Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ♦ Kólesteról og kransæðasjukdómar KÓLESTERÓL er ein tegund blóðfitu- efna og gegnir mikil- vægu hlutverki í eðli- legri starfsemi frumna líkamans. Sýnt hefur verið fram á að magn kólesteróls í blóði vest- rænna þjóða er að meðaltali tvisvar sinn- um hærra en það þarf að vera til að mæta þörfum líkamans. Kólesteról er að talsverðu leyti (2/3) myndað í líkamanum, einkum í lifrinni, en hluti þess (V3) kemur Gunnar Sigurðsson úr fæðunni. Frá lifr- inni berst það með blóðinu til veljanna sem á því þurfa að halda. Kólesterólið berst síðan aftur til lifrarinnar frá vefjun- um sem hluti af svo- kölluðu HDL-kóleste- róli. Þetta er oft kall- að góði hluti kóleste- rólsins. Hátt HDL- kólesteról endur- speglar gott flutning- skerfi frá vefjunum og virðist vera vernd- andi gegn kransæða- sjúkdómum. Heildar- kólesteról að frádregnu HDL-kólesteróli er því sá hluti sem er slæmur fyrir æðakerfið ef það er í miklu magni. Kólesterólmagnið í blóði hvers einstaklings ákvarðast af erfðum (50%) og öðrum þáttum, einkum mataræði, líkamsþyngd o.fl. Konur hafa talsvert hærra magn af góða kólesterólinu (HDL- kólesteról) en karlar. í sumum ættum eru sterkir erfðaþættir að verki sem valda mikilli hækkun á kólesteróli og unnið er að rann- sóknum á þessum erfðaþáttum hérlendis til að unnt sé að greina þessa einstaklinga á unga aldri. Athuganir á æða- skemmdunum í krans- æðasjúklingum sýna verulegar kólesteról- útfellingar í æðaveggj- unum og þetta kóleste- ról hefur síast inn í æðavegginn úr blóðinu á löngum tíma. Hóprannsóknir, þar á meðal hóprannsókn Hjartaverndar, hafa sýnt að þeim mun hærra sem kó- lesterólið er í blóði einstaklingsins þeim mun meiri er áhætta hans á að fá kransæðasjúkdóm í framtíð- inni. Kólesteról er því einn af Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur, sem enn hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu og tryggingagjaldi til og með 12. tímabili með eindaga 15. janúar 1996 og virðisaukaskatti til og með 48. tímabili með eindaga 5. febrúar 1996 og gjaldföllnum álagningum og ógreiddum hækkunum er féllu í gjalddaga til og með 15. febrúar s.l. á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumarina, föstu árgjaldi þungaskatts, þunga- skatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miða- gjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnu- eftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðaafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, en þau eru: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatrygginga- gjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, mark- aðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar bamabætur, ofgreiddur bamabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur. Gjaldendum skal bent á að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda, að þeim tíma liðnum. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámámsgerð í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 10.000 kr. fyrir hverja fjámámsgerð. Þinglýsingargjald er 1.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Jafnframt mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vörugjald og virðisauka- skatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Gjaldheimtan í Reykjavík Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Gjaldheimtan á Seltjamamesi Gjaldheimtan í Garðabæ Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Gjaldheimtan í Mosfellsbæ Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Reykjavík, 24. febrúar 1996 Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurínn á Patreksfirði SýslumaðUrinn á Hólmavík Syslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Neskaupstað Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austfjarða Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum Mataræði er horn- steinninn, segir Gunnar Sigurðsson, í meðferð við hárri blóðfitu. sterkustu áhættuþáttum fyrir kransæðasjúkdómi. Þetta er sér- staklega áberandi þegar kólesteról viðkomandi einstaklings er veru- lega hærra en gengur og gerist og sérstaklega þegar aðrir áhættuþættir eins og reykingar eða hár blóðþrýstingur eru einnig til staðar. Á síðustu árum hafa verið gerð- ar miklar rannsóknir til að athuga hvort koma megi í veg fyrir þessa auknu áhættu með því að lækka kólesteról í blóði með breyttu mataræði eða með kólesteróllækk- andi lyfjum. Nýleg tímamótahóp- rannsókn _ frá Norðurlöndunum, þar sem ísland var þátttakandi, sýndi að slík kólesteróllækkandi lyfjameðferð meðal sjúklinga sem þegar voru komnir með kransæða- sjúkdóm lækkaði tíðni alvarlegra afleiðinga sjúkdómsins um þriðj- ung, m.a. þurfti þriðjungi færri hjartaaðgerðir í lyfjahópnum sbr. lyfleysuhóp. Önnur nýleg hóp- rannsókn frá Skotlandi sýndi einn- ig fram á notagildi þessara lyfja meðal rétt valinna einstaklinga með kólesteról í hærri kantinum. Þessar rannsóknir hafa því sannað að kólesteróllækkandi meðferð, mataræði og lyfjameð- ferð, geta dregið verulega úr áhættu á kransæðasjúkdómum og afleiðingum hans. Þessi lyf eru hins vegar dýr en séú þau gefin einstaklingum sem þeirra þurfa með hefur verið reiknað út að þau svara mjög vel kostnaði og bæta horfur þessara sjúklinga verulega. Lyf þessi hafa reynst örugg og fylgikvillalítil. Þrátt fyrir þessi virku kóleste- róllækkandi lyf er mataræði horn- steinninn í meðferð við hárri blóð- fitu. Sýnt hefur verið fram á að mestu máli skiptir að takmarka neyslu á feitum dýraafurðum, svo- kallaðri mettaðri dýrafitu, t.d. úr feitum mjólkur- og kjötafurðum. í staðinn geta menn leyft sér að borða meira af mögrum land- búnaðarafurðum. Fiskafurðir inni- halda hins vegar fjölómettaðar fitusýrur sem lækka fremur kó- lesteról í blóði og eru því ákjósan- legar. Megrun hefur einnig sín áhrif til lækkunar kólesteróls. Breytingar á íslensku mataræði síðustu 20 árin hafa leitt til þess að meðalgildi kólesteróls hér á landi hefur lækkað um 7-10%. Þetta hefur átt sinn þátt í því að kransæðasjúkdómar eru á undan- haldi. Þrátt fyrir það er fituneysla íslendinga enn mikil og kólesteról- gildi hériendis er ennþá of hátt og kransæðasjúkdómar og aðrir æðasjúkdómar eru vissulega enn- þá stórt vandamál. Kólesterólgildi einstaklingsins hækkar oft verulega eftir þrítugs- aldurinn, væntanlega tengt þyngdaraukningu á þessu aldurs- skeiði. Því er margt sem bendir til að æskilegt sé að mæla kóleste- rólgildið um þrítugt þannig að unnt sé að gefa ráðleggingar varð- andi mataræði o.fl. Ef sterk ættar- saga er um háa blóðfitu eða krans- æðasjúkdóma getur vissulega ver- ið ástæða til að mæla það fyrr. Höfundur er yfirlæknir við Lyflækningadeild Borgarspítal- ans og prófessor við Læknadeild Háskóla íslands. ...blabib - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.