Morgunblaðið - 09.07.1996, Page 17

Morgunblaðið - 09.07.1996, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 17 LANDIÐ Morgunblaðið/Ágúst Blöndal JÓN Már Jónsson gangsetti loðnuverksmiðjuna. LOÐNUBRÆÐSLAN á Neskaupstað. Nýog endrubætt loðnuverk- smiðja SVN Neskaupstað - Bræðsla hófst í hinni nýju og endurbættu loðnu- verksmiðju Síldarvinnslunnar 4. júlí sl. en framkvæmdir hófust í nóvember sl. og hafa þær gengið samkvæmt áætlun Byggt var 900 fm stálgrindar- hús og þar var komið fyrir hinum nýju tækjum, s.s. loftþurrkum, reykskiljum, mjölblandara, mjöl- kæli, mjölkvörnum og kæliturni. Þá verður aukið við soðkjarna- tæki verksmiðjunnar. I tengi- byggingu yfir í gamla verk- smiðjuhúsið verður stjórnarher- bergi verksmiðjunnar. Vegna þess að farin var sú leið að byggja hús yfir nýju tæk- in hefur ekki þurft að stöðva vinnslu í verksmiðjunni nema þessa örfáu daga sem eru af sum- arloðnuvertíðinni. Afköst bræðsl- unnar aukast við þessa endurbót og verða þau yfir 850 upp í 1100 hundruð tonn á sólarhring eftir því hvernig mjöl er verið að fram- leiða. Það sem íbúar Neskaupstaðar verða mest varir við í sambandi við þessa endurbót er að verk- smiðjan verður reyklaus og nán- ast lyktarlaus. Verksmiðjustjóri loðnuverk- smiðjunnar er Jón Már Jónsson. Kostnaður við endurbæturnar er á milli 400-500 milljónir. UTSALAN fi er byrjuð! ALGJÖRT DUNDUR Grand Cherokee er fyrirmynd annarra jeppa T2lÖF\7 IFOUR WHEELER «■> -i .. - ■ : - .:■ . • - ■ •: > >' , ■ -,v. <»A* ' WM * ' Xc-s /ff - - Ml $ 7' J 17 . s. * L" 5 1 ” -v. | • • > _• J Jl' s'jtft-: . . Grand Cherokee - fullkominn farkostur Grand Cherokee sameinar á einstakan máta þægindi lúxusbíls og kraft og styrk jeppans. Ríkulegur staðalbúnaður, vandaður frágangur, gott innra rými og öryggisbúnaður eins og hann gerist bestur gera Grand Cherokee að fyrirmynd annarra bifreiða. Grand Cherokee Laredo 4.0 185 hestöfl Grand Cherokee Limited 4.0 185 hestöfl Grand Cherokee Limited 5.2 220 hestöfl Grand Cherokee Turbo Diesel 2.5 116 hestöfl kr. 3.780.000- kr. 4.460.000- kr. 4.650.000- kr. 3.580.000- Taktu sumarið með trompi og festu kaup á Grand Cherokee jeppa. Jeep Grand Cherokee er framleiddur af Chrysler Corporation. Jöfur hf. er einkaumboðsaöili Chrysier á Isiandi. Chrysler veitir ekki ábyrgð á þeim bifreiðum sem fluttar eru á milli landa af fyrirtækjum eða einstaklingum, öðrum en Chrysler eða einkaumboðsaðilum þess. 19 4 6-1996 Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.