Morgunblaðið - 24.02.1996, Page 24

Morgunblaðið - 24.02.1996, Page 24
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson VETUR Á HVERFISGÖTUNNI 24 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VETRARKV OLD Morgunblaðið/Ámi Sæberg Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson ARÐINDl og hallæri ýmiss konar hafa löngum sett svip á búsctu í níijánda besta landi heims og á dögunum kom fram að þriðjungur þjóðar- innar myndi vilja flytja burtu. Ekki er líklegt að veðrinu einu sé um að kenna enda virðist það hafa skapað sér varanlegri sess í vitund fólks á árum áður, cða hver hefur ekki heyrt um Frostaveturinn mikla 1918. í annálum eru líka t índ til sumur grasleysis og vætuár og þar er tal- að um Jökulveturinn mikla 1233' Hrossafellisvctur 1313, Snjóvetur hinn mikla 1406, Harða vetur 1552, Lurk 1601 og Píningsvetur 1602, cins og segir í bók Markúsar A. Einarssonar veðurfræðings, Veðurfar á fslandi. Þannig má segja að veðrið skilji eftir sig far sem erfitt getur reynst að má af nema með því að flýja til A AUSTURVELLI SNJÓR Á SKÓNUM Fer kvíði vaxandi með aldrínum ? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR FJALLAR UM FURÐUR SÁLARLÍFSINS Spurning: Með aldrinum hef ég fundið fyrir vaxandi kvíða, án þess að nokkur sérstök ástæða liggi þar að baki. Þetta virðist fremur bundið við árstíðir, í janúar og eins þegar haustið nálgast. Síðastliðið ár hefur þó þessi óþægilega til- fínning látið oftar á sér kræla og þess vegna spyr ég: Er þetta eitt- hvað sem fylgir aldrinum (ég er rúmlega fimmtugur), eða er ástæða fyrir mig til að leita mér hjálpar? Svar: Kvíði er Keilbrigð og eðlileg tilfínning sem viðbragð við ytra álagi eða innri kenndum. Að finna aldrei til kvíða ber vott um til- finningalegan vanþroska. Kvíði verður þó stundum það mikill og langvarandi að hann hefur þrúg- andi áhrif á einstaklinginn, þannig að hann nýtur sín ekki og getur þá haft lamandi áhrif á eðlilega starfs- hæfni. Reyndar má gera ráð fyrir að hartnær helmingur fólks þjáist af miklum kvíða einhvem tíma ævinn- ar, en flestir þó aðeins um skamm- an tíma. Oft er kvíðinn skiljanlegur í ljósi atburða og áfalla í lífi ein- staklingsins og árekstra í sam- skiptum hans við aðra, en einnig getur kvíði grafið um sig án nokkurrar sjáanlegrar ástæðu og þarf þá að leita dýpra í hugskoti mannsins. Kvíði sprettur gjaman af öryggisleysi og þunglyndi er al- gengur fylgifiskur hans. A síðustu ámm hefur athygli fræðimanna beinst að áhrifum skammdegismyrkursins á þung- lyndi og kvíða og hafa verið gerðar rannsóknir á því hér á landi. Fundist hefur aukið þunglyndi hjá sumu fólki í skammdeginu, sem lagast þegar birta tekur. Með aldrinum verða sumir öryggis- lausari og treysta sér minna en meðan þeir voru yngri. Ungt fólk setur ekki fyrir sig að takast á við hluti, sem hinum eldri vaxa í aug- um. Á elliárum verða breytingar á félagslegri og efnahagslegri stöðu margra, sem enn eykur á kvíða og öryggisleysi. Fyrirspyrjandi er enn á besta aldri og því er ekki líklegt að í aldrinum liggi meginskýring á kviða hans, en um fimmtugsaldur standa menn þó oft á tímamótum og reyna að meta hvers virði þeir eru og hverju þeir hafa áorkað í lífinu. Kvíðinn endursþeglar þá ef til vill tilvistarvanda þeirra. Það getur verið full ástæða til að leita sér aðstoðar undir þeim kring- umstæðum sem fyrirspyrjandi lýs- ir. Meðferð við kvíða er margs konar og árangur er venjulega skjótur, þegar um væg tilvik er að ræða. Til frekari upplýsinga má benda á nýútkominn fræðslubækl- ing um kvíða eftir Lárus Helgason yfirlækni og liggur hann frammi í heilsugæslustöðvum og apótekum. Spurning: Fyrir nokkrum mánuð- um varð ég fyrir mjög óþægilegri reynslu, sem hefur fylgt mér síðan sem eins konar fælni gagnvart því að sitja fastur- i umferðarteppu. Ég veit að þetta hljómar kjánalega, en málsatvik voru þau að ég var á leið niður Laugaveg, hafði verið að skemmta mér kvöldið áður og var illa fyrirkallaður, og lendi þá í um- ferðarteppu, þar sem hvorki gekk né rak í talsvert langan tíma, að mér fannst. Skyndilega flautar bfll við hlið mér og mér bregður svo að kaldur sviti sprettur út á mér og ákaflega sterk vanlíðunartilfinning hellist yfir mig. Síðan hef ég forðast að aka um fjölfarnar götur, þar sem líkur eru á að ég teppist i umferð- inni. Jafnvel bið við umferðarljós veldur mér vægri vanlíðunartil- finningu. Ég geri mér ljóst að þetta er dæmigerð fælni, en spurningin er: Hvemig er best að vinna sig út úr þessu? Svar: Þegar um fælni er að ræða hefur kvíðinn eða óttinn festst við einhverjar tilteknar kringumstæð- ur eða áreiti, án þess þó að kvíðinn sé upphaflega frá þeim runninn. Oftast er kviðinn eða óttinn alger- lega óraunhæfur. Fælni skapast gjaman, þegar menn verða fyrir skyndilegu einstöku áfalli og upp- lifa samhliða þvi mikið öryggis- leysi. Menn geta þó verið af ein- hverjum ástæðum öryggislausir og kvíðnir fyrir, en skýra kvíðann út frá óþægilegum kringumstæðum sem þeir lenda í, sem síðan yfir- færist á svipaðar kringumstæður síðar. Fyrirspyrjandi var illa fyrir- kallaður og umferðarteppan magn- aði upp vanlíðan hans. Umferðin verður síðan kveikjan að svipaðri liðan í umferðinni almennt. Hvort hér verður um viðvarandi fælni að ræða skal ósagt látið, en meðferð er gjaman fólgin í því að tengja hinar óttavekjandi kringumstæður við vellíðan, þ.e. að finna ráð til að láta sér líða vel í umferðinni og snúa þannig dæminu við. Þetta getur viðkomandi reynt sjálfur með því að aka ekki nema vel fyrirkallaður og í góðu skapi, hafa með sér skemmtilegan félaga í bflnum eða hlusta á ljúfa tónlist, temja sér slökun og njóta þess að vera fastur í umferðinni. Itarlega er fjallað um fælni og meðferð á henni i Sálfræðibókinni (Rvík, 1993). • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfncðinginn uin þnð sem þeim liggur á hjai’tn, tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukknn 10 og 17 í sfmn 569 1100 og bréfum eða sfmbréfum merkt: Vikulok, Fnx 5691222.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.