Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 50
210 leit upp frá bréfinu og hortði framan í hana, stórum, undrandi augum. I’á þagnaði hún, og auðmýktin, sem henni hafði verið innrætt í fangelsinu, ruddi sér til rúms í hjarta hennar. Hún þyldi að líkindum ekki meiri vanvirðu, en hún hefði verðskuldað. Ingimar baslaði stöðugt við bréfið. Alt í einu kreisti hann það saman, og var því líkast sem hann orgaði upp yfir sig. »Eg get ekki lesið eitt einasta orð,« sagði hann og stappaði fætinum í jörðina. »Stafirnir dansa fyrir augunum á mér!« Hann gekk til Britu og greip utan um handlegginn á henni. »Er það satt, að það standi í bréfinu, að þér þyki vænt um mig?« Röddin var hás og hann var ófrýnn álitum. Brita þagði. »Stendur það þarná í bréfinu, að þér þyki vænt um mig?« endurtók hann, og var líkast því, að hann væri fokvondur. — »Já,« svaraði hún í hálf- um hljóðum. Hann skók handlegginn á henni og þeytti honum svo frá sér aftur. »Pú hefur þá logið! Pú hefur þá logið!« Hann rak upp hlátur og skældi andlitið óheimlega. — »Guð veit,« sagði hún há- tíðlega, »að ég hef beðið hann á hverjum degi að lofa mér að sjá þig, áður en ég færi.« — »Hvert ætlar þú að fara?« — »Ég fer auðvitað til Ameríku.« — »Svei mér þá alla daga.« Ingimar var eins og hann væri vitstola. Hann dróst nokkur skref inn í skóginn, þar fleygði hann sér niður í grasið; og nú var það hann, sem grét. Brita fór á eftir honum og settist hjá honum. Hún var svo glöð, að hún átti bágt með að stilla sig um að hlæja upphátt. — »Ingimar, Ingimar litli,« sagði hún og gerði sér gælur við hann. — ^Éér, sem þykir ég vera svo ljótur.* — »Éað þykir mér — eða hitt þó heldur.« — Ingimar fleygði hönd hennar frá sér.— »Lofaðu mér að segja þér frá öllu saman.« — »Pú getur sagt frá hverju sem þú vilt.« — »Manstu hvað þú sagðir fyrir réttinum, fyrir þrem árum síðan?« — »Já.« — >Að, ef mér snerist hugur, skyldir þú ganga að eiga mig.« — »Já, ég man það.« — »Eftir það fór mér að þykja vænt um þig. — Ég hefði ekki trúað því, að nokkur maður gæti talað þannig. Éað var yfirnáttúrlegt, at þú skyldir geta sagt það við mig, Ingimar, eftir alt, sem ég hafði afbrotið við þig. — Þegar ég þá leit framan í þig, sýndist mér þú fallegri en allir hinir, vitr- ari en þeir allir, og að þú værir sá eini maður, sem gott væri að búa saman við. Ég varð hugfangin af þér, og mér fanst þú til- heyra mér og ég þér. Og í fyrstunni var ég alveg viss um, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.