Morgunblaðið - 09.07.1996, Side 15

Morgunblaðið - 09.07.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 15 AKUREYRI Tjaldstæðið á Akureyri og Húsabrekku Fleirí gistinætur en í fyrra- sumar GISTINÆTUR hafa verið tölu- vert fleiri á Tjaldstæðinu á Akureyri það sem af er sumri þegar miðað er við sumarið í fyrra. Síðasta vika, sú fyrsta í júlí var einkar góð og tjaldstæð- ið þéttskipað. Stefán Gunnarsson Ijaldvörð- ur sagði að í júní hefðu verið skráðar 1.700 gistinætur á tjald- svæðinu og væru þær fleiri en fyrir sama tímabil á liðnu ári. Fyrir síðustu helgi streymdi fólk á svæðið, en um helgina stóðu yfir fjölmenn fótboltamót, ESSO-mót KA í 5. flokki og Pollamót Þórs og Bautabúrsins en gera má ráð fyrir að um 2.000 manns víðs vegar að af landinu hafi komið til Akur- eyrar í tengslum við þessi mót. Þegar mest var um helgina voru 519 manns á tjaldsvæðinu, þar af voru ísleningar í miklum meirihluta, eða 417 talsins. Fyrstu vikuna í júlí voru gisti- nætur á svæðinu 1.952 alls sem er að sögn Stefán mjög góð vika og vel yfir meðallagi. Alls eru því gistinætur á tjaldstæðinu 3.652 talsins sem eru um 300 fleiri en á sama tíma í fyrra. „Spáin er góð þannig að við eigum allt eins von á að það verði mikið um að vera hér um næstu helgi,“ sagði Stefán, „fólk fylgir sólinni." íslendingar ferðast eftir veðri „íslendingar fara almennt ekki að ferðast að ráði fyrr en fyrstu vikuna í júlí,“ sagði Har- aldur Guðmundsson á tjald- svæðinu Húsabrekku, en hann sagði ferðamannastaum hafa farið rólega af stað í júní, en sé nú hafinn af fullum þunga. Haraldur sagði að enn væri ekki búið að taka saman yfirlit yfir gistinætur í sumar, en ljóst væri þó að þær væru mun fleiri en í fyrrasumar. „Ég á von á að þær séu um það bil ríflega helmingi fleiri en á sama tíma í fyrra," sagði hann. Bjálkahús sem boðin eru gest- um Húsabrekku hafa notið mik- illa vinsælda að sögn Haraldar og sækjast margir eftir að fá þau leigð. „Mér Iíst vel á framhaldið í sumar,“ sagði hann. „íslending- ar ferðast eftir veðri, þeir fara eftir langtímaspánni, fara þang- að sem helst er von til að sólin skíni." n á Akureyri'- LEIKLIST - MYNDLIST - DANS OG GAMAN Stóra verkefnið: Stuttmynd fyrir sjónvarp. Aðalkennarar: Auður Bjamadóttir - dansari og leikstjóri, Örn Ingi - fjöllistamaður. Tímabilið 25. júlí til 5. ágúst (Halló Akureyri) er fyrir 14 til 16 ára unglinga sem víðast af landinu. MYNDLIST FYRIR FULLORÐNA ^5. ágúst til 1. september (10 til 12 klst. á dag). Fjölbreytt tækni - eða eins og hver vill. Upplýsingar og skráning f síma 462 2644. Örn Ingi - Aftureyri. .........................■■■■■■■— Morgunblaðið/Kristján ÞESSIR félagar hvíldu lúin bein á Tjaldstæðinu á Akureyri í góða veðrinu í gær. Helgin róleg HELGIN var með allra rólegasta' móti hjá lögreglunni á Akureyri þótt ferðamenn hafi verið fjöl- margir í bænum og næsta ná- grenni. Einn ökumaður var tekinn grun- aður um ölvun við akstur um helg- ina og um miðjan dag í gær var svo annar ökumaður stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur. Loks voru 11 ökumenn teknir fyr- ir of hraðan akstur um helgina og þá varð eitt minni háttar umferð- aróhapp. kjarni malsins &É. Tll SBÓ m á n a ð a r i RAFMOGNUÐ BRESK SPENNA! „Spennan hefst á fyrstu síðu bókarinnar og helst allt tll loka“ - Publishers Weekly ÍþÚ SPARAR 1.OOoj UPPLJOSTRUN EFTIR BRESKA METSOLUHOFUNDINN EVELYN ANTHONY ER SPENNUBÓK I HÆSTA GÆÐAFLOKKI Tryggðu þér eintak í júlí! Frá 1. ágúst kostar bókin 2.480 krónur. VAKAHELGAFELL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.