Morgunblaðið - 22.02.1998, Page 28

Morgunblaðið - 22.02.1998, Page 28
28 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/F*orke!l JÓN Jóhannes segir að á rannsóknastofunni sé unnið að því að hanna genafeiju til að að flylja gen inn í frumur líkamans í lækningaskyni. Víðfeðmt rannsókna- starf JÓN Jóhannes var fenginn hingað frá Bandaríkjunum í upphafí síðasta árs til að standa að frekari uppbyggingu í sameindaerfðafræði. Með Jóni Jóhannesi starfar prófessor Eiríkur Steingrímsson og von er á Reyni Arngrímssyni, dósent í klínískri erfðafræði, í hópinn. Tveir háskólakennarar koma til viðbótar á næstunni. Aðrir starfsmenn eru átta og fímm nýir starfsmenn koma til starfa í næsta mánuði. Innan vébanda rannsóknastofunnar er unnið að sameindalíf- fræðirannsóknum á vegum HI og rannsóknadeildar Landspítalans. Aðrar erfðarannsóknir í tengslum við HÍ fara fram í jafn ólíkum stofnunum og á Keldum, Líffræðistofnun, Hjartavernd og hjá Krabbameinsfélaginu, enda er hlutverk þessara stofnana víðfeðmt og nær allt frá kennslu og lækningum til vísindarannsókna á dýrum og mönnum. Að rannsóknunum starfa um sjötíu starfsmenn, þar af vinna fimmtán til tuttugu vísindamenn að sjálfstæðum rannsóknum á alþjóðamælikvarða. Genaferj an er lykillinn Nýjungar á sviði læknavísinda verða sífellt byltingarkenndari. Sú nýjasta fær hugann til að reika inn í furðuheima vísindaskáld- sagna. Anna G. Ólafsdöttir komst að því í spjalli við Jón Jóhann- es Jónsson, dósent og yfírlækni við rannsóknadeild Landspítal- ans, að verið er að vinna að grundvallarrannsóknum í genalækn- ingum á rannsóknastofu í lífefna- og sameindalíffræði við lækna- deild Háskóla Islands. Markmiðið er að þróa eins konar farartæki eða „genaferjuu til að flytja gen inn í frumur líkamans í lækninga- skyni. Erlendis er verið að gera tilraunir til að nota tæknina til að lækna ýmsa alvarlega sjúkdóma. Uppi eru hugmyndir um að gera tilraunir með genalækningar á fólki hér á landi. Ef fram heldur sem horfir er ekki ólíklegt að farið verði að nota genalækningar gegn alvarlegum sjúkdómum eftir innan við áratug. ÓLUSETNINGAR, sýklalyf, kviðsjáraðgerð- ir og líffæraflutningar. Hver tækninýjungin hef- ur rekið aðra og umbylt fyrri hug- myndum um getu læknavísind- anna á 19. og 20. öld. Nú eru genalækningar að banka á dyr og verða væntanlega fyrsta byltingin á sviði læknavísinda á 21. öldinni. Augu almennings eru að opnast og vakti fyrirlestur Jóns Jóhann- esar Jónssonar, dósents og yfír- manns rannsóknastofu í lífefna- og sameindalíffræði við lækna- deild Háskóla íslands, um gena- lækningar óskipta athygli ráð- stefnugesta á Glaxo-degi um síðustu helgi. Jón Jóhannes stýrir tilraunum til að útbúa genaferju til að flytja gen inn í litninga í kjarna í líkamsfrumum manna. Góð genaferja er því lykillinn að árangursríkum genalækningum. Jón Jóhannes segir að gena- lækningar megi skilgreina á ýmsa vegu. „Ein skilgreiningin felur í sér að með þekktri aðferð á borð við venjubundna lyfjagjöf séu gerðar breytingar á geni og virkni þess. Onnur felur í sér að geni sé breytt, ekki með venjulegri lyfja- gjöf, heldur með kjarnasýrum; stuttum ólígonúkleótiðum, lengri DNA-bútum eða heilu geni. Eg hallast sjálfur að þriðju skilgrein- ingunni. Hún er einföld og segir að genalækningar felist í því að flytja gen inn í frumur líkamans í lækn- ingaskyni." - Hvernig fara genalækningarn- arfrám? „Grundvöllurinn felst í því að í kjama hverrar framu í mannslík- amanum era litningar og á hverj- um litningi eru gen eða erfðavísar sem era eins í öllum framum. Gen- in era misvirk eftir hlutverki framunnar í líkamanum og því framleiða frumumar mismunandi gerðir próteina. Ef gen skemmist vegna stökkbreytingar þá brengl- ast próteinmyndunin og það getur valdið sjúkdómi. Hingað til hafa læknavísindin ekki ráðið við að lækna skemmdina, aðeins að vinna gegn áhrifunum. Genalækningar felast í því að fínna rétta genið, fjölfalda og koma fyrir í viðeigandi framum í líkamanum. Genið gefur GENALÆKNINGAR geta verið með tvennum hætti. Annars vegar er um að ræða genaviðbót og hins vegar genaviðgerð. Genaviðbót felur í sér að nýju geni er bætt inn í frumuna. Stökkbreytta genið verður eftir í frumunni en hefur ekki áhrif á nýja genið. Tilraunir sem nú eru gerðar eru allar með þessu sniði. Genaviðgerð felur í sér að stökkbreytta geninu er skipt út fyrir nýtt gen. Tæknin til gena- viðgerða er ekki nægilega öflug til að nota við tilraunir á mönnum. svo frá sér prótein til að koma í veg fyrir eða lækna sjúkdóm. Einn aðalvandinn felst í því að hanna nógu skilvirka ferju til að flytja genið örugglega inn í framuna, ekki síst ef framan er ekki að skipta sér heldur í hvíldarfasa eins og t.d. lifrar-, vöðva- og miðtauga- kerfisframur. Við ætlum okkur að leysa þenn- an vanda með visnuveira. Aðalá- stæðan íyrir því að visnuveiran varð fyrir valinu er að með henni er ekki aðeins hægt að flytja gen inn í framur heldur innlima genið í sjálfan litninginn. Með því móti fæst varanleg erfðabreyting, þ.e. langvarandi, jafnvel varanleg, lækning. Með erfðatækni er eigin- leikum veirunnar til að valda sjúk- dómi breytt svo að aðeins standi eftir ákjósanlegir eiginleikar henn- ar sem genaferju. Með okkur vinn- ur að verkefninu rannsóknarhópur á Keldum og verið er að undirbúa samstarf við aðra evrópska rann- sóknarhópa innan rammaáætlunar EES um vísindi og tækni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.