Morgunblaðið - 09.07.1996, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.07.1996, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLf 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KLASSÍSKUR virðuleikablær er á innréttingum skipsins. ÞEIR allra hörðustu púla í tækjasalnum. SUMIR kjósa að halda kyrru fyrir úti og lesa. Skemmtiferðaskipið Queen Elizabeth II kom til Reykjavíkur í gærmorgun Morgunblaðið/Ásdís LÉTTABÁTAR feijuðu farþega milli skips og lands og notuðu fjöl- margir tækifærið til að fara í stutt- ar skoðunarferðir að Gullfossi og Geysi, í Bláa lónið og um Reylga- vík. Aðrir slökuðu á um borð og nutu sólarinnar. Hafnfirskir álfar taka á móti farþegum Þegar rútumar fóm að tínast aftur niður á Miðbakka að skoð- unarferðunum loknum tóku á móti farþegunum álfar úr Hafnarfirði. Léku þeir á als oddi, gáfu gestun- um konfektmola frá Nóa-Síríusi og dönsuðu við harmonikkuleik Grettis Bjömssonar. Um borð í Queen Elizabeth II er enginn skortur á afþreyingu. Skipið er eins og heill heimur út af fyrir sig; þar eru fimm veitinga- staðir, fjöldi verslana, kvikmynda- hús, spilavíti, spitali, íþróttaað- staða og sundlaugar úti og inni, sauna, nuddstofa, bókasafn (það stærsta í heiminum á hafi úti) og bamagæsla, svo eitthvað sé nefnt. Boðið er upp á skemmtidagskrá, sígilda tónlist og dans á hveijum degi og jafnvel oft á dag. Skipið er ekki af smærri gerð- inni. Það er 293 metrar að lengd og 32 á breidd og vegur hátt í sjö- tíu þúsund tonn. Það rúmar um 1.800 farþega í 957 farþegaklefum. Allar innréttingar í skipinu era vandaðar og klassískur virðuleika- blær yfir öllu. Þar getur m.a. að líta stórt málverk af Elísabetu Englandsdrottningu (þá prinsessu) og Filippusi prins á brúðkaupsferð HOTEL A HAFIUTI Morgunblaðið/Þorkell MARGT má gera sér til dundurs á skipinu, til dæmis busla í sundlauginni og pottunum. Skemmtiferðaskipið víðfræga Queen Elizabeth II hafði í gær í fyrsta sinn viðdvöl í Reykjavíkurhöfn í blíðskaparveðri. Hingað kom það snemma í gærmorgun frá Skotlandi og hélt af stað til Norður-Nor- egs síðdegis. Um borð í skipinu eru 1.545 farþegar og rúmlega þúsund manna áhöfn. Margrét Sveinbjömsdóttir og Þorkell Þorkelsson fengu að heimsækja skipið meðan það lá hér. þeirra. Einnig hefur verið sett upp mikið safn ljósmynda af farþegum skipsins gegnum tíðina, og sjást þar mörg fræg andlit á borð við Ellu Fitzgerald, Bing Crosby, Fred Astair og Díönu prinsessu. Verð í verslunum skipsins er heldur í hærri kantinum, þó að finna megi sanngjarat verð inn á milli, að sögn Normans Cole, en hann segir að ferðin geti kostað allt frá 2.000 pundum uppí 25.000 pund, eða gróft áætlað frá rúmum 200 þúsundum íslenskra króna upp í tvær og hálfa milljón. „Drottningin “ kemur aftur næsta sumar Farþegarair eru aðallega breskir og bandariskir og að sögn Normans Cole, starfsmanns á Queen Eliza- beth, koma margir þeirra aftur og aftur í siglingar með skipinu. Þessi ferðamáti verði að lífsstíl og dæmi séu um að fastagestimir eigi sér | sín einkaborð í veitingasölunum, þar sem þeir sitji í hvert sinn sem þeir koma. Meirihluti farþega á Queen Elizabeth er kominn vel yfir miðjan aldur og nokkuð vel stæður. Þó sést þar fólk á öllum aldri, allt niður í ungböm. Starfsmenn skipsins höfðu á orði að þeim þætti leitt að komast ekki í land, því að Reykjavik væri mjög falleg að sjá af hafi og vekti for- vitni þeirra. Sumir töluðu jafnvel | um að koma hingað seinna sem ferðamenn. Nú þegar hefur verið ákveðið að Queen Elizabeth komi aftur hingað til lands næsta sumar. Concorde CONCORDE-VÉL lenti á Kefla- víkurflugvelli á ellefta tímanum í gærmorgun með 98 breska far- þega. Þeir fóru um borð í skemmtiferðaskipið Queen Elisa- beth, sem kom til Reykjavíkur- hafnar snemma í gærmorgun með samtals 1.800 farþega innanborðs og notuðu þeir daginn til þess að fara að Gullfossi og Geysi, í Bláa lónið og skoðunarferð um höfuð- borgina. Concorde-vélin, sem kom beint frá Lundúnum, hélt af landi brott seinnipartinn í gær með 120 í Keflavík farþega af breska skemmtiferða- skipinu. I blíðviðrinu í gær mátti sjá Concordinn sveima tignaríega yfir höfuðborginni, en að sögn Guðmundar Óla Ólafssonar, yfir- flugumferðarsljóra á Keflavíkur- flugvelli, bað flugstjóri vélarinnar um leyfi til þess að fara í útsýnis- flug um Suðurland, höfuðborgar- svæðið og siðast en ekki síst Reykjavíkurhöfn, þar sem Queen Elisabeth beið farþeganna, áður en þotan renndi sér niður á flug- brautina í Keflavík. Morgunblaðið/Björn Blöndal i,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.