Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heilbrigðisráðherra um fullyrðingar apótekara vegna lyfjabúðareksturs sjúkrahúsanna Kannað hvað hæft er í fullyrð- ingum apótekara HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ ætlar að láta athuga hvað sé hæft í fullyrðingum Apótekarafélags íslands um að Sjúkrahús Reykja- víkur og Ríkisspítalarnir brjóti lyfjalög í lyíjabúðarekstri að því er fram kemur í samtali við Ingi- björgu Pálmadóttur heilbrigðis- ráðherra. Þorvaldur Veigar Guð- mundsson, yfirlæknir Ríkisspítal- anna, og Jóhannes Pálmason, for- stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, játa að dæmi séu um að starfsfólk spítalanna fái afgreiðslu í lyfja- búðum sjúkrahúsanna. Apótekar- afélag íslands hefur kært lyfja- búðarekstur sjúkrahúsanna til RLR. Apótekarar leggja áherslu á að ólöglegt sé að afgreiða aðra í lyljabúðum sjúkrahúsanna en sjúklinga, sem eru að útskrifast af sjúkrahúsunum, og göngudeild- arsjúklinga. Mikilvæg þjónusta Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra, sagði að með lyfjaafgreiðslu á sjúkrahúsunum væri verið að veita afar mikilvæga þjónustu. „Með sjúkrahúsapótek- unum er verið að veita göngudeild- arsjúklingum og sjúklingum, sem eru að útskrifast, þjónustu til hag- ræðingar fyrir þá,“ sagði hún og nefndi að ýmis lyf væru aðeins notuð í tengslum við sjúkrahúsin. Ingibjörg sagði að ráðuneytinu væri ekki kunnugt um hvort starfsmenn fengju afgreiðslu í apótekunum. „Og þó svo einhver starfsmaður hafí einhvem tíma fengið afgreitt þarna resept getur það varla verið stórmál. Ekki er ætlunin að fólk utan af götu fái afgreiðslu í sjúkrahúsapótekunum en ég þekki ekki hvort það gæti hafa gerst,“ sagði hún og tók fram að ráðuneytið myndi að sjálfsögðu athuga hvað þama væri á ferðinni. Kannast ekki við kaupendur af götunni Þorvaldur Veigar Guðmunds- son, yfirlæknir Ríkisspítalanna, sagði að framkvæmdastjórn spít- alans hefði ekki komið saman til að fjalla um kæm apótekara. „Ég get hins vegar sagt að nauðsyn- legt er að hafa lyfjaafgreiðslu til að afgreiða sjúklinga á hveijum spítala. Hér hafa starfsmenn haft sama aðgang að lyfjaafgreiðslunni enda felst í því ákveðið hagræði. Mér skilst að apótekarar hafi gert áthugasemd við þennan aðgang starfsmanna og ef hann reynist ólöglegur verðum við væntanlega að hlýta þeim lögum. Mér skilst að því til viðbótar hafi því verið haldið fram að hægt væri að ganga inn af götunni og kaupa lyf í lyfjaafgreiðslum sjúkrahúsanna en ég kannast alls ekki við að sá möguleiki sé fyrir hendi,“ sagði hann. Lög ekki brotin Jóhannes Pálmason, forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, sagðist ekki kannast við að lög hefðu ver- ið brotin með rekstri lyfjabúða á sjúkrahúsinu. „Ég veit ekki betur en öll þau lyf sem afgreidd eru í okkar apóteki séu afgreidd gegn lyfseðlum frá læknum sjúkrahúss- ins eins og reglugerðir kveða á um. Ef starfsfólkið er sjúklingar spítalans er það afgreitt enda get- ur starfsfólkið verið sjúklingar eins og hver annar, t.d. geta allir gengið inn á slysadeild og fengið þjónustu. Lög kveða skýrt á um að ekki megi afgreiða aðra lyf- seðla en lyfseðla sjúkrahússins og læknar sjúkrahússins hafi gefið lyfseðlana út. Eftir því er farið. Að öðru leyti get ég ekki tjáð mig um efni kærunnar enda hef ég ekki séð hana og ekki heyrt neitt frá RLR,“ sagði hann. Áréttað við yfirmenn Engu að síður sagði hann að vegna frétta um kæruna hefði verið áréttað við yfirmenn lyfja- búðanna að gæta settra reglna um reksturinn, „og ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að farið sé eftir lögum og reglugerð- um um þetta mál,“ sagði Jóhannes og tók fram að málið tengdist áliti Samkeppnisráðs um að nauðsyn- legt væri að rekstur apótekanna væri að fullu skilinn frá rekstri sjúkrahúsanna. „Við höfum unnið að því og því er úrskurðurinn að- eins í samræmi við það sem við höfum verið að vinna eftir.“ Rifist um Ragnar Reykás Á FUNDI bæjarráðs Hafnarfjarðar á fimmtudag var fjallað um samkomu- lag Hafnarfjarðarbæjar og Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. um lúkningu fram- kvæmda í Miðbæ. Var bæjarfulltrúum" heitt í hamsi og líkti hver öðrum við Ragnar Reykás, þekkta persónu, sem fyrst kom fram á sjónarsviðið í sjón- varpsþáttum Spaugstofunnar. Magnús Jón Ámason, Alþýðu- bandalagi, lýsti megnri óánægju sinn með samkomulagið og sagði þá papp- íra, sem fyrir lægju, ekkert tryggja nema áframhaldandi vandræðagang. Meirihluti bæjarráðs óskaði þá bókað, að úrræðaleysi, aðgerðarleysi og geð- illska bæjarfulltrúa Alþýðubandalags- ins birtist enn á ný í bókun hans um samkomulagið. „Frumkvæði eða til- lögur hafa ekki sést, enda yfirlýst að Magnúsi Jóni Ámasyni hafi ekki dott- ið í hug að gera nokkum skapaðan hlut. Allur rökstuðningur hans í mál- inu minnir á þekkta íslenska persónu, Ragnar Reykás og verður ekki betur lýst.“ Magnús Jón svaraði að bragði með eftirfarandi bókun: „Ekki leiðist mér líkingin við hina þjóðfrægu per- sónu Ragnar Reykás. Eg veit þó ekki hvort Ragnari er gerður greiði með því að líkja honum við mig. Hans vegna er rétt að taka fram að Ragn- ar segir eitt í dag og annað á morg- un. Slíkur málflutningur hefur ein-- kennt aðra en mig í miðbæjarmálinu. Auk þess tel ég rétt að benda á að Ragnar er rauðhærður, svo líklega svipar honum meira til annarra bæjar- fulltrúa en mín.“ Hugmyndir úm að breyta eða stækka Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir allt að milljarði króna Aðeins hluti kostnað- ar vegna Schengen HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra kynnti í ríkisstjóm í gær frumathugun á kostnaði við breyt- ingar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem yrðu nauðsynlegar ef ísland gerðist aðili að evrópska vegabréfa- samstarfinu, Schengen-samkomu- laginu svokallaða. Utanríkisráðherra segir að taka verði tillit til þess að aðstaða í flugstöðinni sé nú hvort sem er orðin ófullnægjandi vegna fjölgunar farþega og því sé beinn kostnaður vegna Schengen-aðildar aðeins hluti af þeim kostnaði, sem þurfi að ráðast í. Utanríkisráðuneytið hefur beitt sér fyrir frumathugun á þeim breyt- ingum, sem nauðsynlegar eru í Flug- stöð leifs Eiríkssonar vegna hugsan- legrar aðildar íslands að Schengen- samkomulaginu. Annars vegar var embætti Húsameistara ríkisins beðið að athuga hvað kostaði að breyta flugstöðinni og hins vegar var Leifur Benediktsson verkfræðingur feng- inn til að gera framhaldsathugun. Bæði Schengen-aðild og aukin umferð Halldór Ásgrímsson lagði áherzlu á það á ráðstefnu um ísland og Schengen, sem haldin var í Keflavík í gær, að athuganir þessar beindust ekki eingöngu að kostnaði vegna þátttöku í Schengen-samkomulag- inu, heldur væri aukin umferð um Keflavíkurflugvöll einnig tekin með í reikninginn. Þannig ganga athuganirnar út frá þremur forsendum. í fyrsta lagi að breyta þurfi flugstöðinni vegna hugsanlegrar aðildar íslands að Schengen. í öðru lagi hafi þörf fyrir verzlunar-, þjónustu- og biðsalar- rými aukizt vegna aukinnar umferð- ar um Keflavíkurflugvöll. í þriðja lagi sé þörf á fjölgun flugvélastæða og landganga vegna aukinnar um- ferðar um völlinn. Þá voru þær forsendur gefnar í þessum athugunum að engar tafír eða röskun yrði á áætlunum þeirra flugfélaga, sem hafa viðdvöl á Kefla- víkurflugvelli, en Flugleiðir hafa haft miklar áhyggjur af hugsanleg- um töfum vegna herts eftirlits með flugi inn og út af Schengen-svæð- inu, komi til aðildar Islands að evr- ópska vegabréfasamstarfinu. Viðbygging fyrir milljarð Niðurstaða Húsameistara ríkisins er að bezta leiðin til að tryggja umferðarstraum farþega og nauð- synlegan aðskilnað þeirra vegna Schengen-aðildar sé að reisa 3.800 fermetra viðbyggingu við flugstöð- ina. Þessi viðbygging myndi rísa við enda núverandi landgöngurana og verða á tveimur hæðum. Auk þess yrði hluta af núverandi landgangi breytt í tveggja hæða landgang. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er í þessum hugmyndum gert ráð fyrir stækkun flughlaðsins og að tvær til þijár landgöngubrýr bættust við, þannig að unnt yrði að anna þjónustu við fleiri flugvélar í einu. Viðbyggingin myndi einkum þjóna því hlutverki að hýsa og þjón- usta farþega, sem hafa viðdvöl hér á landi á leiðinni til eða frá Banda- ríkjunum og Kanada. Kostnaður við þennan kost er áætlaður um einn milljarður króna. Það er hins vegar aðeins gróf frum- áætlun. Að sögn utanríkisráðherra hefðu íslendingar um fimm ár til að ganga frá þessum breytingum. Halldór segir að þessi kostur væri lausn á vanda flugstöðvarinnar til lengri tíma. Nýir biðsalir eða endurinnrétting í athugun Leifs Benediktssonar er hins vegar bent á tvær aðrar leið- ir. Annars vegar er sú hugmynd að flugstöðinni sjálfri verði fyrst í stað ekki breytt, heldur verði byggðir biðsalir út frá landgöngurananum, við núverandi landgöngubrýr. Þar gæti farið fram vegabréfa- og hand- farangurseftirlit við komu og brott- för farþega. Þessi lausn yrði bráða- birgðalausn til nokkurra ára, en myndi kalla á frekari framkvæmdir í framtíðinni til að uppfylla skilyrði Schengen um aðskilnað farþega. Kostnaður við þetta er áætlaður 365 milljónir króna. Hins vegar er sú hugmynd að önnur hæð núverandi flugstöðvar verði endurinnréttuð, þannig að hún uppfylli öll skilyrði Schengen-sam- komulagsins um fullkominn aðskiln- að farþega eftir því hvort þeir eru að ferðast innan Schengen-svæðis- ins eða ekki. Með þessu yrði annarri hæðinni skipt í tvennt og landgöng- urananum sömuleiðis, með glervegg. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur þessi lausn ýmsa ókosti í för með sér, þar sem aðeins yrði hægt að hafa flugvélar í flugi innan Schengen öðrum megin við Iandgönguranann, en flug utan Schengen hinum megin og fengist því ekki bezta nýting á landgöngu- brúm flugstöðvarinnar. Kostnaður við þessa útfærslu er áætlaður um 685 milljónir króna. í þessum tölum er ekki gert ráð fyrir kostnaði við allar þær land- göngubrýr, sem bæta þyrfti við í flugstöðinni vegna aukinnar umferð- ar og ekki heldur vegna fjölgunar flugvélastæða. Utanríkisráðherra sagði að fjögur stæði gætu kostað allt að 800 milljónir. Viljum við rjúfa norræna vegabréfasambandið? Halldór lagði mikla áherzlu á að ekki mætti eingöngu horfa í kostn- aðinn, þegar menn væru að vega og meta kosti og galla við aðild að Schengen. „Ef við lítum á málið pólitískt, þá höfum við tekið þátt í þessum viðræðum og samstarfi með það í huga að geta tekið þátt í Schengen-samstarfinu til þess að ijúfa ekki norræna vegabréfasam- bandið. Þá vaknar í mínum huga fyrst og fremst þessi spurning: Hvað er það, sem réttlætir að hafna því? Þetta er mjög stór og mikilvæg ákvörðun, sem getur varðað lengri framtíð mjög miklu,“ sagði Halldór. Hann sagði að helztu ásteytingar- steinarnir gætu verið óhæfilegur kostnaður eða þá að ferðakerfi Flug- leiða myndi að einhveiju leyti bresta vegna tafa á afgreiðslu í Leifsstöð. „Þess vegna er mikilvægt að spyija hvað kostar að breyta flugstöðinni. Það vill hins vegar svo vel til, að það er mikil aukning í komu farþega til landsins og við vonum að á næstu árum verði ferðaþjónustan vaxandi atvinnugrein í landinu," sagði Hall- dór. Hann sagði að tekið væri við langflestum ferðamönnum til lands- ins í gegnum Leifsstöð. Þess vegna yrði að auka pláss þar og um leið væri hægt að leysa þau vandamál, sem sköpuðust vegna Schengen- aðildarinnar. Þess vegna væri ekki ijóst nákvæmlega hvaða kostnaður félli til vegna Schengen og hvað vegna framkvæmda, sem yrði að ráðast í hvort sem væri. „Það verður nú farið í að kanna ódýrustu lausnina, sem verði þó jafn- framt til frambúðar," sagði utanrík- isráðherra. „Það er fyrst og fremst nauðsynlegt til þess að þetta mál verði dæmt á réttum forsendum. Það væri mikið slys ef við gengjum til dæmis út frá því að kostnaður við flugstöðina vegna Schengen væri einn milljarður, en svo yrði að byggja þar á næstu fimm árum fyrir sjö eða átta hundruð milljónir hvort eð væri, vegna aukningar umferðar.“ Flugstöðin fái hlutdeild í auknum tekjum Ráðherra sagði að um varanlegan aukakostnað yrði að ræða vegna breytinga í flugstöðinni, en á móti kæmu líka varanlegar tekjur, fyrir utan jákvæð pólitísk áhrif af Scheng- en-aðild. „Það verður ekki hjá því komizt að flugstöðin fái aukna hlutdeild í auknum tekjum, sem hún hefur ekki fengið hingað til. Farþegum er að fjölga og þessar auknu tekjur verða að geta runnið til þessara mála, eigi breytingarnar að geta staðið undir sér,“ sagði Halldór. „Það var aldrei gengið frá tekjuhlið- inni er flugstöðin var byggð. Við verðum að ganga frá því, sem ekki hefur verið gert í tíu ár, sem er fjór- ir milljarðar í skuldir. Þetta kemur inn í spurninguna líka.“ > i i [ I I i i i s i I i 1 « 4 f ■ i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.