Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 39

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 39
199 Brita mín.« Hún leit á mig, eins og hún héldi a& ég væri að gjöra gys að sér, og svo sagði hún: xf’að má nú segja, Kaisa, laglegt er það!« Hún sagði þetta svoleiðis, að mér fanst ég sjá Ingimar Ingimarsson standa fyrir augunum á mér, — og fallegur er hann nú ekki, en það hafði mér aldrei komið í hug áður, því ég hef alt af borið mestu virðingu fyrir Ingimarssonunum. En nú gat ég ekki að því gert, að ég brosti ofurlítið. Þá leit Brita á mig og sagði aftur: »Já laglegt er það!« sneri sér svo frá mér og þaut inn í herbergi sitt, og ég heyrði.að hún fór að gráta.« »En þegar ég fór, hugsaði ég með mér: Pað hlýtur að rætast vel úr þessu. Alt snýst til hamingju fyrir Ingimarsson- unum. Eg var ekki vitund hissa á foreldrunum: Ef ég hefði átt dóttur og Ingimar Ingimarsson hefði beðið hennar, hefði ég ekki verið í rónni, fyr en hún hefði sagt já.« Ingimar lá kyr uppi í rúminu og hlustaði. Petta gerir móðir mín af ásettu ráði, hugsaði hann. Henni hefur þótt grunsamleg þessi ferð til bæjarins, sem ég ætla að leggja upp í á morgun. Móðir mín heldur ég ætli að fara og sækja Britu. Hún veit ekki, að ég er svoddan ræfill, að ég get það ekki. »í næsta skifti þegar ég sá Britu, var hún nýlega flutt hingað að Ingimarsstöðum. Eg gat ekki spurt hana, hvernig henni liði, því stofan var full af fólki. En þegar ég var komin spölkorn á leið út í brekkurnar, kom hún á eftir mér. »Kaisa,« sagði hún, »hefur þú nýlega komið heim að Bergskógif« »Eg kom þar í fyrradag,« sagði ég. »Ó, guð minn góður, komstu þar í fyrradag; og mér sem finst ég ekki hafa komið heim í mörg ár!« Eg vissi hreint ekki hvað ég átti að segja við hana. Hún leit út eins og hún myndi ekki þola neitt, en fara að gráta, hvað sem ég segði. »Pú hlýtur að geta farið og heimsótt skyldfólkið,« sagði eg. — »Nei, ég býst við ég komi aldrei heim framar.« — »Pað ættirðu þó að gera,« sagði ég við hana; það er fallegt þar upp frá núna. Skógurinn er fullur af bérjum, og lautirnar rauðar af lyngi.« — »Er það virkilega svo?« sagði hún og setti upp stór augu. »Eru berin þroskuð og lyngið sprungið útf« »Já. Geturðu ekki verið í burtu einn dag, svo þú getir farið heim og borðað fylli þína at berjum?« »Nei, ég held ég geri það ekki,« sagði hún. »Ef ég fer heim, verður því verra að fara hingað aftur.« »Eg hef ætíð heyrt, að það væri gott að vera hjá Ingimars-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.