Morgunblaðið - 24.02.1996, Síða 47

Morgunblaðið - 24.02.1996, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24.1'EBRÚAR 1996 47 FRÉTTIR Hjúkrunar- fræðileg við- fangsefni á geðdeildum JÓHANNA Bernharðsdóttir, lektor og stoðhjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, flytur fyr- irlesturinn Hjúkrunarfræðileg við- fangsefni á geðdeildum á vegum Málstofu í hjúkrunarfræði mánu- daginn 26. febrúar kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Málstofan er öllum opin. í erindinu verða kynntar helstu niðurstöður úr innihaldsgreiningu á geðhjúkrunarverkefnum 4. árs nemenda í námsbraut í hjúkrunar- fræði Háskóla íslands. Innihalds- greiningin fór fram með hliðsjón af heilbrigðilíkani Gail Stuart um streitu og aðlögun, sem og stöðluð- um hjúkrunargreiningum NANDA. Verkefni frá 1994 og 1995 sem unnin voru í verknámi hjúkrunar- fræðinema samkvæmt leiðbeining- um kennara hafa verið innihalds- greind. Helstu niðurstöður þessarar könnunar verða kynntar í málstof- unni. Rannsókn þessi hefur fengið styrk frá Vísindasjóði Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. -----» ♦ ♦---- Tröllastelpa í Ævintýra- Kring’lunni HALLVEIG Thorlasíus kemur í dag kl. 14.30 með brúðuleikhúsið Sögu- svuntuna í Ævintýra-Kringluna og sýnir leikþáttinn um minnstu trölla- stelpu í heimi. Þetta er leikrit um litla trölla- stelpu sem lendir í alls konar hremmingum. Krakkarnir sem kom að horfa á eru því vinsamlegast beðnir um að hjálpa tröllastelpunni því annars gæti farið illa. Hallveig samdi leikþáttinn sjálf og hannaði brúðurnar en Helga Arnalds leik- stýrði. Sýningin er um 35 mín. og er aðgangseyrir 500 kr. og er þá barnagæsla innifalin fyrir þá sem vilja. Barnagæslan er opin frá kl. 10-16 á laugardögum en á virkum dögum frá kl. 14-18.30. -----♦ ♦-■♦--- Fyrirlestur um eldun matar fyrr á tímum NÆSTI fræðslufundur HÍN á þessu ári verður haldinn mánudag- inn 26. febrúar kl. 20.30. Fundur- inn verður að venju haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Há- skólans. Á fundinum flytur Hall- gerður Gísladóttir, sagnfræðingur á Þjóðminjasafni Islands, fræðslu- erindi sem hún nefnir: Eldun, mat- ur, náttúra. í erindi sínu mun Hallgerður segja frá ýmsu viðvíkjandi því hvernig forfeður vorir elduðu mat- inn, geymdu hann og hvernig þeir urðu að laga sig að náttúruöflum landsins við öflun og meðhöndlun uiatvæla. -----♦ ♦ ♦---- Flóamarkaður FEF PLÓAMARKAÐUR Félags ein- stæðra foreldra hefst á ný laugar- daginn 24. febrúar og verður hald- inn í Skeljahelli, Skeljanesi 6, frá kl. 14-17. Seldur verður fatnaður á alla fjölskylduna, skartgripir, svefn- bekkii* og fleira. Flóamarkaður hef- ur verið haldinn á vegum FEF um áraraðir og er ásamt jólakortum félagsins ein besta fjáröflun félags- ins. SHELLSTOÐIN á Akranesi. Breytingar hjá Shell á Akranesi NÝVERIÐ hafa verið gerðar umfangsmiklar breytingar á rekstri Shell stöðvarinnar á Akra- nesi. Matvörusala í stöðinni hefur aukist mikið og til að koma til móts við auknar kröfur við- skiptavina var nýlega opnað þar grill og ís- bar. Nú er hægt að fá þar úrval af ýmiskonar grillmat auk ísrétta. I tilefni af breytingunum verða margvísleg tilboð í gangi í stöðinni auk þess sem viðskipta- vinum verður boðið að taka þátt í bensínleik. Allir sem kaupa eldsneyti fyrir meira en 1.000 krónur geta sett nafnið sitt í pott. Næstu þrjá mánuði.verða síðan dregin vikulega út nöfn viðskiptavina sem hljóta fría áfyilingu á bílinn. Fyllingarefni NEITAKKI VISSIR ÞÚ ÞETTA UM K J ÖTBANKANN OG McDONALD’S Á ÍSLANDI? „Það tók þá hjá McDonald’s tvö ár að velja framleiðanda á kjöthleifunum fyrir McDonald 's hamborgarana á Islandi. Sérfrœðingar frá Bretlandi og Bandaríkjunum komu hingað fjórum sinnum og skoðuðu bókstaflega allt“. Guðgeir ’ Einarsson og Kristinn Jóhannesson, kjötiðnaðarmenn og eigendur Kjötbankans, eru með réttu stoltir af fyrirtæki sínu. í 14 ár hafa þeir sérhæft sig í vinnslu nautakjöts og lagt höfuðáherslu á gæði og hreinlæti, en Kjötbankinn var eitt af fyrstu fyrirtækjunum í matvælaiðnaði til að koma á innra eftirlitskerfi í samræmi við alþjóð- lega staðla samkvæmt kröfum nýrrar reglugerðar. Vönduð vinnu- brögð eru þó ekkert nýmæli hjá Kjötbankanum og þegar árið 1993 hlaut hann viðurkenningu Vinnu- eftirlits ríkisins fyrir besta starfs- umhverfið í hópi 80 fyrirtækja í matvælaiðnaði. „Það var mikil viðurkenning fyrir okkur að McDonald’s skyldi velja Kjötbankann og það er enginn vafi á því að við höfum lcert margt afþessu samstarfi - starfsfólk okkar er nú tvímcelalaust meðvitaðra um rétt vinnubrögð en áður.“ Það er heldur ekki leyndarmál að aðeins er notað 100% hreint nautakjöt í hamborgarana. I þá er engu bætt - hvorki annars konar kjöti, sojabaunadufti eða vatni. Nautakjötið er sérvalið og nákvæm- lega fitumælt, en fitumagn, þyngd og lögun kjöthleifanna verður ávallt að vera rétt og eins vegna nákvæmra eldunaraðferða McDonald's. Kjötið er síðan snöggfryst á sérstakan hátt í einu tækjum sinnar tegundar á íslandi til þess að tryggja hreinlæti og hollustu ög varðveita hámarksgæði og ferskleika. v Alltaf gæði • Alltaf góður matur • Alltaf góð kaup LYST ehf, er leyjishajt McDotmld's á íslatidi. Effrekari upplýsinga er óskad, skrifið þá góðfúslega til: LYST ehf. Pósthólf 52, 121 Reykjavik, eða: Kjötbankinn ehf, Flatalirauni 27, 220 Haftiarfjörður. LYST 8888 Hvemig McDonald’s hamborgarar- nir verða til er leyndarmál, en það er ekkert leyndarmál að fylgst er náið með öllu framreiðsluferli kjötsins - svo náið að þeir Guðgeir og Kristinn vita frá hvaða bónda hráefnið í hvem einn og einasta McDonald’s kjöthleif er komið!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.