Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 27

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 27
>87 ég er að hugsa um, kemur hvorki sýslumaðurinn eða prófastur- inn og heilsar mér með handabandi við kirkjuna á sunnudögun- um, og því hafa þeir þó haldið áfram alt fram á þennan dag. Eg verð ekki svo mikið sem kosinn í fátækranefndina og aldrei get ég hugsað til að verða safnaðarfulltrúi«. Aldrei er eins létt að hugsa og þegar maður gengur svona a eftir plógnum — fram og aftur. Aleinn er maður, og ekkert truflar nema krákurnar, sem hoppa yfir moldina og leita að orm- um. Bóndanum fanst hugsanirnar myndast svo greiðléga í höfði sér, eins og einhver hefði hvíslað þeim að sér. Og af því hann nú sjaldan gat hugsað eins ljóst og greiðlega og í dag, gladdist hann og varð léttur í lund. Honum fór smámsaman að þykja sem hann gjörði sér óþarfa áhyggjur, og hann sagði við sjálfan sig, að enginn væri að heimta af sér, að hann skyldi steypa sér í ógæfu. Honum datt í hug, að hefði faðir sinn lifað, skyldi hann hafa spurt hann um þetta, eins og hann var vanur að spyrja hann ráða um alt, sem vandasamt var, Honum gramdist, að faðir sinn skyldi ekki vera við höndina, svo hann gæti leitað ráða hjá honum. »Væri ég nú bara kunnugur veginum«, sagði hann brosandi og gamnaði sér við hugsunina, »þá skyldi ég heimsækja hann. Mér þætti gaman að vita, hvað Stóri Ingimar mundi segja, ef ég einn góðan veðurdag kæmi labbandi til hans. Ég býst við að hann búi á stórri jörð með gnægð akra og engja og ágætri byggingu og mörgum rauðum kúm, — engar svartar eða skjöldóttar, — alveg eins og hann vildi hafa hér niðri. Pegar ég svo kem inn í stofuna*.............. Og bóndinn nam alt í einu staðar með plóginn á miðjum akr- inum, leit upp og hló. Pessar hugsanir skemtu honum ótrúlega vel; þær hrifu hann með sér, svo að hann varla vissi, hvort hann var á jörðunni lengur. Honum fanst helzt að hann væri alt í einu kominn alla leið til karls föður síns upp í liimninum. »Pegar ég svo kem inn í stofuna«, hélt hann áfram, »þa er þar þéttskipað bændum með fram veggjunum; og allir hafa þeir rauðgrátt har og hvítar augabrýr og þykka neðrivör, og eru eins líkir föður mínum og hvert berið er líkt öðru. Pegar ég sé, að þar eru svo margir saman komnir, verð ég feiminn og nem staðar fyrir innan dyrnar. En faðir minn situr inst fyrir miðju borði, og þegar hann sér mig, segir hann: »Vertu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.