Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 59

Eimreiðin - 01.09.1905, Blaðsíða 59
2ig ars hefðu ekki leyst það. — Og þegar hann hafði drukkið mjólk- ina á kveldin, sem hann var miklu lengur að en áður, sperti hann eyrun, einsog hann væri að hlusta eftir hverri hreyfingu, sem yrði úti, og horfði svo raunalega á Björgu. Engin orð fóru á milli þeirra, en þó munu þau hafa skilið hugsanir hvort annars, og það svo að enginn minsti misskilningur hafi átt sér stað. í öll þau ár, sem Fálki hafði lifað, hafði hann aldrei fóðrast eins illa og þennan vetur; þó honum væri borin taða og mjólk ásamt öðru góðmeti, kom alt fyrir sama; hann horaðist altaf niður. svo engin sjón var að sjá hann. Og það sögðu allir, að á flestu mætti sjá, að Gunnar væri fallinn, en hvergi eins átakanlega og á Fálka; hann hafði kunnað að meta nærgætni húsbónda síns í fimtán ár. Björg vissi það ósköp vel, að hún yrði að fara frá Grund með vorinu; þó hún fengi að sitja þar um veturinn, þá var það fyrir náð lánardrotnanna, sem stærðu sig af því á öllum manna- mótum, að nú hefðu þeir töglin og hagldirnar á Grundarbúinu. Hún hafði og fulla meðvitund um það, að þessar reitur, sem faðir hennar skildi eftir, myndu allar fara í skuldirnar, og mætti gott heita, ef það hrykki; en hún hugsaði sér, að hafa þessar fáu skepnur, sem eftir lifðu, svo vel útlítandi undan vetrinum, að von væri um að þær seldust betur en ella, og með því móti máske hægt að ná svo hárri upphæð, er nægði til að seðja hít skuldheimtu- mannanna. Björg skildi það vel, að hún myndi ekki fá einn einasta eyri fyrir það, sem hún hafði unnið búinu; og þó átti hún að réttu lagi talsverða inneign í því. Hún vissi að eign hennar var ekki annað en fötin, sem hún gekk í hversdagslega. En þrátt fyrir alla þessa fátækt, sem hún gerði sér ljósa grein fyrir, dirfðist hún þó á stundum að renna huganum í þá átt, að eignast Fálka. Framan af fanst henni það næstum synd að hugsa um slikt. Fyrst og fremst myndi hún þurfa fimm ár til þess að vinna fyrir verði hans, og svo að því loknu gæti hún ekki látið hann eiga nógu gott — en Fálki ætti þó alt annað skilið, en að vera kvalinn í elli sinni. Hún þekti svo vel kjör íslenzkrar vinnukonu út í yztu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.