Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 20

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 20
i8o Til þess að afstýra því, að hitamagn mós og annars elds- neytis, er brennur með löngum loga, fari að forgörðum á þennan hátt, hafa verið smíðaðir ofnar, þar sem loftið er leitt að elds- neytinu á tvennan hátt, nefnilega bæði í gegnum glóðina, svo mikið sem þarf til að viðhalda hæfilegum bruna í ofninum, og líka að sjálfum loganum, svo að þær eldfimu lofttegundir, sem mynd- ast, geti brunnið til fulls, áður en þær fara burt úr ofninum. Á myndum þeim, er hér eru sýndar af helztu móofnum, sést, hvernig má gjöra þetta á ýmsan hátt. Af framanskráðu sést, að það er afaráríðandi, að ofninn éigi við eldsneytið. En það er fleira að gæta. Stærð ofnsins verður að standa í réttu hlutfalli við stærð herbergisins. Ef ofninn er til- tölulega lítill, verður hraði reykjarins í honum svo mikill, að hiti hans hefir ekki tíma til að leiðast gegnum hliðar ofnsins út í her- bergið, og fer því meira af honum en skyldi ónotað burtu. Ef ofninn er of lítill, má bæta talsvert úr því, með því að lengja arin- pípuna. Ennfremur verður að vera þægilegt að hirða ofninn og loftsnerlar svo vel útbúnir, að alveg sé hægt að ráða fyrir því, hve ört eða hve seint eldsneytið brennur. Eg skal nú lýsa lítið eitt þeim þremur móofnum, sem mér hefir litist einna bezt á hér í Danmörku. i. Móofn frá C. M. Hess í Vejle. Á 24. mynd er þver- skurður af ofninum. Á myndinni sést, að loft er leitt að logan- um eftir tveimur pípum með mörgum götum að neðanverðu. Loftsnerlarnir, sem heyra til þessum loftpípum, sjást á 25. mynd, sinn til hvorrar hliðar við miðhurðina. Ristin er einkennileg, svo- nefnd hjararist, og er hægt að hrista alla öskuna niður í ösku- skúffuna, án þess að opna ofninn. Pað er mjög þýðingarmikið, því móaska er létt og henni hætt við að rjúka út í herbergið. Ofnarnir eru smíðaðir af mörgum stærðum, bæði með og án suðu- hólfs o. s. frv., og kosta eftir stærð frá 4g til 75. kr. Verðið er reiknað fyrir ofnana samansetta og múraða eldföstum steinum. Á 25. mynd er einn af skartofnum C. M. Hess. Ofninn er í empire-stíl og kostar eftir stærð og útbúnaði 100— 124 kr. Ég hef nákvæmlega kynt mér ofna þessa og get borið um, að þeir hagnýta eldsneytið ágætlega, það er þægilegt að passa þá og þeir eru í alla staði mjög vandaðir. Við próf, sem gjört var með ofna á Fjöllistaskólanum í Kaupmannahöfn, reyndist notagildi þessara ofna 95,4 °/o. Með öðrum orðum aðeins 4,6 hundraðshlutar af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.