Morgunblaðið - 22.02.1998, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 22.02.1998, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 49 Frá Ástþóri Magnússyni: UPPLÝSINGAFULLTRÚI banda- ríska sendiráðsins skrifaði stríðs- áróðursgrein í Morgunblaðið 17. febrúar sl., þar sem hann reynir að réttlæta glæpaverk ríkisstjórnar sinnar með einhliða og villandi áróðri. Hann spyr hver eigi að axla ábyrgðina og biður um leiðbeining- ar um hvað beri að gera varðandi gereyðingarvopn íraka. I fyrsta lagi er alls óvíst hvort Irakar eigi slík vopn. í öðru lagi er svarið mjög einfalt. Bandaríkja- mönnum voru gefnar þessar leið- beiningar fyrir rúmum fimmtíu ár- um. Við höfum vitað það í áratugi hvað beri að gera varðandi gereyð- ingarvopn. Sú eina raunhæfa lausn í því að losa mannkynið undan ógn slíkra vopna kom fram í stofnsátt- mála Sameinuðu þjóðanna um sam- eiginlegt varnarkerfi þjóðríkjanna. Hinsvegar voru það Bandaríkja- menn sem hindruðu framgang um þetta rétt eins og þeir hafa nú, eitt fárra ríkja, neitað að skrifa undir bann við jarðsprengjum. Bandaríkjamenn héldu því leyndu þar til stofnsáttmálinn var undirritaður að þeir væru að þróa kjarnorkuvopn. Þegar hundruð þús- unda manna höfðu verið myrtar með Hiroshima- og Nakasaki- sprengjunum, eftir að vitað var að Japanir voru að gefast upp og engin þörf á þessum hryðjuverkum, lýsti Truman forseti Bandaríkjanna því yfir að þetta væri „mesta afrek sög- unnar“. Til að skilja þessa yfirlýs- ingu þarf að átta sig á því að hinn raunverulegi tilgangur var ekki að binda enda á stríðið heldur að koma ótvíræðum yfirburðum Bandaríkj- anna á kortið, gefa nýlenduþjóðun- um viðvörun og setja Rússa, Breta og Frakka á sinn stall sem annars- flokks heimsveldi. A sama hátt efndu Bandaríkja- menn til Persaflóastríðsins eftir að hafa í meira en tuttugu ár stundað það að etja aröbum saman og selja þeim vopn á víxl. Tilgangurinn var að koma í veg fýrir að nokkur fylk- ing gæti myndast sem ógnaði olíu- hagsmunum Breta og Bandaríkj- anna á svæðinu. Það voru Banda- ríkjamenn sem ýttu Saddam út í | stríðið við íran eftir að þjóðin þar í landi gerði uppreisn gegn arðráni I bandarískra fyrirtækja á auðlindum | landsins. Bandaríkin lögðu Saddam til vopn fyrir milljarða dollara á meðan á stríðinu stóð, þar á meðal tól og tæki til framleiðslu efna og sýklavopna. Þegar írak var að verða of sterkt á svellinu og Banda- ríkin sáu fram á minnkandi áhrif sín á svæðinu, gáfu þeir Saddam „grænt ljós“ á innrásina í Kúveit, m.a. með fundi sendiherra þeirra i Kúveit með Saddam nokkrum dög- um fyrir innrásina og eftir að mikið | herlið var komið að landamærun- um. Árið áður höfðu Bandaríkin gert innrás í Panama og þar með brotið nákvæmlega sömu alþjóðlegu lög og Saddam gerði. Bandarískir hermenn eru taldir hafa myrt allt að 4.000 manns í Panama og dysjað í fjöldagröfum. Þetta eru sögulegar staðreyndir sem blasa við hverjum | þeim sem kynnir sér þessi mál, m.a. | með lestri ævisögu Colins Powell, sem á þessum tíma var einn helsti | samstarfsmaður Bush Bandaríkja- forseta. Daginn eftir innrásina í Kúveit hófst mikill darraðardans þegar for- seti Bandaríkjanna hóf undirbúning eigin hernaðaraðgerða gegn Irak. 3 I I sambandi við neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! BREF TIL BLAÐSINS Bandarfkin vilja hengja bakara fyrir smið Með ýmsum mútum og hótunum gegn öðrum ríkjum tókst að ná „samstöðu" um aðgerðir. Ég skora á fólk að kynna sér 140 milljarða dollara fyrirgreiðslu til Kína frá Al- þjóðabankanum, 7 milljarða dollara til Rússlands, afskriftir lána Saír og Egyptalands, breytta afstöðu um yfirráð Sýrlands yfir Líbanon, vopnasölu upp á 12 milljarða dollara til Saudi Arabíu, afturköllun fyrir- greiðslu til Jemen sem greiddi at- kvæði gegn árásinni og greiðslu 187 milljóna dollara til Sameinuðu þjóð- anna daginn eftir að málið var af- greitt í öryggisráðinu. Bandarískir hermenn notuðu ólögleg efnavopn í Kóreu og Víetnam. Bandaríska leyniþjónust- an notaði sýklavopn gegn húsdýr- um með þeim afleiðingum að 500.000 svín drápust á Kúbu árið 1971. Þetta var gert í þeim tilgangi að grafa undan efnahag þjóðarinn- ar. Álíka tilfelli kom upp í írak nú í janúar af völdum stökkbreyttrar flugu sem hvergi hefur fundist nema allt í einu í írak, en fluga þessi er sögð af tegund sem upp- runnin er í Mexíkó. Ég vil ítreka það sem ég hef áður sagt við Bandaríkjamenn, lesið skýrslurnar sem alþjóðanefndir hafa gert hvað varðar öryggi mann- kyns, þ.á m. skýrslu Palme-nefnd- arinnar. Þar er skýrt varað við áframhaldandi hernaðarstefnu eins og Bandaríkin stunda, og það full- yrt að verði ekki öllum gereyðingar- vopnum komið undir alþjóðlega stjóm verður mannkynið í útrým- ingarhættu. Byrjið þið, Bandaríkja- menn, hættið vopnasölu og leggið ykkar vopn í sameiginlegan sjóð undir stjóm Sameinuðu þjóðanna. Þá fyrst eigið þið kröfu á aðrar þjóðir til að gera slíkt hið sama. Ef þið, hið vestræna stórveldi, ætlið áfram að fótum troða alþjóðleg lög og mannréttindi, þá hljótið þið að axla ábyrgðina á þeim hryðjuverk- um og manndrápum sem verða af- leiðing þess að lögmál villta vesturs- ins fái aukið gildi í heiminum. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON, stofnandi Friðar 2000. ISLENSKT Þuntayddaö HRASALAT Ljúffenat . með lambasieikinm AUSTURSTRÆTI • BAR0NSST1G GLÆSIBÆ • LAUGALÆK LÁGMÚLA • SP0RHÖMRUIVI LANGARIMA • ENGIHJALLA SETBERGSHVERFI0G FIRÐIHAFNARFIRÐI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.