Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.02.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24.1'EBRÚAR 1996 47 FRÉTTIR Hjúkrunar- fræðileg við- fangsefni á geðdeildum JÓHANNA Bernharðsdóttir, lektor og stoðhjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, flytur fyr- irlesturinn Hjúkrunarfræðileg við- fangsefni á geðdeildum á vegum Málstofu í hjúkrunarfræði mánu- daginn 26. febrúar kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Málstofan er öllum opin. í erindinu verða kynntar helstu niðurstöður úr innihaldsgreiningu á geðhjúkrunarverkefnum 4. árs nemenda í námsbraut í hjúkrunar- fræði Háskóla íslands. Innihalds- greiningin fór fram með hliðsjón af heilbrigðilíkani Gail Stuart um streitu og aðlögun, sem og stöðluð- um hjúkrunargreiningum NANDA. Verkefni frá 1994 og 1995 sem unnin voru í verknámi hjúkrunar- fræðinema samkvæmt leiðbeining- um kennara hafa verið innihalds- greind. Helstu niðurstöður þessarar könnunar verða kynntar í málstof- unni. Rannsókn þessi hefur fengið styrk frá Vísindasjóði Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. -----» ♦ ♦---- Tröllastelpa í Ævintýra- Kring’lunni HALLVEIG Thorlasíus kemur í dag kl. 14.30 með brúðuleikhúsið Sögu- svuntuna í Ævintýra-Kringluna og sýnir leikþáttinn um minnstu trölla- stelpu í heimi. Þetta er leikrit um litla trölla- stelpu sem lendir í alls konar hremmingum. Krakkarnir sem kom að horfa á eru því vinsamlegast beðnir um að hjálpa tröllastelpunni því annars gæti farið illa. Hallveig samdi leikþáttinn sjálf og hannaði brúðurnar en Helga Arnalds leik- stýrði. Sýningin er um 35 mín. og er aðgangseyrir 500 kr. og er þá barnagæsla innifalin fyrir þá sem vilja. Barnagæslan er opin frá kl. 10-16 á laugardögum en á virkum dögum frá kl. 14-18.30. -----♦ ♦-■♦--- Fyrirlestur um eldun matar fyrr á tímum NÆSTI fræðslufundur HÍN á þessu ári verður haldinn mánudag- inn 26. febrúar kl. 20.30. Fundur- inn verður að venju haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Há- skólans. Á fundinum flytur Hall- gerður Gísladóttir, sagnfræðingur á Þjóðminjasafni Islands, fræðslu- erindi sem hún nefnir: Eldun, mat- ur, náttúra. í erindi sínu mun Hallgerður segja frá ýmsu viðvíkjandi því hvernig forfeður vorir elduðu mat- inn, geymdu hann og hvernig þeir urðu að laga sig að náttúruöflum landsins við öflun og meðhöndlun uiatvæla. -----♦ ♦ ♦---- Flóamarkaður FEF PLÓAMARKAÐUR Félags ein- stæðra foreldra hefst á ný laugar- daginn 24. febrúar og verður hald- inn í Skeljahelli, Skeljanesi 6, frá kl. 14-17. Seldur verður fatnaður á alla fjölskylduna, skartgripir, svefn- bekkii* og fleira. Flóamarkaður hef- ur verið haldinn á vegum FEF um áraraðir og er ásamt jólakortum félagsins ein besta fjáröflun félags- ins. SHELLSTOÐIN á Akranesi. Breytingar hjá Shell á Akranesi NÝVERIÐ hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á rekstri Shell stöðvarinnar á Akra- nesi. Matvörusala í stöðinni hefur aukist mikið og til að koma til móts við auknar kröfur við- skiptavina var nýlega opnað þar grill og ís- bar. Nú er hægt að fá þar úrval af ýmiskonar grillmat auk ísrétta. I tilefni af breytingunum verða margvísleg tilboð í gangi í stöðinni auk þess sem viðskipta- vinum verður boðið að taka þátt í bensínleik. Allir sem kaupa eldsneyti fyrir meira en 1.000 krónur geta sett nafnið sitt í pott. Næstu þrjá mánuði.verða síðan dregin vikulega út nöfn viðskiptavina sem hljóta fría áfyilingu á bílinn. Fyllingarefni NEITAKKI VISSIR ÞÚ ÞETTA UM K J ÖTBANKANN OG McDONALD’S Á ÍSLANDI? „Það tók þá hjá McDonald’s tvö ár að velja framleiðanda á kjöthleifunum fyrir McDonald 's hamborgarana á Islandi. Sérfrœðingar frá Bretlandi og Bandaríkjunum komu hingað fjórum sinnum og skoðuðu bókstaflega allt“. Guðgeir ’ Einarsson og Kristinn Jóhannesson, kjötiðnaðarmenn og eigendur Kjötbankans, eru með réttu stoltir af fyrirtæki sínu. í 14 ár hafa þeir sérhæft sig í vinnslu nautakjöts og lagt höfuðáherslu á gæði og hreinlæti, en Kjötbankinn var eitt af fyrstu fyrirtækjunum í matvælaiðnaði til að koma á innra eftirlitskerfi í samræmi við alþjóð- lega staðla samkvæmt kröfum nýrrar reglugerðar. Vönduð vinnu- brögð eru þó ekkert nýmæli hjá Kjötbankanum og þegar árið 1993 hlaut hann viðurkenningu Vinnu- eftirlits ríkisins fyrir besta starfs- umhverfið í hópi 80 fyrirtækja í matvælaiðnaði. „Það var mikil viðurkenning fyrir okkur að McDonald’s skyldi velja Kjötbankann og það er enginn vafi á því að við höfum lcert margt afþessu samstarfi - starfsfólk okkar er nú tvímcelalaust meðvitaðra um rétt vinnubrögð en áður.“ Það er heldur ekki leyndarmál að aðeins er notað 100% hreint nautakjöt í hamborgarana. I þá er engu bætt - hvorki annars konar kjöti, sojabaunadufti eða vatni. Nautakjötið er sérvalið og nákvæm- lega fitumælt, en fitumagn, þyngd og lögun kjöthleifanna verður ávallt að vera rétt og eins vegna nákvæmra eldunaraðferða McDonald's. Kjötið er síðan snöggfryst á sérstakan hátt í einu tækjum sinnar tegundar á íslandi til þess að tryggja hreinlæti og hollustu ög varðveita hámarksgæði og ferskleika. v Alltaf gæði • Alltaf góður matur • Alltaf góð kaup LYST ehf, er leyjishajt McDotmld's á íslatidi. Effrekari upplýsinga er óskad, skrifið þá góðfúslega til: LYST ehf. Pósthólf 52, 121 Reykjavik, eða: Kjötbankinn ehf, Flatalirauni 27, 220 Haftiarfjörður. LYST 8888 Hvemig McDonald’s hamborgarar- nir verða til er leyndarmál, en það er ekkert leyndarmál að fylgst er náið með öllu framreiðsluferli kjötsins - svo náið að þeir Guðgeir og Kristinn vita frá hvaða bónda hráefnið í hvem einn og einasta McDonald’s kjöthleif er komið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.