Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 46
206 ganga að óskum. Brita var yfirkomin af iðrun og auðmýkt. Hún vildi ekki valda honum nýrrar sorgar. Ef til vill gæti hann enn þá---------------------— Pau voru um nóttina á veitingahúsi; en fóru snemma af stað, og voru komin svo langt, að þau sáu sóknarkirkjuna sína stundu eftir dagmál. Begar þau fóru þar fram hjá, var kirkjuvegurinn troðfullur af fólki ok klukkurnar hringdu til messu. »Guð minn góður! Bað er þá sunnudagur í dag!« sagði Brita. Hún gleymdi öllu öðru. Hana langaði fyrir hvern mun til að fara í kirkju og þakka guði. Hana langaði til að byrja hið nýja líf, sem hún hafði ásett sér að lifa, með guðsþjónustu í gömlu kirkjunni sinni. »Eg vildi gjarnan fara í kirkju,« sagði hún við Ingimar. Á því augnabliki hugkvæmdist henni alls ekki, að það gæti verið hugarraun fyrir hann að koma þar með henni. Hún hafði allan hugann við guðþjónustuna og þakkargjörð sína. Ingimar lá við að segja þvert nei. Honum fanst hann ekki hafa hugrekki til að mæta hinum hegnandi augum og málgefnu tungum allra kirkjugest- anna. «En einhvern tíma hlýtur það að ske,< hugsaði hann og beygði við upp að kirkjunni. »það batnar ekki með biðinni.« Pegar þau óku upp kirkjuhvolinn, sat mesti fjöldi manna á kirkjugarðsveggnum, og biðu þess að messan byrjaði. Athuguðu þeir vandlega alla þá, sem komu. Þegar þeir sáu Ingimar og Britu, fóru þeir að hvískra, hnippa hver í annan og bendast á. Ingimar leit til Britu. Hún sat með hendurnar í kjöltu sér, og leit út eins og hún vissi hvorki í þennan heim né annan. — Hún sá ekki nokkurn mann — en Ingimar sá þá því betur. Sumir hlupu á eftir vagninum; og Ingimar furðaði sig ekki á, þó þeir þytu upp til handa og fóta. Peir gætu ekki vitað, hvort þeim hefði sýnst rétt. I’eir gætu auðvitað ekki trúað því, að hann kæmi til guðshúss með kvennmann, sem hefði hengt barnið sitt. • fetta er ofraun,« hugsaði Ingimar. »Eg get hreint ekki afboriö það.« «Ég hugsa það sé bezt þú farir strax í kirkjuna,« sagði Ingi- mar við Britu, um leið og hann hjálpaði henni út úr vagninum. »Paö vil ég helzt,« sagði hún. Kirkjan var takmark hennar. Hún var ekki komin til að hitta menn að máli. Ingimar fór sér hægt að spretta af hestinum og gefa honum. Margir höfðu ekki aug- un af honum, en enginn mælti til hans. Pegar hann var tilbúinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.