Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1996 29 AÐSENDAR GREINAR Fjölmiðlar og ofbeldi UMRÆÐA um of- beldi hefur verið áber- andi á íslandi á síð- ustu misserum og telja margir að ofbeldi hafi aukist mikið og að birtingarform þess verði sífellt skelfi- legra. Í þessu sam- hengi hafa fjölmiðlar iðulega verið nefndir sem sterkur áhrifa- valdur, að það mikla ofbeldisefni sem okk- ur er boðið upp á í sjónvarpi, kvikmynda- húsum og myndbönd- um sé í raun meginor- sakavaldurinn og hafa ýmsir aðilar eins og t.d. landlækn- ir haldið þessu fram. Þessi skýring þarf ekki að koma á óvart. Fjölmiðlar eru að verða æ stærri hluti af lífi okkar og t.d hefur verið bent á í Bandaríkjun- um að meðalunglingurinn hafi eytt umtalsvert meiri tíma fyrir framan sjónvarpið en í venjulegt skólanám. Dæmigerður 18 ára unglingur hafi að jafnaði orðið vitni að um 30 þúsund morðum og íslenskir unglingar væntanlega engir eftirbátar. Ekki er því skrýt- ið að bent sé á fjölmiðlaofbeldi sem sökudólg ofbeldis í samfélaginu og um leið þá staðreynd að auglýs- endur borgi stórfé í auglýsingar einmitt vegna þess að þær hafi svo mikil áhrif - og því þá ekki einnig áhrif á ofbeldi í samfélag- inu? Og vissulega finnast dæmi úr veruleikanum þar sem ofbeldis- efni og ofbeldi í samfélaginu hefur verið tengt saman. Úr samtíman- um höfum við hið hrottalega morð á breska drengnum Bulger sem myrtur var af tveimur 10 ára drengjum og eðlilega hefur verið spurt um skýringar. Fljótlega bár- ust böndin að tiltekinni mynd, Childs Play III. í henni er atriði þar sem grimmri brúðu er fargað og þótti atriðið óhugnanlega líkt morðinu á Bulger en upp komst að faðir annars drengjanna hafði leigt þessa mynd stuttu áður. At- vikið í Noregi fyrir um ári þar sem lítil stúlka fannst látin í snjónum eftir að hafa lent í klónum á nokkrum leikfélögum sínum hefur einnig ýtt við okkur; hvers vegna þetta geti gerst. Iðu- lega hafa böndin bor- ist að ijölmiðlum sem vissulega bjóða uppá mikið ofbeldisefni sem óharðnaðir unglingar leita í að sjá. En hver eru tengslin á milli fjölmiðla og ofbeldis? Áhrif fjölmiðla Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar og eru niðurstöður að mörgu leyti blendnar, þó vissu- lega megi ýmsan lærdóm af þeim draga. Fræðimenn draga í efa að hægt sé að fullyrða að ofbeldisefni í fjölmiðlum sé orsök ofbeldis í samfélaginu því ef svo væri, væri ofbeldi mun algengara en það þó er. M.ö.o. veruleiki sjónvarpsins virðist í raun mun ofbeldisfyllri en raunveruleikinn sjálfur svo varla eru bein orsakatengsl þarna á milli. Annað atriði þessu tengt: í flestum ofbeldismyndum næst af- brotamaðurinn sem ætti þá að draga úr ofbeldi í samfélaginu því boðskapurinn er jafnan sá að glæpir og ofbeldi borgi sig ekki. Fjölmiðlar eru yfirleitt frekar með lögum og reglum samfélagsins og á móti þeim sem brjóta þau og þannig gefa þeir þá mynd að glæp- ir séu í raun áhættusamari en þeir eru í veruleikanum. Fjölmiðlar ættu því að draga úr glæpum en ekki að auka þá og hetjan er iðu- lega laganna vörður. En vissulega fmnast undantekningar og tísku- straumar eru breytilegir. Stundum er ofbeldi notað sem tæki til að ná fram einhveiju réttlæti, en í það heila tekið er boðskapurinn nokkuð stöðugur; glæpir og of- Ofbeldishegðun hefur þekkst, segir Helgi Gunnlaugsson, frá því löngu fyrir daga nú- tímafjölmiðlunar. beldi borga sig ekki, siðaboðskap- urinn er venjulegast á þá lund. Afstaða fræðimanna En er þá hægt að halda því fram að ofbeldi í fjölmiðlum hafi engin áhrif á ofbeldi í samfélaginu? Vafasamt er að taka undir slíka fullyrðingu. Sumir fræðimenn halda því fram að ofbeldisefni geti aukið árásargirni hjá börnum og jafnvel valdið viðhorfabreyting- um sem síðan geti valdið vissum hegðunarbreytingum. Að horfa mikið á slíkt efni geti ýtt undir neikvæðar tilfinningar, undir hræðslu við náungann og ótta um að vera beittur ofbeldi að fyrra bragði af hendi ókunnugra. Þetta geti einnig styrkst ef ofbeldið er sett fram á félagslega viðurkennd- an hátt sem eðlilegur hluti af sam- skiptum og áhrif þessa efnis verða því meiri en ella. Einnig hefur verið bent á í kjölfar rannsókna að sjónvarpsefni sem feli í sér of- beldi losi um spennu sem myndist hjá börnum og ýti undir árásar- girni þeirra. Aðrir segja á móti að árásargjörn börn leiti frekar í slíkt efni, sem þýðir þ.a.l. að þetta efni skapi ekki þessa árásargirni. Ennfremur benda sumir á að vafasamt sé að tala um að of- beldisefni beinlínis valdi ofbeldi í samfélaginu, heldur geti það hjálp- að árásargjörnum ungmennum að réttlæta hegðun sína; fyrst þetta er gert svona í myndum hvers vegna get ég þá ekki alveg eins gert það sama? En þá er ofbeldis- efni í raun ekki orsök ofbeldisins, heldur er notað sem afsökun eftir að ofbeldisverkið er framið eða jafnvel til að eyða sektarkennd. Áhrifin geta einnig falist í því að birtingarform ofbeldis verði jafn- vel alvarlegra en eíla. En hver eru tengslin á milli of- beldis í fjölmiðlum og ofbeldis í samfélaginu? Er til afdráttarlaust svar við þessari spurningu? Fyrst verðum við að gera okkur grein fyrir að ofbeldishegðun hefur þekkst frá því löngu fyrir daga nútímafjölmiðlunar. Mjög vafa- samt er því að benda á eina nær- tæka skýringu eins og fjölmiðla og benda á þá sem sökudólg of- beldis. Vissulega er þægilegt að geta bent á einn slíkan sökudólg og talið okkur trú um að ef allt ofbeldisefni yrði ijarlægt úr fjöl- miðlum myndi ofbeldi minnka í samfélaginu eða jafnvel hverfa með öllu. Veruleikinn er því miður ekki alveg svo einfaldur. Rætur ofbeldis í félags- og afbrotafræðinni hefur þráfaldlega verið sýnt fram á að tíðni glæpa- og ofbeldisverka er iðulega meiri og alvarlegri í flóknum og þéttbýlum iðnríkjum, þar sem saman fara ólíkir kyn- þættir, menningarhópar og ójöfn félags- og efnahagsleg kjör. Þess-. ar þjóðfélagsaðstæður geti undir vissum kringumstæðum grafið undan trausti, virðingu og tillits- semi við náungann sem fámennari og einsleitari samfélög einatt skapa. Þegar við bætist sam- skiptaleysi eða jafnvel vanræksla af hálfu fullorðinna í garð barna i viðbót við versnandi kjör og auk- inn ójöfnuð, megi fastlega búast við alvarlegum ofbeldisverkum í kjölfarið. Ofbeldismyndir geta því varla einar og sér verið sökudólgur of- beldisverka heldur liggja skýring- ar dýpra í þjóðfélagsgerðinni sjálfri. Til staðfestingar á þessari Helgi Gunnlaugsson samfélagslegu sýn á orsökum of- beldis má benda á að félagsleg einkenni síbrotaunglinga, m.a. þeirra sem beita ofbeldi, felast iðulega í rofnum fjölskyldutengsl- um þar sem ofbeldi hefur jafnvel viðgengist, skólaganga verið í molum og efnahagsleg kjör verið bág. Þetta er meira eða minna veruleiki flestra þeirra ungmenna sem lenda í hvað mestum útistöð- um við samfélag sitt og er bak- grunnur þeirra erfiðleika sem þeir valda sjálfum sér og öðrum. Misnotkun vímuefna verður síðan fylgifiskur þessara ungmenna og ofbeldismyndir geta haft meiri áhrif á þennan hóp en aðra í sam- félaginu. Ekki er því hægt að skella skuldinni einvörðungu á fjölmiðla þó það sé ugglaust þægi- legur blóraböggull fyrir okkur - að færa sökina á eigin vanrækslu á æskunni yfir á fjölmiðla. Við verðum að skoða áhrif fjölmiðla í mun víðara samhengi en við ein- att gerum og í tengslum við fé- lagslega stöðu þeirra ungmenna sem eru í hvað mestum vanda. Uppeldi barnanna er mál okkar allra og ef góð og náin tilfinninga- tengsl takast á milli barna og fullorðinna og ef ungmenni hafa almennt nóg uppbyggilegt fyrir stafni og eitthvað raunhæft að stefna að opnast meiri möguleikar ájákvæðri hegðun þeirra. Og yfir- höfuð er hegðun æskufólks á Is- landi vel viðunandi, ekki má gleyma því. Lokaorð Ábyrgð fjölmiðla á að felast í því að framfylgja almennum regl- um um starfsemi sína og ábyrgð fullorðinna í að fylgjast með því sem bömin em að gera og grípa inn í ef þurfa þykir. Ekki þó endi- lega með einhliða valdboði, heldur skynsamlegri umræðu við börnin sjálf, reyna að skilja þau og láta börnin skilja sjónarmið okkar. En fjölmiðlar eru ekki meginorsök ofbeldis í samfélaginu og lausnin á þeim vanda felst því ekki í auk- inni ritstýringu á efni þeirra. Höfundur er lektor í félagsfræði við Háskóla íslands. ARKITEKTAFÉ- LAG íslands fagnar þeirri ákvörðun for- sætisráðherra að leggja niður hönnun- ardeild embættis Hú- sameistara ríkisins. Félagið hefur í mörg ár bent á að þessi starfsemi eigi heima á almennum markaði. Hins vegar kemur sú ákvörðun forsætis- ráðherra að leggja embættið af með öllu á óvart, enda stang- ast hún á við fyrri yfirlýsingar hans á Alþingi um að unnið væri að breyt- ingum á hlutverki embættisins þannig að þar yrði í framtíðinni eingöngu sýslað með eignir ríkis- ins en hönnun flutt á almennan markað. Nokkurs misskilnings hefur gætt að undaförnu vegna yfirlýs- ingar Arkitektafélags Islands varðandi málið, m.a. í leiðara Morgunblaðsins. Nauðsynlegt er því að fleiri hliðar þessa máls séu dregnar fram og arkitektar eru ekki einir um að spytja spurninga af gefnu tilefni: Hvað tekur við? Hvernig verður haldið á eignaum- sýslu og framkvæmdamálum rík- isins á næstu árum? Sé ætlunin sú að fjölga byggingadeildum ráðuneytanna og/eða færa hluta starfsemi Húsameistara til Fram- kvæmdasýslu ríkisins, eins og margt virðist benda til, þykir Arki- tektafélagi íslands full ástæða til spyija: Er verið að stíga skref sem verður þess vald- andi að hlutur arki- tekta í undirbúningi opinberra fram- kvæmda verður fyrir borð borinn? Af tveimur kostum hefði Arkitektafélagið viljað sjá embætti Húsameistara taka við auknu hlutverki í éignaumsýslu og hönnunarstjórn. Ástæðan: í bygginga- deildum ráðuneyt- anna og Framkvæmdasýslu ríkis- ins hafa á undanförnum árum verið unnin hliðstæð verkefni og hjá eignaumsýsluhluta Húsameist- ara. Við byggingadeildir ráðuneyt- anna starfar þó enginn arkitekt (reyndar enginn faglærður heldur) og hjá Framkvæmdasýslunni er aðeins einn af níu faglærðum starfsmönnum arkitekt. Þáttur arkitekta í opinberum framkvæmdum I lögum nr. 63/1970 um opin- berar framkvæmdir og vísað er til í handbók um opinberar fram- kvæmdir sem gefin var út af Fjár- málaráðuneytinu árið 1991, er framkvæmdaferli mannvirkis skipt upp í fjóra höfuðþætti: 1) Frumathugun, þar sem kann- aðir eru þeir kostir sem til greina komi við lausn verkefnisins. Sá skilningur er út- breiddur, segir Helgi Már Halldórsson, að í starfi arkitekta felist eingöngu að teikna hús. 2) Áætlunargerð, þar sem unnið er með lausn fjármögnunar og mannvirki er hannað frá frum- drögum að framkvæmd. 3) Verklega framkvæmd, þar sem gerðir eru verksamningar, verkið framkvæmt undir eftirliti og úttekt í verklok. 4) Skilamat, þar sem metið er hverning framkvæmd hefur tekist miðað við áætlanir og hún borin saman við hliðstæðar framkvæmd- ir. Mati Arkitektafélags íslands á því hver hlutur arkitekta í mann- virkjarekstri og mannvirkjagerð eigi að vera má í meginatriðum skipta í tvennt: Á) Alla hönnun arkitekta og áætlanagerð, að svo miklu leyti sem kostur er, ber að vinna hjá einkareknum arkitektastofum. Ástæðan: Annað væri „hrein og klár tímaskekkja" svo vitnað sé til leiðara Morgunblaðsins. B) Arkitektar, ráðnir sem ríkis- starfsmenn, eiga að koma að allri vinnu sem flokka má undir liði 1-4 hér að ofan og ekki verður unnin á almennum markaði. Ástæðan: Arkitektar hafa einir stétta innan bygginga- og umhverfismála, menntun, þar sem þyngst áhersla er lögð á heildina og telja sig því jafnvel og oft mun betur í stakk búna til að sinna þessum verkefn- um en tæknimenntað fólk sem greinleg tilhneiging er til hjá ráðu- neytum og ríkistofnunum að slík verkefni séu fengin. Byggingadeildir ráðuneytanna og Framkvæmdasýslan í a.m.k. tveimur ráðuneytum, þ.e. heilbrigðis- og menntamála, eru starfandi byggingadeildir. Arkitektafélag íslands óskaði á sl. hausti eftir upplýsingum beggja ofangreindra ráðuneyta um mark- mið og menntunarkröfur starfs- manna byggingadeildanna. í svari menntamálráðuneytis segir m.a. svo: „í september sl. var ákveðið að breyta nafni byggingadeildar menntamálaráðuneytisins í eigna- deild. Þar sem Framkvæmdasýsl- an hefur í auknum mæli tekið við útboðum, samningum o.fl. er teng- ist byggingaframkvæmdum á veg- um þessa ráðuneytis hefur orðið nokkur áherslubreyting á starfi deildarinnar. Umsvif í verklegum framkvæmdum dregist saman en aukning orðið í eftirliti og a 1- mennri eignaumsýslu." I svari Heilbrigðisráðuneytisins segir m.a: Svo sem nafn verkefnisins seg- ir, er það hlutverk byggingardeild- ar að hafa umsjón með nýbygging- um og viðhaldi og hafa eftirlit með þeim fjármunum sem til þessa verkefnis fara. I svörum ráðuneytanna er getið um að Framkvæmdasýsla ríkisins taki í auknum mæli við verkefnum er varða útboð, samninga o.fl. er tengist byggingaframkvæmdum. í kynningarbæklingi um Fram- kvæmdasýslúna kemur fram að henni er skipt í þrjár deildir: Áætl- anadeild, Framkvæmdadeild og Skiladeild. Sé litið nánar á verkefni áætl- anadeildar kemur í ljós að hún hefur m.a. umsjón með gerð frumáætlana og einnig þróun og notkun eignaumsýslukerfis sem ýtarlega er kynnt í bæklingnum. Af ofansögðu er ljóst að gerð frumáætlana og eignaumsýslu er ekki eingöngu sinnt í bygginga- og eignadeildum ráðuneytanna heldur einnig í vaxandi mæli hjá Framkvæmdasýslunni. Starfssvið arkitekta Atvinnugrein arkitekta á íslandi er ung. Gríðarleg uppbygging hef- ur átt sér stað á þessum stutta tima og arkitektar hafa haft nóg að starfa við að teikna hús. Það er því e.t.v. ekki óeðlilegt að sá misskilningur sé útbreiddur að í starfi arkitekta felist eingöngu það að teikna hús. Sé litið til nágranna- landanna þar sem fagið er eldra og byggingamál hafa náð ,jafn- vægi“ mun fyrr en hér er atvinnu- svið arkitekta breiðara. í hugum arkitekta þýðir það að „vinna sem arkitekt“, að unnin sé hvers konar vinna við mótun og þróun á manngerðu umhverfi. Undirbúningur framkvæmda, framkvæmdir og rekstur einstakra mannvirkja eru hluti þess. Höfundur er varaformaður Arki- tektafélags Islands. Arkitektar og ríkið Helgi Már Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.