Morgunblaðið - 22.11.1996, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 22.11.1996, Qupperneq 68
HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn ájjármálum einslaklinga @ BLNAÐARBANKI ÍSLANDS Jiernát -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, StMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Framsóknarmenn á Reykjanesi Þorskkvóti um- fram 220.0001 fari á uppboð FRAMSÓKNARMENN á Reykjanesi telja eðlilegt að endurskoða afstöðu til veiðileyfagjalds þegar sjávarút- vegurinn hafi náð að laga sig að bættum aðstæðum. Ekki sé þó rétt að setja veiðileyfagjald á sjávarútveg að óbreyttu. Sjávarútvegsnefnd framsóknar- manna á Reykjanesi samþykkti álykt- un þessa efnis í vikunni og gert er ráð fyrir að hún verði kynnt á flokks- þingi Framsóknarflokksins sem hefst í dag. Þar segir að auðlindagjald geti til dæmis verið ígildi virðisaukaskatts á allar féseldar aflaheimildir, en þar er átt við þær veiðiheimildir sem seld- ar eru án þess að um sé að ræða beina hagræðingu milli skipa. Þá er einnig bent á þann mögu- leika að úthlutun aflaheimilda í þorski, umfram til dæmis 220 þúsund lestir, verði hagað með þeim hætti að nýiiðar í greininni fái hluta og hluti verði seldur á uppboðsmarkaði. Þorskkvótinn er 186 þús. tonn á yfir- standandi fiskveiðiári. Kvótaútgerð í ályktuninni segir að megin- vandamál aflamarkskerfisins nú sé meint brask með veiðiheimildir. Út- vegsmönnum hafi verið trúað fyrir fiskistofnunum sem séu helsta auð- lind þjóðarinnar. Þegar almenningur telji að einstaka útvegsmenn séu farnir að gera meira út á kvótann og kerfið sé svo komið að grípa þurfí í taumana. ■ Umræður/11 1.600-1.800 millj. hlutafé í SH hf. TILLAGA um að breyta Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna í lokað hlutafélag í eigu þeirra framleið- enda sem eiga aðild að SH verður borin undir félagsfund í samtökun- um þann 29. þessa mánaðar. Á stjórnarfundi í sölumiðstöðinni í gær var gengið frá þeim tillögum sem stjórn SH leggur fyrir fundinn. Að sögn Jóns Ingvarssonar, stjórnarformanns SH, er m.a. gert ráð fyrir því að skilaskylda félags- manna á afurðum sínum til SH verði afnumin með stofnun hiutafélagsins og að sölumál nýs fyrirtækis byggist á samningum við einstaka framleið- endur. Innlausnarskylda á eignar- hlut verður einnig afnumin en verði stofnun lokaðs hlutafélags samþykkt felst í því að félagið og hluthafar njóta forkaupsréttar þegar hiutabréf verða boðin tii sölu. Jón sagði að hlutafé fyrirtækisins yrði væntanlega á bilinu 1.600-1.800 milljónir króna. Eigendur verða um 40 framleiðendur og hiutur þess sem mest á um það bil 14%. SH hefur fylgt þeirri ijárfest- ingarstefnu að ijárfesta ekki í físk- vinnslufyrirtækjum og hefur sú stefna sætt gagnrýni innan SH. Jón Ingvarsson sagði að það væri mál nýrrar stjórnar að marka væntan- lega fjárfestingarstefnu. Tillögur stjórnarinnar til félagsfundarins hlutu samhljóða afgreiðslu í stjórn- inni, að sögn Jóns Ingvarssonar, og tekur breytingin í hiutafélag gildi hljóti hún samþykki 2/3 hluta félaga á fundinum. Morgunblaðið/R AX EINAR Gunnar Þórhallsson í Vogum I Mývatnssveit var að kveikja upp í reykhúsi sínu og naut aðstoðar Kristjáns, bróður síns (t.v.), þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins voru þar á ferð á dögunum. Ein- ar er að reykja jólahangikjötið fyrir sjálfan sig og fleiri. I reyk- húsinu hanga bæði Iæri og einnig síður með þykku fitulagi. Einar reykir að sjálfsögðu með ekta sauðataði og notar auk þess af- rak til þess að logi betur. Hann kveikir upp á hverjum morgni og segir að vanda þurfi vel verk- un kjötsins svo það verði eins og best verður á kosið um jólin. Landsvirkjun heimilaðar framkvæmdir við Hágöngumiðlun gegn skilyrðum Tímasetning fram- kvæmda raskast ekki Umhverfisráðherra Skatta- áherslum verði breytt GUÐMUNDUR Bjarnason, umhverf- isráðherra, sagðist á Fiskiþingi í gær telja að til greina kæmi að breyta skattaáherslum hér á landi í þágu umhverfisverndar án þess þó að auka skattheimtuna frá þvi sem nú er. Umhverfisráðherra sagði að á Ríó- ráðstefnunni hefði m.a. náðst sam- staða um þá almennu grundvallar- reglu að mengunarvaldur skuli bera kostnað af mengun. Þessi regla væri höfð að leiðarljósi í nýlegum lögum um spilliefni og það væri stefna ráðu- neytisins að beita henni í enn ríkari mæli í framtíðinni. „Víða í nágrannalöndunum fer fram mikil umræða um að leggja aukna áherslu á umhverfisskatta, er komi í stað annarra skatta. Ætla má að á næstu árum sjáum við ýms- ar breytingar í þessa veru,“ sagði ráðherra. ■ Umhverfisvænir skattar/18 GUÐMUNDUR Bjarnason umhverf- isráðherra hefur fellt úrskurð í kærumáli vegna úrskurðar skipu- lagsstjóra ríkisins um mat á um- hverfisáhrifum vegna fyrirhugaðrar Hágöngumiðlunar. í úrskurði ráð- herra er tekið tillit til nokkurra at- hugasemda kærenda en Landsvirkj- un er engu að síður heimiluð fyrir- huguð Hágöngumiðlun gegn ákveðnum skilyrðum um kortlagn- ingu og rannsóknir á lífríki fyrirhug- aðs lónsstæðis. Skal skila þeim nið- urstöðum til ráðuneytisins fyrir árs- lok 1997. Landsvirkjun hefur í undirbún- ingi gerð miðlunarlóns í Köldukvísl við Syðri-Hágöngur og lauk verk- hönnun vegna 385 gígalítra miðlun- ar um mitt ár 1996. í áætlunum Landsvirkjunar hefur verið gengið út frá því að framkvæmdir geti hafist næsta vor, ef samningar nást um fyrirhugaða stóriðju sem í und- irbúningi er, og þeim verði lokið í byijun vetrar 1998. Landsvirkjun telur niðurstöðu ráðherra ásættan- lega og Þorsteinn Hilmarsson, upp- lýsingafulltrúi Landsvirkjunar, seg- ir að tímasetningar sem miðað hef- ur verið við ættu ekki að raskast vegna þessa. Nokkurra frekari athugana þörf að mati ráðuneytisins í úrskurði skipulagsstjóra sl. vor sagði að ráðast skyldi í frekara mat á umhverfisáhrifum vegna bygging- ar miðlunarinnar. í úrskurði ráðu- neytisins segir að Landsvirkjun hafi nú þegar orðið að hluta við kröfum skipulagsstjóra en frekari athugana sé þörf. M.a. þurfi að liggja fyrir umsögn Veiðimálastofnunar um físk og fiskgengd á vatnasvæði Köldu- kvíslar og gera þurfi sameindalíf- fræðilega rannsókn á lífríki hvera- svæðisins í samráði við Náttúru- vernd ríkisins. Ráðuneytið telur hins vegar ekki þörf á að gera viðnámsmælingar á jarðhitasvæðinu í Köldukvíslarbotn- um áður en gerð lónsins hefst og að ekki sé hægt að fallast á kröfu um samanburð á umhverfisáhrifum Hágöngumiðlunar og stækkunar Þórisvatnsmiðlunar eða annarra kosta sem til greina gætu komið. Loks telur ráðuneytið að verndar- gildi jarðfræðilegra náttúruminja sé ekki nægar forsendur til að leggjast gegn framkvæmdinni, en rétt sé að jarðhitaummerki á lónsstæðinu verði skráð og kortlögð. Stefán Thors, skipulagsstjóri rík- isins, segir að niðurstaða embættis- ins hafí verið sú í apríl sl. að frek- ari rannsókna þyrfti við á svæðinu, sem yrðu kynntar með auglýsingu og því hefði embættið ekki treysti sér til að fallast á að framkvæmdir mættu hefjast að settum skilyrðum. Hann sagði að þau skilyrði sem ráðu- neytið setur nú væru svipuð þeim atriðum sem fram komu í úrskurði skipulagsstjóra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.