðið/Ámi Sæberg Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson ARÐINDl og hallæri ýmiss konar hafa löngum sett svip á búsctu í níijánda besta landi heims og á dögunum kom fram að þriðjungur þjóðar- innar myndi vilja flytja burtu. Ekki er líklegt að veðrinu einu sé um að kenna enda virðist það hafa skapað sér varanlegri sess í vitund fólks á árum áður, cða hver hefur ekki heyrt um Frostaveturinn mikla 1918. í annálum eru líka t índ til sumur grasleysis og vætuár og þar er tal- að um Jökulveturinn mikla 1233' Hrossafellisvctur 1313, Snjóvetur hinn mikla 1406, Harða vetur 1552, Lurk 1601 og Píningsvetur 1602, cins og segir í bók Markúsar A. Einarssonar veðurfræðings, Veðurfar á fslandi. Þannig má segja að veðrið skilji eftir sig far sem erfitt getur reynst að má af nema með því að flýja til A AUSTURVELLI SNJÓR Á SKÓNUM Fer kvíði vaxandi með aldrínum ? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR FJALLAR UM FURÐUR SÁLARLÍFSINS Spurning: Með aldrinum hef ég fundið fyrir vaxandi kvíða, án þess að nokkur sérstök ástæða liggi þar að baki. Þetta virðist fremur bundið við árstíðir, í janúar og eins þegar haustið nálgast. Síðastliðið ár hefur þó þessi óþægilega til- fínning látið oftar á sér kræla og þess vegna spyr ég: Er þetta eitt- hvað sem fylgir aldrinum (ég er rúmlega fimmtugur), eða er ástæða fyrir mig til að leita mér hjálpar? Svar: Kvíði er Keilbrigð og eðlileg tilfínning sem viðbragð við ytra álagi eða innri kenndum. Að finna aldrei til kvíða ber vott um til- finningalegan vanþroska. Kvíði verður þó stundum það mikill og langvarandi að hann hefur þrúg- andi áhrif á einstaklinginn, þannig að hann nýtur sín ekki og getur þá haft lamandi áhrif á eðlilega starfs- hæfni. Reyndar má gera ráð fyrir að hartnær helmingur fólks þjáist af miklum kvíða einhvem tíma ævinn- ar, en flestir þó aðeins um skamm- an tíma. Oft er kvíðinn skiljanlegur í ljósi atburða og áfalla í lífi ein- staklingsins og árekstra í sam- skiptum hans við aðra, en einnig getur kvíði grafið um sig án nokkurrar sjáanlegrar ástæðu og þarf þá að leita dýpra í hugskoti mannsins. Kvíði sprettur gjaman af öryggisleysi og þunglyndi er al- gengur fylgifiskur hans. A síðustu ámm hefur athygli fræðimanna beinst að áhrifum skammdegismyrkursins á þung- lyndi og kvíða og hafa verið gerðar rannsóknir á því hér á landi. Fundist hefur aukið þunglyndi hjá sumu fólki í skammdeginu, sem lagast þegar birta tekur. Með aldrinum verða sumir öryggis- lausari og treysta sér minna en meðan þeir voru yngri. Ungt fólk setur ekki fyrir sig að takast á við hluti, sem hinum eldri vaxa í aug- um. Á elliárum verða breytingar á félagslegri og efnahagslegri stöðu margra, sem enn eykur á kvíða og öryggisleysi. Fyrirspyrjandi er enn á besta aldri og því er ekki líklegt að í aldrinum liggi meginskýring á kviða hans, en um fimmtugsaldur standa menn þó oft á tímamótum og reyna að meta hvers virði þeir eru og hverju þeir hafa áorkað í lífinu. Kvíðinn endursþeglar þá ef til vill tilvistarvanda þeirra. Það getur verið full ástæða til að leita sér aðstoðar undir þeim kring- umstæðum sem fyrirspyrjandi lýs- ir. Meðferð við kvíða er margs konar og árangur er venjulega skjótur, þegar um væg tilvik er að ræða. Til frekari upplýsinga má benda á nýútkominn fræðslubækl- ing um kvíða eftir Lárus Helgason yfirlækni og liggur hann frammi í heilsugæslustöðvum og apótekum. Spurning: Fyrir nokkrum mánuð- um varð ég fyrir mjög óþægilegri reynslu, sem hefur fylgt mér síðan sem eins konar fælni gagnvart því að sitja fastur- i umferðarteppu. Ég veit að þetta hljómar kjánalega, en málsatvik voru þau að ég var á leið niður Laugaveg, hafði verið að skemmta mér kvöldið áður og var illa fyrirkallaður, og lendi þá í um- ferðarteppu, þar sem hvorki gekk né rak í talsvert langan tíma, að mér fannst. Skyndilega flautar bfll við hlið mér og mér bregður svo að kaldur sviti sprettur út á mér og ákaflega sterk vanlíðunartilfinning hellist yfir mig. Síðan hef ég forðast að aka um fjölfarnar götur, þar sem líkur eru á að ég teppist i umferð- inni. Jafnvel bið við umferðarljós veldur mér vægri vanlíðunartil- finningu. Ég geri mér ljóst að þetta er dæmigerð fælni, en spurningin er: Hvemig er best að vinna sig út úr þessu? Svar: Þegar um fælni er að ræða hefur kvíðinn eða óttinn festst við einhverjar tilteknar kringumstæð- ur eða áreiti, án þess þó að kvíðinn sé upphaflega frá þeim runninn. Oftast er kviðinn eða óttinn alger- lega óraunhæfur. Fælni skapast gjaman, þegar menn verða fyrir skyndilegu einstöku áfalli og upp- lifa samhliða þvi mikið öryggis- leysi. Menn geta þó verið af ein- hverjum ástæðum öryggislausir og kvíðnir fyrir, en skýra kvíðann út frá óþægilegum kringumstæðum sem þeir lenda í, sem síðan yfir- færist á svipaðar kringumstæður síðar. Fyrirspyrjandi var illa fyrir- kallaður og umferðarteppan magn- aði upp vanlíðan hans. Umferðin verður síðan kveikjan að svipaðri liðan í umferðinni almennt. Hvort hér verður um viðvarandi fælni að ræða skal ósagt látið, en meðferð er gjaman fólgin í því að tengja hinar óttavekjandi kringumstæður við vellíðan, þ.e. að finna ráð til að láta sér líða vel í umferðinni og snúa þannig dæminu við. Þetta getur viðkomandi reynt sjálfur með því að aka ekki nema vel fyrirkallaður og í góðu skapi, hafa með sér skemmtilegan félaga í bflnum eða hlusta á ljúfa tónlist, temja sér slökun og njóta þess að vera fastur í umferðinni. Itarlega er fjallað um fælni og meðferð á henni i Sálfræðibókinni (Rvík, 1993). • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfncðinginn uin þnð sem þeim liggur á hjai’tn, tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukknn 10 og 17 í sfmn 569 1100 og bréfum eða sfmbréfum merkt: Vikulok, Fnx 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.