Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 53
213 tréð og körfur sínar. — »Sæl vertu, kondu sæl,« sögðu þau bæði í einu, og gamla konan gekk til þeirra og heilsaði þeim með handabandi. — »Pið sitjið þá hérna og látið alla vinnumennina frá Ingimarsstöðum vera að leita að ykkur! þið flýttuð ykkur svo mikið úr kirkjunni,« hélt gamla konan áfram, »að ég gat ekki náð í ykkur þar; en af því mig langaði til að heilsa upp á Britu, fór ég niður að Ingimarsstöðum. Prófasturinn kom þangað jafn- snemma mér og var roldnn inn í baðstofu, áður en ég gat svo mikið sem heilsað honum. Hann hrópaði strax til frú Mörtu, áður en hann hafði gefið sér tíma til að taka í höndina á henni: »Nú megið þér vera ánægð yfir honum Ingimar, frú Marta; nú er það komið í ljós, að hann er af gömlu rótunum runninn. Nú getum við farið að kalla hann stóra Ingimar.« — Frú Marta er nú aldrei orðmörg; nú stóð hún bara kyr í sömu sporum og fitlaði við klútinn sinn. — »Hvað segið þér, prófastur minn?« sagði hún loksins. — »Hann hefur sótt Britu,« svaraði prófasturinn, »og trúið þér mér, frú Marta, það verður honum til heiðurs, svo lengi sem hann lifir.«----«Sussu nei, sussu nei!« segir gamla konan. »Mér lá nú við að þagna í miðri ræðunni, þegar ég sá þau sitja saman í kirkjunni; það var betri prédikun, en ég get haldið. Ingimar verður okkur öllum til fyrirmyndar, eins og faðir hans var.« — »Mikil tíðindi segið þér, prófastur minn,« sagði frú Marta þá. »Er hann ekki kominn heim enn þá?« — »Ónei, hann er ekki hérna, en það gæti verið, að þau hefðu fyrst farið upp að Bergskógi.« — »Sagði móðir mín það?« hrópaði Ingimar upp yfir sig. »Pað voru hennar eigin orð. Og meðan við stóðum þar við, sendi hún hvern á fætur öðrum að leita ykkar.« Kaisa hélt áfram að tala; en Ingimar heyrði ekki framar, hvað hún sagði, því hugur hans var langt í burtu. — »Svo kem ég inn í stofuna,« hugsaði hann, »þar sem faðir minn situr ásamt öllum gömlu lngimörutium. »Kondu sæll, stóri Ingimar Ingimarsson,« segir faðir minn og gengur móti mér. — »Kondu sæll, faðir minn, og þakka þér fyrir hjálpina.« — »Nú færð þú góða konu,« segir faðir minn, »svo kemur alt annað af sjálfu sér.« »Aldrei hefði ég orðið svo auðnusamur, ef þér hefðuð ekki hjálpað mér,« segi ég. »Pað var engin þraut,« segir faðir minn. »Við Ingimarar þurfum ekki annað en að ganga á guðs vegum.« Þýtt hefur BJÖRG PORLÁKSDÓTTIR BLÖNDAL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.