Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 13 LAIMDIÐ TUTTUGU manns mættu á stofnfundinn í Brúarási. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Áhersla á að efla þróunar- og markaðsstarf atvinnulífsins Morgunblaðið/Sig. Jóns. FRÁ fundi um atvinnumál á Hótel Selfossi. Félag til prjóna- stofu- reksturs Vaðbrekku, Jökuldal - Einka- hlutafélagið ísadóra var stofnað síðastliðinn mánudag í Brúarási í Hlíðarhreppi, tilgangur félagsins er framleiðsla fatnaðar og skildur atvinnurekstur. ísadóra er al- menningshlutafélag í eigu íbúa Jökuldals, Hlíðar, og Tunguhreppa að mestu leyti en þó koma hluthaf- ar víðar að líka. Hlutafé félagsins er ákveðið ein milljón sem skiptist í áttatíu jafna hluta, tólf þúsund og ftmm hundr- uð krónur hver. Áætlað er að ár- svelta verði þrettán milljónir. Hlutafélagið er stofnað að til- hlutan atvinnumálanefnda fyrr- taldra hreppa, og tilgangur þess að skjóta fleiri rótum undir annars fábreytt atvinnulíf þeirra. Ísadóra mun reka litla pijónastofu er verð- ur þannig uppbyggð að þar sem hún hefur samastað munu vinna tvær til sex konur að prjónaskapn- um en einnig verður verkefnum úthlutað til þeirra er áhuga hafa á að vinna heima hjá sér. Isadóra mun hinsvegar sjá um að sam- ræma verkefnin og hafa eftirlit með gæðum framleiðslunnar og markaðssetja hana alla. Yfirbygging sem minnst Einnig er reiknað með að fyrir- tækið geti gert samninga um handpijón til dæmis á lopapeysum og ráðið fólk til að pijóna upp í þá. Fyrirtækið á að vera með sem allra minnsta yfírbyggingu og helst ekki taka lán enda ekki ástæða til slíks þar sem tækjakost- ur sá er notaður verður við fram- leiðsluna er þegar til. En það eru pijónavélar og saumavélar sem eru til á mörgum sveitaheimilum og konurnar koma til með að nota við framleiðsluna. Segja má að verkfærin og þekkingin sé þegar fyrir hendi og verkefni fyrirtækis- ins sé aðallega samræming og markaðssetning. Kosin var bráðabirgðastjóm fyrir félagið á stofnfundinum en hún á að starfa næstu tvo mánuði og er hlutverk hennar að skrá fé- lagið og ljúka við hlutafjársöfnun og innheimtu hlutafjár. Fjórtán hlutabréf seldust strax á stofn- fundinum. Selfossi - Á fundi Alþýðusambands Suðurlands og Atorku, félags at- vinnurekenda var mikli áhersla lögð á samvinnu fyrirtækja og allra aðila vinnumarkaðarins við að skapa ný störf innan fyrirtækja og með því að stofna ný fyrirtæki um atvinnu- möguleika sem fram kunna að koma við úrvinnslu nýrra hugmynda. Bent var á nauðsyn þess að allir aðilar legðust á eitt um að-útrýma svartri atvinnustarfsemi og þar væri viðhorf almennings sterkasta vopnið. Einnig var á það bent að átakið: Veljum íslenskt þyrfti að verða eins konar trúarbrögð hjá íslendingum því það væri einfaldasta leiðin til að flytja störf inn í lándið. Einn ræðumanna benti á að 1994 hefðu íslendingar keypt erlendar vörur fyrir 22 millj- arða sem hægt var að kaupa hér á landi. Virkjun ónotaðra tækifæra Sigurður Þór Sigurðsson, formað- ur Atorku, sagði að leggja þyrfti áherslu á að leita að ónotuðum tæki- færum innan fyrrirtækja og veita þeim aðstoð við að koma þeim í fram- kvæmd. Hefja þyrfti markvissa söfn- un atvinnuhugmynda og fínna vett- vang til að koma þeim í fram- kvæmd. Hann gagnrýndi svokallaða núllstefnu sem hann sagði ríkjandi viðhorf gagnvart fyrirtækjum og fælist í því að ekki mætti koma fram hjá þeim sýnilegur gróði. Fyrirtæki sem ekki græddu héldu einfaldlega ekki lífi. Það vantaði fleiri fyrirtæki á Suðurlandi með jákvæða afkomu sem laðaði að fjárfesta. Sigurður sagði að bæta þyrfti siðferðisvitund almennings gagnvart svartri at- vinnustarfsemi því hún drægi úr möguleikum eðlilega rekinna fyrir- tækja. Hann benti á að í atvinnumálum væri margt gert þó ekki bæri mikið á því svo sem hjá stofnunum á vegum sveitarfélaganna varðandi ráðgjöf, með styrkjum og lánum til fyrir- tækja. Vaxandi ásókn væri í ráðgjöf og hjá Atvinnuþróunarsjóði Suður- lands hefðu komið fram 5 - 7 ný verkefni á ári. Fyrir atbeina sjóðsins hefðu verið stofnuð 9 ný fyrirtæki með 29 störfum. Efla þarf þróunar- og markaðsstarf Sveinn Hannesson, formaður sam- taka iðnaðarins, sagði það skipta öllu máli að fyrirtæki á Islandi hefðu sömu stöðu og erlendir keppinautar og nefndi skipaiðnaðinn sem dæmi um þetta og hversu mjög það hefði skipt máli þegar skipaiðnaðurinn fékk 60 milljónir í styrk. Hann sagði einnig að sveiflur í raungengi væru erfiðastar fyrir iðnaðarframleiðsluna og gerðu að verkum að áætlanir stæðust ekki og öll þróunarvinna færi fyrir bí, fjárfestar fældust grein- ina og fyrirtæki færu á hausinn. Sveinn lagði áherslu á að nauðsyn- legt væri að efla þróunar- og mark- aðsstarf því samkeppni færi vaxandi í heiminum og íslendingar þyrftu að forðast að vera inni á markaðssvæð- um Evrópubandalagsins þar sem styrkir væru mestir, leita þyrfti nýrra markaða. Hann sagði einnig nauð- synldgt að koma í veg fyrir raun- gengissviptingar, halda vöxtum í skefjum, sköttum í lágmarki og hætta að miða hagstjómina eingöngu við sjávarútveginn. Stöðugleikinn stæði á ótraustum fótum og hann sagðist óttast að úthaldið væri að bresta hjá fulltrúum launþega. Hann lagði áherslu á að menn þyrftu að horfa fram á veginn og fínna leiðir til að tryggja vöxt atvinnulífsins. „íslenskt atvinnulíf á í samkeppni við styrkta starfsemi í Evrópu. Við megum ekki byggja allt okkar at- vinnulíf á greinum sem eru í harð- astri samkeppni við styrkta fram- leiðslu erlendis. Samkeppnin knýr okkur til að jafna stöðu fyrirtækja við það sem er erlendis svo sem varð- andi skattamál," sagði Sveinn. Störfum hefur ekki fjölgað Hansína Stefánsdóttir, formaður Alþýðusambands Suðurlands, sagði of lítið horft til framtíðar í atvinnu- málum. Hún sagði atvinnuleysið valda áhyggjum og það væri hópur ungs fólks sem ekki þekkti þann raunveruleika en atvinnuleysið. Hún sagði að störfum hefði ekki fjölgað frá 1990 og atvinnuleysistölur væru þær sömu á Suðurlandi undanfarin þijú ár. Bati fyrirtækja yrði að skila sér í fjölgun starfa og auknum kaup- mætti. Næstu kjarasamningar yrðu að taka mið af samningum í ná- grannalöndunum. Hún lagði áherslu á að fýritæki og opinberir aðilar keyptu íslenskar vörur slíkt styrkti atvinnulífið og ætti að vera hveijum og einum trúarbrögð. Einnig að nauðsynlegt væri að uppræta svarta atvinnustarfsemi sem dræpi niður heilbrigt atvinnulíf og yki sk'attbyrði fólks. Suðurland 2000 Þorvarður Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sagði frá þróunarverk- efninu Suðurland 2000 sem hefði að markmiði að gera grein fyrir stöðu og vaxtarmöguleikum hagkerfis Suðurlands í byijun næstu aldar og finna möguleika til að auka hagvöxt og bæta mannlíf í landsfjórðungnum. Verkefninu væri ætlað að gera stefnumótandi tillögur um aðgerðir í ljósi nýrrar framtíðarsýnar og höfða til frumkvöðla í atvinnulífí. Dr Þor- steinn Sigfússon hefur unnið að þessu verkefni í samráði við stofnan- ir á Suðurlandi. Verkefnið er tvískipt og mun vinna heildarúttekt með reyndum sérfræð- ingum frá Efnahagsbandalagi Evr- ópu og má þar nefna ráðgjafa um fýrirtækjanet eins og tíðkast á Ítalíu, einnig frá Skotlandi og Þýskalandi. Reiknað er með að verkefnið kosti 5 -10 mannár og verður unnið á næstu 2-3 árum ef fjármögnun fæst. Sótt hefur verið um styrki til Byggða- stofnunar og Evrópubandalagsins: Þorvarður sagði góðar vonir um að styrkir fengjust frá EB en Byggða- stofnun ætti eftir að svara umsókn um styrk. Hann sagði árangur af verkefninu ráðast af þátttöku úr at- vinnulífinu á Suðurlandi og hvatti forsvarsmenn fyrirtækja til þess að gefa verkefninu gaum. Nokkrar umræður urðu á fund- inum og í þeim benti Þorsteinn Ás- mundsson, framkvæmdastjóri Suð- urgarðs á Selfossi, á þann möguleika að stofnað yrði sunnlenskt fjárfest- ingafélag sem hefði hlutabréfasjóð til að fjárfesta í nýsköpun atvinnu- lífsins og þróun með arðsemi í huga. Tónlistarskólinn á Egilsstöðum 25 ára á þessu ári Morgunblaðið/Anna Ingólfsdðttir SKÓLAHLJÓMSVEIT Tónlistarskólans á Egilsstöðum við æfingar. Egilsstöðum - Tónlistarskólinn á Egilsstöðum var stofnaður haustið 1971 af Tónlistarfélagi Fljótsdals- héraðs og með stuðningi frá Egils- staðabæ. Strax varð góð aðsókn í skólann en gert var ráð fyrir að um 20 nemendur gætu stundað þar nám til að byrja með. Skólastjóri var ráð- inn Magnús Magnússon og var hann jafnframt eini kennarinn. Skólinn hefur vaxið og dafnað síð- an undir stjórn Magnúsar. Nú eru 6 kennarar við skólann og nemendur eru um 120. Magnús segir tónlistará- huga á Egilsstöðum vera mikinn. Það séu að störfum alls konar hópar sem tengjast tónlist á einn eða annan hátt, m.a. danshópar, uppsetning söngleikja á vegum leikfélaga, vísna- vinir, kórar, öflugt harmonikufélag og að ógleymdri jazzhátíð o.fl. „Áhugi í samfélaginu hjálpar okkur mikið en styrkur skólans felst í því hvað mikil breidd er í hljóðfæravali fyrir nemendur. Þeir hafa um mörg hljóðfæri að velja og það gerir starf- ið skemmtilegra,“ segir Magnús. Þeir nemendur sem lengst eru komnir í námi eru á sjötta stigi en stefna skólans er að ýta undir tónlist- aráhuga og efla tónlistarstarf á staðnum, frekar en að útskrifa ein- leikara. Hljómsveitarstarf skólans er kraftmikið og er skólahljómsveit starfandi sem mun leika á tónleikum á degi tónlistarskólanna í Mennta- skólanum á Egilsstöðum nú á laugar- dag. Þar munu foreldrar selja kaffiveit- ingar þar sem ágóði rennur í ferða- sjóð skólans en töluvert er um að nemendur þurfi að ferðast á mót og tónleika bæði innanlands og utan. Magnús segir Tónlistarskólann vera í ágætu húsnæði að öðru leyti en því að það vantar æfingasal. „Starf skól- ans er sívaxandi og við gerum ráð fyrir því að við munum auglýsa eftir söngkennara nú næsta haust." Lærir á gítar og saxófón Bára Siguijónsdótir er 16 ára nem- andi í Tónlistarskólanum á Egilsstöð- um. Hún lærir bæði á gítar og saxó- fón og hefur stundað nám við skól- ann í 7 ár. Bára er að fara að taka 5. stig á gítar og 3. stig á saxófón. Gítarinn er einleikarahljóðfæri en meira félagslíf er í kringum saxófón- inn og hefur hún tekið þátt í ýmsu hljómsveitarstarfi á vegum skólans. Bára hefur áhuga á allri tónlist og hlustar á hvað sem er. Hún er dug- leg að æfa sig heima og hvetur krakka til þess að læra á hljóðfæri því hún telur að ýmis lærdómur spretti út frá tónlistinni. Gaman að taka þátt í hljómsveitarstarfi Oddný Sævarsdóttir 13 ára og Anna Guðlaug Gísladóttir 12 ára eru báðar í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum. Oddný spilar á fiðlu og byijaði að læra þegar hún var 5 ára. Anna Guðlaug var 8 ára þegar hún fór að læra á selló. Oddný segist vera dug- leg að æfa sig heima en Anna Guð- láug telur að hún geti gert betur með heimanámið. Þær hafa báðar farið í tónlistarferðalög á vegum skólans og Oddný spilaði í hljómsveit í Noregi en hún bjó þar í nokkur ár. Sú hljóm- sveit fór í ferðalag innanlands í Nor- egi. Þær eru sammála um að hljóm- sveitarstarfið sé skemmtilegt en á köflum erfitt og krefjandi. Oddný er áhugasöm um alla tónlist og hlustar á hvað sem er nema óper- ur, Anna Guðlaug hlustar helst á popptónlist og henni fínnst ekkeit sérstakt að hlusta á sinfóníur. Þær telja gott fyrir krakka að læra á hljóð- færi og hvetja alla til þess sem hafa tök á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.