Morgunblaðið - 22.11.1996, Side 4

Morgunblaðið - 22.11.1996, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Niðurstöður fjölþjóðlegrar rannsóknar á þekkingu nemenda í náttúrufræði og stærðfræði íslensk börn í neðstu sætum Sambærilegt við árangur í löndum þar sem efnahagur er lakari en hérlendis „NÁMSÁRANGUR íslenskra nem- enda í stærðfræði, líffræði, efna- fræði, eðlisfræði og jarðfræði í 7. og 8. bekk líkist einna mest náms- árangri nemenda í löndum þar sem efnahagur er lakari en hérlendis. Þar sem ástand menntamála hefur hingað til ekki verið talið sambæri- legt við það sem gerist hér á landi,“ sagði Einar Guðmundsson, deildar- stjóri hjá Rannsóknastofnun upp- eldis og menntamála, þegar hann kynnti fyrstu niðurstöðurstöður úr fjölþjóðlegri rannsókn (TIMSS - Third Intemational Mathematics and Science Study) í gær. Að sögn Einars er TIMSS-rann- sóknin ein viðamesta samanburð- arrannsókn sem fram hefur farið, sennilega sú vandaðasta og því tímamótaverk. í rannsókninni var tekið tillit til fjölmargra þátta, s.s. bakgrunns og námsaðstæðna nem- enda, bakgrunns, starfsskilyrða og starfshátta kennara og skóla- stjómenda, námsárangurs og efni aðalnámskráa. Þátttakendur voru f heildina 500.000 nemendur, 45.000 kennarar og 15.000 skóla- stjórar í grunn- og framhaldsskól- um í 45 löndum. Að þessu sinni voru kynntar niðurstöður úr 7. og 8. bekk en í haust verða kynntar niðurstöður úr 3. og 4. bekk grunn- skólans og í byijun árs 1998 niður- stöður úr framhaldsskólum. Undir meðaltali Samkvæmt niðurstöðunum er heildarframmistaða íslenskra nem- enda í 7. og 8. bekk undir alþjóð- legu meðaltali bæði í stærðfærði og náttúrufræði. Á það við um allar undirgreinar náttúrufræði, þ.e. líffræði, efnafræði, eðlisfræði og jarðfræði auk allra námsþátta stærðfræðinnnar að undanskilinni tölfræði og líkindareikingi í 8. bekk, en þar er frammistaða ís- lendinga yfír meðaltali. Þær þjóðir sem standa jafnfætis íslandi eða lakar eru Lettland, Litháen, Port- úgal, Spánn, íran, Kúveit, Kólomb- ía, S-Afríka, Frakkland, Kýpur, franski hluti Belgíu og Danmörk. Einungis 1% íslenskra nemenda er í hópi þeirra 10% nemenda í heiminum sem ná bestum árangri í stærðfræði. í náttúrufræðigrein- um á þetta við um 2% íslenskra nemenda. „Til samanburðar má geta þess að í Singapor, þar sem nemendur stóðu sig best í rann- sókninni, eru 45% nemenda meðal þeirra 10% nemenda í heiminum sem ná bestum árangri í stærð- fræði,“ sagði Einar Guðmundsson. í flestum þátttökulöndum kom ekki fram kynjamunur á heildar- frammistöðu drengja og stúlkna í stærðfræði. í náttúrufræðigreinum kom aftur á móti fram mjög skýr Morgunblaðið/Árni Sæberg STEFÁN Bergmann, lektor KHÍ, Dr. Þórólfur Þórlindsson, forstöðumaður RUM, dr. Einar Guð- mundssonar, deildarstjóri hjá RUM, og dr. Þorlákur Karlsson, dósent við HÍ, skipuðu vinnuhóp í tengslum við rannsóknina auk Önnu Kristjánsdóttur, prófessors við KHÍ. ís iA-n Spánn povtúg1'1 íran (vóiurnlva Kúvuit ^ Suöur Atríln Röð íslands af þeim þjóðum sem... uppfylla aðferðafræðilegar kröfur Náttúru- Stærðfræði fræðigreinar 7.bekkur 22af27 20af27 a bekkur 21af25 20af25 uppfylla aðferðafræðilegar kröfur Náttúru- Stærðfræði fræðigreinar 7. bekkur 30 af 39 27 af 39 8. bekkur! 32 af 41 30 af 41 og marktækur kynjamunur í mörg- um þátttökulöndum drengjum í vil. A það ekki við um ísland að undanskilinni jarðfræði í 7. bekk, en þar er frammistaða drengja marktækt betri en stúlkna. Þá sýndi rannsóknin að viðhorf nem- enda til námsgreina geta tengst námsárangri og þá þannig að því jákvæðari sem nemendur eru í garð námsgreinanna þeim mun betri er námsárangur þeirra. Sterkt samband má sjá milli aðgangs nemenda að ýmsum hjálp- argögnum á heimili, eins og orða- bókum, tölvu og skrifboði en sterk- ast er þó samband á milli menntun- ar foreldra og fjölda bóka á heim: ili við námsárangur nemenda. I öllum þátttökulöndunum, þar á meðal Islandi, ná nemendur betri námsárangri í stærðfræði og nátt- úrufræði eftir því sem menntun foreldra er meiri. Mikil vinna framundan Fram komu á fundinum mikil vonbrigði með niðurstöðurnar, þó að menn hafí áður gert sér grein fyrir að íslendingar stæðu ekki sterkir að vígi í náttúrufræðigrein- um né í stærðfræði, samkvæmt niðurstöðum samræmdra prófa og fyrri þátttöku í umfangsminni könnunum. Einar Guðmundsson lagði áherslu á að niðurstöðurnar á þessu stigi væru meira lýsandi en skýrandi fyrir ástand í mennta- kerfum þátttökulandanna. „Frammistaða íslenskra nem- enda veldur vissum vonbrigðum og augljóst er að ekki er hægt að sitja aðgerðarlaus gagnvart frammistöðu þeirra í rannsókn- inni,“ sagði Einar og bætti við að mikil vinna væri framundan við greiningu á gögnunum. Kvaðst hann fullviss að þessi rannsókn muni hafa áhrif á fagumræðu í þessum námsgreinum. Raunar væri hennar þegar farið að gæta. Stefán Baldursson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið að við endurskoðun aðalnámskrár, sem nú færi fram, væri rannsóknin góður grunnur. „Við munum að sjálfsögðu óska eftir frekari niður- stöðum á þessum gögnum til að átta okkur á hvað veldur þessari frammistöðu. Síðan munu þær verða notaðar í endurskoðun okkar á aðalnámskránni," sagði hann. Morguriblaðið/Líney Sigurðardóttir Fjörutíu ára skip með 50 þúsund tonn Stolin lyf fundust BROTIST var inn í Nesapótek á Eiðistorgi í fyrradag og stol- ið einum plastpoka fullum lyfja. Þjófurinn náðist. Þjófurinn braut glugga og glerrúðu og skarst á handlegg. Var blóð víða um apótekið. Slóð mannsins var rekin að heimili hans og fundust lyfín þar. Maðurinn var án meðvit- undar og hafði reynt að sprauta sig. ^ Enn er um 300 hylkja af dalmadrom saknað og mun lögregla svipast um eftir lyfínu á næstunni. Þórshðfn. Morgunblaðið. LOÐNU- og síldveiðiskipið Júpíter landaði tæpum 70 tonnum af loðnu f vikunni og með því var afli skips- ins orðinn rétt rúm 50 þúsund tonn frá áramótum en það var takmark skipveija að ná þeirri tölu. Þetta er nokkru meiri afli en á síðasta ári og gerði áhöfnin sér dagamun af tilefninu - en einnig komst fréttaritari að því að Júp- íter á fertugsafmæli í janúar næst- komandi. Haldið var upp á tilefnið með myndarlegum veitingum; hnallþórutertum með áletruninni „Til hamingju - 50 þúsund tonna múrinn rofinn" og kokkurinn bauð upp á heitt súkkulaði og kaffi. Menn voru kátir og gerðu sér gott af veitingunum. Hásetahluturinn á Júpíter verð- ur á biiinu fjórar til fimm milljón- ir á árinu, að sögn framleiðslu- stjóra í Hraðfrystistöðinni. Lítil hreyfing er á mannskapnum á Júpfter og að mestu sama áhöfnin frá árinu '93, aðeins fimm breyt- ingar frá þeim tíma, svo menn virðast ánægðir með plássið. Afla- verðmæti Júpíters er tæpar 280 miHjónir það sem af er árinu og er það nokkru meira en á sfðasta ári. Skipstjóri á Júpíter er Lárus Grímsson. Aðalverktakar taka þátt í endurnýjun stóra flugskýlisins í Kefiavík Unnið fyrir á ann- að hundrað millj. ÍSLENZKIR aðalverktakar munu sjá um stóran verkþátt við end- umýjun flugskýlis Bandaríkjaflota í varnarstöðinni á Keflavíkurflug- velli. Ákveðið hefur verið að taka tilboði ístaks hf. í þann hluta end- urnýjunarinnar, sem Mannvirkja- sjóður Atlantshafsbandalagsins kostar, en í hlut Aðalverktaka koma endurbætur, sem Bandaríkjamenn hafa sérstaklega óskað eftir og greiða sjálfir. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er þarna um að ræða upp- setningu brunavarna- og slökkvi- kerfís og endurnýjun skrifstofuhús- næðis á efri hæð viðbyggingar flug- skýlisins, sem hýsir flugvélaverk- stæði. Þetta húsnæði var áratugum saman stjórnstöð vamarliðsins, en verður nú tekið til annarra nota. Talið er að kostnaður við þessa verkþætti geti orðið á bilinu tvær til þijár milljónir dollara, eða á annað hundrað milljóna króna. 10-15% af heildarkostnaði Tilboð ístaks í endumýjunina að öðru leyti var tæplega sautján millj- ónir dollara. Hlutur Aðalverktaka gæti því numið 10-15% af heildar- kostnaði við endurnýjunina. Einkaréttur Aðalverktaka á verkefnum, sem Mannvirkjasjóður NATO greiðir, var afnuminn í fyrra og em viðhöfð alþjóðleg samkeppn- isútboð vegna stærri verka, sem sjóðurinn kostar. Fyrirtækið situr hins vegar enn, ásamt Keflavíkur- verktökum, að þeim byggingafram- kvæmdum sem greiddar eru úr bandaríska ríkissjóðnum. Þeim er úthlutað til fyrirtækjanna af hálfu utanrikisráðuneytisins sarnkvæmt kerfi, sem tekið var upp í árdaga veru vamarliðsins á íslandi. Þetta kerfi mun endanlega falla úr gildi árið 2004. ------♦ ♦ ♦----- Meint nauðguná vistheimili LÖGÐ hefur verið fram kæra hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins varð- andi meinta nauðgun þroskaheftrar stúlku á vistheimili fyrir þroska- hefta. Hörður Jóhannesson hjá RLR staðfesti í samtali við Morgunblaðið að slík kæra hafí verið lögð fram, en neitaði að tjá sig frekar um rann- sókn málsins sem stendur yfír. I í í I > I I I I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.