Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Page 20

Eimreiðin - 01.09.1905, Page 20
i8o Til þess að afstýra því, að hitamagn mós og annars elds- neytis, er brennur með löngum loga, fari að forgörðum á þennan hátt, hafa verið smíðaðir ofnar, þar sem loftið er leitt að elds- neytinu á tvennan hátt, nefnilega bæði í gegnum glóðina, svo mikið sem þarf til að viðhalda hæfilegum bruna í ofninum, og líka að sjálfum loganum, svo að þær eldfimu lofttegundir, sem mynd- ast, geti brunnið til fulls, áður en þær fara burt úr ofninum. Á myndum þeim, er hér eru sýndar af helztu móofnum, sést, hvernig má gjöra þetta á ýmsan hátt. Af framanskráðu sést, að það er afaráríðandi, að ofninn éigi við eldsneytið. En það er fleira að gæta. Stærð ofnsins verður að standa í réttu hlutfalli við stærð herbergisins. Ef ofninn er til- tölulega lítill, verður hraði reykjarins í honum svo mikill, að hiti hans hefir ekki tíma til að leiðast gegnum hliðar ofnsins út í her- bergið, og fer því meira af honum en skyldi ónotað burtu. Ef ofninn er of lítill, má bæta talsvert úr því, með því að lengja arin- pípuna. Ennfremur verður að vera þægilegt að hirða ofninn og loftsnerlar svo vel útbúnir, að alveg sé hægt að ráða fyrir því, hve ört eða hve seint eldsneytið brennur. Eg skal nú lýsa lítið eitt þeim þremur móofnum, sem mér hefir litist einna bezt á hér í Danmörku. i. Móofn frá C. M. Hess í Vejle. Á 24. mynd er þver- skurður af ofninum. Á myndinni sést, að loft er leitt að logan- um eftir tveimur pípum með mörgum götum að neðanverðu. Loftsnerlarnir, sem heyra til þessum loftpípum, sjást á 25. mynd, sinn til hvorrar hliðar við miðhurðina. Ristin er einkennileg, svo- nefnd hjararist, og er hægt að hrista alla öskuna niður í ösku- skúffuna, án þess að opna ofninn. Pað er mjög þýðingarmikið, því móaska er létt og henni hætt við að rjúka út í herbergið. Ofnarnir eru smíðaðir af mörgum stærðum, bæði með og án suðu- hólfs o. s. frv., og kosta eftir stærð frá 4g til 75. kr. Verðið er reiknað fyrir ofnana samansetta og múraða eldföstum steinum. Á 25. mynd er einn af skartofnum C. M. Hess. Ofninn er í empire-stíl og kostar eftir stærð og útbúnaði 100— 124 kr. Ég hef nákvæmlega kynt mér ofna þessa og get borið um, að þeir hagnýta eldsneytið ágætlega, það er þægilegt að passa þá og þeir eru í alla staði mjög vandaðir. Við próf, sem gjört var með ofna á Fjöllistaskólanum í Kaupmannahöfn, reyndist notagildi þessara ofna 95,4 °/o. Með öðrum orðum aðeins 4,6 hundraðshlutar af

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.